Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 29
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 29 A lmennt eru menn sam- mála um að það að hest- ur grípi fram á sig á tölti eða skeiði sé afar slæmt. Ágrip veldur því að hrossi getur fatast taktur og jafnvelið stokkið upp á skeiðspretti. Þegar um keppni er að ræða er slíkt að sjálf- sögðu mjög slæmt, einkunnir lækka mikið og þar með hraði og fegurð og glæsileiki hrossins bíður hnekki. En það er önnur hlið á málinu sem oft hefur gleymst í umræðunni og án efa sú mikilvægasta, hrossið hlýtur skaða oftar en ekki á viðkvæmum stað. Veldur það skepnunni kvöl og sárs- auka á því augnabliki sem óhappið á sér stað og ekki síður næstu daga á eftir. Þá er hætt við að slæm og ítrek- uð ágrip valdi kvíða hjá hestunum sem kemur meðal annars fram í því að þau eru ekki tilbúin að beita sér af fullum afköstum á skeiði eða tölti. Uppræting ágripa má því telja fyrst og fremst dýraverndarmálefni. Lengi vel hafa ágripatilfelli verið talin einskær óheppni og lítið við því að gera. Á áttunda áratugnum lærðu menn að hægt var að bregðast við ágripum með bættri járningu og í framhaldi farið að gefa ýmsum fóta- skekkjum gaum sem ágripavaldi. Með tíð og tíma hafa hestamenn aflað sér vitneskju og þekkingu um þætti er geta valdið eða aukið hættuna á ágripum. Nú er svo komið að hesta- menn eru farnir að beina augum sín- um alvarlega að þessum hvimleiða fylgifiski og velta vöngum um hvernig megi uppræta hann. Segja má að sú umræða hafi hafist með formlegum hætti á ráðstefnunni „Hrossarækt 2003“ fyrir rúmri viku. Þar fluttu er- indi Ágúst Sigurðsson hrossarækt- arráðunautur, Sigurður Torfi Sig- urðsson járningamaður og kynbótaknapi ársins, Þórður Þor- geirsson. Hinar þekktu ástæður ágripa eru margar og ef byrjað er á hestinum sjálfum þá er talið nokkuð víst að ýmsar fótaskekkjur eigi þar stóran hlut að máli. Þar er fyrst til að taka þegar hestar eru innskeifir að aftan, afturhófar sem slitna meira að ut- anverðu og þá þykir líklegt að ná- gengni bæði framan og aftan geti stuðlað að ágripum. Lengi vel beindust sjónir manna fyrst og fremst að fótaskekkjum og járningum sem orsakavaldi og lausn- um en með tíð og tíma hefur mönnum orðið ljóst að fleiri þættir koma þar við sögu. Er þar til að nefna líkams- stilling hestsins í reið, þegar hraði er aukinn og framgrip hestsins. Má nefna þar sérstaklega stillingu baks þar sem fatt bak sé líkleg ávísun á ágrip. Á síðustu árum hafa menn í auknum mæli þjálfað upp stinnleika baksins, meðal annars með aukinni söfnun og er ekki að efa að slíkt dragi úr tíðni ágripa. Þá hafa augu manna einnig beinst að almennri líkamsþjálfun hrossanna því ekki er um það deilt að of lítið þjálfuðum hrossum hættir mun frek- ar til að grípa á sig en þeim sem eru orðin vel stinn og sterk. Lausnanna víða að leita Sigurbjörn Bárðarson sem hefur sjálfsagt öðrum meiri reynslu í að fást við þennan kvilla, telur að upp- hitun sé einnig afar mikilvægur þátt- ur í þessum efnum. Nefnir hann sem dæmi nokkra kunna hesta. Oddur frá Blönduósi hefur verið einn frægasti ágripahestur síðari tíma og segir Sig- urbjörn að nú sé búið að finna lausn- ina á hans vanda og hann hafi einmitt legið í upphituninni og örlítið breyttri stillingu á baki. Oddur hefur alla tíð verið afar sterkur á hægu tölti en gengi hans í keppni hverju sinni að öllu jöfnu ráðist af því hvernig gengið hafi í hraðabreytingum og yf- irferðatölti sem hefur verið hans veikasta hlið. Þegar verst hefur látið hefur hann verið að narta í sig á báð- um þessum þáttum töltkeppninnar án þess þó að blóðga sig, rifið af sér hlífar og jafnvel skeifu þegar verst hefur látið. En nú er lausnin sem sagt fundin í nákvæmari upphitun þar sem beitt er meðal annars ýmsum liðkandi æfingum og áhersla lögð á að stinna bakið vel áður en farið er inn á völl- inn. Búið er að reyna margt til að uppræta ágripatilhneigingu hans með allskonar járningaðferðum en ekkert gaf árangur. Annan hest nefnir Sigurbjörn sem er Fannar frá Reykjavík, einn fremsti vekringur landsins á sinni tíð. Hann var alltaf að snerta sig örlítið á skeiðsprettunum án