Morgunblaðið - 17.11.2003, Qupperneq 17
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 17
Jólablað Morgunblaðsins
Laugardaginn 29. nóvember 2003
Pantanafrestur fyrir augl‡singar er fyrir kl. 12.00
flri›judaginn 18. nóvember.
Nánari uppl‡singar um augl‡singar og ver› veita
sölu- og fljónustufulltrúar á augl‡singadeild
í síma 569 1111 e›a á augl@mbl.is
Jólabla› fylgir frítt til áskrifenda.
MIK ILVÆG SKILABO‹
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
22
76
3
11
/2
00
3
Þegar þig langar
frá kr.
3.800
á mann
Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann.
*Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember.
• Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir •
• Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss •
Sími: 444 4000
www.icehotels.is
ÁGÚST Geir Ágústsson ritar
ágæta grein í síðasta hefti Tíma-
rits lögfræðinga í september 2003,
sem nefnist „Eign-
arréttarleg vernd
veiðiheimilda“. Ég
er í meginatriðum
sammála flestu,
sem kemur fram í
þessari grein. Í inn-
gangi greinar
Ágústs er þó fullyrðing, sem ég tel
að þarfnist frekari umfjöllunar, en
hún er svona:
„Þótt ekki sé talið að í því felist
að ríkið verði talið eigandi al-
menninganna í hefðbundnum eign-
arréttarskilningi er ljóst að hand-
hafar ríkisvaldsins geta í krafti
valdheimilda sinna tekið til sín all-
ar þær heimildir sem almennt eru
taldar felast í eignarrétti og því
má segja að það sé eingöngu
fræðilegt viðfangsefni, sem hefur
ekki þýðingu í reynd, hvaða nafni
við kjósum að nefna þau réttindi.“
Athugum málið nánar. Þó að
ríkið geti í krafti valdheimilda
sinna tekið til sín margar heim-
ildir yfir almenningum, þá jafn-
gildir það ekki því að það sé að-
eins minniháttar fræðilegt mál að
gera ríkisvaldið að eigendum haf-
almenninga (landhelginnar). Þvert
á móti er þetta stórpólitískt mál.
Það viðhorf að ekki skipti máli
hvort ríkið ráði yfir almenning-
unum eða sé eigandi þeirra geng-
ur út frá því að eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar (72.
gr.) sé aðeins bókhaldsregla en
ekki þau grundvallarmannréttindi
sem þau eru. Eignarrétturinn er
einn af hornsteinum þeirra mann-
réttinda sem vestrænt lýðræði
byggist á.
Önnur mannréttindi eru: Kosn-
ingaréttur, kjörgengi, trúfrelsi,
jafnrétti, ríkisborgararéttur,
mannhelgi, ferðafrelsi, réttur til
að leita til dómstóla, friðhelgi
einkalífs, skoðanafresi, tjáning-
arfrelsi, félagafrelsi og atvinnu-
frelsi.
Þessi mannréttindi eru öll ein
heild og bæta hvert annað upp.
Ekkert þeirra má vanta eða
skerða. Þau eru kjósendum til
varnar gegn ríkisvaldinu, rík-
isvaldi, sem áður var í höndum
einveldiskonunga en er nú í hönd-
um lýðræðislegra kjörinna full-
trúa.
Eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Am-
eríkumanna 1776 stofnuðu þeir
lýðveldi. Fyrst héldu sumir að
mannréttindi væru óþörf í lýðræð-
isríki þar sem ríkisvaldið sækti
vald sitt til kjósenda í kosningum.
En brátt gerðu menn sér ljóst að
drottnunarsýki og kúgunarvilji
fylgir mannkyninu hvert sem
stjórnarkerfið er. Þess vegna yrðu
einstaklingarnir að fá í hendur
óafturkallanleg, óskerðanleg rétt-
indi til að verjast tilhneigingum
yfirvalda til að ráða of mikið yfir
þeim. Mannréttindi voru ekki
óþörf í lýðræðisríki heldur bráð-
nauðsynleg til að kjóstendur gætu
varið lýðræðislegt afl sitt og lýð-
ræðislega stjórnarhætti, gegn
valdi meirihlutans.
En öll heimsins réttindi duga
skammt ef menn eru ekki sífellt á
varðbergi gagnvart því að yfirvöld
dragi þessi réttindi úr höndum
þeirra. Þetta er eilíf barátta og
lúmsk.
Einna harðast sækjast ráða-
menn að eignarréttinum og tján-
ingarfrelsinu. Með því að ná eign-
um undir ríkisvaldið og greiða
kjósendum fé geta þeir haft áhrif
á kosningaréttinn.
Bitur reynsla manna frá síðustu
öld færir þeim sanninn um það að
fái menn ekki aðhald geta sumir
þeirra breyst í villidýr, sem breyta
lýðræðisríkjum í einæðisríki.
Það er lýðræðinu því lífs-
nauðsyn að eigarréttur lands-
manna, sem og önnur mannrétt-
indi séu yfirleitt í höndum
kjósenda, persónulega, en ekki að-
allega í höndum kjörinna fulltrúa
þeirra fyrir þeirra hönd til úthlut-
unar.
Á þann hátt verður kosninga-
réttur virkari í raun og mannrétt-
indi fá einnig meira vægi.
Sá eðlismunur, sem er á því
hvort ríkisvaldið hafi lögsögu yfir
eignum eða beinan eignarrétt hef-
ur grundvallarþýðingu fyrir lýð-
ræðislegt stjórnarfar.
Ríkisvaldið hefur ekki eingöngu
lögsögu yfir eigin eignum og al-
menningum heldur öllum eignum
landsmanna, einkaeignum einnig.
Ríkisvaldið setur lög og reglum
um allar eignir í landinu. Það er
þess hlutverk. Það setur reglur
um samskipti landsmanna inn-
byrðis en ekki aðeins við ríkið og
ríkisins við þá.
Ríkið er valdbundin stofnun.
Þversögnin kemur í ljós þegar lög-
gjafinn og valdhafinn er jafnframt
eigandinn. Fullyrða má að lýðræði
minnki hlutfallslega eftir því sem
ríkiseign vex á hlut einkaeigna og
öfugt.
Margir benda á að það sé ekk-
ert betra fyrir lýðræðið þegar
einkaeignir safnist of mikið á fárra
manna hendur. Vissulega er mikið
til í því að of mikil samþjöppun
eigna hjá einkaaðilum getur haft
svipuð áhrif og samþjöppun í op-
inberri eigu. Niðurstaðan er sú að
of mikil samþjöppun hvort sem
hún er hjá hinu opinbera eða
einkaaðilum getur haft slæm áhrif
á lýðræðislega þróun. Samþjöppun
eigna í einkageiranum er þó ekki
eins varanleg og opinber sam-
þjöppun. Menn fæðast og deyja
giftast og skilja, kaupa og selja,
tapa og græða eða verða gjald-
þrota.. Efnahagsþróun nú til dags
er orðin miklu hraðari og meiri en
áður fyrr. Ný tækifæri skapast
hraðar og oftar en áður. En satt
er það að best fer á því að öllum
eignum landsmanna sé hlutfalls-
lega og tiltölulega sem jafnast
skipt á milli allra sem persónu-
legra eigna, þannig að flestir verði
eigendur og kunni með fé að fara.
Á þann hátt skapast sá auður sem
við þurfum til að leysa þau mörgu
göfugu verkefni, sem við eigum
fyrir höndum.
Er eignarréttur landhelg-
innar eingöngu fræðilegt
viðfangsefni?
Eftir Jóhann J. Ólafsson
Höfundur er stórkaupmaður.
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali