Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 19 EFTIR nokkurra ára lægð er miðborg Reykjavíkur nú aftur í sókn. Ný verslunarhús rísa nú við Lauga- veg og fleiri eru á teikniborðinu. Hót- elbyggingar hafa risið í Kvosinni, og fleiri eru í undirbún- ingi auk tónlistar- og ráðstefnuhúss á hafnarbakk- anum o.fl. o.fl. Þau skörð sem mynduðust í raðir verslana við Laugaveg og víðar í miðborginni þegar verst lét eru óð- um að fyllast, og eftirspurn fer vax- andi eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg og nágrenni. Verð á hús- næði á þessu svæði hefur hækkað, sem ber vott um aukinn áhuga á svæðinu. Þrátt fyrir gríðarlega markaðs- sókn stórmarkaðanna hefur sér- staða miðborgarinnar og Laugaveg- arins haldið velli. Í miðborginni eru 300 verslanir, fjöldi veitingahúsa, ótal krár og kaffistofur, og öll sú þjónusta sem nauðsynleg er fyrir lifandi miðborg. Sérstaða miðborgar Reykjavíkur er mikil bæði sögulega og menning- arlega og hún ein laðar að sér ferðamenn og þar með ferða- mannaverslun. Það er ánægjuleg þróun að ferða- mannaverslun í miðborginni utan hefðbundins ferðamannatíma hefur aukist verulega. Samkvæmt upplýs- ingum frá Global Refund á Íslandi, hefur ferðamannaverslun aukist um 23% í október í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Á fjölmennum fundi Laugavegs- samtakanna í janúar á þessu ári voru eftirfarandi atriði sett á odd- inn. 1. Verkaskipting eða formlegt samstarf milli Laugavegssamtak- anna og Þróunarfélags miðborg- arinnar o.fl, en það samstarf hófst raunar í nóvember 2001 með gerð sjónvarpsauglýsingarinnar Mið- borgin náttúrulega. 2. Úrbætur í bílastæðamálum, sem er eitt aðalvandamál miðborg- arinnar. 3. Rafræn innheimta markaðs- gjalds á öllu markaðssvæði mið- borgarinnar til að fjármagna öflugt markaðsstarf. Markaðsnefnd miðborgar var sett á laggirnar síðastliðinn vetur, en hún er samstarfsnefnd Þróun- arfélags miðborgarinnar, Lauga- vegssamtakanna og annarra rekstr- araðila í miðborginni. Þar með var hafið formlegt sam- starf allra rekstrarþátta miðborg- arinnar, sem augljóslega er eitt markaðssvæði. Í Markaðsnefnd miðborgar eiga sæti þrír fulltrúar rekstraraðila og þrír frá Þróunarfélagi miðborg- arinnar. Hlutverk markaðsnefndarinnar er að markaðssetja miðborgina alla sem eitt verslunar- og þjón- ustusvæði. Bílastæðamál Fyrsta verk markaðsnefnd- arinnar var að hefja viðræður við borgaryfirvöld um bílastæðamál. Í framhaldinu var skipuð fjög- urra manna nefnd með tveim fulltrúum Reykjavíkurborgar og tveim fulltrúum Þróunarfélagsins og markaðsnefndar, til að gera til- lögur til samgöngunefndar Reykja- víkur um úrbætur í bílastæða- málum. Samkomulag náðist um eftirfar- andi atriði. 1. Lækkun stöðumælasekta úr 1.500 kr. í 950 kr. ef greitt er innan þriggja virkra daga. Sama lækkun fæst á aðrar stöðubrotasektir ef greitt er innan sama frests. 2. Ótakmarkaður gjaldtími í stöðumælum. Þetta merkir að hægt verður að kaupa þann tíma í stöðu- mælinn sem þarf í verslunarferðina, en það er ekki hægt núna. Þetta hefur það í för með sér að miði sem keyptur er í sjálfsala t.d. við Laugaveg, en tíminn aðeins nýttur að hluta þar, gildir hvar sem er á stöðumælasvæðinu á gildistíma miðans. 