Morgunblaðið - 14.11.2003, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.11.2003, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 57 Me against the music Britney Spears MB meagainst Slow Kylie Minogue MB kmslow I’am still in love Sean Paul ft. Sasha MB splove Mixed up world Sophie Ellis Bextor MB mixedup If you come to me Atomic Kitten MB ifyoucome Got some teeth Obie Trice MB someteeth Skjottu mig Skimo MB skjottu Intro Skimo MB skintro Trouble Pink MB pinktro Absolutely not Glennis Grace MB absonot Guilty Blue MB bguilty Are you ready for love Elton John MB areuready Hey ya Outkast MB heyya More to life Stacie Orrice MB moretolife It’s the breeze William Hut MB thebreeze Oh lamour Erasure MB ohlamour Attitude Suede MB suattitude Hole in the head Sugababes MB holehead MB ehvali MB jonarnor MB icelandair MB isb MB kr MB eidur MB eimskip MB nlparani MB bacpac MB ia MB ferrari MB hafskip MB sis MB muu MB no Þú finnur rétta tóninn á mbl.is Pantaðu með SMS í 1910 Hver tónn/tákn kostar 99 kr. Pálmi Gunnarsson og hljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill! Nýt t og spe nna ndi //uppseltTodmobile Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER KL. 19:30 Popptónleikar í Laugardalshöll Sergej Rakhmanínov ::: Píanókonsert nr. 2 Tónlist eftir Todmobile Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Lukás Vondrácek Todmobile Djass Austurbær New York Vocies ásamt Stórsveit Reykjavíkur Darmon Meader, Kim Nazarian, Peter Eldridge og Lauren Kinhan söngur, Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Há- konarson, Eiríkur Örn Pálsson og Örn Hafsteinsson trompeta; Stefán Ómar Jakobsson, Björn R. Einarsson, Sigurður Þorbergsson og David Bobroff básúnur; Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Stef- án S. Stefánsson, Jóel Pálsson og Krist- inn Svavarsson saxófóna, Ástvaldur Traustason píanó, Gunnar Hrafnsson bassa, Pétur Grétarsson kongótrommur og Jóhann Hjörleifsson trommur. Gestur: Ingrid Jensen trompet. Darmon Meader stjórnaði, útsetti, söng og blés á stundum í tenórsaxófón. Sunnudagskvöldið 9. nóvember kl. 20.30. ÞAÐ er óhætt að segja að áheyr- endur á lokatónleikum Djasshátíð- ar Reykjavíkur hafi skemmt sér konunglega enda voru tónleikar New York Vocies mikil sýning og ekki spillti fyrir hversu frábærlega Stórsveit Reykjavíkur stóð sig. Enn einu sinni sannaðist að fleyið sem Sæbjörn Jónsson ýtti úr vör fyrir meira en áratug en orðið að glæsisnekkju. New York Voices er einn af fremstu sönghópum heimsins og dregur mjög dám af Manhattan Transfer þar sem klassískum hljómasöng að hætti Four Fresh- men og Hi Los er blandað við djassspuna Lambert, Hendricks og Ross. Efnisskrá þessara tónleika var að mestu af skífu þeirra Sing, Sing, Sing, en sá Goodmanópus er Louis Prima byggði á Christopher Columbus Chu Berrys, var upp- hafslag tónleikanna. Þarna var tónninn gefinn; glöð sveifla og mik- ið fjör. Smellur Louis Jordans: „It Ain’t Nobody Here But Us Chick- ens“ var lipurlega sunginn þótt húmor Jordans týndist að mestu og Kjartan Hákonarson og Stefán S. Stefánsson blésu ágæta sólóa. Óli Jóns blés í Bli-Blip Ellingtons, sem Ray Nance söng í gamla daga og Snorri Sigurðarson átti bæði flyg- ilhorn og trompetsólóa í gamla meistaraverkinu hans Edgars Sam- psons: „Don’t Be That Way“. Ást- valdur og Jóel fengu líka sólóa en bestur var Sigurður Flosason í „Night in Tunisia“ Gillespies. Margir söknuðu þess að fá ekki ekta trompetsóló á eftir Sigga í stað skatts Darmons, sem þó var harla gott og mun betra en ten- órsaxófónsólóar hans. Einstakur bónus var að fá kanadíska tromp- etleikarann Ingrid Jensen á sviðið í Caravan Juan Tizols, sem þarna einsog oftast var eignað Ellington einum. Ingrid er blásari af betri gerðinni og hóf leikinn með demp- ara, en kastaði honum brátt á gólfið og blés í þessum fautafína expressj- óníska nýboppstíl sem er einkenni hennar. Það var margt fleira á efn- isskránni, m.a. þrjú númer a capp- ella sem áttu lítið skylt við djass, og svo „Cloudburst“ eftir Leroy Kirk- land sem Sam „The Man“ Taylor blés til frægðar. Jon Hendricks gerði texta við lagið, sólóinn og allt, og hljóðritaði þetta með magnað- asta sönghópi djasssögunnar: Lam- bert, Hendricks og Ross. New York Voices fóru snoturlega með ópus- inn, en þarna skildi milli feigs og ófeigs, snillingsins og fagmannsins. Flutningurinn var mikil skemmtun með textaflutningi á þotuhraða, en það sem gerir útslagið – djasssköp- unin – var ekki með í farteskinu. Kannski er óréttlátt að vera að bera New York Voices saman við Lambert, Hendricks og Ross – svona álíka og bera saman Glenn Miller og Duke Ellington – og öll eru þau fínir söngvarar og ágætir músíkantar einsog margir skatt- sólóar þeirra báru vitni um. Þá er bara að þakka fyrir sig og tón- leikana sextán er Djasshátíð Reykjavíkur bauð upp á undir styrkri stjórn Friðriks Theodórs- sonar þar sem einna hæst bar tríó Thomasar Clausens og kvintett Hilmars Jenssonar. Vernharður Linnet Tónlist Konung- leg skemmtun Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson New York Voices lokuðu þrettándu djasshátíðinni í Reykjavík með tilþrifum. LÖGMENN Catherine Zeta Jones vara fjölmiðla við því að bendla leik- konuna við Atkins-megrunarkúrinn, að því er segir í frétt BBC. Þeir hóta því að fara í mál við hvern þann sem birtir frétt þar sem því er haldið fram að Zeta-Jones sé á kúrnum. Í bréfi sem stílað er á fjölmiðla um heim allan segja lögmenn leikkon- unnar að næringarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hæðist að Atkins-kúrnum. Kúrinn hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn á undanförnum árum og hefur bók um hann selst í milljónum eintaka. Matarkúrinn hef- ur verið gagnrýndur ákaft þó svo að lítið fari fyrir læknisfræðilegum sönnunum á skaðsemi hans. Í bréfi lögmannanna segir að fjöl- miðlar hafi í fregnum sínum látið í það skína að Zeta-Jones hafi meiri áhyggjur af útlitinu en heilsufarinu. Catherine Zeta-Jones og Atkins-kúrinn Reuters Catherine Zeta-Jones. Bannað að bendla hana við kúrinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.