Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 21 G ríðarleg umskipti hafa orðið á íslenskum fjár- málamarkaði á síðustu tíu árum, eða frá því að EES- samningurinn tók gildi 1. janúar 1994. Innleiðing hans hefur leitt til þess að allt starfsumhverfi fjármálamarkaðarins, hvað lög og reglur varðar, er það sama og hjá nágrannalöndum okkar í Evrópu. Jafnframt er EES-ríkjum gert skylt að tryggja að engar aðgang- stakmarkanir séu fyrir því að fjár- málafyrirtæki í einu ríki setji niður starfsstöð í öðru ríki innan svæðsins eða veiti þar þjónustu yfir landa- mæri án beinnar starfsstöðvar. Þrátt fyrir að enn hafi enginn er- lendur banki kosið að opna útibú á Íslandi eiga íslensk fjármálafyr- irtæki þegar í mikilli samkeppni við lánastofnanir í öðrum ríkjum um viðskipti, sérstaklega hvað varðar fyrirtækjaþjónustu. Jafnljóst er að ef afkoma í bankarekstri væri mun betri hér á landi en annars staðar myndu erlendir bankar, sem sífellt eru að leita nýrra markaða, vera fljótir að setja sig hér niður. Sam- keppnislegt aðhald frá útlöndum er því virkt. Horft í hina áttina er fagn- aðarefni að sjá hvernig íslensk fjár- málafyrirtæki hafa nýtt þau tæki- færi sem EES-samningurinn skapaði með öflugri sókn inn á hinn evrópska fjármálamarkað. Í gagnrýni sinni á afkomu bank- anna á þessu ári hafa margir orðið til að halda því fram að bæði vaxta- munur og þjónustugjöld hér á landi séu mun hærri en í öðrum löndum. Í grein undirritaðs, sem birtist í Morgunblaðinu 20. nóvember sl., kemur fram að þær staðhæfingar séu ekki réttar og er þar meðal ann- ars vísað til samanburðar við Nor- eg. Því verður ekki á móti mælt að hið víðfeðma útibúanet á landinu hlýtur að leiða til hærri rekstr- arkostnaðar en bankar annarra ríkja búa við. Tilraunir til að auka hagkvæmni með fækkun útibúa á landsbyggðinni á síðustu árum eða áratugum hafa ávallt vakið hörð við- brögð bæði stjórnmálamanna og viðkomandi bæjarfélaga og jafnan verið horfið frá þeim áformum. Þá eru húsnæðislánin enn nánast alfar- ið í höndum ríkisins. En þrátt fyrir þetta hafa íslenskir bankar náð miklum árangri í bæði lækkun vaxtamunar og aukinni skilvirkni í starfseminni. Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um beina þátttöku hérlendra banka í fyrirtækjum landsins. Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, gera ráð fyrir að við- skiptabankar og sparisjóðir geti fengið starfsleyfi m.a. til viðskipta með verðbréf fyrir eigin reikning. Upphaflega kom þetta ákvæði inn í lög um viðskiptabanka og sparisjóði, nr. 43/1993, á grundvelli banka- tilskipunar EB. Heimildir viðskipta- banka og sparisjóða til að taka þátt í atvinnulífinu með beinum hætti er síðan að finna í tveimur ákvæðum laga nr. 161/2002, þ.e. annars vegar ákvæði 21. gr. um að bönkum og sparisjóðum sé heimilt að eiga eign- arhlut í fyrirtæki í annarri atvinnu- starfsemi ef Fjármálaeftirlitið telur þá starfsemi samrýmast starfsemi þeirra. Eftirlitið hefur heimild til að krefjast þess að slík hliðarstarfsemi sé stunduð í sérstöku félagi, ef því þykir ástæða til. Hins vegar er heimild í 22. gr. laganna fyrir við- skiptabanka og sparisjóði til að stunda óskylda starfsemi, enda sé það tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða yfirtöku eigna eða til að endurskipuleggja starf- semi viðskiptaaðila. Tilkynna þarf Fjármálaeftirlitinu um slíka starf- semi. Af þessu má sjá að fjárfest- ingabankastarfsemi banka og spari- sjóða er markaður mjög þröngur rammi í löggjöfinni. Fjárfestingabankastarfsemi sem slík stuðlar að aukinni verðmæta- sköpun í atvinnulífinu þar sem hún gerir fyrirtækjunum kleift að sækja sér fjármagn sem ekki ber vexti, í formi hlutafjár til skemmri tíma. Þannig hefði stór hluti af vel heppn- aðri útrás íslenskra fyrirtækja í heilbrigðis-, matvæla- og smásölu- geira aldrei orðið nema þau hefðu átt kost á að sækja sér tímabundið hlutafé til hérlendra fjármálafyr- irtækja. Rökin fyrir því að heimila bönkum að stunda samhliða við- skiptabanka- og fjárfestingabanka- starfsemi eru fyrst og fremst þau að til að geta tekið þátt í stórum fjár- festingaverkefnum þarf mikið eigið fé, sem stærri bankar hafa almennt yfir að ráða, og að með því er fyr- irtækjunum gert kleift að sækja alla sína fjármálaþjónustu til sama aðila. Ljóst er að stjórnvöld bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum hafa talið mikilvægt fyrir samkeppnishæfni atvinnulífsins að heimila sam- tvinnun þessara þátta, en þó með ströngum skilyrðum um aðskilnað starfssviða. Eðlilegt er að bent sé á að fara beri gætilega í samspili viðskipta- banka- og fjárfestingabanka- starfsemi. Ljóst er að þessi starfs- svið eru eðlisólík og því gæti skapast hætta á hagsmuna- árekstrum ef hægt væri að stunda hvort tveggja óheft innan sama fyr- irtækis. Einmitt af þeim sökum kveða lög nr. 161/2002 og reglur Fjármálaeftirlitsins skýrlega á um aðskilnað þessara starfssviða hjá bönkum og sparisjóðum. Fjármála- eftirlitið hefur nýverið kynnt drög að leiðbeinandi tilmælum varðandi þátttöku banka og sparisjóða í öðr- um atvinnurekstri. Þar er gert ráð fyrir nánari reglum um upplýs- ingaskyldu fjármálafyrirtækis áður en farið er í slíka starfsemi, m.a. um að gera skuli betur en hingað til grein fyrir eðli og umfangi fjárfest- ingarinnar og að tilgreint verði frekar en verið hefur hversu lengi er ætlunin að eiga hlut í fyrirtæk- inu. Drögin eru nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, en ætla verður að endanleg tilmæli muni stuðla að betri sátt um þessi mál. Mikilvægt er fyrir áframhaldandi framþróun íslensks fjármálamark- aðar að láta ekki stundarkapp út af einstökum málum sem staðið hefur styr um verða til þess að stigið verði mörg ár aftur í tímann og fjármála- starfsemi á Íslandi sniðinn þrengri stakkur en fjármálastarfsemi í ná- grannalöndunum. Slíkt mundi ekki aðeins leiða til skaða fyrir allt at- vinnu- og efnahagslíf landsins, held- ur er líklegt að hérlend fjármálafyr- irtæki færðu þá rekstur sinn til annarra Evrópuríkja, þar sem starfsskilyrði væru betri. Viðskipta- bankaþjónustu við hérlenda við- skiptamenn mætti sinna gegnum útibú hér á landi. Það er örugglega ekki vilji neins þeirra sem hafa með höndum mótun starfsumhverfis ís- lensks atvinnulífs að horfa upp á slíka þróun mála. Aðkoma bankanna að atvinnulífinu Eftir Guðjón Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja. ’ … ef afkoma íbankarekstri væri mun betri hér á landi en annars staðar myndu erlendir bank- ar, sem sífellt eru að leita nýrra