3. Hraðað verði undirbúningi gsm-kerfis sem gerir kleift að greiða í stöðumæli í gegnum gsm- síma. Hringt er í móðurstöð, gefið upp gjaldsvæðið, eða númer stöðu- mælis og greiðslunúmer viðkom- andi og greiðslan fer fram. Þetta fyrirkomulag gæti komist í gagnið fyrir mitt næsta ár, og er mikilvægt á tækniöld, og þegar sífellt minna er um skiptimynt í vösum manna. 4. Samfara gildistöku þessara breytinga verður farið í víðtæka kynningu á bílastæðamálum, gjald- tökutíma stöðumæla, opnunartíma bílastæðahúsa o.s.frv. Þekking- arleysi almennings í þessum málum er áberandi. Þessar tillögur bílastæðanefndar voru samþykktar af samgöngu- nefnd, og nú nýlega í borgarráði. Rafræn innheimta markaðsgjalda Nú er unnið að samningum við rekstraraðila í miðborginni um mánaðarlegar rafrænar greiðslur í markaðssjóð. Skortur á stöðugleika á tekjum fyrir markaðsstarf í mið- borginni hefur háð því mjög en slík- ur stöðugleiki er nauðsynlegur svo að hægt sé að gera markvissar áætlanir í markaðsmálum, og er því forsenda fyrir störfum markaðs- nefndarinnar. Auk hefðbundins markaðsstarfs hefur verið bryddað upp á nýj- ungum eins og trússhestalest sem farið hefur í kaupstaðaferð niður Laugaveg og um miðborgina með saltfisk, ull o.fl. á reiðingum eins og forðum, og vakið hefur mikla ánægju vegfaranda. Árangur í bílastæðamálum er til marks um að hægt er að ná fram öðrum brýnum hagsmunamálum rekstraraðila með samningaleiðinni á jákvæðu nótunum. Með tilkomu markaðsnefndar miðborgar sem sameiginlegs vett- vangs allrar miðborgarinnar, og tekjuöflun sem tryggir stöðugar tekjur til markaðsstarfsins, hefur verið lagður grunnur að markaðs- sókn sem mun tryggja miðborginni þá stöðu sem henni ber. Miðborgin í sókn Eftir Einar Eiríksson Höfundur er kaupmaður við Laugaveg og í fráfarandi stjórn Laugavegssamtakanna. Í SÍÐUSTU viku urðu atburðir á Íslandi sem sýna að reglur hins frjálsa markaðskerfis og opna þjóðfélags virka. Svo stóð á að banki í dreifðri eigu fjölmargra hluthafa gerði samninga við for- svarsmenn sína sem bersýnilega ollu almennri vanþóknun, meðal annars eigenda hlutafjár í bank- anum sem og viðskiptavina hans. Menn tjáðu opinberlega skoðanir sínar á dáð stjórnendanna. Meðal þeirra sem það gerðu voru stjórn- málamenn í áhrifastöðum. Þeir sögðu það sem fólkið hugsaði. Beittust var framganga forsætis- ráðherra, sem sagði skoðun sína tæpitungulaust og tók svo út inn- stæðu sína í bankanum. Það munu fleiri innstæðueigendur einnig hafa gert. Dáðadrengirnir gáfust upp. Þeir skynjuðu að þeir höfðu skaðað bankann með framferði sínu. Þeir afsöluðu sér fjárfúlgunum, sem þeim höfðu verið fengnar. Að minnsta kosti í bili. Þeir gerðu þetta að vísu með yfirlýsingum um, að þeir sæju ekkert athugavert við framferði sitt. Böl þeirra væri öðr- um að kenna en þeim sjálfum. Sér- staklega forsætisráðherranum. Á vettvangi fjölmiðlanna eiga þeir dáðadrengir sér sérstakan talsmann. Sá heitir Gunnar Smári Egilsson og er ritstjóri Frétta- blaðsins. Gunnar er þeim sérlega handgenginn fyrst og fremst vegna þess að þetta eru svo góðir vinir aðaleigenda Fréttablaðsins, sem kenndir eru við Baug. Segja má að útgáfa Fréttablaðsins og orðræða ritstjórans í öðrum fjöl- miðlum sé ein samfelld Bauga- drottinssaga. Í þágu