Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 9 Flottir svartir toppar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Fóðraðar kápur úr micro efni Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Bróderuð,damask og mislit Vandið valið Vöggusett og barnasett í úrvali olsen Laugavegi 25, sími 533 5500 Nýjar vörur í útsölukjallaranum Sérstök kynning 18.11-22.11 stærðir 40-52 Hverfisgötu 6 sími 562 2862 sími 544 2140 www.lifoglist.is Kristalsglös— mikið úrval Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-16 Yfirhafnir í úrvali Mokka- og ullarkápur Hattar og húfur „ÞAÐ var gaman að tefla, hitta Larsen og rifja upp gamla tíma,“ sagði Friðrik Ólafsson, en hann vann öruggan sigur í skákeinvígi við Bent Larsen sem lauk með verðlaunaafhendingu á laugardag. Fyrir einvígið höfðu þeir félagar teflt 34 skákir frá árinu 1951 og sigr- að í jafn mörgum hvor. Að sögn Friðriks hefur alltaf farið vel á með honum og Larsen þrátt fyrir að þeir hafi oft mæst í hörðum við- ureignum. Í þetta skiptið var harkan þó ekki eins mikil og áður enda ekki um titil að keppa og má kannski sjá það á því að sex skákum af átta lyktaði með jafntefli. „Við vorum friðsamari núna. Áður hefðum við teflt skákirnar til hlítar. Tíminn var líka knappari og því ákveðin áhætta að tefla áfram. Við erum ekki eins miklir hraðskákmenn og áður.“ Friðrik segir þá ekki vera jafn öfluga skákmenn nú á eldri árum og þeir voru þegar þeir mættust áður. „Mað- ur er náttúrulega öflugri tvítugur en þegar farið er að nálgast sjötugt. Ég segi ekki að við séum ekki jafn góðir en okkur vantar kannski þrekið og kraftinn sem við höfðum þegar við vorum ungir. En það jafnar sig kannski upp með reynslu og þekkingu. Það krefst mik- illar orku að sitja lengi yfir skák.“ Friðrik segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort þeir mætist aftur yfir skák en það mun tíminn ef- laust leiða í ljós. Morgunblaðið/Ómar Slegið á létta strengi að lokinni baráttu á hvítum reitum og svörtum: Bent Larsen, Guðmundur G. Þórarinsson, Hrafn Jökulsson, Haraldur Blöndal og Friðrik Ólafsson á lokaathöfn einvígisins á laugardag. Friðrik Ólafsson eftir sigur í einvíginu við Bent Larsen Gaman að rifja upp gamla tíma FRAMBOÐ á botn- fiski úr veiðum er nú væntanlega að aukast eftir stöðug- an samdrátt á und- anförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram á Groundfish Forum sem er sameiginleg ráðstefna og fundur helstu botnfiskkaup- enda og -seljenda í heiminum og var haldinn í Barcelona á Spáni fyrir skömmu. Á fundinum skiptast framleiðendur og kaup- endur botnfisks víðs vegar að úr heiminum á hvers konar upplýs- ingum, m.a. um ráðstöfun afla og viðskipti milli landa en slík gögn eru hvergi tekin saman nema á þessum vettvangi. Alda Möller er ritari Groundfish Forum. Hún segir að á fundinum í Barcelona hafi í fyrsta sinn verið lögð fram gögn um heimsframboð af eldislaxi, vinnslu hans og á hvaða ræða hvorki meira né minna er eina milljón tonna af Atlants- hafslaxi og á fundinum hafi greini- lega komið fram að menn líti nú á eldislax sem samkeppni við villtan botnfisk. Menn líti hins vegar einnig svo á að eldislax hjálpi til við að fylla í þær eyður sem mynd- ast hafa á mörkuðunum á und- anförnum árum. Þó virðist nú sem framboð af botnfiski sé orðið stöð- ugt eftir samdrátt undanfarinna ára og meira að segja sé um lítils- háttar aukningu að ræða frá fyrra ári. Þannig hafi framboð af ýsu og ufsa úr Norður-Atlantshafi verið að vaxa og muni halda áfram að aukast á næstunni. Eins hafi fram- boð af lýsingi frá Suður-Ameríku og alaskaufsa frá Bandaríkjunum aukist og þessir stofnar í góðu ástandi. Aðrir helstu botnfisk- stofnar, þar á meðal þorskur, virð- ist vera í jafnvægi nú um stundir. Á fundinum var einnig kynnt yf- irlit um surimiframleiðslu og -við- skipti í heiminum. Alda segir að þar hafi komið fram athyglisverð- ar upplýsingar, meðal annars hversu surimiframleiðsla úr hlý- sjávartegundum fisks hefur aukist en fram til þessa hafi surimi eink- um verið unnið úr alaskaufsa fyrir Japansmarkað. Nú sé Evrópu- markaður vaxandi þar sem varan fari fersk á markað en Japans- markaður hafi frekar rýrnað. Skiptar skoðanir um umhverfisvottun Alda segir að á fundinum hafi einnig verið talsverð umræða um umhverfisvottun sjávarfangs og þar hafi fundarmenn haft mjög mismunandi skoðanir. „Það sýnd- ist sitt hverjum um það hvort iðn- aðurinn ætti að vinna með samtökum um um- hverfisvottun, samtök- um á borð við Marine Stewardship Council. Groundfish Forum mun örugglega ekki taka sérstaka afstöðu til þessa máls. Þarna voru hins vegar fulltrúar fyrirtækja sem eru mjög hlynnt MSC en aðrir hafa miklar efa- semdir. Það liggur hins vegar fyrir að Banda- ríkjamenn stefna á að fá vottun fyrir alaska- ufsaveiðar fljótlega en þar er um að ræða afla sem er margfalt meiri en til dæmis þorsk- afli okkar Íslendinga. Eins er unn- ið að því að votta lýsingsveiðar Suður-Afríku og undirbúningur hafinn að vottun lýsings frá Chile en Nýsjálendingar fengu vottun á hokinhalaveiðar sínar fyrir þremur árum,“ segir Alda. Framboð botn- fisks að aukast Greinilegt að litið er á eldislax sem samkeppni við villtan botnfisk, segir Alda Möller, ritari Groundfish Forum Alda Möller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.