Vísir - 20.10.1980, Qupperneq 8

Vísir - 20.10.1980, Qupperneq 8
8 Mánudagur 20. október 1980. vtsm utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson. Ritstjórar: úlalur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra (rétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: GIsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elín Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simiSóóll 7 llnur. Auglýsingarog skrifstofur: Sfðumúla 8, slmar 8ÓÓ11 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlands og verö í lausasölu 300 krónurein- takiö. Visirer prentaöur i Blaöaprenti h.f. Sföumúla 14. VH) UPPHAF MNGHALDS Virðing Alþingis hefur sett ofan á seinni árum. Þvf almenningsáliti getur enginn breytt nema þingið sjálft. Karp um þingfarakaup og nefndakjör er ekki til álitsauka. Þingið hefur farið illa af stað. Alþingi hefur verið sett og þingstörf eru hafin. AAörg hnjóðsyrði hafa fallið um alþingismenn í seinni tíð, og óneitanlega virðist virðingu al- mennings fyrir löggjafarsam- kundunni fara hrakandi. Til þess liggja margar orsakir, sem ekki verður farið i að rekja hér, en þeirri staðreynd verður vonandi ekki breytt, að alþingi íslendinga verði sá hornsteinn lýðræðis og frjálsrar umræðu í landinu sem líf okkar byggir á. Ekki vildum við skipta á stöðugu efnahagslífi eða styrkri stjórn á kostnað stjórnarandstöðu og tjáningar- frelsis. Æskilegast er að þetta hvorutveggja fari saman, og að því á alþingi að stuðla. Einflokksræði, sem ekki líð- ur gagnrýni ellegar herstjórn, sem stingur stjórnmálamönnum í fangelsi, eru leiðir sem ýmsar þjóðir velja og standa þær þó á gömlum merg í menningu og sögu. En hvaða islendingur vildi slíka stjórnarhætti jafnvel þótt menn séu löngu þreyttir á öng- þveiti og ráðleysi. Alþingismenn bera mikla ábyrgð. Þeir verða ekki aðeins að standa kjósendum skil gerða sinna í persónulegum málatil- búnaði heldur verða þeir sameig- inlega að sýna þá reisn og þá ieið- sögn, sem krefjast verður af þeim sem til forystu eru valdir. Það sem af er þinghaldi hefur borið mest á þrennu: I fyrsta lagi velta þingmenn fyrir sér hvort og þá hvernig breyta megi þingfararkaupi til hækkunar. Dagblaðið kemst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi, að þingfararkaup sé alltof hátt, kallar þingmennina „þingnaut" og mælir með því að Kjaradómur ákveði kjör þeirra. Hið smekk- lega nýyrði Dagblaðsins er í stíl við það hugarfar, sem það blað hefur tileinkað sér. Það fellur sjálfsagt í kramið hjá mörgum, enda engin furða þegar blaðaút- gáfa miðast við að höfða til lægstu hvata. Röksemdafærsla Dagblaðsins varðandi Kjaradóm er einnig röng, þvi flestum er Ijóst að kjör þingmanna munu stórbætast ef Kjaradómur fær málið í sínar hendur. Vísir er þeirrar skoðunar að það sé engin goðgá, þótt þing- fararkaup sé ríf legt enda á þing- mennska ekki að miðast við með- almennsku og hálfdrætti. Það fer hinsvegar illa á þvi, að kjaramál þingmanna séu efst á baugi, þeg- ar önnur mikilvægari úrlausnar- efni bíða afgreiðslu. I öðru lagi er helst að skilja að forsætisráðherra hafi varið tíma sínum að undanförnu til að skáka mönnum framog til bakaí nefnd- ir og trúnaðarstöður innan þings- ins. Leggst þá IFtið fyrir kapp- ann, þegar