Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 18

Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 18
18 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÆRIMEISTARINN JÓN S. GUÐMUNDSSON Jón S. Guðmundsson mennta-skólakennari hlaut í gær, áDegi íslenzkrar tungu, verð- laun Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf sín í þágu íslenzks máls. Óhætt mun að segja að fáir séu betur að þeirri viðurkenningu komnir. Jón Guðmundsson kenndi íslenzku við Menntaskólann í Reykjavík í hálfa öld, lengur en nokkur annar, þótt hann segi frá því að Björn Guðfinns- son hafi í upphafi knúið hann til að taka starfið að sér. Á 50 ára kennsluafmæli Jóns árið 1993 hafði hann kennt við skólann ríf- lega þriðjung þess tíma sem þessi gamla menntastofnun hafði starfað í húsinu við Lækjargötu og oft kennt þremur ættliðum úr sömu fjölskyldu. Guðni Guðmundsson rektor komst þannig að orði við það tækifæri að Jón væri löngu orðinn þjóðsagnaper- sóna. Í hálfa öld hefði hann verið einn alverðmætasti starfsmaður Mennta- skólans í Reykjavík. „Hann hefur ekki aðeins verið afburðakennari heldur ósínkur á tíma sinn til alls konar starfa í þágu skólans,“ sagði Guðni þá. „Hafi nokkur maður fórnað sér fyrir starf sitt og stofnun er það Jón Guðmundsson.“ Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra orðaði það svo við afhendingu viðurkenningarinnar í Háskóla Ís- lands í gær að þegar bezt léti væri kennsla list, og það á við um íslenzku- kennslu Jóns Guðmundssonar. Hann hafði það fyrir sið, þegar hann gekk inn í kennslustofuna og horfðist í augu við bekk, sem ekki var alltaf jafnvel vakandi, að opna glugga til að veita inn fersku lofti og gera fólki auðveldara fyrir að hugsa skýrt – og svo hreif hann nemendur sína með sér, ekki aðeins með yfirburðaþekk- ingu sinni, heldur ekki síður með brennandi áhuga á viðfangsefninu, sem aldrei dvínaði. Hann hafði gam- an af því þegar fólk var ósammála honum eða vildi ræða álitamál, en rökstuddi þá yfirleitt sína skoðun á úrlausnarefninu þannig að það varð nemendum hans ógleymanlegt og þeir fylgdu henni síðan. Þannig á það við um Jón, sem menntamálaráðherra sagði, að þeir sem móta málsmekk heilla kynslóða af smekkvísi og með góðu fordæmi hafa mikil áhrif, sem endast langt umfram starfstíma kennarans, þótt langur sé. Ótal gamlir nemendur Menntaskólans í Reykjavík telja sig eiga Jóni Guðmundssyni hvað mest að þakka fyrir tök sín á íslenzku máli og stíl. Störf Jóns S. Guðmundssonar sýna vel hversu mikilvægt hlutverk ís- lenzkukennarans er við varðveizlu og eflingu þeirra miklu verðmæta, sem felast í íslenzkri tungu. Óhætt er að taka undir með ráðgjafarnefnd menntamálaráðherra, sem segir í rökstuðningi sínum fyrir vali á verð- launahafa: „Það er hverri þjóð ómet- anlegt að eiga lærimeistara sem stunda málrækt af slíkri alúð.