Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ höfum ekki upplifað annað eins. Ég minn- ist þess ekki að svona stemning hafi ríkt nokkru sinni fyrr,“ segir Jón Þórisson, fram- kvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka, um mikinn straum nýrra viðskiptavina sem færðu viðskipti sín yfir í Íslandsbanka á föstudag og laugardag í kjölfar umræðunnar um kauprétt- arsamninga hjá æðstu stjórnendum Kaupþings Búnaðarbanka. Landsbankinn sló einnig met sitt í fjölgun nýrra viðskiptavina um helgina. 500 nýir viðskiptavinir bættust í viðskipta- mannahóp Íslandsbanka, sem er jafnmikill fjöldi og vænta má á fjórum mánuðum. „Það var mikið að gera í fjölmörgum útibúum Íslandsbanka s.s. í Mjódd og Laugavegi 116. Einnig var drjúgt á Kirkjusandi og Akureyri og jafnvel á stöðum úti á landi þar sem Kaupþing Búnaðarbanki er ekki með starfsemi eins og á Húsavík.“ Opið var í útibúum Íslandsbanka milli 11 og 16 á laugardag og tóku starfsmenn vel í að standa aukavaktina. „Þetta gekk allt saman mjög vel og þegar eftir því var leitað við starfsfólkið voru allir reiðubúnir til að taka þátt í þessu, enda lítum við á þetta sem lið í því að bjarga verðmætum. Við fundum fyrir því strax á föstudaginn að viðskiptavinir sem vildu koma til okkar hefðu áhuga á að gera eitthvað í því um helgina. Við þessu brugðumst við og birtum auglýsingar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um helgina til þess að auðvelda fólki hlutina og sýna því fram á að þetta væri ekki eins flókið og margir halda, þótt ákvörðunin út af fyrir sig geti verið stór. Að baki liggja oft áratugalöng viðskipti sem sýnir sig best á því að sá elsti sem flutti viðskipti sín til okkar er fæddur 1906,“ segir Jón. Landsbankinn sló einnig met sitt í fjölgun nýrra viðskiptavina um helgina, þegar ríflega 100 nýir viðskiptavinir óskuðu eftir viðskiptum í gegnum þjónustuver bankans á laugardag. Aldrei upplifað annað eins Í vikulokin bættust að auki tugir nýrra við- skiptavina í viðskiptamannahópinn en eftir er að gera upp heildarfjölda nýrra viðskiptavina, að sögn Ingólfs Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra einstaklings- og markaðssviðs bankans. „Sumir voru harðir í því að skipta strax og fá gögn til þess á morgun (í dag, mánudag) og aðrir voru að spyrjast fyrir um kjör og til hvaða útibúa bankans þeir ættu að snúa sér,“ sagði Ingólfur. Hann segir þetta mesta fjölda nýrra viðskiptavina Landsbankans á jafn skömmum tíma, og segist aldrei hafa upplifað annað eins á 15 ára ferli sínum hjá Landsbank- anum. Hundruð nýrra viðskiptavina hjá Íslandsbanka og Landsbanka Íslands „Við höfum ekki upplifað annað eins“ MARGT var um manninn í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn þegar jólaljósin voru tendruð með pompi og pragt. Ljósin voru formlega tendruð klukkan fjögur en áður var haldið í hina prýðilegustu skrúðgöngu niður Laugaveg, Ing- ólfsstræti og að Þjóðleikhúsinu, þar sem Lilli klifurmús og Mikki refur tóku á móti göngunni og skemmtu jafnt ungum sem öldnum. Söngv- arar og lúðrablásarar fylgdu skrúðgöngunni og tók allur skarinn þátt í fjöldasöng. Jólasveinar stálust til að kíkja til byggða og fylgjast með úr laumi. Einnig mátti sjá forláta gamlan brunabíl sem var eins gott að hafa á staðnum, enda voru þarna líka eldgleypar sem blésu bálkúlum út í loftið. Tendrun jólaljósanna er að verða að hefð, en hún hefur haldist óbreytt síðan 1997 og er orðin hluti af upphitun fyrir jólastemningu miðborg- arinnar, þar sem kórar, sönghópar, götu- listamenn, tónlistarhópar og fleiri listamenn glæða bæinn lífi. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni við tendrun jólaljósa FORSTJÓRI Fjármálaeftir- litsins segir að ekki hafi verið ákveðið hvort kaup Kaupþings Búnaðarbanka á eigin hluta- bréfum síðastliðinn föstudag verði tekin til skoðunar hjá stofnuninni. Hlutabréf Kaupþings Búnað- arbanka lækkuðu nokkuð fyrri hluta síðastliðins föstudags en hækkuðu aftur og lokagengið varð 2,8% lægra en það var við lok viðskipta daginn áður. Fram kom í frétt Morgunblaðs- ins að Kaupþing Búnaðarbanki var sjálfur kaupandi í flestum viðskiptum dagsins eða í um það bil 80 tilvikum af 187. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sagðist ekki vera tilbúinn að leggja dóm á það hvort eitthvað væri athuga- vert við þessa framkvæmd mála enda hefði hann aðeins heyrt þetta í fréttum. Taka þyrfti af- stöðu til þess hjá Fjármálaeft- irlitinu hvort ástæða væri til að hefja athugun á málinu. Í lögum um verðbréfavið- skipti eru ákvæði um innherja- viðskipti og markaðsmisnotkun sem eiga að tryggja að gengi hlutabréfa sé ekki stýrt með óréttmætum hætti. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um það á þessu stigi málsins þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að viðskiptin kynnu að brjóta í bága við ákvæði um innherja- viðskipti og markaðsmisnotk- un. Gæti skapað vandamál Spurður að því hvort kaup- réttarsamningar gætu ekki ver- ið freisting fyrir stjórnendur að nota fé fyrirtækjanna til að halda verði hlutabréfanna uppi og tryggja þannig eigin hags- muni sagði Páll Gunnar að Fjármálaeftirlitið hefði haft áhyggjur af þessum samning- um vegna áhættustýringar fjár- málafyrirtækja. Þegar stjórn- endur væru farnir að hafa mikilla hagsmuna að gæta af gengi bréfanna á tilteknum tímabilum skapaði það ákveðna ógn gagnvart áhættustýringu til lengri tíma. „Það er ekki víst þá að einstaklingsbundnir hags- munir stjórnenda fari saman við langtímahagsmuni fyrir- tækisins, hluthafa og viðskipta- manna.“ Fjármálaeftirlitið Viðskipt- in hugs- anlega skoðuð ÓVIÐUNANDI pattstaða ríkir í rannsókn á andláti Hjálmars Björns- sonar, 16 ára, sem fannst látinn á ár- bakka í Rotterdam í lok júní árið 2002, að mati Björns Hjálmarssonar, föður hins látna. Segir hann andlát Hjálmars enn óútskýrt, nærri hálfu öðru ári eftir atburðinn. Faðir Hjálmars gagnrýnir harðlega ís- lenska stjórnsýslu fyrir ódugnað og kjarkleysi í málinu. Finnst honum allt líta út fyrir að svæfa eigi málið. Þá segir hann saksóknara í Rott- erdam ekkert hafa aðhafst við rann- sókn málsins í rúmt ár, þar sem beð- ið sé niðurstöðu réttarkrufningar Þóru Steffensen réttarmeinafræð- ings. Samkvæmt upplýsingum for- eldra er staðan hins vegar sú að Þóra bíður eftir heilasýnum frá Hollandi úr hinum látna. Í ágúst bárust heila- sýni frá Hollandi, þó ekki hin um- beðnu og virðist það ástæða þess að Þóra hafi ekki enn kveðið upp úr- skurð sinn um dánarorsök. Að mati Björns stappar mjög nærri því að rannsókn málsins í heild sé í alvarlegu uppnámi. Foreldrar Hjálmars hafa sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjórar kærur á hendur íslenskum stjórnvöldum fyr- ir óhóflegan drátt á að veita aðgang að gögnum málsins. „Lögfróðir ráð- gjafar okkar telja yfirgnæfandi líkur fyrir saknæmu athæfi í tengslum við lát sonar okkar. Það bendir margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi aldrei beitt sér með formlegum hætti í þessu máli,“ segir Björn. „Við vonum svo sannarlega að ís- lensk stjórnvöld taki við sér, þar sem um er að ræða kjarnamál sem snert- ir réttaröryggi íslenskra náms- manna erlendis.“ Gagnrýna stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.