Vísir - 20.10.1980, Qupperneq 21
Mánudagur 20. október 1980.
ikvöld
vísm
25
Pi
MUSIKALSKRSTI MRLARINN
M
Meö Bnaga á Kjarvalsstöðum
Bragi Ásgeirsson gengur með mér um sali Kjar-
valsstaða og segir frá myndunum sinum. Hann
byrjar i austursainum, þar sem hanga elstu mynd-
irnar, allt frá árinu 1947.
„Þetta eru módel, sem ég gerði i skólanum og frá
þvi ég var hjá Jóni Engilberts um 1950. Þessar
myndir hef ég aldrei sýnt áður.” Hlær. „Þær þóttu
nú hneyksli i þá daga, en nú orðið eru þær saklaus-
ar, heldurðu það ekki?” Horfir á 20 ára gamlar
myndir og vill ekkert segja um það, hvernig honum
finnast þær núna, eftir mörg kaflaskipti i ferlinum.
Segist bara hafa orðið mest hissa á hvað hann hafi
málað mikið. „Mér hefur alitaf fundist að Kjarvals-
staðir væru svo óskaplega stórt hús, en nú er ég
alveg að sprengja það utan af mér.” Hér eru líklega
um 300 myndir og ein stærsta einstaklingssýning,
sem haldin hefur verið hérlendis — ef ekki sú
stærsta.
„Meö þvi aö halda yfirlitssýn-
ingu, sprengi ég tvo þætti. 1 fyrsta
lagi eru þaö ekki bara gamlir
menn, sem sýna yfirlit verka
sinna og I ööru lagi þarf ekki stór-
an hóp til aö skipuleggja svona
mikla sýningu. Aö mestu leyti hef
ég gert þetta aleinn, sonur minn
Fjölnir Geir hefur veriö minn aö-
stoöarmaöur.”
Viö nemum staöar i kaffistof-
unni, setjumst og horfum á
myndirnar viö Afanga Jóns
Helgasonar. Kemur saman um aö
Jón sé mikill maöur. Jón Stefáns-
son listmálari var þaö lika. Hann
flæktist inn i viötaliö þegar Bragi
veltir fyrir sér spurningunni
hvort hann sé ánægður þegar
hann litur um öxl.
— „Jón Stefánsson var aldrei
ánægöur. Viö vorum góöir vinir
og hann sagöi mér hvernig hann
gréti stundum yfir þvi hvaö hann
málaði illa. Jón var iðulega aö
laga myndirnar sinar til svo ár-
um skipti. Anægöur — maöur get-
ur aldrei veriö ánægöur, þá hættir
maöur aö leita, þetta veröur aö
vera barátta. Mér finnst furðu-
legt hvað ungu mennirnir þykjast
geta verið ánægöir, þaö er ekki
góös viti.”
Augljóst samhengi viö gagn-
rýnina, sem Bragi hefur skrifað.
Siðan hvenær? „Allt frá 1966.
Mabur lærir mikið af að skrifa
gagnrýni. Það er erfitt. Og oft
tekur fólk hana nærri sér. En það
má ekki taka gagnrýni sem end-
anlegan dóm. Þetta er bara rök-
ræöa. Þaö vantar meiri rökræöu I
gagnrýnina hér.
Fámennið gerir erfiöara fyrir.
En þaö er skrýtið aö útlendingar
mega segja allt, en þegar einhver
hér heima skrifar, getur allt fariö
á annan endann.
Snúum okkur aftur ab málaran-
um Braga. Ætlaöi hann alltaf aö
verða listamaður?
Pabbi vildi að ég yrði stúdent.
Hann var i Menntaskólan-
um meö Laxness og Tómasi.
Hann féll lika, gat ekki haldiö
áfram þvi hann hafði ekki efni á
þvi. Þá ákvað hann að börnin
hans skyldu veröa stifdeníar i
staöinn. En þá var mig fariö aö
langa i Myndlistarskólann og þvi
varö ekki breytt. Ég hef ekki önn-
ur próf en barnapróf úr Heyrn-
ley singjaskólanum.
Bragi missti heyrnina 9 ára
gamall — „eftir veikindi, voða-
lega veiki sem sumir dóu úr, aðrir
uröu blindir. Sumir misstu heyrn
á ööru eyra, Viö vorum nokkrir
sem misstum hana alveg. Eg var
heppinn aö missa ekki annað en
heyrnina.” Hann les af vörum
viðmælenda sinna. Heyrir ekki i
myrkri. Ljósið hlýtur að vera
honum mikils viröi. Hefur þessi
fötlun haft áhrif á myndirnar
hans? „Ég veit það ekki, hef eig-
inlega aldrei hugsað út i það. Mér
hefur verið sagt aö þær séu tón-
rænar. Ameriskur gagnrýnandi,
sem kom hingaö 1957 og skoöaði
mikiö af islenskum myndum,
sagöi mér aö ég væri músikalsk-
asti málarinn. Ég var músik-
elskt barn.”
Grafikmyndir, aöallega rader-
ingar, hanga á ganginum og
Bragi talar um grafik, um aöstöö-
una hér. „Mig hefur oft langaö til
ab fara og vinna i útlöndum. A
Listaháskólanum i Höfn er högg-
myndadeild, þar sem hægt er aö
vinna i öll hugsanleg efni, plast,
málm — allt sem hugurinn girn-
ist. Þaöeru sérfræöingar á hverju
sviöi sem leiðbeina. Hér er ekkert
slikt fyrir hendi. Myndlistarskól-
inn heföi þurft aö vera stofnaöur
30 árum fyrr.”