“ VIÐSKIPTABANKAR OG FJÁRFESTINGARBANKAR Undanfarnar vikur hafa nokkrarumræður farið fram um kosti þess og galla að reka starfsemi við- skiptabanka og fjárfestingarbanka í einu og sama fyrirtækinu eins og nú er að ryðja sér til rúms hér á Íslandi. Margeir Pétursson, stjórnarformað- ur MP-fjárfestingarbanka, kom inn á þessar umræður í ræðu sl. föstudag er fyrirtæki hans fagnaði þeim tíma- mótum að hafa fengið leyfi til að reka fjárfestingarbanka og sagði m.a.: „Það hefur m.a. verið rifjað upp, að lagt var blátt bann við þessu árið 1933 í Bandaríkjunum. Hlutverk við- skiptabanka er að taka við innlánum frá viðskiptamönnum, ábyrgjast end- urgreiðslu þeirra með vöxtum og ávaxta þau með útlánum. Fjárfest- ingarbankar eru hins vegar virkir á verðbréfamarkaði, bæði fyrir eigin reikning og hönd viðskiptavina og taka samkvæmt eðli sínu talsvert meiri áhættu en viðskiptabankar. Það getur vissulega orkað nokkuð tvímæl- is þegar bankar eru að fjárfesta í áhættusömum hlutabréfum á verð- bréfamarkaði fyrir innlánspeninga. Held ég að þetta geti verið verst fyrir þá sjálfa, því þeir geta misst hlutleys- ið sem er svo mikilvægt í viðskipta- bankastarfseminni. Eftir nokkur ár tel ég að bankarnir muni sjá, að far- sælast sé að stunda sín hefðbundnu bankaviðskipti og lifa á sínum hefð- bundna vaxtamun í rólegheitum en leita til sérhæfðra fjárfestingarbanka á borð við okkur um erfiðari mál.“ Um þetta eru vaxandi umræður í viðskiptalífinu. Forystumenn ein- stakra fyrirtækja spyrja, hvort þeim sé óhætt að afhenda viðskiptabanka sínum gögn og upplýsingar um áform fyrirtækjanna í ljósi þess, að í sumum tilvikum er bankinn hluthafi í félagi, sem á í samkeppni við þá. Yfirlýsing- um um kínamúra innan bankanna er augljóslega tekið með vissum fyrir- vara. Athugasemdum af þessu tagi er ekki vel tekið af forráðamönnum stóru bankanna en þeir verða þó aug- ljóslega að hlusta á raddir viðskipta- vina. Ella er hætta á að þeir missi við- skiptin. Það er vissulega rétt að slakað hef- ur verið á kröfum um aðskilnað þess- arar starfsemi í Bandaríkjunum en þau lög, sem Margeir Pétursson vís- aði til, voru þó við lýði í tæplega sjö áratugi og áreiðanlega ekki að ástæðulausu. Ekki er hægt að búast við skjótum breytingum á þeirri þróun, sem orðið hefur síðustu árin í þessum efnum, en ólíklegt er að sú gagnrýni, sem nú er uppi, dvíni. Líklegra er að sú skipan, sem nú er að ryðja sér til rúms, verði endurskoðuð í ljósi fenginnar reynslu. E f ég ætti strák í skóla, myndi ég hvetja til sérstaks jafn- réttisátaks í skólum – hon- um til handa,“ sagði kona með mikla þekkingu á skólamálum við mig fyrir nokkru. Þessi orð hennar hafa oft komið upp í huga minn síðan, enda er víða í rannsóknum og greiningum á skólastarfi að finna alvar- legar aðvaranir um stöðu stráka. Aðvar- anir sem hafa verið þekktar í talsverðan tíma, án þess þó að við þeim hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Mennta- málaráðuneytið vakti t.d. sérstaka athygli á þessu máli, í samvinnu við karlanefnd Jafnréttisráðs, árið 1997 með ráðstefn- unni „Strákar í skólum“ en hvorki sveit- arfélög né skólarnir sjálfir hafa fylgt þeirri umræðu nægilega eftir. Séu skoðaðar tölur um stöðu kynjanna í skólakerfinu er hins vegar alveg ljóst að strákar geta ekki beðið mikið lengur eftir því að skólastarfið taki meira mið af þeirra þörfum. Einkunnir stráka eru lægri Strákar fá lægri einkunnir en stelpur. Þetta sýna bæði niðurstöður samræmdra prófa og niðurstöður rannsókna. Í tölum sem Námsgagnastofnun hefur birt um niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk grunnskólans árið 2003, kemur þessi kynjamunur vel í ljós. Í fjórum af sex samræmdum prófum