Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Blómaverslun Vorum að fá til sölu þekkta og rótgróna blóma- og gjafavörubúð, frábær tími framundan, góð velta og laus til afhendingar strax. Kaffihús Nýtt kaffihús, mjög snyrtilegt með vínveitingarleyfi og sæti fyrir a.m.k. 35-40 manns. Ný og góð tæki, allt til alls. Söluturn miðsvæðis Þekktur söluturn með mikla brauðsölu, opinn aðeins á daginn. Sólbaðsstofa Falleg og snyrtileg sólbaðsstofa í Kópavogi. Fæst á yfirtöku lána. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. UPPNÁMIÐ innan fjölmiðlasam- steypu Conrads Blacks, eða Blacks lávarðar, jókst enn um helgina er fjórir stjórnarmenn ákváðu að hætta störfum hjá Hollinger Inc., eignar- haldsfélaginu, sem stendur að baki fjölmiðlasamsteypunni, Hollinger International. Um er að ræða endurskoðunar- nefnd félagsins en hún sagði af sér er stjórnin hafnaði tillögum hennar um breytingar á æðstu stjórn félagsins í kjölfar þeirra upplýsinga í síðustu viku, að Black og nokkrir aðrir stjórnendur hefðu stungið í eigin vasa 32,2 milljónum dollara, rúmlega 2,4 milljörðum ísl. kr. Sagði frá þessu á fréttavef Financial Times í gær. Hollinger Inc. ræður nú 72,6% at- kvæðaréttarins og 30,3% hlutafjár í Hollinger International en það á meðal annars The Chicago-Sun Tim- es, The Jerusalem Post og Tele- graph-samsteyp- una í Bretlandi. Í síðustu viku sagði Black lá- varður af sér sem aðalframkvæmda- stjóri Hollinger International en situr þó áfram í stjórninni. Þrír aðrir stjórnendur hafa hætt störfum hjá samsteyp- unni. Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur hafið rannsókn á Hollinger International og búist er við, að hert verði á henni eftir að samsteypan til- kynnti, að líklega yrði ársfjórðungs- uppgjör hennar talið „ófullnægj- andi“. Hefur þessa uppgjörs verið beðið nokkuð lengi en í því segir, að vegna hinna duldu greiðslna, sem runnu til Blacks og annarra stjórn- enda, hafi tekjur og réttmætar skattgreiðslur líklega verið vantald- ar um 17 millj. dollara, tæplega 1,3 milljarða ísl. kr. Féð, sem Black og aðrir stjórn- endur stungu í eigin vasa, kom frá eigendum nokkurra landshluta- blaða, sem keypt höfðu verið af Holl- inger International, og átti að tryggja, að samsteypan tæki ekki upp samkeppni við þau. Óvíst um endurheimtur Hefur Black lofað að endurgreiða 7,2 millj. dollara, rúmlega 540 millj. kr., fyrir júnílok á næsta ári og svo er einnig með David Radler, sem nú er hættur hjá samsteypunni. Í árs- fjórðungsskýrslu Hollinger Interna- tional segir hins vegar, að ekki sé víst, að unnt sé að endurheimta 15,3 millj. dollara, rúmlega 1,1 milljarð kr., sem runnu til Blacks og annarra stjórnenda, eða þær 16,55 millj. doll- ara, 1,25 milljarða kr., sem runnu beint til eignarhaldsfélagsins, Holl- inger Inc. Endurskoðunar- nefndin sagði af sér Conrad Black Áframhaldandi ókyrrð innan fjölmiðlasamsteypu Conrads Blacks Black hafnaði tillögum hennar um breytingar á æðstu stjórn Á SAMA tíma og Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, hneykslaði landa sína með því að sanka að sér glæsivillum, gekkst helsti andstæðingur hans, Mikhail Saakashvili, fyrir því, að gert væri við lek þök og annað hjá örsnauðri alþýðunni í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Saakashvili hefur verið í fararbroddi fyrir „flauels- byltingunni“, sem hann kallaði svo með tilvísan til Tékkóslóvakíu, en stjórn- arandstæðingar fagna nú sigri með afsögn Shevard- nadzes. Upp úr sauð í Georgíu eftir þingkosningarnar 2. nóvember síðastliðinn en erlendir eftirlitsmenn og erlendar ríkisstjórnir hafa lýst yfir, að þær hafi í raun verið marklausar vegna kosninga- svindls. Jafnvel nokkrir embættis- menn stjórnarinnar hafa tekið undir það með þeim. Saakashvili er 35 ára gamall lög- fræðingur, menntaður í Bandaríkj- unum og starfaði um nokkurra ára skeið hjá lögfræðistofu í New York. Er hann sneri aftur heim til Georgíu gerðist hann skjólstæðingur Shevar- dnadzes og var um tíma formaður flokks hans, Borgarasambandsins. Var hann skipaður dómsmálaráð- herra í stjórn Shevardnadzes árið 2000. Umbótasinnaður á vestræna vísu Saakashvili, sem er umbótasinnað- ur á vestræna vísu, varð fljótlega fyr- ir miklum vonbrigðum með ástandið og ríkisstjórnina, sem