það er orðið meira virði að fella sjálfstæðismann sem varaforseta þingsins, heldur en að hafa einhverja stjórn á yfirganginum í meðráðherrum. Það boðar ekki gott ef ráðherr- ann litur á það sem hlutverk sitt að fylgja eftir fyrirmælum frá Alþýðubandalaginu i þingliði síns eigin flokks. í þriðja lagi vekur það athygli aðheil vikaer liðin án þess að um- talsverðar umræður hafi hafist í þinginu. Hugsanlega og vonandi er hér um að ræða logn á undan stormi. Stjórnarliðið hefur kvartað undan slakri stjórnarandstöðu. Foringjar stjórnarandstöðunnar liggja undir ámæli í eigin herbúð- um. Er ekki rétt að sýna klærnar og bíta frá sér ? Reisn alþingis fer ekki eftir hávaða eða lengd ræðutímans. En í sölum þingsins eiga að berg- mála þær spurningar sem brenna á vörum landsmanna. Þar á að viðurkenna það sem vel er gert, en berja á hinu sem miður fer. Og þar er af nógu að taka. Flárlögin og framtíðin Fjárlög þau sem nú hafa verið lögð fram hafa valdiö minna uppþoti en oft hefur orðið undir slikum kringumstæðum. Þetta kann þó að breytast þegar þau koma til frekari umfjöllunar i þinginu. Fyrstu viðbrögð virð- ast vera þau að frumvarpið sé kannski ekki svo slæmt en það sé fremur miðað við að viðhalda svipuöu ástand og nú rikir i efnahagsmálum fremur en mikil talning niöur á við. Rikis- búskapurinn er i betra jafnvægi neöanmóls „Kannski verður Alþýðu- bandalagið sá flokkur, sem innleiðir stóriðju að einhverju marki á is- landi", segir Kári Arnórs- son, meðal annars í þess- ari neðanmálsgrein sinni þar sem hann f jallar um stöðu þjóðmála þessa stundina og þróun mála hér á landi á komandi ár- um. en áður hefur verið um langt skeiðogþó að þaðsé vegna auk- innar skattheimtu þá sé það þó betra en atvinnuleysi. Það er greinilegt, að jafnvægið á ytra borði er meira i þessum málum og fjármálaráðherra hefur sýnt vissan stöðugleika. Það má vera, að tilfinningin fyrir þessu sé sterkari vegna þess að stjórnin hefur verið samstæð og ekki borið vandamál sin á torg. Annað hefur lika hjálpað stjórninni i þessum efnum en það er léleg stjórnarandstaða. Kjósendum hefur verið það mjög vel ljóst, að stjórnarand- staðan hefur ekki haft upp á neitt að bjóða auk þess sem orka Sjálfstæðisflokksins hefur að mestu farið i innanhússdeilur. Ritstjóri Alþýðublaðsins hefur verið einráður um túlkun and- stöðunnar á þvi heimili og þvi erfitt að átta sig á hver afstaða flokksins er. Þó er einn punktur sameigin- legur hjá stjórnarandstöðunni og sýnast mikil samráð um. Það er andstaðan við Alþýðubanda- lagið og ikveikjustarfsemi gagnvart Framsókn. Þessi eldur veröur kynntur þar til um- ræðum um fjárlagafrumvarp lýkur. Jafnvel mun rússagrýlan ekki spöruð gegn framsóknar- mönnum og öðrum „lýðræðis- sinnum”. Það er einkum þrennt Það er einkum þrennt sem sýnist muni skipta nokkrum sköpum um stjórnarfarið i þessu landi. Það er i fyrsta lagi hvernig átökunum i Sjálfstæðis- flokknum reiðir af. í öðru lagi hvernig til tekst með stjórn ASI og forsetann þar og i þriðja lagi hver verður stefna Alþýðu- bandalagsins i stóriðjumálum. Um niðurstöðuri innanflokks- málum Sjálfstæðisflokksins er litið hægt að segja og þá enn sið- ur um áhrif þeirra. Það skýrist ekki fyrr en eftir landsfund þeirra á