Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGARNIR MISTÖK Samningar stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórn- endur fyrirtækisins voru of háir mið- að við aðstæður hér á landi og voru mistök að mati Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns. Hann segir að bankinn hafi ekki beðið fjárhagslegt tjón vegna þessa máls en ímynd hans skaðast. Fyrrv. starfsmaður kærður Fyrrverandi yfirmaður í reikn- ingshaldi Kaupþings Búnaðarbanka, sem sagði upp hjá bankanum fyrir nokkru og fór til starfa hjá Lands- bankanum, hefur verið kærður til lögreglu fyrir að hafa á brott með sér mikilvæg gögn úr bankanum til keppinautarins. Shevardnadze farinn Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, sagði af sér embætti í gær en næstum allan þennan mánuð hafa verið næstum dagleg mótmæli gegn honum í höfuðborginni, Tbilisi. Hóf- ust þau í kjölfar mjög umdeildra þingkosninga í landinu 2. nóvember síðastliðinn. Hámarki náðu þau með svokallaðri „flauelsbyltingu“ stjórn- arandstöðunnar síðustu þrjá daga. Ríkti mikill fögnuður í Tbilisi í gær og almennt er búist við, að Mikhail Saakashvili, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, verði kjörinn forseti í kosningum, sem fram eiga að fara innan 45 daga. Staðbundin mengun Mengun vatns á Íslandi er almennt lítil, en þó er staðbundin mengun víða í þéttbýli og þar sem efnanotkun er mikil. Einnig eru skólpfráveitur á Íslandi víða ófullnægjandi. Þetta kom fram í erindi Alberts Sigurðs- sonar, sérfræðings hjá Umhverf- isstofnun, á opnu húsi hjá Umhverf- isstofnun í tilefni af ári ferskvatnsins. HDZ sigraði Fyrstu tölur úr þingkosningunum í Króatíu í gær bentu til, að HDZ, flokkur þjóðernissinna, hefði borið sigur úr býtum og fengið meirihluta þingmanna. Vekur það nokkurn ugg vegna fortíðar hans á síðasta áratug. 2003  MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DRAMATÍK Í FORSETABIKARNUM / B7 „ÞETTA var rosalega góður leikur hjá okkur og mér fannst við yfir heildina vera sterkari aðilinn. Það var því virkilega ljúft að ná jafn- tefli þó að það næðist á síðustu stundu. Mér fannst við eiga skilið að vinna,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans hafði gert 27:27 jafntefli við Barce- lona í Meistaradeild Evrópu. Þar með eru Haukar búnir að tryggja sér þriðja sætið í riðlinum og sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bik- arhafa þar sem liðið mætir Créteil frá Frakklandi. Viggó sagðist hafa haldið um tíma að stigið væri gengið Haukum úr greipum. „Í lokin þegar bolt- anum var stolið af Pauzuolis hélt ég að þetta væri búið. Það átti líka að vera það en þeir reyndu ótíma- bært skot sem Birkir Ívar varði og við náðum að skora. Þetta var svo sannarlega dramatískur endir á skemmtilegum leik. Ég hélt líka um tíma að við vær- um að brotna, þegar Barcelona komst tveimur mörkum yfir í síð- ari hálfleiknum. En strákarnir voru ekkert á því og hertu róður- inn,“ sagði Viggó. Hann sagði fé- laga sinn, Valero, þjálfara Barce- lona, en þeir léku saman með félaginu á árum áður, hafa verið alveg brjálaðan í lokin enda hefðu leikmenn hans verið með leikinn í hendi sér á lokasekúndunum. „Í svona leik þarf allt að smella saman og það gerði það hjá okkur. Stórkostleg markvarsla, fín vörn, mikill hraði og agaður leikur þeg- ar það á við. Mér fannst eins og ég sagði áðan að við hefðum átt skilið að