Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 12
MINNSTAÐUR | VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stykkishólmur | Íbúaþing var ný- lega haldið í Stykkishólmi undir yfirskriftinni „Tökum höndum saman“. Þingið er liður í eins árs verkefni, sem miðar að því að stilla saman strengi íbúa, fyrirtækja, fé- lagasamtaka og bæjaryfirvalda, til að styrkja stöðu Stykkishólms. Þingið sóttu um 140 manns en auk þess unnu allir nemendur Grunnskóla Stykkishólms glæsileg verkefni sem tengdust viðfangsefni þingsins og var afrakstur þeirrar vinnu til sýnis í Félagsheimilinu þar sem þingið var haldið og nokkrir nemendur kynntu nið- urstöður. Þá unnu nemendur fram- haldsdeildar verkefni og unnið er með þemað „bærinn okkar“ í allan vetur á leikskólanum. Þinginu stýrði ráðgjafarfyr- irtækið Alta, sem hefur sérhæft sig í samráðsverkefnum af ýmsu tagi og var þetta 15. íbúaþingið sem Alta stýrir. Umræðan um atvinnumál var fyrirferðarmikil á þinginu, en þau hafa brunnið talsvert á íbúum eftir að tilkynnt var um bann við veið- um á hörpuskel, sem hefur verið veigamikill þáttur í atvinnulífi bæj- arins. Svartsýni virðist á undanhaldi, en þátttakendur lögðu þó mikla áherslu á mikilvægi þess að allir legðust á eitt við eflingu atvinnu- lífs, þar sem stefnt yrði að aukinni fjölbreytni og nýtingu sóknarfæra í ferðaþjónustu og annarri nýsköp- un. Ferðaþjónusta var sá atvinnu- vegur sem þátttakendur töldu bjóða upp á mesta möguleika, ekki síst á sviði heilsuferðaþjónustu. Unnið hefur verið að verkefni á því sviði, af hálfu Heilsueflingar Stykkishólms ehf. Verðmæti í sögu og menningu Af öðrum sóknarfærum var með- al annars nefnd virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og aukin fullvinnsla í sjávarútvegi. Greinilega kom fram að íbúar telja mikil verðmæti felast í sögu og menningu bæjarins og telja mikilvægt að meira verði gert úr þeirri auðlind. Mikil áhersla var á safnamál og komu fram fjölmargar hugmyndir um söfn af ýmsu tagi og leiðir til að miðla sögunni, t.d. með merkingum og leiðsögn. Varðandi opinbera þjónustu voru þátttakendur sammála um að bygging nýs leikskóla sé forgangs- verkefni en að í framhaldi af því væri æskilegt að marka stefnu um að Grunnskólinn fari undir eitt þak, skólinn er einsetinn en kennt er á tveimur stöðum. Fram kom að framtíðarskipulag Grunnskólans þurfi einnig að taka mið af starf- semi og húsnæðisþörfum Tónlist- arskólans. Um 7–8% íbúðarhúsnæðis í Stykkishólmi eru svokölluð frí- stundahús. Fyrir þingið var eig- endum þessara húsa sent bréf og þeir hvattir til að taka þátt í þinginu. Því kalli var vel sinnt og var fróðlegt að heyra sjónarmið þessara íbúa. Meðal annars kom fram að þeim þætti það góður kostur ef leyfilegt væri að greiða útsvar í tveimur sveitarfélögum svo framarlega sem það skerti ekki rétt til þjónustu í heimasveit- arfélaginu. Fram kom áhugi á stofnun Holl- vinasamtaka Stykkishólms, sem gæti höfðað til brottfluttra Hólm- ara, núverandi íbúa, eigenda frí- stundahúsa og annarra velunnara. Samstaða íbúa ekki næg Á íbúaþinginu kom fram að það veiki stöðu Stykkishólms að sam- staða íbúa sé ekki næg. Með já- kvæðni og bjartsýni geti íbúar, fé- lagasamtök, fyrirtæki