Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 13

Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 13 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi New York 17.000kr./100 kg m.v. flug frá JFK til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO                   ! "   # $     % ! ! &! '"$"$  ( )* % "   (    (  " +,( ,    %$                                                                        !      "                  # $                 %       &'  &(   )*+' , (&*+'    -* +&'''  STJÓRN Eimskips hefur ákveðið að flytja alla skrifstofuaðstöðu félags- ins á athafnasvæði þess í Sundahöfn, en að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Eimskipafélags- ins, er nú þegar um helmingur starfsseminnar þar til húsa. Flutn- ingurinn mun eiga sér stað fljótlega upp úr áramótum. Fram að þessu hefur stærsti hluti Eimskipafélags- hússins í Pósthússtræti 2 verið nýtt- ur fyrir flutningastarfsemi félags- ins. Með flutningnum verður öll starfsemi Eimskips staðsett í Sunda- kletti í Sundahöfn og einnig verður Vöruhótelið nýtt fyrir hluta starf- seminnar. Burðarás verður áfram með aðstöðu í Eimskipafélagshúsinu þar til annað verður ákveðið. Stjórn Eimskipafélagsins er með í skoðun framtíðarnýtingu á Póst- hússtræti 2 í leigu eða sölu, þar sem m.a. verður hugað að því hvernig nýta megi húsið á sem hagkvæm- astan hátt og jafnframt tengja það framtíðarþróun miðborgarsvæð- isins. Að sögn Magnúsar hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um hvort húsið verður leigt út eða selt. Stefnt hafi verið að flutningi starfseminnar í Sundahöfn í nokkurn tíma og jafnvel verið uppi hugmyndir um að byggja frekar á athafnasvæði félagsins þar. Nú sé verið að færa fjárfesting- arstarfsemi félagins, Burðarás, frá flutningastarfseminni, Eimskip, og móðurfélagið verður lagt niður. Við það munu sparast töluverðir fjár- munir, að sögn Magnúsar. Morgunblaðið/Jim Smart Eimskipafélagið lét reisa Pósthússtræti 2 árið 1921. Eimskip flytur úr Pósthússtræti STAÐLARÁÐ Íslands heldur nám- skeið 19. og 20. nóvember undir heit- inu Örugg meðferð upplýsinga – Stjórnun upplýsingaöryggis sam- kvæmt ISO 17799. Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem bera ábyrgð á meðferð upplýs- inga og að innleiða stjórnkerfi upp- lýsingaöryggis í fyrirtækjum, starfs- fólki sem tekur þátt í innleiðingu slíks stjórnkerfis, ásamt tæknifólki og ráðgjöfum á sviði upplýsingaör- yggis. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ISO 17799 Upplýsingatækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýs- ingaöryggis og BS 7799-2 Stjórn- kerfi upplýsingaöryggis. Námskeið um öryggi upplýsinga FARÞEGUM í milli- landaflugi Icelandair, dótturfélags Flugleiða hf., fjölgaði um 4,7% í október samanborið við sama mánuð í fyrra. Farþegum á leiðum til og frá Íslandi fjölgaði um 3,6%, en farþegum sem ferðast á leiðum yf- ir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 6,3%. Í heild voru farþegar tæplega 96 þúsund í mánuðinum, en 92 þúsund í fyrra. Sætaframboð var nánast hið sama og í október á síðasta ári þannig að sætanýting jókst um 3,8% og var 72,5% í sam- anburði við 68,7% í fyrra. Á fyrstu tíu mánuðum ársins fækkaði farþegum í millilandaflugi um 6,9% frá sama tímabili í fyrra. Fjölgun í innanlandsflugi Í innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands fjölgaði farþegum um 23,3% í október og sætanýting jókst um 6,8 prósentustig. Í innanlandsflugi gætir meðal annars áhrifa af upp- byggingu á Austurlandi á flug milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fyrstu tíu mánuði ársins fjölg- aði farþegum í innanlandsflugi um 7% frá sama tímabili í fyrra. Þá varð mikil aukning í flutn- ingum Flugleiða Fraktar í október í samanburði við fyrra ár. 26,2% aukning varð í heildarflutningum og 21,6% aukning á flutningum til og frá landinu. Samdráttur varð í flutningum yfir Norður-Atlantshaf um 18,5%. Flutningar til og frá Íslandi hafa aukist um 13,6% á fyrstu tíu mán- uðum ársins en fluttum tonnum um Ísland hefur fækkað um 58,1%. Því hafa heildarfraktflutningar Flugleiða-Fraktar dregist saman um 1,1% á fyrstu tíu mánuðum ársins. Fjölgun farþega hjá Flugleiðum í október Flutningar Flugleiða Fraktar til og frá Íslandi hafa aukist á fyrstu 10 mánuðum ársins. TAP Sláturfélags Suðurlands nam 30 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, en á sama tímabili árið áður var tapið 14,5 milljónir króna. Afkoma fyrir fjármagnsliði batnar um 38 milljónir, fer úr 7 millj- ónum í 45 milljóna króna hagnað, en aukin fjármagnsgjöld og tap af rekstri hlutdeildarfélaga leiða til 15 milljóna króna lakari afkomu milli ára, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eigið fé SS var í lok september 1.188 milljónir og eig- infjárhlutfallið var 46%. Veltufjár- hlutfall var 1,7 í lok september en var 0,9 árið áður. Rekstrartekjur Sláturfélags Suð- urlands voru 2.398 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins, en 2.667 millj- ónir á sama tíma í fyrra og minnkuðu um rúm 10% aðallega vegna mikillar verðsamkeppni á kjötmarkaðnum, samkvæmt tilkynningu. Veltusam- drætti hefur verið mætt með lækkun rekstrarkostnaðar. Rekstrargjöld án afskrifta námu 2.238 milljónum samanborið við 2.546 milljónum árið áður og minnka um 12%. Afskriftir rekstrarfjár- muna voru 115 milljónir sem er óbreytt frá fyrra ári. Afkoma félags- ins á fyrri árshelmingi ársins 2003 var óviðunandi og einkenndist af mikilli verðsamkeppni og offramboði á kjöti á markaðnum sem hafði nei- kvæð áhrif á afkomu félagsins. Ekki er gert ráð fyrir að aukið jafnvægi náist á kjötmarkaðnum fyrr en kem- ur fram á árið 2004, að því er segir í tilkynningu. Tap SS 30 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.