vinna því við fórum illa með nokkur góð færi og misnotuðum þrjú vítakaköst. Við ákváðum áður en við fórum í leikinn að keyra upp hraðann, al- veg eins og Barcelona og Magde- burg gerðu á móti okkur, þau léku á allt öðrum hraða en við gerðum. Þetta gekk vel hjá okkur og tókst frábærlega. Það var ótrúleg stemning í mannskapnum og við náðum stórkostlegum úrslitum,“ sagði Viggó. Viggó var ánægður EDDA Lúvísa Blöndal fékk brons- verðlaun í -60 kg flokki á alþjóðlega mótinu Bohemia Cup í karate, sem haldið var í Prag í Tékklandi um helgina. Jón Ingi Þorvaldsson komst í undanúrslit í -75 kg flokki en tapaði naumlega viðureign um 3. sætið. Í opnum flokki keppti hann einnig um 3. sæti í uppreisnarglímu en náði ekki að krækja í bronsið. Edda fékk brons í Tékklandi Aron er meiddur um þessarmundir og hefur ekkert leikið með Tvis/Holstebro undanfarnar vikur. „Það er fyrst og fremst mikill heið- ur fyrir mig að félagið skuli sækjast eftir kröftum mínum aftur. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að taka tilboð þess enda stefnir hugur minn að þjálfun þegar ferlinum sem leik- maður lýkur,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær. Skjern er um þessar mundir í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinn- ar og er einnig komið með annan fót- inn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Aron lék með liðinu við góð- an orðstír um nokkurra ára skeið undir lok tíunda áratugs síðustu ald- ar og þá eins og nú var Anders Dahl Nielsen þjálfari þess. Aron gerði tveggja ára samning við Tvis/Holstebro í vor, en í samn- ingunum er uppsagnarákvæði að einu ári liðnu sem Aron nýtir sér auk þess sem óvissa ríkir á þessu stigi um hvort hann geti leikið handknattleik af fullum krafti í framtíðinni vegna erfiðra meiðsla sem hann varð fyrir í öðru hnénu í haust. „Meiðsli af þess- um toga sem ég glími við eru alltaf erfið og óljóst hvort ég geti æft og leikið af fullum krafti næstu ár og því hafa forsendur fyrir samningi mínum hjá Tvis breyst. Ég vonast til að geta leikið eitthvað áfram en það mun bet- ur skýrast þegar ég fer í skoðun hjá lækni 11. desember. Skjern er með góðan leikstjórnanda þannig og þótt ég stefni að því að leika með liðinu þá reikna ég frekar með að vera í hlut- verki varamanns,“ sagði Aron sem hlakkar mikið til að starfa með And- ers Dahl Nielsen á nýjan leik. Aron verður ekki í landsliðinu á EM í Slóveníu „Það er alveg ljóst að Evrópu- keppnin í Slóveníu í byrjun næsta árs er alveg út úr myndinni hjá mér, ég get ekki gefið kost á mér í það verk- efni, jafnvel er staðan sú að ég hef þegar leikið minn síðasta landsleik. Að minnsta kosti er ljóst að það er útilokað að ég verði með á EM,“ sagði Aron sem er rétt byrjaður að æfa létt eftir aðgerð á hné í haust. „Ég er aðeins farinn að hjóla en ég vonast til að geta farið að skokka eft- ir heimsókn til læknis í næsta mán- uði. Ég vonast til að spila á ný með Tvis í febrúar eftir hléið sem kemur í deildarkeppnina á meðan EM í Slóv- eníu fer fram,“ segir Aron Kristjáns- son handknattleiksmaður. Sú staðreynd að Aron verður ekki með á EM er talsvert áfall fyrir landsliðið þar hann lék þýðingarmik- ið hlutverk með því bæði á EM í Sví- þjóð og á HM í Portúgal snemma á þessu ári. Morgunblaðið/Þorkell Aron Kristjánsson verður aðstoðarþjálfari hjá Skjern í Danmörku næsta vetur. Aron aðstoðar- maður Anders Dahl ARON Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Tvis/Holstebro, hefur ákveðið að taka tilboði síns gamla liðs, Skjern, um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Anders Dahl Nielsen á næsta sumri. Frá þessu var gengið um helgina. Aron hefur legið undir feldi síðustu vikur og hugleitt til- boð Skjern, sem sóttist eftir kröftum hans eftir að núverandi að- stoðarþjálfari tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist hætta í vor. mánudagur 24. nóvember 2003 mbl.is Fasteignablaðið // Sýningarhús Á nýju byggingarsvæði meðfram Elliðavatni hefur JB Byggingafélag opnað sýningarhús þar sem ýmsar nýjungar eru kynntar.  2 // Falleg pípulögn Vel unnið verk lofar meistarann og það á við hvað snertir pípulagnir sem annað, segir í lagnagrein Sigurðar Grétars Guð- mundssonar.  5 // Jólasýning Fyrsta jólasýning Norræna hússins stendur nú yfir undir yfirskriftinni: List – hönnun – handverk. Á sýningunni eru eingöngu íslensk verk.  8 // Pallabyggt hús Í húsafréttum er m.a. fjallað um pallabyggt hús við Bergsmára í Kópavogi, sem stendur á hornlóð og státar af frábæru útsýni.  27 Verð við allra hæfiw w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar BIÐLISTAR eru jafnan eftir plássi á hjúkr- unarheimilum og gengur hægt að fækka á list- unum. Vænta má að einhverju miði í þá átt þegar ný hæð verður tekin í notkun á Droplaug- arstöðum í Reykjavík, en þar á að fara að bjóða út byggingu fjórðu hæðar hússins. „Á þessari hæð verða 26 ný hjúkrunarrými og jafnframt þessum framkvæmdum verða lyftur í húsinu endurnýjaðar, loftræsisamstæður verða fluttar upp í nýja rishæð og endurnýjaðar og endurbættar með tilliti til nýrra krafna um brunavarnir, einnig verður bílastæðum á lóð fjölgað,“ sagði Ásmundi Brynjólfsson verk- efnastjóri þessara framkvæmda við Droplaug- arstaði. Heildarstærð hinnar nýju hæðar 1.100 fermetrar „Gert er ráð fyrir að útboð fari fram í febrúar á næsta ári og að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 350 millj- ónir króna samkvæmt núverandi verðlagi. Þessi áætlun gerir ekki ráð fyrir tækjum og búnaði á deildina. Heildarstærðin á hinni nýju hæð er um ellefu hundruð fermetrar. Fyrir liggur framkvæmda- leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Arkitekt Droplaugarstaða er Helgi Hjálmarsson, verkfræðiráðgjöf annast Teiknistofan Óð- instorgi, Verkfræðistofan Önn og Rafteikning.“ Ný hæð byggð ofan á Droplaugarstaði Morgunblaðið /Arnaldur                                                                            !  !  !      "#       " !!# $          !    %&  #%'                #! # !! ! !   !   ! ()  %  *$"""+          !"#  $ # %!& , , #, , ' - ' ' - '-(& # )!      ./ )   $ $  0 1 23$ 4560 7$ 81 $1 $7$ 9$23$ :  ;$667$  ( < $ =  *+, 7$/$ ( < $ =  *+,   ' &  # "  &!" %#    %!          9 $)7  >    $   -       +" !,$% $ ,$% $ "' #" Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 28 Viðskipti 13 Bréf 30 Erlent 14 Dagbók 32/33 Listir 17/18 Leikhús 34 Umræðan 19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 30/33 Skoðun 20 Ljósvakar 38 Minningar 22/27 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverr- isson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Orm- arsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|- Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is KONSERTMEISTARAR Sinfóníu- hljómsveitar Íslands eru samnings- lausir og hætta störfum 1. febrúar að öllu óbreyttu. „Forsendur þess að við störfum eins og við gerum eru brostn- ar með uppsögn munnlega samnings- ins og með þessari uppsögn teljum við að verið sé að segja okkur upp,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sigrún segir að málið eigi sér nokk- urn aðdraganda og snúist um kons- ertmeistarastarfið og hvernig hún og Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari skipti því á milli sín. Guðný hafi farið í tveggja ára launalaust leyfi árið 1998 og þá hafi hún verið ráðin í staðinn til tveggja ára. Þegar Guðný hafi komið aftur til starfa hafi verið gerður samningur við þær báðar, en nú hafi þeim samningi verið sagt upp og þeim boðin miklu lakari kjör. „Ef fer sem horfir þá munum við hætta störfum 1. febrúar,“ segir Sigrún. „Guðný heldur upp á 30 ára starfs- afmæli sitt í vor en ég held upp á fimm ára starfsafmælið mitt og við hefðum viljað halda upp á þetta öðruvísi.“ Að sögn Sigrúnar verða starfs- menn Sinfóníunnar upplýstir nánar um málið í dag. „Það verða allir að vita hvað er að gerast,“ segir hún. Guðný Guðmundsdóttir segir að málið sé á mjög viðkvæmu stigi. „Við erum samningslausar og það er slæmt því við þurfum mikinn fyrir- vara til að undirbúa verkefni okkar,“ segir hún. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, vill ekki tjá sig um málið en segir að stjórnin sendi frá sér greinargerð um það í vikunni. Segir forsendur fyrir starfinu brostnar LÍÐAN manns, sem slasaðist mest í árekstri tveggja bíla á Reykjanes- braut á Strandarheiði í gærmorgun, var eftir atvikum góð í gærkvöldi, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi, og aðrir þrír sluppu einnig betur en á horfð- ist. Umferðarslys varð á Reykjanes- braut milli Kúagerðis og Vogaaf- leggjara, á miðri Strandarheiði, um hálfsjöleytið í gæmorgun. Tvær fólksbifreiðir skullu saman og voru fjórir fluttir á slysadeild Landspít- ala í Fossvogi. Ökumaður annars bílsins, sem var einn á ferð áleiðis til Reykjavíkur, er í eftirliti á gjör- gæslu en slapp vel. Tveir menn úr hinum bílnum fengu að fara heim í gær en sá þriðji var lagður inn á skurðdeild. Bifreiðirnar eru illa farnar. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík er talið líklegt að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öf- ugan vegarhelming í slæmu skyggni, myrkri, roki og rigningu. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fjórir menn sluppu betur en á horfðist þegar tveir bílar sem þeir voru í rákust saman á Reykjanesbraut í gærmorgun. Sluppu betur en á horfðist MENGUN vatns á Íslandi er al- mennt lítil, en þó er staðbundin mengun víða í þéttbýli og þar sem efnanotkun er mikil. Einnig eru skólpfráveitur á Íslandi víða ófull- nægjandi. Þetta kom fram í erindi Al- berts Sigurðssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, á opnu húsi hjá Umhverfisstofnun í tilefni af ári ferskvatnsins. Sagði Albert tveggja þrepa skólp- hreinsun vera meginreglu í þéttbýli, en hún felst í forhreinsun með botn- fellingu eða síun og síðan frekari hreinsun skólps, t.d. með líffræðileg- um aðferðum, s.s. með notkun örvera til að eyða lífrænum efnum í skólpinu. Þó er leyfilegt fyrir smærri sveitar- félög að nýta sér eins þreps eða við- eigandi hreinsun þar sem strand- svæði eru ekki eins viðkvæm. Ástand skólpmála á höfuðborgar- svæðinu er að sögn Alberts í