og bæjaryfirvöld lyft grettistaki, ef þessir aðilar taka höndum saman. Mikill áhugi kom fram á þinginu að kanna kosti þess að sameina öll sveitarfélög á Snæfellsnesi, því þar geti falist afl til að styrkja byggð á svæðinu. Í gegnum tíðina hafa, líkt og annars staðar, skipst á skin og skúrir í Stykkishólmi. Nýjar at- vinnugreinar hafa komið upp og vaxið eða dáið eftir atvikum. Óhætt er þó að segja að að Stykk- ishólmur hefur staðið af sér þau áföll sem fylgt hafa breyttum tím- um. Nú standa Hólmarar enn á ný frammi fyrir breyttum tímum, en með því að taka höndum saman mun Stykkishólmur óhikað snúa vörn í sókn og búa sig undir þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. Virkjun sjávarfalla ein af hugmyndum á íbúaþingi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þátttakendum var skipt niður í hópa og hver hópur tók til umfjöllunar ákveðinn málaflokk. Í þessum hópi voru umhverfismálin rædd. ákveða alla starfsemi þar endanlega. Til að byrja með flytur barnastarfið TTT úr kirkjunni í safnaðarheimilið og fermingarfræðslan verður þar að hluta. Ennfremur verður húsið áfram leigt til námskeiðahalda og funda. Skrifstofa kirkjunnar hefur þegar verið flutt í húsið. Á annað hundrað manns tóku þátt í athöfn- inni og nutu gestrisni kirkjunnar sem bauð upp á veislukaffi í tilefni dagsins. Borgarnes | Félagsbær hefur tekið við nýju hlutverki og er nýja safn- aðarheimili Borgarneskirkju sem keypti húsið af Verkalýðsfélagi Borgarness. Safnaðarheimilið var vígt með viðhöfn nýlega þar sem sóknarpresturinn, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, blessaði húsið. Formaður safnaðarnefndarinnar Arna Einarsdóttir hélt tölu og sagði að almenn ánægja ríkti með nýja húsnæðið þótt ekki væri búið að Félagsbær orðinn að safnaðarheimili Hvanneyri | Margt var um mann- inn á Hvanneyri á föstudaginn þeg- ar ný skrifstofubygging sem Borg- arfjarðarsveit lét reisa á staðnum var formlega tekin í notkun. Ýmsar landbúnaðarstofnanir og félög og eitt einkafyrirtæki hafa þegar kom- ið sér fyrir í húsinu. Í ávarpi Sveinbjörns Eyjólfs- sonar, oddvita Borgarfjarðarsveit- ar, kom meðal annars fram að það þyki bæði skynsamlegt og gott að setja niður starfsemi tengda land- búnaði, náttúru og umhverfismálum á Hvanneyri. Það hafi hins vegar verið þröngt setinn bekkurinn og löngu orðið ljóst að það þyrfti að byggja yfir þá starfsemi sem þang- að var komin og ekki síður gera það mögulegt að þær stofnanir sem hér vildu vera hefðu húsnæði við hæfi. Hann sagði að þótt sveitarstjórn hafi ekki beina aðkomu að starfinu á Hvanneyri bæri henni að styðja við bakið á þessu fjöreggi sveitar- innar. Samið var við Loftorku í Borg- arnesi um að byggja húsið og sá fyrirtækið um að teikna það og hanna í samráði við fulltrúa sveit- arstjórnar. Loftorka skilaði húsinu um áramótin 2002-2003. Aðrir sem komu að byggingu hússins voru m.a. PJ byggingar ehf. á Hvann- eyri, Glitnir í Borgarnesi, Stefán Ólafsson, smiður í Litlu-Brekku, Haukur Júlíusson, jarðverktaki á Hvanneyri, Híbýlamálun á Akra- nesi og Vatnsverk í Borgarnesi. Borgarfjarðarsveit ákvað að mynda einkahlutafélag um bygging- unna, Hvannir ehf. Nú hafa þar að- setur Hagþjónusta