Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 15 ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Spurning: Mig langar til að for- vitnast um hnúta eða hertar sinar sem myndast frá litlafingri inn í lófann. Ég hef svona í báðum höndum, þó meira áberandi í hægri lófa og þar er litli fingur að byrja að kreppast inn á við. Mér var alltaf sagt sem barni að þetta væri bara hjá körlunum í fjöl- skyldunni en hér er égmeð þetta og er af kvenkyni. Er óhollt að gera æfingar eða teygingar með fingurna sem eru að kreppast? Er þetta lagað með skurðaðgerð eða er hægt að sprauta einhverju á staðinn til að stöðva framvinduna? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Svar: Af lýsingunni að dæma er um að ræða það sem kallað er lófakreppa eða Dupuytrens- sjúkdómur. Þetta byrjar venjulega sem hnúður eða þykkildi í lófanum á móts við baugfingur eða litla- fingur og getur í fyrstu líkst siggi. Þetta verður smám saman þykk- ara og það myndast strengir sem ná út á fingur og inn í lófann. Að lokum fara fingurnir að kreppast þannig að ekki er hægt að rétta úr þeim og þessi fingurkreppa versn- ar hægt og hægt. Kreppan er oft- ast í litlafingri og baugfingri en getur einnig náð til löngutangar og vísifingurs. Þessu fylgja ekki verkir en vandamálið er skert hreyfing og skert notagildi hand- arinnar. Lófakreppa getur verið í annarri hendi eða báðum. Lófa- kreppa er ættgeng og hefur m.a. verið sýnt fram á það í íslenskum rannsóknum. Hún er talin vera um sjö sinnum algengari meðal karla en kvenna. Lófakreppa er algeng- ur sjúkdómur í N-Evrópu og á Norðurlöndum hafa um 40% eldri karlmanna einhver merki um sjúk- dóminn. Áfengisdrykkja hefur ver- ið talin auka hættu á lófakreppu en íslenskar rannsóknir hafa ekki staðfest það. Hins vegar virðist sem sykursýki og notkun sumra flogaveikilyfja geti aukið hættu á lófakreppu. Sjúkdómurinn gerir yfirleitt ekki vart við sig fyrr en eftir fertugt en til er að hann byrji á unglingsárum. Margir leita ekki læknis fyrr en fingur hafa byrjað að kreppast talsvert og í sjálfu sér skiptir það litlu máli. Eina með- ferðin við lófakreppu er skurð- aðgerð. Æfingar og teygjur eru hættulausar en gera venjulega ekki mikið gagn. Hnúðar og strengir í lófa leiða ekki alltaf til kreppu í fingrum og þess vegna er ekki ástæða til að gera neitt við þá. Sumir miða við það að ef ekki er hægt að leggja höndina flata á borð eða vegg geti verið ástæða til skurðaðgerðar. Hægt er að fram- kvæma ýmsar tegundir skurð- aðgerða við lófakreppu og árangur er yfirleitt góður. Eftir aðgerðina mæla margir með notkun spelku á nóttunni í nokkra mánuði til að halda fingrum beinum og þar að auki reglulegum teygjuæfingum. Lófakreppa hefur dálitla tilhneig- ingu til að koma aftur, jafnvel mörgum árum eftir aðgerð, og þá getur þurft að endurtaka aðgerð- ina. Hvað er lófakreppa?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Hægt er að fram- kvæma ýmsar teg- undir skurðaðgerða við lófakreppu.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA www.thjodmenning.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.