Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 10
GRUNDFIRÐINGAR minntust þess í gær að fimmtíu ár eru liðin frá því síldveiðiskipið Edda fórst í ofsaveðri inni á firðinum. Níu af sautján manna áhöfn skipsins fórust í slysinu. Óskar Vigfússon, fyrrverandi forseti Sjómanna- sambands Íslands og einn þriggja úr áhöfninni sem enn eru á lífi, afhjúpaði minnismerki af þessu tilefni. Minnismerkið er eftir Árna Johnsen, sem ekki hefur setið auðum höndum á meðan á dvöl hans í Grundarfirði hefur staðið. Fimm flutningabíla þurfti undir listaverk eftir hann þegar hann hélt frá Grundarfirði í gær. Fimm flutninga- bíla þurfti undir listaverkin Morgunblaðið/RAX FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVIGRÚM Baugs Group til fjárfest- inga er enn töluvert, segir Jón Scheving Thorsteinsson, yfirmaður erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, en Baugur hefur í félagi við stjórnendur Oasis Stores og Kaupþing Búnaðar- banka keypt fataverslanakeðjuna Oasis Stores í Bretlandi fyrir 19,6 milljarða króna. Hlutur Baugs í keðjunni er tæplega 60%, hlutur stjórnenda er rúmlega 30% og hlutur Kaupþings Búnaðarbanka er um 10%, en kaupin eru gerð í gegnum fyrirtækið Noel Acquisitions Lim- ited. Jón Scheving Thorsteinsson segir aðspurður að svigrúm Baugs til fjár- festinga sé enn töluvert og mikill áhugi sé meðal annars á frekari upp- byggingu innan Oasis Stores. Hann segir að innan keðjunnar séu reknar verslanir undir tveimur merkjum, Oasis og Coast. Oasis-merkið sé rótgróið með fjölda verslana í Bret- landi. Möguleikar á frekari vexti þess séu því takmarkaðir þar í landi, en áhugi sé á að auka umsvif þess ut- an Bretlands. Mikil tækifæri séu hins vegar til að láta Coast vaxa inn- an Bretlands og sú keðja sé fjarri því að vera fullþroska þar í landi. Auk þessara möguleika til vaxtar segir Jón að ákjósanlegt geti verið að bæta fleiri vörumerkjum við undir hatti Oasis Stores. Félagið ráði vel við frekari umsvif af því tagi og upp- byggingu þess gæti þá svipað til upp- byggingar Arcadia, en Baugur átti um hríð fimmtungs hlut í því félagi og reyndi að taka þátt í yfirtöku þess síðastliðið haust. Mikið leitað til Baugs með fjárfestingarhugmyndir Aðspurður segir Jón að Baugur sé orðinn vel þekktur fjárfestir á sínu sviði í Bretlandi og félagið fái til sín margar hugmyndir að fjárfestingum í hverri viku. Stjórnendur fyrirtækja eða þeir sem fengnir hafi verið til að sjá um sölu þeirra leiti gjarna til Baugs með hugmyndirnar. Stjórn- endurnir vilji frekar fá fjárfesti á borð við Baug inn í félögin heldur en fjárfestingarsjóði sem séu einungis að leita að skammtímafjárfestingum og selji hlut sinn gjarna skjótt. Jón segir að haldið hafi verið lokað uppboð á Oasis Stores í september, en Baugi hafi áður verið sagt að ætl- unin væri að selja fyrirtækið. Baug- ur hafi því verið vel undirbúinn, en lokað uppboð sé þó erfitt fyrirkomu- lag, því ekki sé vitað hverjir bjóði eða hversu hátt. Í október hafi komið í ljós að Baugur hafi unnið uppboðið og þá hafi farið fram áreiðanleika- könnun sem hafi lokið í öllum aðal- atriðum fyrir hálfum mánuði. Þá hófst samningavinna og gengið hafi verið frá fjármögnun. Þessu hafi fylgt mikil