markaða, vera fljótir að setja sig hér niður. ‘ heimilislausa eða öryrkja. Nú á dögum veit flest ungt fólk að það sem gerist annars staðar í heiminum skipt- ir máli hér á landi — það á við um kaup og kjör, valda- íhlutanir og síðast en ekki síst umhverfismál. Regn- skógar eru ruddir til að skapa beitarland fyrir nautgripi og loftslagsbreytingar skipta máli fyrir alla jarðarbúa. Sumir loka augunum, aðrir segja „það skiptir engu máli hvað ég geri“ en ungt fólk veit að það fylgir því að hugsa hnattrænt að starfa á heimavelli. Þetta er máski það sem nýja vinstrið snýst um. Sam- hygð með heiminum öllum og trú á því að við getum breytt heiminum með því að leggja hvert og eitt okkar litla framlag af mörkum. Við erum líka frjáls undan því að burðast með gamlar syndir á bakinu. Við höfum tækifæri til að horfa fram á við. Við höfum öll hundrað sinnum heyrt þá ræðu að þetta unga fólk sé haldið bjánabjartsýni af verstu sort og hún eigi nú eftir að eldast af þeim. Við vitum líka að pólitískt starf getur virst gagnslaust og yfirborðskennt og margir hafa litla trú á stjórnmálamönnum. En við trúum því líka að „þróunin“ sé ekki sjálfstætt afl sem ekki sé hægt að hafa áhrif á. Við trúum því að með því að bjarga þó ekki sé nema smáskika af heiminum er hægt að bjarga honum öllum — ef fleiri hugsa eins. Þess vegna viljum við breyta orðræðunni og skapa nýjan grundvöll fyrir vinstrisinnaða og græna umræðu. Og þess vegna erum við bjartsýn á framtíð róttækrar vinstristefnu og um- hverfisverndar. Austur-Evrópa leysist upp í nýfengnu frelsi, tíma þar sem munurinn á Vesturlöndum og þriðja heiminum verður meiri og meiri, tíma þar sem Bandaríkjamenn verða eina risaveldi heimsins, tíma þar sem aðskiln- aðarstefnan í Suður-Afríku var leyst á friðsamlegan hátt, tíma þar sem síendurteknar hernaðaríhlutanir Bandaríkjamanna og fylgisveina þeirra í málefni ann- arra ríkja skiluðu engu fyrir heimsfriðinn og lífsgæði fólks almennt. Nú eru nýir tímar. Þó að heimurinn sé orðinn þorp eru fjarlægðirnar samt óendanlega mikl- ar. Við göngum í fötum framleiddum í Indónesíu og segjum: „Það er nú meira hvað heimurinn er orðinn lít- ill.“ Við hugsum ekki í leiðinni um lífskjör þeirra sem framleiddu fötin og hvað þau eru fjarri þeim kjörum sem við þekkjum. Munur á ríkum og fátækum eykst, hvort sem horft er til heimsins alls eða landsins okkar. Hér á landi er að verða til auðkýfingastétt sem hefur hagnast á viðskiptum með gamlar eignir allra lands- manna og ráðherrar segjast vera hneykslaðir — eins og þeir beri enga ábyrgð á öllu saman. Á sama tíma er úrræðaleysið yfirþyrmandi í málefnum þeirra sem minna mega sín, hvort sem um er að ræða geðfatlaða, t í að ni — þó mjög ga að verk- nn er oft ð til 9. öld, og tti sem tt talist ú er kom- a fer merki- um æng em fer átt að di í hópi ag sem til batn- num r sem nú r mótað Ég ólst íu og allt ðrætt ins og m tímum tíma r sem Höfundur er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. ’ Á vinstrivæng stjórnmálannabýr pólitískur sprengikraftur sem fer vaxandi eftir því sem þjóðfé- lagið færist meir í átt að mark- aðs- og peningahyggju. ‘ Kaupréttarsamningar á undanhaldi erlendis Síðustu dagar hafa verið afskaplega lærdómsríkir. Þeir gefa okkur tilefni til þess að rifja