sögunnar ruglast hann gjarnan í ríminu. Þannig telur hann ríkisvaldi beitt, þegar stjórnmálamenn tjá sig. Hann sér þá engan mun á valdbeit- ingu og frjálsri tjáningu. Kannski ber hann svo djúpa lotningu fyrir forsætisráðherranum að honum finnist orð hans jafngilda lögum. Refsivaldi laga hafi verið beitt, þegar ráðherrann tjáir sig. Atburðarás síðustu daga gefur tilefni til að huga að lagasetningu til að skerpa vernd almennra hlut- hafa í markaðsfélögum fyrir mis- beitingu valds helstu stjórnenda þeirra í eigin þágu. Verkefnið ætti að takmarkast við þetta, því at- burðarásin sýndi að aðhald hins frjálsa markaðar og frjálsrar tján- ingar virkar þrátt fyrir allt á Ís- landi. Mestu varðar að það gang- verk verði ekki fyrir truflunum. Öðru mætti þó að bæta í lands- lögin: Heimild fyrir skattayfirvöld til að kyrrsetja eigur manna, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi brotið gegn skattalögum og komið sér þannig undan skattgreiðslum. Það er satt að segja frekar önugur kafli í Baugadrottinssögu, að lesa um hvernig Baugadrottinn og vinir hans geta komið grunuðum manni til hjálpar, þjóðinni til bölvunar, til að koma í veg fyrir skil á fé, sem grunaður teldist hafa frá henni tekið, verði sú niðurstaða í máli hans. Húsbóndahollur sögurit- arinn fagnar samt áreiðanlega möguleikanum á að fá að mæra meistara sína fyrir snilli við að hanna leikfléttur í því skyni að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi. Við skulum svo öll fylgjast vel með, þegar dáðadrengir gera næst samninga um kauprétt og kjör; samninga sem koma eiga í stað þeirra sem nú var fallið frá. Fáir telja, að drengirnir séu svo verð- mætir hluthöfunum, að það sé þess virði að borga þeim svona hátt kaup. Flestir álíta að unnt sé að fá aðra jafngóða í staðinn, sem ekki kosta svona mikið. Það er raunar undarlegt, að stjórnarmenn í bankanum skuli gæta hagsmuna hluthafanna með þeim hætti sem sýndi sig á dögunum. Annaðhvort hafa þeir svona mikla tröllatrú á dáðadrengjum eða þeir hafa verið búnir að skuldbinda sig áður til að semja svona við þá. Þeir skulda hluthöfum skýringar á því. Kannski Baugadrottinssaga verði einhvern tíma kvikmynduð. Vonandi verða þá hafðir með kafl- ar, sem söguhetjur hafa öðlast einkarétt á. Svona til að auka að- sóknina. Baugadrottinssaga Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson DAGUR B. Eggertsson borg- arfulltrúi kynnti nýlega í fréttagrein í Fréttablaðinu samning borg- arinnar við íþrótta- félagið Val á Hlíð- arenda. Borgin hyggst byggja upp íþróttamannvirki fyrir hundruð millj- óna á svæðinu ásamt því að greiða 250 milljóna króna rekstrarskuld félags- ins. Þetta er lofs- og þakkarvert framtak og sér þá loksins fyrir enda á þrautagöngu Valsmanna. Dagur minnist á að önnur íþrótta- félög í borginni hafi ekki mótmælt þessum fyrirætlunum borgarinnar og lítur hann því á að með þögninni séu þau meðmælt þessu. Ég tek undir þessa skoðun Dags og hef sjálfur fagnað þessu framtaki borg- arinnar mjög, þó að ég sé í forsvari fyrir annað hverfafélag í borginni. Ég fagna því heilshugar að borgin ætli loksins að taka á rekstrarvanda íþróttafélaganna í borginni með var- anlegum lausnum á borð við Vals- lausnina. Af nógu er að taka þar sem