landbúnaðarins, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Vesturlandsskógar, héraðssetur Landgræðslu ríkisins og Landssam- band kúabænda. Landbúnaðarhá- skólinn var ekki með í byrjun en hefur nú tekið í notkun tölvuvert á þriðju hæð byggingarinnar í sam- starfi og með stuðningi frá Orku- veitu Reykjavíkur, sem hefur einnig skrifstofuaðstöðu við hlið tölvuvers- ins. PJ byggingar er eina einkafyr- irtækið sem hefur aðstöðu í bygg- ingunni. Sveinbjörn sagði að lengi hafi verið mikill áhugi á því á Hvanneyri og víðar að Búnaðarsamtök Vest- urlands flyttu starfsemi sína þang- að. Það hafi því verið ánægjulegt þegar samningar náðust um að þau keyptu hluta af húsinu og fluttu starfsemi sína í það. Enn er þó stór hluti hússins óleigður en Sveinbjörn taldi að menntunar- og rannsókn- arumhverfið á Hvanneyri kallaði stíft í aðrar stofnanir eða héraðs- setur. Hann væri því bjartsýnn á að fljótlega yrði hvert rúm skipað og farið að huga að næstu byggingu sem búið er að teikna við hlið nýja hússins. Ráðherra vill að starfsemi á Keldum flytji til Hvanneyrar Undir þessi orð tók Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sem var viðstaddur ásamt nokkrum þing- mönnum Norðvesturkjördæmis. Hann taldi að þær stofnanir land- búnaðarins sem staðsettar væru t.d. á Keldnaholti í Reykjavík ættu heima á Hvanneyri og hvatti þing- mennina til að stuðla að flutningi þeirra þangað. Hann minnti einnig á að Hvanneyri væri miðstöð þekk- ingar í landbúnaði og á mikilvægi slíkra þekkingarsetra úti á lands- byggðinni. Margir gestir ávörpuðu samkom- una og færðu gjafir í tilefni dagsins. Eftir athöfnina var opið hús og kom margt fólk til að skoða nýju bygginguna og þiggja veitingar kvenfélagskvenna í glæsilegri kaffi- stofu á þriðju hæð. Fjölbreytt starfsemi í nýju húsi Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Fjölmenni: Vestlendingar fjölmenntu á formlega opnun hins nýja skrifstofuhúss á Hvanneyri. Grundarfjörður | Kaupfélag Borg- firðinga hefur keypt verslunina Tanga í Grundarfirði af Árna Elv- ari Eyjólfssyni sem rekið hefur hana sl. 5 ár. Að sögn Árna er hann ánægður með það verð sem hann fær fyrir verslunina, þ.e. húsnæðið og reksturinn. Tangi hefur um nokkurt skeið verið eina matvöruverslunin í Grundarfirði. Verslunarrekstri Tanga lauk kl. 19 miðvikudagskvöldið 12. nóv- ember. Lokað var síðan á fimmtu- dag vegna vörutalningar en á föstudagsmorgun kl. 9 opnaði síð- an KB verslunina Grundaval í Grundarfirði. Í dreifibréfi sem sent var til íbúa Grundarfjarðar kemur fram að kaupfélagið ætli sér ekki að vera nema tímabundið í þessu húsnæði því fyrirhugað sé að byggja yfir starfsemina í Grund- arfirði. Húsnæði Grundavals er nokkuð komið til ára sinna og hýsti á árum áður útibú frá Kaup- félagi Stykkishólms og síðar Kaupfélagi Grundarfjarðar. Grundfirðingum var því tamt að tala um að fara niður í kaupfélag þótt nafn verslunarinnar breyttist fyrst í Ásakjör og síðan í Tanga. Með tilkomu KB hingað geta menn ótrauðir haldið sínu striki og farið í kaupfélagið þótt það heiti nú Grundaval. Grundaval í stað Tanga Morgunblaðið/Gunnar Kaupmaðurinn í Tanga afgreiðir síðasta viðskiptavininn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.