Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 31 bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands (FÍ) tók til starfa síðasta föstudag í „Fjósinu“ við Eskihlíð 2–4 við Mikla- torg. FÍ starfar fyrir allt landið og ekki eingöngu fyrir Reykjavík. Markmið Fjölskylduhjálparinnar er að aðstoða einstæðar mæður og feð- ur, öryrkja, eldri borgara og ein- staklinga sem farið hafa út af spor- inu og á það við um bæði kynin. Fyrsta úthlutun FÍ var á laug- ardag, en þá var úthlutað mat- vælum og fatnaði. „Það gekk ljóm- andi vel, þessi starfsemi nær til víðs hóps fólks. Við hjálpum karl- mönnum og fólki alls staðar að, fólk getur komið frá öllum bæj- arfélögum hér í kring,“ segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður FÍ, en tæplega sjötíu fjölskyldur fengu aðstoð hjá FÍ á laugardaginn. „Um áttatíu prósent þeirra sem komu í gær voru karlmenn. Þetta gefur vissa vísbendingu um ástand- ið í þjóðfélaginu. Öryrkjar sem hafa farið út af brautinni í lífinu hafa oft ekki ofan í sig eða á. Feður sem fá börnin sín á tveggja vikna fresti geta kannski ekki gefið þeim að borða þegar þeir eiga að hafa þau hjá sér, þetta er bara veruleikinn,“ segir Ásgerður. Opið verður hjá FÍ á fimmtudögum frá þrjú til sex og verður afgreiðsludögum fjölgað í desember. Verndari og fjárhags- legur bakhjarl Fjölskylduhjálpar Ís- lands er Hagkaup, en allir sem sinna starfi fyrir FÍ eru í sjálfboðavinnu. Fjölskylduhjálp Íslands opnuð í Eskihlíð 2–4 Starfið nær til alls landsins Morgunblaðið/Eggert Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands. Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ og Huginn, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Garðabæ, efna til fundar um skólamál í Garðabæ, þriðjudags- kvöldið, 25. nóvember nk. klukkan 20–22 í húsnæði Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ að Garðatorgi. Páll Hilmarsson, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar, Svanhildur Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, og Gunnar Hrafn Jónsson, foreldri í Garðabæ, og þátttakandi í undirbún- ingsverkefni að Sjálandsskóla eru frummælendur á fundinum. Fund- arstjóri er Sturla Þorsteinsson. Sagnfræðingafélag Íslands. Þriðjudaginn 25. nóvember nk. held- ur Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands, Hvað er (um)heimur? Að venju verður erindið í Norræna húsinu, og hefst kl. 12.05. Erindið nefnist Ísland í klóm imperíalismans. Anna Agnarsdóttir er dósent í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Hún vinn- ur nú við að koma Íslandsbréfum Sir Joseph Banks á prent og er að skrifa kafla í Sögu Íslands (Þjóðhátíð- arútgáfuna) og Sögu íslenskrar utan- landsverslunar 900-2002 á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Ís- lands. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.