Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
RÚMLEGA þrítugur maður bíður
dóms fyrir skilorðsrof og þjófnað.
Hann hefur stolið úr verslunum í
nokkur ár, oftast munum sem hann
hefur litla sem enga þörf fyrir og gæti
keypt sér ef hann vildi. Hann á við geð-
röskun að stríða sem kallast stelsýki,
eða kleptomania, og segir þessa sýki
erfiðari viðfangs en spilafíkn og áfeng-
issýki.
Hann er í „straffi“ í nokkrum versl-
unum vegna þjófnaða og er umsvifa-
laust rekinn út ef öryggisverðir sjá
hann þar. Nú er svo komið að hann
forðast verslanir af ótta við að freistast
til að stela, en mest af öllu þráir hann
að losna undan þessu oki og byrja nýtt
líf. Hann hefur leitað sér aðstoðar hjá
geðlæknum og sálfræðingum og
hyggst taka þátt í stofnun stuðnings-
hóps stelsjúkra á vegum Geðhjálpar.
Fremur fátítt vandamál
Að sögn Björns Harðarsonar sál-
fræðings er stelsýki vandamál sem
getur varað í mörg ár, en sýkin virðist
þó fremur fátítt vandamál. Erfitt er að
hemja stelsýkina vegna þeirrar vellíð-
unar sem gripdeildin veitir hinum stel-
sjúka. Stelsjúkur einstaklingur reynir
yfirleitt að fela stelsýkina fyrir vinum
og fjölskyldu og einnig finnur hann
fyrir mikilli skömm yfir því að stand-
ast ekki freistingarnar. Getur skömm-
in jafnvel leitt af sér þunglyndi, að
sögn Björns.
Þráir að
losna undan
stelsýkinni
Spennan rak mig áfram/10
Á HVERJUM degi eru helstu þjóðlífsmálin efst
á baugi á rakarastofum landsins. Menn þreyt-
ast aldrei á að heyra fréttir úr daglega lífinu
en ungi maðurinn í rakarastólnum hjá Hinriki
Haraldssyni á Akranesi hafði meiri áhyggjur
af því að fá ekki hár í augun er hinn reyndi
hárskeri lagði lokahönd á það sem þó er tæp-
ast jólaklippingin. Litli skúrinn við Vesturgöt-
una lætur ekki mikið yfir sér en ávallt er eitt-
hvað í fréttum hjá viðskiptavinum enda var
fyrsta símstöð bæjarins í þessu húsnæði á sín-
um tíma og upplýsingaflæðið er enn til staðar.
Morgunblaðið/RAX
Drengjakollurinn klipptur og snyrtur
VERÐ á íslenskum sjávarafurðum,
mælt í SDR, hefur verið að lækka
síðustu mánuði og er 4,5% lægra en
það var í apríl þegar það var í há-
marki. Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, segir að íslensk-
ar sjávarafurðir eigi í harðri baráttu
á erlendum mörkuðum og lækkun á
verði sjávarafurða eigi ekki að þurfa
að koma á óvart.
„Við erum einfaldlega að fram-
leiða matvæli sem eru í samkeppni
við öll önnur matvæli og það er hörð
samkeppni á matvælamarkaðinum.
Það er ljóst að á þessu ári hefur
komið inn á Evrópumarkað verulegt
magn af karfaflökum sem eru unnin
í Kína af nægum gæðum og það hef-
ur valdið lækkun á karfaverði. Hluti
af þessum karfa sem kemur frá
Kína er veiddur á Reykjaneshrygg
af svokölluðum hentifánaskipum.
Ýsan hefur einnig lækkað vegna
þess að framboðið hefur aukist og
markaður fyrir hana er ekki stór,“
sagði Þorsteinn Már.
Áfram gott verð fyrir
sjófrystan fisk í Asíu
Stjórnendur frystitogarans Þór-
unnar Sveinsdóttur í Vestmanna-
eyjum hafa ákveðið að hætta að
frysta um borð en framleiða í stað-
inn fersk flök. Þorsteinn sagði að
stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja
á Íslandi væru sífellt að reyna að
taka mið af kröfum markaðarins.
„Við höfum í gegnum árin verið að
reyna að framleiða vöru sem neyt-
endur á markaði vilja. Markaður
fyrir sjófrystar afurðir, t.d. í Asíu,
hefur verið gríðarlega sterkur lengi.
Við höfum verið í viðskiptum við
kaupendur sem eru kröfuharðir um
gæði en eru jafn-
framt tilbúnir að
borga vel. Asíu-
markaðurinn er
áfram sterkur, en
Evrópumarkað-
urinn hefur gefið
eftir. Hins vegar
er ferskfisk-
markaðurinn í
Evrópu sterkari.
Það er aftur á
móti takmarkaður markaður og það
er ekki rúm fyrir alla á honum,“
sagði Þorsteinn Már og benti jafn-
framt á að í rússneskum togurum,
þar sem fiskurinn var heilfrystur,
væri farið að vinna flök sem væru
sambærileg að gæðum og íslensk
flök. Þar að auki væri kostnaður
Rússanna við framleiðsluna minni
en okkar.