pappírsvinna og síðustu dagana hafi um 60 lögfræðingar frá fjórum lögfræðistofum komið að samningagerðinni. Þrír meginsamn- ingar hafi verið gerðir. Í fyrsta lagi kaupsamningur við fyrri eigendur, en þar ábyrgist þeir meðal annars efnahag félagsins. Í öðru lagi hafi verið gert hluthafasamkomulag milli Baugs, stjórnenda og Kaupþings Búnaðarbanka en stjórnendur hafi fjárfest töluvert í félaginu. Í þriðja lagi hafi verið samningar um fjár- mögnun við tvo banka, Halifax Bank of Scotland og Kaupþing Búnaðar- banka. Frábær fjárfestingarkostur Derek Lovelock, forstjóri Oasis Stores, tók þátt í kaupunum með Baugi og verður hann forstjóri áfram. Í fréttatilkynningu frá Baugi er haft eftir honum að frá því að fé- lagið hafi verið tekið af markaði árið 2001 hafi sala hjá Oasis-vörumerkinu aukist verulega og aukningin hjá Coast hafi verið enn meiri. „Kaup Baugs á meirihluta í félag- inu gera okkur kleift að stefna að frekari vexti utan Bretlands og leita eftir kaupum á nýjum vörumerkjum sem styðja við þau sem fyrir eru. Stjórnendur Baugs búa yfir mikil- vægri þekkingu og reynslu og eru sammála sýn okkar um það hvernig hægt er að gera Oasis Stores að enn stærra og betra fyrirtæki,“ er haft eftir Lovelock. Í fréttatilkynningunni er einnig haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að Oasis Stores sé spennandi félag og frábær fjárfest- ingarkostur sem falli vel að stefnu Baugs. „Oasis er þekkt vörumerki og við teljum það eiga verulega vaxtar- möguleika. Ekki síður hefur verið gaman að fylgjast með velgengni Coast sem við teljum að eigi mikið inni. Velgengni félagsins undanfarin tvö ár sýnir hvað býr í stjórnendum félagsins og það er tilhlökkunarefni að takast á við þetta verkefni,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri. Mikil söluaukning Í fréttatilkynningunni segir að Oasis Stores eigi og reki 342 Oasis og Coast tískuvöruverslanir í Bretlandi, auk 218 verslana í 12 löndum. Þá hafi félagið nýlega hafið starfsemi í Kína. Vöruvelta verslananna er sögð hröð og vöruúrvalið taki hröðum breytingum í takt við nýjustu strauma í tískunni. Frá því í júní í ár hafi söluaukning verið 10% og er þá undanskilin söluaukning vegna nýrra verslana. Vörumerkið Coast er þróað af núverandi stjórnendum Oasis Stores og það hefur vaxið hratt undanfarin tvö ár og félagið rekur nú 124 slíkar verslanir. Frá 2001 hefur söluaukning, ef horft er framhjá aukningu vegna nýrra verslana, ver- ið um 39%. Coast sérhæfir sig í fínni fatnaði fyrir konur á aldrinum 25-40 ára, en Oasis er hugsað fyrir konur á aldrinum 18-30 ára. Núverandi stjórnendur Oasis Stores tóku þátt í því árið 2001, ásamt fjárfestingarfélaginu PPM Ventures, sem er hluti trygginga- félagsins Prudential, að kaupa félag- ið af markaði og afskrá það úr kaup- höllinni í London. Frá þeim tíma hefur sala félagsins aukist um 23% og hagnaður þess nær tvöfaldast úr rúmum 1,1 milljarði króna í rúma 2 milljarða króna. Þegar Oasis var keypt út úr kaup- höllinni kostaði það 56 milljónir punda, rúma sjö milljarða króna, sem er rúmlega þriðjungur af kaup- verði þess nú, en eins og áður sagði hefur fyrirtækið stækkað mikið frá þeim tíma. Töluvert svigrúm til frekari fjárfestinga