þess þó að skaða sig. Var það nóg til að hamla því að hann skilaði fullum afköstum á sprettinum. Reyndar voru allar út- gáfur af járningum og jafnvæg- isstillum sem hugsast gat en allt kom fyrir ekki. Eitt sinn á Vind- heimamelum ber svo við að Sig- urbjörn er byrjaður að hita klárinn upp en af einhverjum ástæðum er sprettinum frestað um 20 mínútur og ákveður Sigurbjörn því að halda áfram að hita Fannar upp en hægir á hraðanum til þess að eyða ekki orku í óþarfa. Fer hann ósjálfrátt að sveigja klárinn á ýmsa lund og framkvæma ýmsar liðkandi æfingar. Síðan þegar í sprettinn kemur fer svo að klárinn kemur ekki nálægt sér og fór Sig- urbjörn því að beina athyglinni að upphituninni. Í framhaldinu kom það glöggt í ljós að Fannar þurfti lengri upphitun með liðkandi æfingum til að ná því jafnvægi sem nauðsynlegt var til að skeiða í því jafnvægi að hann væri ekki að grípa á sig. Þá nefnir hann einnig til sögunnar Adam frá Hólum sem var afar svæsinn ágripa- hestur og búið að reyna margt í járn- ingum til að uppræta ágripin. Lausn- in hjá honum reyndist liggja í frekar afbrigðilegri tálgun á afturhófum. Var hann hafður hár að innan en hæll að utanverðu tálgaður nokkuð niður og ytri hliðin frá tá að hæl og með því lengd allnokkuð. Skeifan var síðan látin standa nokkuð út fyrir að utan verðu. Með þessum ráðum tryggði Sigurbjörn sér og Adam Evr- ópumeistaratitil í skeiði og sam- anlögðu á Evrópumeistaramótinu í Larvik í Noregi 1981. Annað sem nefnt hefur verið í umræðunni sem ein af mörgum orsökum er sú stað- reynd að hross á Íslandi eru að stytt- ast jafnframt því sem fætur eru að lengjast. Það hefur vissulega verið eitt af markmiðunum í ræktun ís- lenska hestsins að hækka fætur hans en hið sama verður ekki sagt um styttingu bolsins. Segja má að svo óheppilega hafi viljað til að margir af vinsælustu stóðhestum landsins síð- ustu árin hafa verið drjúgir í að skila stuttvöxnum hrossum og þykir ekki gott þegar þetta tvennt fer saman. Óhóf í hófsöfnun Ytri aðstæður þykja einnig skipta verulegu máli og er þar fyrst að nefna vellina þar sem hrossum er att saman til keppni og sýninga. Miklu skiptir að vellir séu vel þéttir í sér og sléttir og ekkert í umhverfinu sem trufli ein- beitingu hrossanna og jafnvel knap- ans. Kunnur kynbótadómari sagðist til dæmis hafa veitt því eftirtekt að staðsetning brautar þar sem kyn- bótahross eru dæmd fast við hring- velli gefi slæma raun og greinilegt að þar sem beygju hringvallar koma inn í beinu brautina trufli hrossin mjög þótt afgirtar séu. Heppilegra sé því að að hafa beinu brautirnar þar sem kynbótahross eru dæmd stakstæðar. Þá er vert að huga aðeins að fóta- búnaði hrossa í keppni því þótt í gildi séu góðar reglur er greinilegt að þær virðast ekki koma í veg fyrir óhóflega hófsöfnun sem viðgengst í ríkum mæli meðal forráðamanna keppn- ishrossa. Meira að segja á meðal kyn- bótahrossa þar sem reglur eru mun strangari má sjá mörg dæmi þar sem hófsöfnun er komin út fyrir allt vel- sæmi. Í reglum um kynbótasýningar er hámark í leyfilegri lengd hófa sem virðist ekki nægjanlegt því víða hefur mátt sjá afskræmda fótstöðu sem er bein afleiðing hófsöfnunar. Ekki er að efa að þetta „rugl“ sem viðgengst eykur mjög hættu á ágripum auk þess sem langir hófar auka mjög álag á sinar og liðamót. Því meira verður svo álagið eftir því sem hraðinn verð- ur meiri. Undir þetta taka margir reyndir kynbótadómarar. Ábyrgðin endar hjá knapanum Þórður Þorgeirsson sagði í erindi sínu á „Hrossarækt 2003“ að það væri fyrst og síðast knapinn sem bæri ábyrgð á því þegar hross gripu á sig í sýningum. Sjálfsagt geta flestir tekið undir það en vissulega þarf að skoða hlutina í víðara samhengi því það er margt sem þrýstir á knapana eins og reyndar Þórður kom inn á í erindi sínu. Nefndi hann þar bæði mótsgesti sem ávallt vilja sjá góð hross gera mikla hluti eins og skeiða og tölta hratt, lyfta framfótum vel og taka þá vel fram og spyrna vel í. Eigendur hrossa ef ekki er um sjálfan knapann að ræða gera oftar en ekki miklar kröfur. Það má eðlilegt teljast að eig- endur kynbótahossa í fremstu röð vilji veg þeirra sem mestan