Verð á sjávaraf-
urðum á niðurleið
Þorsteinn Már
Baldvinsson
ÞAÐ fór margt í gegnum kollinn á
karatekappanum Halldóri Svav-
arssyni í æsispennandi bardaga á Ís-
landsmótinu í karate á laugardaginn.
Verja sig, sparka, kýla, verjast, hálf-
leiðari. Já, ekki nóg með að Halldór,
þrautreyndur Íslandsmeistari og
landsliðsþjálfari með meiru, hafi
þurft að stilla kollinn á bardagaham,
heldur getur hann ekki alveg sleppt
því að hugsa um hvernig hann eigi að
verja doktorsritgerð sína í eðlisfræði
eftir hálfan mánuð.
Fleiri hálærðir menn komu við
sögu á þessu móti. Ólafur Wallevik,
formaður Karatesambandsins, er
doktor í steinsteypufræði og yf-
irdómarinn Helgi Jóhannesson er í
meistaranámi í viðskiptafræðum.
Halldór, sem er 36 ára, hefur stundað
karate af kappi í að verða rúma tvo
áratugi og hann hefur ekki tölu á
hvað Íslandsmeistaratitlarnir eru
margir. „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Halldór. „Ég vann óslitið minn þyngd-
arflokk frá 1989 fyrir utan eitt ár sem ég var erlendis og svo einnig í liða-
keppni og opnum flokki. Ætli það séu ekki um tuttugu skipti. Annars hef ég
mest talið titla á erlendum mótum.“
Segja má að Halldór hafi ekki síður æft sig í hugarleikfimi. Hann er eðl-
isfræðingur og eins og venjulega stefndi hann hátt. Bíður hann nú eftir að
verja doktorsritgerð sína. „Mér finnst fagið skemmtilegt en það spilar inn í
að það stangast á við gamla klisju um að góða íþróttamenn vanti eitthvað á
öðrum sviðum,“ sagði Halldór.
„Ég er búinn að vinna í þessari ritgerð síðan 1997. Hún er tilbúin, búið að
senda hana til andmælenda og er að fara í prentun. Ritgerðin fjallar um hálf-
leiðara, sem er grunneining í öllum tölvukubbum, farsímum og ljósgeislum í
geislaspilurunum svo eitthvað sé nefnt. Ritgerðin er reyndar um örlítið svið
fræða um hálfleiðara, um efnið GaAs og reyndar aðeins hluta af því efni.“
Á mótinu á laugardaginn gerðist það að Halldór tapaði sínum fyrsta bar-
daga í liðakeppni í kumite. „Ég hef ekki tapað í mörg ár og átti alls ekki von
á því. Ég gerði ráð fyrir auðveldum leik og það er alltaf hættulegt. Ég var
farinn að hugsa um næsta bardaga en held að það hafi varla verið ritgerðin,
ég var kominn skrefi of langt fram úr sjálfum mér og hefndist fyrir það.
Þetta var gott hjá stráknum en ég bæti fyrir þetta næsta ár.“ / B8
Högg, spörk
og hálfleiðarar
Karatekappinn Halldór Svavarsson
undirbýr að verja doktorsritgerð
sína í eðlisfræði.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
MIKIÐ var um dýrðir á Ólafíuhá-
tíð í Ósló um helgina sem haldin
var til minningar um Ólafíu Jó-
hannsdóttur, kvenréttindakonu og
baráttukonu þeirra sem minna
mega sín. Í ár eru 140 ár liðin frá
fæðingu Ólafíu sem starfaði árum
saman í Noregi meðal götukvenna,
fátækra og sjúkra.
Að sögn Dóru Þórhallsdóttur,
eins skipuleggjenda hátíðarhald-
anna í Ósló, hafa um 100 Íslend-
ingar tekið þátt í undirbúningi
þeirra á einn eða annan hátt.
Dóra segir að fjölmiðlar í Noregi
hafi veitt deginum heilmikla at-
hygli. „Það er óneitanlega
skemmtilegt að íslensk kona skuli
hafa haft svona mikil áhrif hérna
og nú er í raun verið að dusta rykið
af minningu hennar.“
Fulltrúar sex stórra líknarstofn-
ana í Noregi völdu síðan Tahirah
Iqbal frá Pakistan „hversdags-
hetju Noregs“ fyrir mikilsvert
starf í nýju fjölþjóðasamfélagi
Noregs, m.a. fyrir miðlun upplýs-
inga til aðfluttra kvenna sem ekki
skilja norsku. Vigdís Finnboga-
dóttir afhenti verðlaunin.
Hápunktur hátíðarhaldanna var
í gærkvöld þegar uppfærsla af leik-
sýningunni Ólafíu eftir Guðrúnu
Ásmundsdóttur var sýnd. Sýningin
var þýdd á norsku og fóru Íslend-
ingar í Noregi með öll hlutverk.
Annir Íslendinga í Ósló