hann sakaði um að halda hlífiskildi yfir spilling- aröflunum. Olli hann nokkrum sinn- um uppnámi á ríkisstjórnarfundum með því að draga fram skjöl og ljós- myndir af villum, sem ráðherrar höfðu komist yfir, en þegar Shevar- dnadze neitaði að styðja hann á síð- asta ári, sagði hann af sér og stofnaði sinn eigin stjórnmálaflokk. Helsta baráttumál Saak- ashvilis er að berjast gegn spillingunni en hann dregur enga dul á, að hann stefnir að því að verða forseti. Shevardnadze sjálfur má muna sinn fífil fegri. Sem utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna átti hann sinn þátt í að binda enda á kalda stríðið og vegna þess hefur hann hingað til notið mik- illar velvildar á Vesturlönd- um. Var hann kjörinn for- seti í ættlandi sínu, Georgíu, árið 1995 en valda- tími hans hefur lengst af einkennst af upplausn og átökum, aukinni fátækt og spillingu. Samdi við spillingaröflin Shevardnadze er raunar þakkað það, að Georgía skyldi ekki leysast upp í styrjöldunum við að- skilnaðarsinna í Abkhazíu og Suður- Ossetíu, sem báðar töpuðust, og hann þótti fara vel af stað í byrjun. Hann opnaði efnahagslífið, setti landinu stjórnarskrá í anda vest- rænna lýðræðisríkja og strax var nokkuð um erlenda fjárfestingu í landinu, frá Bandaríkjunum og Evr- ópu. Gagnrýnendur Shevardnadzes segja, að upphafið af ógæfunni hafi verið samningur hans við kölska sjálfan, hagsmunaöfl og héraðshöfð- ingja, sem fengu að komast upp með hvers kyns lögleysu gegn því að styðja forsetann og stjórn hans. Það varð til þess, að glæpir og spilling blómstruðu sem aldrei fyrr. Skattar voru ekki innheimtir og ekki var lengur talað um efnahagsumbætur. Georgíuríki má nú heita gjaldþrota og og ekki er lengur greitt af erlend- um lánum. Bráðabirgðaforsetinn Þriðji aðalleikarinn á sviðinu er Nino Burjanadze, sem stjórnarand- staðan skipaði forseta til bráða- birgða. Hún er 39 ára gömul, komin af ríkri og valdamikilli fjölskyldu, og eins og Saakashvili hóf hún stjórn- málaferil sinn sem stuðningsmaður Shevardnadzes. Var hún skipuð for- seti Georgíuþings fyrir réttum tveimur árum en sagði skilið við Shevardnadze fyrir hálfu ári og stofnaði sinn eigin flokk. Er hún mjög hófsöm og í umrótinu að und- anförnu hefur hún ekki þreyst á að brýna fyrir fólki að forðast ofbeldi. Þáttaskil orðin í Georgíu með afsögn Eduards Shevardnadzes Tbilisi. AFP. Mikhail Saakashvili Eduard Shevardnadze Gjaldþrota ríki vegna spillingar og glæpa AP Mótmælendur með georgíska þjóðfánann við þinghúsið í Tbilisi í gær. ÞRÍR bandarískir hermenn voru felldir í Írak í gær, tveir í borginni Mosul í norðurhlutanum og einn í Bagdad. Hafa Bandaríkjamenn lokað flugvellinum í Bagdad um sinn fyrir borgaralegu flugi en í fyrradag var eldflaug skotið á borgaralega flutningaflugvél yfir borginni. Haft er eftir vitnum, að setið hafi verið fyrir bandarísku her- mönnunum og þeir skotnir er þeir óku bíl sínum eftir götu í Mosul og hafi bíllinn þá lent á steinvegg. Hafi þá nærstaddir vegfarendur þyrpst að honum og rænt öllu, sem þeir gátu, þar á meðal vopnum. Að því búnu hafi fólkið grýtt lík mannanna. Vaxandi ókyrrð hefur verið í Mosul að undanförnu en borgin, sem er sú þriðja stærsta í Írak, liggur á milli súnní-þríhyrningsins, þar sem andstaðan við Bandaríkja- menn er mest, og Kúrdahéraðanna í norðri en þar er stuðningurinn við bandamannaherinn mestur. Þriðji hermaðurinn var felldur og tveir særðir er þeir óku bíl sín- um yfir sprengju í borginni Baqu- bah fyrir norðan Bagdad. Rumsfeld krafinn skýringa Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafið Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýringa á nýjum baráttuaðferðum Bandaríkjahers í Írak en þær felast nú æ oftar í því að brjóta niður hús grumsamlegra manna með jarðýtum og uppræta pálmaakra. Í Los Angeles Times segir, að þessar baráttuaðferðir hafi verið sóttar til Ísraela og verið skipu- lagðar í samvinnu við þá. Segir blaðið, að ekki sé einhugur um þetta innan Bandaríkjahers og ótt- ist margir, að orðstír Bandaríkja- manna og hersins muni bíða mik- inn hnekki á alþjóðavettvangi. Hermönn- um veitt fyrirsát í Mosul Bandaríkjaher sagður farinn að beita baráttuað- ferðum Ísraela Bagdad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.