góðum farvegi og einnig í Reykjanesbæ og Hveragerði og víðar. Áætlanir gera ráð fyrir að um sjötíu prósent íbúa landsins verði tengd skólphreinsun í lok ársins 2004, en Albert sagði það aðallega mega rekja til árangurs á höfuðborgarsvæðinu. Frágangur og losun rotþróa í ólestri Samkvæmt skýrslu fráveitunefnd- ar umhverfisráðuneytisins frá því í febrúar síðastliðnum vinna nú liðlega tuttugu prósent sveitarfélaga að skólpmálum með skipulegum hætti, en tæp áttatíu prósent eru vart byrj- uð að taka til hendinni. Þetta segir Albert óviðunandi. Enn fremur séu málefni rotþróa í dreifbýli víða í ólestri og nokkur hætta á saurmeng- un yfirborðsvatns, jarðvegs og grunnvatns. Því sé nauðsynlegt að gera úrbætur í fráveitumálum í dreif- býli. Albert sagði nauðsynlegt að vinna heildstæða skýrslu um næringar- efnaástand sjávar við Ísland, þar sem ofauðgun vatns í kjölfar slakra skolp- mála væri alvarlegt vandamál. Einn- ig sagði hann mikilvægt að laga brunna og ganga frá brunnsvæðum þannig að örverur bærust ekki í neysluvatn. Ekki væri heldur nóg að líta á vatnsmál út frá einangruðum mengunaruppsprettum, heldur yrði að líta á samlegðaráhrif mismunandi mengunaruppsprettna. Að lokum sagði Albert að ekki væri nóg að trúa því að vatnsgæði væru í lagi, vatnsgæðavöktun, vísindaleg staðfesting á vatnsgæðum, ætti að vera forgangsmál hjá matvælafram- leiðsluþjóð eins og Íslendingum. Staðbundin meng- un víða talin mikil YFIR tuttugu landeigendur á Norð- ur-Héraði mættu til fundar í gær í Brúarási og voru sammála um að kanna grundvöll þess að stofna með sér félag sem samræmdi skoðanir þeirra og kröfur sem gerðar verða vegna fallbóta þegar Jökulsá á Dal verður virkjuð við Kárahnjúka og öllu vatni þaðan veitt um göng austur í Fljótsdal. Væntanlegt félag á einnig að standa vörð um aðrar bætur sem greiða verður til landeigenda vegna virkjunarinnar. Lögfræðingarnir Hilmar Gunn- laugsson og Friðbjörn Garðarsson skýrðu út fyrir landeigendum eignar- nám og eignarrétt en sú skylda hvílir á landeigandanum að sanna eignar- rétt sinn á landi samkvæmt þjóð- lendulögum. Sjö menn voru kosnir í undirbún- ingsnefnd til stofnunar félagsins. Nefndin á að kanna sérstaklega vilja landeigenda á svæðinu til félagsstofn- unarinnar, kanna fordæmi fyrir bót- um af þessu tagi og hvaða leiðir komi til greina varðandi ákvörðun bótanna. Áður hafði á fundi með landeigend- um verið farið yfir það hvað felst í samningsbundnum gerðardómi en sveitarstjórn Norður-Héraðs leggur til að sú leið verði farin þegar fall- bætur vegna Jökulsár á Dal verða ákveðnar. Undirbúa stofnun fé- lags land- eigenda ♦ ♦ ♦ RÚM sextíu og fjögur prósent Ís- lendinga eru fylgjandi rjúpnaveið- um, sé ströngum verndaraðgerðum beitt. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði í október og nóvember sl. fyrir Skotveiðifélag Ís- lands. Andstaða hefur verið gegn bann- inu í röðum veiðimanna. Í könnun Skotvís kemur í ljós að 54,7% lands- manna eru fylgjandi rjúpnaveiði- banni, 32% andvíg og 13,3% hafa ekki skoðun á málinu. Þegar þeir sem eru fylgjandi veiðibanni og þeir sem ekki tóku afstöðu voru spurðir um afstöðu sína til rjúpnaveiða ef gripið yrði til verndaraðgerða með styttingu veiðitímans úr 68 dögum í 30, kom í ljós að um 64% aðspurðra eru fylgjandi slíkum takmörkunum. Tveir þriðju vilja veiðar með vernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.