upp að kaupréttarsamningar af því tagi sem við fengum nasasjón af fyrir helgina eru nú gagnrýndir harðlega víða um heim. Nefna má að tölvurisinn Microsoft ákvað frá með september sl. að hætta að umbuna starfsmönnum sínum með kauprétti í hlutabréfum. Sjálfur Warren Buffett, fjárfestirinn heimsþekkti, hefur sagt að kaupréttur af þessum toga sé ein helsta ástæða hneykslismálanna sem riðið hafa yfir banda- rískt fjármálalíf og allir þekkja. Hann hefur því hvatt hluthafanna til þess að rísa upp gegn ósköpunum. Hið virta breska blað Financial Times segir enda svona samninga vera á undanhaldi. Og loks má minna á að norski dómsmálaráðherrann vill láta breyta lög- gjöfinni þar í landi þannig að hluthafarnir, en ekki bara stjórn fyrirtækja, taki ákvörðun um laun stjórnenda, nokkuð sem nú hefur komið til tals hér á landi. Hvað segja 36 þúsund hluthafar? Það eru einmitt hluthafarnir sem geta veitt aðhald. Hluthafar í íslenskum bönkum eru mýmargir. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands nú fyrir helgi var 10.971 hluhafi í Íslandsbanka, 13.586 í Landsbankanum og hvorki meira né minna en 29.810 í Kaupþingi Búnaðarbanka, auk sex þúsunda í Svíþjóð. Vald þeirra er mikið og þeir geta vitaskuld nýtt sér það, en vonandi kalla menn það ekki einelti, þegar ég hér í lokin hvet til þess að því sé beitt, til þess að koma í veg fyrir ákvarðanir af því tagi, sem ögrað hafa þjóð- inni undanfarin dægur. þess beitir hann þeim tækjum sem menn hafa í frjálsu samfélagi og á markaðnum, hefur uppi gagnrýni og hættir viðskiptum. Athyglisvert er að einn talsmanna Samfylking- arinnar í þessum málum telur slíkt óeðlilegt. Taldi greinilega að forsætisráðherra hefði átt að sitja þegj- andi hjá. Þetta viðhorf þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Við munum að Samfylkingin undirstrikaði sér- stöðu sína í kosningabaráttu með því að gerast sér- stakur verndarengill nokkurra nafngreindra og valda- mikilla aðila í íslensku viðskiptalífi. Þar á meðal Kaupþings Búnaðarbanka og athafnamannsins Jóns Ólafssonar. Þessi viðbrögð nú eru í rökréttu samhengi við fyrri yfirlýsingar. Lífeyrissjóður tapar 100 milljónum á einum degi Það voru hinir óskiljanlegu samningar forsvars- mannanna tveggja sem sköðuðu Kaupþing Bún- aðarbanka. Ekki gagnrýnin sem þeir fengu. Hún var bæði makleg, eðlileg og mjög verðskulduð. Þessi gern- ingur herramannanna tveggja lækkaði verð bankans um 3 prósent á einum degi. Það þýðir til dæmis að stórir hluthafar á borð við Lífeyrissjóð versl- unarmanna og tryggingafyrirtækið VÍS sköðuðust um 100 milljónir króna á einum degi. Furðulegt er ef for- svarsmenn þessara aðila telji sig ekki eiga sitthvað vantalað við þá sem þessu ollu; ábyrgðarmenn ákvörð- unarinnar um kaupréttarsamningana. rði til r mönn- - frá Fjár- arisjóðir, s að og aðrir a. Þeir pta við sem við Kaup- gnrýni, Atburð- m hvað ekki það ka dinu, hlut- lagi eiga ika og r geta eta selt m orð- með tækj- sem þeir u máli er enn tala gðast eitur ur vita- a. Til tók til sinna ráða Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Ásdís ’ Stjórnendur bankans voruþannig hirtir með tækjum hins frjálsa markaðar og það er undan því sem þeir eru að barma sér. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.