útáliðnum vetri. En það er auðséð mál að „gamli” maðurinn er farinn i gang og fyrir hans áhrif náöist sam- komulag um kjör i þingnefndir. Hér er átt við Ingólf Jónsson. Hann hefur greinilega séð fram á það að eins og málum var komið i flokknum var hann hreinlega klofinn. Hann hefur jafnframt séð að forysta sú sem nú réði i flokknum myndi herða hnútinn fremur en leysa. Það kann að verða ofan á, að Ingólf- ur, sem ekki er nema ári eldri en Gunnar Thoroddsen,taki við forystunni sem gæti þá að visu þýtt stjórnarslit og nýjar kosn- ingar eða nýja sambræðslu án kosninga. Samsetning stjórnar ASI og hver er forseti þess getur haft mjög mikla þýðingu fyrir nú- verandi stjórn. Vald ASI er það mikið að slikt skiptir auðvitað miklu máli fyrir hvaða rikis- stjórn sem er. Skipist mál þann- ig, að stjórnin sé vinsamleg nú- verandi rikisstjórn getur það lengt lifdaga hennar mikið. Fái rikisstjórnin hins vegar fjand- samlega stjórn innan ASI þá er hún þegar fallin, þvi stjórnar- andstaðan ræöur lögum og lof- um innan VSI og auðvelt fyrir þessa tvo aðila að fella hvaða stjórn sem er ef þeir stilla sam- an. Eftir þingi ASI er nú beðið með nokkrum spenningi. Brunnur lifskjara Það er auðséð að nýting fall- vatna og jarðhita verður sá brunnur sem tslendingar hljóta að sækja i til að viðhalda bæri- legum lifskjörum. Menn greinir hins vegar á um með hvaða hætti standa skuli að virkjun þeirra. Alþýðubandalagið fer með stjórn þessara mála i rikis- stjórninni. Það hefur sett fram stefnu i orkumálum, sem miðar að þvi að orkan verði sem mest nýtt af tslendingum sjálfum og sá orkufreki iðnaður sem hér kunni að risa sé i eigu landans. Það er þó augljóst mál, að til þess að virkja i stórum stil verður að fá erlent fjármagn. Ahættufjármagn er erfitt að fá nema tryggja útlendingum verulegan ihlutunarrétt. Sá i- hlutunarréttur kann lika að vera nauðsynlegur til þess að komast inn a markað með þá vöru sem slikur iðnaður fram- leiðir. Sifelld breyting á stöðu orku- mála i heiminum krefst þess, að við endurskoðum afstöðu okkar um nýtingu eigin orku. Þvi má ekki fresta um of vegna þess, eins og ég minntist á i mánu- dagsgrein i fyrravor, getum við neyðst til að taka hvaða kostum sem vera skal ef ekki er brugð- ist við fyrr en efnahagslif okkar er komið i hreinar ógöngur. Við verðum þvi að móta orkustefnu til framtiðar og hefjast þegar handa. Það er ánægjulegt til þess að vita, að Alþýðuflokkur- inn vill nú taka á orkumálunum og vonandi að hann láti þá af andstöðu sinni við Kröfluvirkj- un, en hann tafði það i þrjú ár að þar væri borað til öflunar meiri gufu,eins gáfulegt og það var eftir að virkjunin var komin upp. Þessi stöðvun hefur þegar kostað þjóðarbúið svo milljörð- um skiptir. En nú er aö sjá hvað Alþýðu- bandalagið gerir i þessu efni. Stóriðja er á ýmsan hátt óæski- leg, þvi henni fylgja mörg fé- lagsleg vandamál en það er ekki allra kosta völ og þjóðin verður að lifa i þessu landi. Kannski verður Alþýðubandalagið sá flokkur sem innleiðir stóriðju að einhverju marki á Islandi. Hver áttar sig lengur á uppákomum islenskra stjórnmála? „Það er augljóst mál, að til að virkja i stórum stil veröum við að fá erlent fjármagn”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.