Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 28

Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Arctica kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ludvik Anderson og Brúarfoss koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist, hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11, samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun og alm. handavinna. kl. 13, létt leikfimi og kl. 14 sagan. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9–12 hár- greiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30 biljardsal- urinn opinn til 16. Kór- æfing Gaflarakórsins kl. 10.30, tréútskurður kl 13, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Spænska kl. 16, línu- dans kl. 17.30, postu- línsmálun. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Vinnustofur opnar frá 9–16.30, spilasalur opinn frá há- degi. Á morgun kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leirmótun og brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, þriðjudag, kl. 9.30 sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 op- in vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spilamennska hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, , Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM & K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentinu sem gefið verður 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Í dag er mánudagur, 17. nóv- ember, 321. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok. (Gl. 5, 1.)     Stefán Ottó Stefánssongerir samkeppn- ismál, einokun og fá- keppni að umræðuefni á frelsi.is, heimasíðu Heim- dallar. Hann telur að Samkeppnisstofnun ætti að beina spjótum sínum að einokun ríkisins, ef stofnunin hefði hug á að vera samkvæm sjálfri sér og fylgja samkeppn- islögum.     Stefán Ottó segir: „Meðstofnun Samkeppn- isstofnunar sýndi ríkið einlægan vilja til að skipta sér beint af frjáls- um markaði hér í landi, berjast gegn svoköll- uðum markaðsbrestum, svo sem fákeppni og ein- okun.     Samkeppnisstofnunhefur nú þegar beitt ýmiss konar ofbeldi gegn fyrirtækjum, til að mynda innrásum í höf- uðstöðvar og gert upp- tæk skjöl í eigu þeirra. Óhætt er að segja að þetta raski starfsemi fyr- irtækja gríðarlega.     Setjum það þannig uppað þetta sé allt gott og blessað, að þessi stofnun eigi fullan rétt á sér. Af hverju hefur Samkeppnisstofnun ekki skoðað einokun ríkisins á sölu áfengis? Hún er mjög gróft dæmi um harðræði af höndum stjórnvalda. Það er sem sagt ekki nóg að rík- isfyrirtæki séu með því sem næst óendanlega sjóði í formi skattpen- inga heldur verða sér- stakar reglur að gilda fyrir þau líka.     Er það eðlilegt að rík-isfyrirtæki hljóti sér- stakar undanþágur? Er það eðlilegt að einkaað- ilum sé bannað að versla með áfengi í smásölu? Það er vitanlega óeðli- legt.     Samkeppnisstofnunskal samkvæmt sam- keppnislögum gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki sam- keppni og benda stjórn- völdum á leiðir til að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði. Einnig segir að lögin taki til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af ein- staklingum, félögum, op- inberum aðilum eða öðr- um.     Það er semsagt í sam-ræmi við þann vilja og tilgang löggjafans sem birtist með setningu samkeppnislaga að einkavæða ÁTVR. Auk þess eru fullorðnir ein- staklingar fullfærir um að versla sín á milli með hvers kyns vörur, jafnvel áfengi. Þá spyr maður sig, eft- ir hverju er verið að bíða?“ STAKSTEINAR Samkeppnisstofnun og einokunarverslun Víkverji skrifar... Nokkrir vinir Víkverja hafa komiðsér upp þráðlausu netsambandi á heimilum sínum. Víkverji efar ekki að mikil þægindi eru fólgin í slíku sambandi við Netið. Með far- tölvu er nú hægt að nýta til fulln- ustu þá óendanlegu möguleika sem Netið býður upp á án þess að sú notkun sé bundin við ákveðið her- bergi eða tengingu á heimilinu. Víkverja finnst athyglisvert að vinir hans lofa sérstaklega að nú geti þeir hlustað á erlendar útvarps- stöðvar á Netinu hvar sem þeir kjósa á heimilum sínum. Mikill fjöldi vandaðra erlendra útvarps- stöðva sendir út um Netið. Og sú þjónusta er ókeypis. x x x Víkverji verður að viðurkenna aðhann blóðöfundar þessa vini sína sem nú hafa aðgang að rétt- nefndu úrvalsefni hvenær sem þeir kjósa. Víkverja hefur löngum þótt það sérstakt rannsóknarefni hversu ein- hæfu framboði á sviði útvarpsmála fjölmiðlafrelsið hefur skilað á Ís- landi. Nærri lætur að Víkverji fyll- ist örvæntingu þegar hann hamast á útvarpstökkunum í leit að vönduðu og áhugaverðu efni. Sem dæmi má nefna að síðastliðið fimmtudags- kvöld bauð Rás 1 hlustendum upp á rúmlega ársgamlan, norskan út- varpsþátt sem að mestu snerist um ófríska mongólska konu í Norður- Noregi. „Súrrealismi“ hefur löngum