og hæð- irnar sem þau komast í á einkunna- skalanum sem hæstar. Þarna eins og víða annars staðar eru miklir fjár- munir oft í húfi. Eins og í umræðunni um það líkamlega álag sem lagt hefur verið á keppnishross síðustu ár hlýt- ur niðurstaðan í þessari umræðu allt- af að verða sú að á endanum er það knapinn sem situr efst á pýramíd- anum og ber alla ábyrgðina þegar illa fer. Hann á að vita hvar takmörk hestsins liggja og halda sig innan þeirra í harðri keppni. Engu máli skiptir þótt eigandinn eða spennu- þyrstir áhorfendur skipi eða hvetji til annars. Knapinn á alltaf þann kost í stöðunni að víkja sér undan ef hann telur að til of mikils sé ætlast. Á síðasta landsmóti á Vind- heimamelum vakti það athygli ljós- myndara sem mynduðu kynbóta- hross á yfirlitssýningu hversu margar skeifur fuku undan hross- unum og þurfti starfsmaður mótsins að fara ófáar ferðir til að tína skeifur af vellinum sem oftar en ekki voru fleiri en ein í hverri ferð. Auðvitað er þetta ekki eins og menn vilja hafa það og því er þessi mjög svo þarfa um- ræða komin í gang sem ber að fagna. Ljóst er að eftir umræðuna á „Hrossarækt 2003“ verður nú lagt til atlögu við ágripin enda leiðinda blett- ur á annars glæsilegri framgöngu ís- lenska hestsins. Til atlögu við ágripin Ágrip hafa verið slæmur fylgifiskur aukinna krafna um mikil afköst og fótafimi íslenska gæðingsins. Lengi vel var það talið einstök óheppni ef hestur greip fram á sig og fataðist sprettur en nú virðist orðin breyting þar á. Valdimar Kristinsson tók saman ýmsa þætti sem taldir eru orsök ágripa. Morgunblaðið/Vakri Hrossin geta gripið á sig allt frá hóf upp að hné eins og hér má sjá á þessari gripamiklu hryssu sem Logi Laxdal sýnir af mikilli snilld. Hans Georg Gundlach á hinum vel uppbyggða Skolla en þeir voru sig- ursælir á níunda áratugnum og aldrei þurftu þeir að glíma við ágripagrýl- una þótt hér sé vinstri fótur á hættuslóðum. Sigurbjörn Bárðarson hefur langa reynslu af að fást við ágrip. Hér tekur hann öldunginn Snarfara frá Kjalarlandi til kostanna með góðar legghlífar sem ekki koma í veg fyrir ágrip en varna stórum skaða. hóf og öfugt. Heyrist þá hvellt klikk-hljóð þegar skeifa afturhófs slæst í skeifu framhófar. Samsláttur veldur ekki skaða á framfæti hestsins en hins vegar þykir þetta afar hvimleiður galli. Samsláttur á sér einungis stað á brokki. Strokur Þegar hestar slá með framfæti í framfót þegar annar fóturinn flytur sig fram í framgripi er þetta gjarnan kallað að hesturinn strjúki sig og getur það gerst bæði á fram- og afturfótum. Hljótast af þessum strokum sár sem geta leitt til helti. Ástæður þess að hestar strjúka sig er oftast fótaskekkja sem hægt er að öllu jöfnu að laga með járningu. Einnig getur þetta orsakast af rangri járningu þ.e. hófur er ekki rétt tálgaður eða staðsetning skeifunnar röng nema hvorttveggja sé. Hættan á strok- um sem og samsláttum eða ágripum eykst þegar hestar þreytast, riðið eftir mjög þröngum troðningum, reiðfær- ið mjög þungt og hraði aukinn. EKKI er víst að allir lesendur hestasíðunnar viti hvað ágrip merkir. Ágrip kallast það þegar hestur grípur með öðrum afturfæti fram á hornstæðan framfót þannig að til dæmis vinstri hófur afturfótar heggur ýmist í aftan- eða innanverðan hóf hægri framfótar. Einnig getur aft- urhófurinn gripið ofar á fótinn allt frá kjúku og upp á hné. Ágrip geta verið allt frá léttum höggum sem reyn- ast skaðlaus upp í mjög þung högg sem valdið geta mikl- um skaða á framfæti þar sem höggið lendir. Knapinn getur glöggvað sig á því þegar hestur grípur á sig þegar hann heyrir högghljóð ekki ósvipað og þegar hamri er slegið létt á hóf hests. Hestar geta gripið á sig bæði á hægri ferð og miklum hraða og eykst hættan í jöfnu hlutfalli við hraðaukningu hestsins og verður skað- inn að öllu jöfnu meiri eftir því sem hraðinn er meiri. Aðrar tegundir samsláttar fóta eru kallaðir öðrum nöfnum. Má þar nefna „samslátt“ þar sem átt er við þeg- ar hestur slær afturhóf í þá hlið sem niður snýr á hlið- stæðum framhófi. Það er hægri afturhófur í hægri fram- Hvað er ágrip?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.