rekstrarskuldir íþróttafélaga í Reykjavík nema rúmum milljarði. Ég vil af þessu tilefni minna Dag á formlegt erindi Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi til borg- arstjórnar, lagt fram á fundi með borgarstjóra í Ráðhúsinu nýverið, um styrk til greiðslu eldri skulda fé- lagsins uppá rúmar 10 milljónir. Ég treysti því að hann muni nú veita því erindi brautargengi í anda nið- urstöðu Vals-samningsins enda er upphæðin ekki nema 1/3 af því sem rekstrarskuldir Vals hækkuðu á síð- asta ári. Þá vil ég minna Dag á erindi Fjölnismanna lagt fram á sama fundi um styrk til að greiða fyrir eft- irlit og bókhaldsþjónustu í framtíð- inni til að tryggja virkara eftirlit með fjárreiðum til þess m.a. annars að koma í veg fyrir skuldasöfnun. Með þessu viljum við tryggja að lenda ekki í sömu ógöngum og Vals- menn með rekstur félagsins í fram- tíðinni. Ég ætla að leyfa mér að minna Dag líka á erindi Fjölnismanna til ÍTR frá því í júní um styrk til að ráða starfsmann til félagsins, annars vegar til að gegna störfum skóla- stjóra íþróttaskólans og hins vegar til að gegna störfum íþróttafulltrúa félagsins. Það er nauðsynlegt fyrir íþrótta- félög að hafa starfsmenn til að ann- ast rekstur sinn þrátt fyrir að í íþróttalögum standi að þau skuli rekin af sjálfboðaliðum. Þegar þau lög voru sett voru íþróttafélög ekki flókin rekstrarfélög með hundruði milljóna króna í ársveltu. Ég fagna því heilshugar ef skilningur er að aukast á þessu innan borgarinnar og bíð spenntur eftir úrlausnum. Að lokum vil ég minna Dag á ítar- legt erindi Fjölnismanna um upp- byggingu íþróttamannavirkja í Graf- arvogi sem lagt var formlega fram á fundi félagsins með forráðamönnum ÍTR fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að félagið skili borginni lóð sinni við Gylfaflöt gegn hraðari og markviss- ari uppbyggingu til að leysa brýn- ustu aðstöðumál félagsins. Það æfa rétt tæplega 4.000 börn íþróttir í Grafarvogi oft við alvarlega óvið- unandi aðstæður. Ég vona að fleiri börn verði flutt í Hlíðarendahverfið þegar stórhuga framkvæmdir borgarinnar þar verða tilbúnar. Ég vona líka að börn- in í Grafarvogi verði ekki flutt burt eða komin á efri ár þegar viðunandi aðstaða fyrir þau verður loksins að veruleika. Ég vil hér þakka Degi hans mik- ilvægu störf í þágu íþrótta og ung- mennamála. Hann er einarður stuðningsmaður æskunnar með glögga sýn á mikilvægi málefnisins og ætlast ég til mikils af störfum hans í framtíðinni. Lofsvert framtak Eftir Birgi Gunnlaugsson Höfundur er varaformaður Ungmennafélagsins Fjölnis. AÐ vera kristinnar trúar er ekki að geta eða kunna, skilja eða vita eitt- hvað. Það er ekki að standast eitthvað og í því felst ekki að blíðka einhverja anda eða guði. Í því felst ekki heldur að gera eitthvað ákveðið á til- teknum tímum og það er ekki að aðhyll- ast einhverjar skoð- anir eða kenningar. Það er ekki eins og að kjósa stjórnmálaflokk eða halda með einu íþróttafélagi umfram annað. Kristin trú er í eðli sínu ekki heldur siðir eða serimóníur. Persónulegt samfélag, lifandi vinátta Að vera kristinnar trúar er að lifa í samfélagi og í óverðskuldaðri vináttu við hinn krossfesta og upprisna frels- ara, Jesú Krist. Það er að eiga dag- legt samfélag við