skila stelpurnar hærri einkunnum, í einni námsgrein er ekki merkjanlegur munur en í aðeins einni grein fá strákarnir hærri með- aleinkunn en stelpurnar. Þannig eru með- altalseinkunnir stelpna mun hærri en stráka í íslensku og dönsku, litlu hærri í ensku og talsvert hærri í stærðfræði. Ekki er kynjamunur á einkunnum í nátt- úrufræði, en strákar fá aðeins hærra meðaltal en stelpur í samfélagsfræði. Svipaðar niðurstöður er hægt að lesa úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Stelpum gengur einfaldlega betur á próf- um í grunnskólum en strákum. Líðan stráka er verri Strákum líður verr en stelpum í skól- um. Í rannsókninni „Börnin í borginni“ sem gerð var árið 2002 um líðan reyk- vískra grunnskólabarna kemur þetta skýrt fram. Þannig segja helmingi fleiri strákar en stelpur að þeim líði illa í skól- anum, þótt sama rannsókn sýni að mun fleiri stelpur en strákar segist ræða það vandamál við foreldra sína. Fleiri strákar en stelpur verða fyrir stríðni í skólum, fleiri strákar hugleiða það að hætta í skólanum og mun færri strákar en stelp- ur segjast telja skólann sinn góðan eða þykja vænt um hann. Tölur um skólasókn ungs fólks staðfesta þetta einnig, þar sem fram kemur að fleiri stelpur sækja skól- ann reglulega en strákar. Að auki kemur fram í nýrri starfsáætlun Fræðslu- miðstöðvar þeirra gru til sálfræð lega 30% s þess að str skólum. Færri s Strákar stunda síðu tölur um b meirihluta Hagstofan stúdenta s en þar v Sama hlutf þar sem st nemenda e athyglisve hlutfall ky við KHÍ á tölum frá H 83% neme Jafnrétt Þær tölu verið rakta færa okku Annars ve að stelpur Strákarnir redd sér – eða hvað? Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Eru strákarnir sem nú hefja grfullir tilhlökkunar, hugsanlega að reynd að stúlkur hafa í aldanna rá notið jafnréttis og þess vegna þyk stakt hættumerki þótt þær taki v þeim á einhverjum sviðum? ‘ Í morgunútvarpi vikunnar á Rás 1 hefur margt verið sagt um utanríkisþjónustuna, sem gefur tilefni til athugasemda. Má þar nefna þá furðulegu hugmynd, sem reyndar kom tvívegis fram, að leggja niður sendiráðið í Osló m.a. með þeirri röksemdafærslu, að sendiherrar þar hafi ekki annað að gera en að tala við kollega sína! Með því að ég hafði á sínum tíma með hönd- um starf sendiherra í Osló leyfist mér vonandi að leggja orð í belg þó segja mætti að þetta sé naumast svaravert. Hvað svo sem kann að vera um aðrar þjóðir er sannleikurinn sá, að við Nor- eg eða með norskum stjórnvöldum snertir hagsmunagæslan oft okkar mestu hagsmunamál. Þjóðirnar hafa sömu vandamál eða verkefni að því er varðar Norður-Atlanshafið, bæði um nýtingu auðæfa þess og á sviði varnar og öryggismála á svæðinu. Það sama á við um efnahagssamrunann í Evrópu og er síðasta dæmi þess það mikla átak, sem utanríkisráðherrar Íslands og Noregs hafa nýlega áorkað til að reyna að tryggja að fullgilding sam- ingsins við ESB um stækkun EES- svæðisins náist í tæka tíð. Hvar koma þá utanríkisþjónustur og hefðbundin sendiráðsstarfsemi að lausn slíks vanda sem þessa og ráð- herrar glíma við á lokasprettinum? Vinnu- eða ákvarðanatökuferli á al- þjóðasviðinu eru margslungin og eng- ar formúlulausnir eru um það vægi sem gefa megi hinum ýmsu þáttum. En reynslan hefur kennt mér, að