En Bragi hefur verið mikiö er-
lendis. Fyrst viö nám, i Höfn, —
„Þaö er oft sagt aö Oslo sé leiðin-
íeg borg en mér leiddist ekki þar.
Hún er kannske leiðinleg fyrir þá
sem koma til aö skemmta sér, en
ekki fyrir þá sem viija vinna. Þar
leið mér vel.” Og Munchen. Þar
var Bragi i tvö ár, fékk styrk frá
Sambandslýöveldinu i eitt ár,
sem var framlengdur. „Ég heföi
getaö verið lengur en þá gifti ég
mig. Franskur kennari, sem ég
haföi þar, bauð mér að fara til
Parisar og vinna á íullkomnu
verkstæöi. En það er ekki hægt aö
vera i útlöndum með fjölskyldu.
Ég var ekki nógu eigingjarn”
bætir hann við og brosir. En
verða ekki listamenn að vera eig-
ingjarnir? „Jú, hér á tslandi
þurfa þeir að vera eigingjarnir.
Þetta er endalaus barátta.
Kannske verður þetta að vera
barátta, svo maður haldi áfram
að berjast við óánægjuna.” Ms
'§©8(U)if A
Blóöhefnd Dýrlingsins.
Hörkuspennandi litmynd,
um lifleg ævintýri „Dýr-
lingsins” meö hinum eina
rétta dýrling Roger Moore.
Endursýnd kl. 3- 5-7-9 og 11,
--------§<siB(uw H--------
Sólarlandaferðin
Hin frábæra sænska gaman-
mynd, ódýrasta Kanarieyja-
ferö sem völ er á.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05,
11.05.
--------sotof C-----------
Mannsæmandi líf
Ahrifarik og athyglisverö ný
sænsk litmynd, sönn og
óhugnanleg lýsing á hinu
hrikalega eiturlyfjavanda-
máli. Myndin er tekin meöal
ungs fólks i Stokkhólmi, sem
hefur meira og minna ánetj-
ast áfengi og eiturlyfjum, og
reynt aö skyggnast örlitið
undirhiö glæsta yfirborö vel-
ferðarikisins.
Bönnuö innan 12 ára
Islenskur texti
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10,
11.10.
sollyir ©
Stórbrotin isiensk litmynd,
um Islensk örlög, eftir skáld-
sögu Indriöa G. Þorsteins-
sonar.
Leikstjóri: Agúst
Guðmundsson.
Aöalhlutverk: Siguröur
Sigurjónsson, Guöný
Ragnarsdóttir, Jón Sigur-
björnsson.
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15,
11.15.
Sími 11384
Bardaginn í Skipsflak-
inu
( Beyond the Poseidon
Adventure).
Æsispennandi og mjög viö-
burðarik, ný, bandarisk stór-
mynd I litum og Panavision.
Aðalhlutverk: Michael
Caine, Sally Field, Telly
Savalas, Karl Malden.
tsl. texti.
Bönnuö innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
VERÐLAUNAGRIPIR
OG FÉLAGSMERKI
Framloiði alls konar verðlaunagripi og
félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar
stœrðir verðlaunabikara og verðlauna-
peninga einnig styttur fyrir flestar
greinar iþrótta.
Leltiö upplýsinga.
Magnús E. Baldvinsson
laugiv*gi • - R*ykjavá - Sími 22804
LAUGARÁS
Simi 32075
Caligula
MALCOLM Mc DOWELL
PETERO’TOOLE
Sir JOHNGIEHjUD som .NERVA'
CAOGULA
.EN TYRANSSTORHEDOG FALD"
Strsngl forbudt O
for b'ern. ccwst*bti)ifiui
Þar sem brjálæöiö fagnar
sigrum nefnir sagan mörg
nöfn. Eitt af þeim er
Caligula. Caligula er hrotta-
fengin og djörf en þó sann-
söguleg mynd um róm-
verska keisarann sem
stjórnaöi með morðum og
ótta. Mynd þessi er alls ekki
fyrir viökvæmt og hneyksl-
unargjarnt fólk. Islenskur
texti.
Aðalhlutverk:
Caligula. Malcolm McDowell
Tiberius.....PeterO’Toole
Drusilla .. Teresa Ann Savoy
Caesonia......Helen Mirren
Nerva........John Gielgud
Claudius .GiancarloBadessi
Sýnd daglega kl. 5 og 9
Laugardaga og sunnudága
kl. 4-7 og 10 Stranglega bönn-
uð innan 16 ára.
Nafnskirteini.
Hækkaö verö.
TILKYNNING
Vekjum athygli viöskiptavina okkar á því aö
vörur, sem liggja í vörugeymslum okkar, eru
ekki tryggöar af Eimskip gegn bruna, frosti
eða öðrum skemmdum og liggja þar á ábyrgö
vörueigenda.
Athygli bifreiðainnflytjenda er vakin á því að
hafa frostlög íkælivatni bifreiðanna.
Simi: 27100.
Vissir þú að
cpaep->orl->of fir»
%
býður mesta
úrval ung/inga-
húsgagna
á /ægsta verði
og á hagkvæm-
ustu afborgunar
kjörunum?
iqpgno Bíldshöföa 20, Reykjavik
<T Q~ Símar: 81410 og 81199