hann, meðvitað og ómeðvitað. Við hann sem lifir og býð- ur okkur samfylgd í gegnum lífið. Það er að fylgja honum, en einnig og ekki síður að þiggja það að hann fylgi okk- ur eftir. Það er að þiggja það tilboð hans að henn beri byrðarnar með okkur. Og það að við leyfum honum að hafa áhrif á okkur. Kristin trú er því tilboð um ómót- stæðilega vináttu og samfylgd í gegn- um þykkt og þunnt, gleði og sigra, sorgir, vonbrigði og efasemdir. Vin- áttu sem ekki bregst. Og varir ekki bara ævilangt, heldur að eilífu. Kristin trú er gjöf. Hún er eins langt frá því að vera ítroðsla eða þvingun eins og norðrið er frá suðr- inu. Þú mátt, ef þú vilt. Þú verður ekki. Þitt er valið. Ekki formúla eða kerfi Kristin trú er nefnilega ekki form- úla eða kerfi. Hún er ekki bara ein- hver boðskapur eða saga, tilfinning, skoðun eða dauð kenning sem við tök- um í arf. Hún er tilboð um að þiggja óverð- skuldaða kærleiksgjöf Guðs. Tilboð um fyrirgefningu og sátt, persónu- lega vináttu og eilíft líf. Hún er að horfast í augu við Jesú Krist og leyfa honum að hafa mótandi áhrif á afstöðu okkar, líðan og skoð- anir. Ekki svo að allir komist endilega að sömu niðurstöðu í öllum málum og séu sammála um allt og alla. Þvert á móti. Við erum ólík með misjafnar væntingar og þrár. Hann ætlaðist aldrei til að allir yrðu steyptir í sama mótið hvað varðar skoðanir og áhuga- mál, tilfinningar eða þarfir. Óverðskulduð gjöf Samfélag við Jesú Krist er ekki eitthvað sem við tökum sjálfkrafa í arf frá forfeðrunum þótt við vissulega getum notið ávaxtanna af trú, vitn- isburði og bænum foreldra okkar, forfeðra og -mæðra. Bænum og vitn- isburði um trú sem varðveitast frá kynslóð til kynslóðar sem sannarlega er ómetanlega dýrmætt. Slíkt hefur sannarlega áhrif á okkur, hrífur okk- ur með og laðar að. En afstaðan verð- ur engu að síður alltaf, hvers og eins, að lokum. Trú á Jesú Krist og eftirfylgd við hann eða eftirfylgd hans við okkur verður aldrei hægt að þvinga upp á nokkurn mann enda er það ekki í eðli trúarinnar eða í anda Krists. Hún er tilboð um fyrirgefningu og sátt, leið- sögn, eilífa samfylgd og eilíft líf. Hvatning til þjónustu við náungann Jesús Kristur hvetur vini sína til að elska náungann og dæma hann ekki. Hann setti vinum sínum nefnilega aðeins eitt boðorð og sagði að öll önn- ur boðorð væru falin í því eina. Hann sagði: „Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan.“ Og hann sagði: „Það allt, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. Og það allt sem þér hafið ekki gjört einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.“ Þannig bað hann okkur ekki um að þjóna sér, heldur náunganum. En hann kallaði þau vini sína og sam- verkamenn, sem vildu taka við þeirri gjöf sem hann er. Og hann lofaði að við mættum njóta alls þess sem gjöf- inni fylgdi. Og hann kallaði vini sína ekki aðeins samverkamenn sína, heldur einnig bræður sína og systur. Hann hét þeim að vera með þeim allt til enda veraldar. Og hann lofaði þeim að gera þau að samerfingjum sínum að himnaríki. Þannig er kristin trú nefnilega heimska fyrir þeim sem ekki trúir. En fyrir þeim sem trúir er hún kraft- ur Guðs. Lifandi vinátta eða úrelt kenning Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.