höfðað til Víkverja en þessari birt- ingarmynd menningarinnar náði hann ekki. x x x Víkverji hefur lengi undrast þettametnaðarleysi einkaframtaks- ins. Hann hélt að markaðsfrelsið ætti að geta af sér fjölbreytileika. Raunin hefur orðið önnur á Íslandi. Dapurlegt þótti honum þegar Norð- urljós hættu að varpa Heimsþjón- ustu breska ríkissútvarpsins (BBC Worldservice) út á FM-bylgju. Þar var lokað á bestu útvarpsstöð í heimi sem rekur öflugustu frétta- stofu í heimi til að annálaðir íslensk- ir grínkallar gætu látið gamminn geisa. Miðað við þau lög sem í gildi eru um Ríkisútvarpið stendur það trú- lega þeirri stofnun næst að miðla slíku úrvalsefni sem Heimsþjónustu BBC til landsmanna. En metnaður- inn þar á bæ virðist standa til þess eins að auka hlut stofnunarinnar á auglýsingamarkaði. Þar kann að vera fundinn hluti skýringarinnar á því hversu erfiðlega einkaframtak- inu hefur gengið að koma á fót frambærilegum útvarpsstöðvum. Víkverji telur algjört hörmung- arástand ríkjandi í íslenskum út- varpsmálum. Hann ætlar því að fá sér þráðlausa nettengingu. Og um leið bera upp þá spurningu sem vin- ir hans gera nú á hverjum degi: Fyrir hvað eru þeir að borga sem telja Ríkisútvarpið ekki bjóða upp á áhugavert efni og kjósa að nýta sér ekki þjónustu þess? Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Íslensk tunga djásn og gersemi FYRIR nokkrum árum flutti Sólveig Einarsdóttir, rithöfundur í Ástralíu, er- indi í útvarpi þar sem hún sagði að kollegar sínir, ástralskir rithöfundar, væru fullir aðdáunar á því að svona lítil þjóð norður í höfum ætti sér eigið full- komið bókmenntamál sem hægt væri að nota til allra hluta. Það væri dálítið ann- að en það sem þeir byggju við, tungumál sem væri allra gagn enda hefur mikl- um fjölda tungamála þar í álfu verið útrýmt. Mér finnst að Íslending- ar mættu vera þess minn- ugir í þessu sambandi hví- líkt djásn og gersemi íslensk tunga er. Gamall Reykvíkingur. Englasöngur ÉG heyrði og sá nokkuð magnað um daginn. Var að sækja dóttur mína á kóræf- ingu hjá Stúlknakór Reykjavíkur sem æfir nú fyrir jólatónleikana sem verða 8. og 11. desember. Þar sem ég skrölti þreytt upp stigann í söngskólan- um Domus Vox heyri ég þvílíkan söng. Ekki fannst mér þetta vera einungis barnaraddir svo ég varð þó- nokkuð forvitin. Þegar inn í sal húsnæð- isins var komið blasti við stórfengleg sjón. Þarna stóðu saman allir þrír Stúlknakórarnir, Gosp- elsystur Reykjavíkur og Vox Feminae og sungu Heims um ból af þvílíkum krafti og fegurð að ég fékk margfaldan hroll um allan kropp. Og í þvögunni miðri stóð Margrét Pálmadóttir og stjórnaði öllum hópnum eins og ekkert væri. Ég fylltist stolti og að- dáun. Stolti yfir að dóttir mín væri hluti af þessu frá- bæra starfi og aðdáun yfir þessari einstöku konu sem Margrét er. Ég furða mig á því hvers vegna starf henn- ar er ekki metið meira af ríki og borg. Ef Margrét væri hlutafélag myndi ég kaupa ógrynni af hlutabréf- um í henni, því ég veit að starf hennar er meira en þess virði. Ég get ekki beðið eftir jólatónleikunum í ár í Hall- grímskirkju þar sem allir þessir glæsilegu kórar munu koma saman og búa til ógleymanlegar minning- ar fyrir mig. Þetta verður magnað! Særún Harðardóttir. Bestu þakkir MIG langar að koma á framfæri þökkum til Gísla Helgasonar, þjónustufull- trúa Búnaðarbankans í Garðabæ, fyrir frábæra þjónustu og kurteisi og það mættu margir sem starfa við þjónustu við fólk taka þennan mann sér til fyrir- myndar! Elín. Tapað/fundið Myndavél í óskilum MYNDAVÉL (stafræn) fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar sl. sunnudagskvöld. Upplýs- ingar í síma 893 9520. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR fannst fyrir nokkrum mánuðum í miðbæ Reykjavíkur. Upp- lýsingar gefur Lind í síma 551 1122 milli kl. 16-18 virka daga. Dýrahald Nói vill flytja FALLEGA kisustrákinn okkar, Nóa, vantar gott heimili vegna flutninga eig- enda. Hann er blíður úti- köttur, geltur og ný bólu- settur. Þeir sem vilja bjarga Nóa vinsamlega hringi í 869 7002 og 820 0704. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 bólstur, 4 kraft, 7 fæði, 8 snákur, 9 rödd, 11 galdrakvendi, 13 vaxa, 14 gamla, 15 rykhnoðrar, 17 tréílát, 20 spor, 22 styrkti, 23 ilmur, 24 stundum, 25 fugl. LÓÐRÉTT 1 ánægja, 2 sér, 3 sjá eft- ir, 4 þurrð, 5 óðar, 6 þekja með torfi, 10 bleyða, 12 tók, 13 op, 15 rýrð, 16 handlegg, 18 góð skipan, 19 tæla, 20 tölu- stafur, 21 staur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 teinóttur, 8 linur, 9 lætur, 10 Róm, 11 terta, 13 aurum, 15 þröng, 18 balar, 21 lóa, 22 rudda, 23 kopar, 24 hrímþakin. Lóðrétt: 2 Einar, 3 narra, 4 tálma, 5 urtur, 6 hlýt, 7 hrum, 12 Týr, 14 una, 15 þörf, 16 öldur, 17 glaum, 18 bakka, 19 Lappi, 20 rýra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.