Baugur með 60% hlut í Oasis Stores sem var keypt á 19,6 milljarða króna Derek Lovelock Jón Scheving Thorsteinsson Jón Ásgeir Jóhannesson VETNISKNÚNIR strætisvagnar og málefni norðurslóða voru meðal umræðuefna í viðtali sem CNN sjón- varpsstöðin tók við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Viðtalinu var sjónvarpað í gær. Ólafur Ragnar sagði stefnu Ís- lands vera þá, að koma á vetnisum- ferð og til að aðrar þjóðir gætu tekið Ísland sem fyrirmynd sem vistvænt land þyrfti að koma til ákveðin hug- arfarsbreyting. Ólafur Ragnar benti á að það gæti haft kosti í för með sér að vera lítil þjóð því þá væri hægt að gera til- raunir með ýmsa hluti. „Ég held jafnframt að við sem þjóð þráum að leggja eitthvað af mörkum til heims- ins, prófa nýja hluti og hafa áhrif.“ Aðspurður um samskipti landa í norðri sem Ólafur Ragnar sagði hann nýja stöðu vera hjá löndum í norðri eftir að kalda stríðinu lauk þar sem ógnin af kjarnorkuvopnum vofir ekki lengur yfir. Þetta sagði hann opna ótal möguleika fyrir Bandaríkin og Rússland ásamt Kan- ada og lönd í norðri til að þróa sam- skipti sín á milli. Ólafur Ragnar Gríms- son í viðtali hjá CNN Vetnisknú- in umferð það sem koma skal FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Í leiðara Morg- unblaðsins sl. laugardag sagði m.a. að frumvarpið fæli í sér nauðsynlega og tímabæra samræmingu á starfsum- hverfi opinberra starfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja. Þrúður Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra nátt- úrufræðinga, segir að „leiðarahöf- undur geri því skóna að ríkisstarfsmenn geti ekki farið fram á að njóta sömu kjara og einnig er talað um að komið sé áleiðis í þá veru. Stað- an er sú að það er mikill munur á launum opinberra starfsmanna og þeirra sem eru á almennum vinnu- markaði. Mér finnst sjálfsagt að það komi skýrt fram. Við höfum stuðst við KOS (Kjara- rannsóknanefnd opinberra starfs- manna) og ef skoðaðir eru háskóla- menntaðir sérfræðingar á almennum markaði sér maður gífurlegan launa- mun. Í Félagi íslenskra náttúrufræð- inga eru 20 fagstéttir og þar erum við að tala um mun á dagvinnulaunum og forsendurnar eins líkar og hægt er í samanburði milli KOS og kjararann- sóknanefndar á almennum vinnu- markaði. Þar er okkar fólk með um 250.000 krónur í meðallaun, meðan þau eru um 350.000 krónur á almenn- um vinnumarkaði. Munurinn er að- eins minni í heildarlaunum, en ekki þó þannig að orð sé á gerandi,“ segir hún. „Annar misskilningur er líka á ferðinni og hann er sá að það sé svo óskaplega erfitt að segja upp fólki hjá ríkinu, en það er ekkert erfitt. Því miður höfum við rekið okkur á það, að þau mál sem hafa komið upp og kost- að ríkið hvað mest eru vegna þess að fólk hefur ekki kunnað til verka. Fólk fær skriflega áminningu og tækifæri til andmæla. En ef í ljós kemur með málefnalegum rökum að viðkomandi hefur ekki staðið sig sem skyldi eða gerst brotlegur í starfi er hægt að segja honum strax upp eftir þessa fyrstu áminningu, svo ferlið er ekkert ólíkt því sem gerist á almenn- um vinnumarkaði, það er bara form- legra,“ segir Þrúður Haraldsdóttir. Segir mik- inn mun á launum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.