starf- semi sendiráða og samband þeirra við stjórnvöld og áhrifaaðila eru vissulega þýðingarmikil og geta stutt bein tengsl ráðherra, í sambandi við ákvarðanir í alþjóðasamstarfi. Ég hafði lengi starf við efnahagssamvinnuna í Evrópu, sem færði okkur EES-samninginn, sem samfara farsælli stefnu í efna- hagsmálum er undirstaða mikillar hagsældar Íslendinga. Þáttur Norð- urlandasamstarfsins, ekki hvað síst Norðmanna, í ákvörðunum Íslendinga var vissulega afgerandi. Þetta á við um þá þróun allar götur frá árinu 1969 þegar okkur gafst loks tækifæri að gerast aðilar að EFTA. Og ekki má gleyma því, að pólitískar ákvarðanir hvíla einnig á vinnu embættismanna en sá, sem þetta ritar, stendur í þeim efnum í mikilli þakkarskuld vegna samvinnu og vináttu við norræna koll- ega. Við höfum færst áfram í Evrópu- málunum með hinum Norðurlönd- unum og svo mun vafalaust enn verða. Sendiráð Norðurlandanna eru hlekkur í keðju, sem verður að vera traust. Sú er skoðun bræðraþjóða okkar á sendi- ráðsrekstri þeirra á öðrum Norð- urlöndum. En heimurinn nær lengra. Það kem- ur fólki á óvart hversu víðtæk og stór er í sniðum sendiráðsstarfsemi ann- arra þjóða. Sendiráðin í Washington, nær 200 talsins, má taka sem dæmi. Önnur Norðurlönd hafa 30 til 40 manna starfslið í sendiráðum sínum en falla þó alveg í skuggann af þeim þýsku, frönsku og bresku með 300 manns, ef rétt er munað, en það er þó hvergi nærri því kanadíska með yfir 500 manna starfslið í mína tíð þar vestra. En það er einfaldlega svo að á þessum tímum alþjóðavæðingarinnar að tvíhliða samskipti eru af ýmsum ástæðum talin þýðingarmikil. Í þeim efnum vorum við á eftir í eigin hags- munagæslu þegar Halldór Ásgríms- son varð utanríkisráðherra fyrir hart- nær áratug. Ég hafði þá verið í utanríkisþjónustunni í ein þrjátíu ár en á þeim tíma öllum hafði verið opnað aðeins sendiráðið í Kína og svo send- iskrifstofur við alþjóðastofnanir eftir brýnustu þörf. Ég varð t.d. fyrsti fastafulltrúinn í EFTA árið 1970 en næstu fjögur árin var ég eini diplomat- iski starfsmaður okkar einnig GATT og sitthv könnu. Úr þessu hefur síðustu ár þannig að þe varð miklu skilvirkari. mikið fagnaðarefni að væntanlega eitthvað af nú góð, almenn þekkin að gera alþjóðaviðskip m.a. umræða um hvað tímann um slíkt viðskip búnaðarsviðinu. Þó okkar ágæti utan hafi með breytingum o anríkisþjónustunnar b löngum var vanrækt er ur en svo lokið. Fleiri s koma til og sinna verðu svifum, vonandi einnig tímabærrar setu í Öry fimm ár. Sendiráðin þu búin hvað húsakynni s þau komi að notum fyr sölustarfsemi í samvin stofnun sem er Útflutn og samtök ferðaiðnaða samkomulag um sams ráðs við utanríkisráðun góðu. Það er athyglisv hefur verið í ferðaman frá ýmsum Evrópulön rétt að sveigja starfsem hagsmunaaðila í rétta un. Sendiráð eru að sjá in til hlutverks í útrás f með góðum tengslum f ismanna, og þá þurfa a að sýna árvekni um fru liggur fyrir að mörg he landsins, sem hlut eiga liðsinni utanríkisráðun lendum vettvangi hafi sem snerta veigamikla hefur verið fagnað af þ gerðar hafa verið brey að því að utanríkisþjón betur þjónað viðskipta Utanríkisþjónustan í morgunútvarpi Eftir Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendih

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.