Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is FYRRVERANDI sjálfstæðismaður, þingmaður, ráðherra og bankastjóri og núverandi frjálslyndur Sverrir Hermannson er kominn á bók. Sum- um fannst kannski tími til kominn að fá að heyra Sverris hlið Her- mannssonar. Vafalaust eiga margir eftir að gapa í forundran yfir lýsing- um hans á baktjaldamakki stjórn- málamanna og annarra ráðamanna í tíð hans sem þingmanns, ráðherra og bankastjóra, enda Sverrir ákaflega skemmtilegur sögumaður og ekki vanur að draga neitt undan, frekar hitt! En framangreint er í sjálfu sér ekki meginástæða þess að ég finn mig knúinn til að rita þessar línur, heldur yfirlýsingar Sverris varðandi hinn margumtalaða landsfund Sjálf- stæðisflokksins 1991 þegar Davíð Oddsson velti úr sessi Þorsteini Páls- syni, þá sitjandi formanni flokksins. Undirritaður var á meðal lands- fundarfulltrúa og einn þeirra sem greiddu Davíð Oddssyni atkvæði sitt. Það að Sverrir gangi fram fyrir skjöldu nú og lýsi því yfir að hann hafi komið því til leiðar að Davíð velti Þorsteini, með því að „skrökva að landsfundarfulltrúum“ (orð Sverris) þeirri fullyrðingu, að Þorsteinn hygðist gera Vilhjálm Egilsson að menntamálaráðherra ef hann fengi umboð til stjórnarmyndunar að af- loknum kosningum; segir meira en mörg orð um persónuna Sverri Her- mannsson. Fyrir utan það að ég dreg stórlega í efa að það hafi verið marg- ir landsfundarfulltrúar sem hefðu haft eitthvað á móti Vilhjálmi Egils- syni í stöðu menntamálaráðherra, allavega tel ég að hann hefði ekki staðið sig verr en Sverrir í þeirri stöðu. Staðreyndin er sú að fjölmargir landsfundarfulltrúar, og þar á meðal undirritaður, unnu markvisst að því með góðum árangri að vinna yfir- lýsta bandamenn Þorsteins, og aðra sem voru óákveðnir, á band Davíðs án þess að þurfa að beita lygum og uppspuna eins og Sverrir hefur við- urkennt að hafa gert. Það er einnig staðreynd að margir sjálfstæðis- menn voru óhressir með frammi- stöðu Þorsteins sem forsætisráð- herra og formanns (sem Sverrir studdi til formanns á sínum tíma) og tóku þar af leiðandi fagnandi ákvörð- un Davíðs Oddssonar um að bjóða sig fram gegn fóstbróður sínum Þor- steini. Tilraun Sverris til að upphefja sjálfan sig með því að fullyrða að það hafi verið fyrst og fremst af hans dáðum að Davíð var kosinn er bros- leg og hreinlega móðgun við allt það góða fólk sem sat umræddan lands- fund. Sagan passar örugglega vel inn í samsafn svipaðra frásagna í bók Sverris og verður væntanlega til að auka söluna eitthvað. ELÍAS BJARNASON, Hólmatúni 30, 225 Bessastaðahreppi. Í tilefni útgáfu Sverris sögu Hermannssonar Frá Elíasi Bjarnasyni Í ÚTVARPINU RÚV hinn 28. okt. sl. mátti heyra yfirlýsingu frá Heim- dalli þar sem mótmælt var því að RÚV sá sér ekki fært að birta aug- lýsingu frá félaginu. Í fréttinni var auglýsingin gerð heyrinkunn. „Slökkvum á RÚV. „Já, slökkvum á RÚV þannig áttu skilaboð Heimdell- inga að hljóma og þannig hljóma Heimdellingar. Ungt fólk með frjáls- ar skoðanir. Ég er sammála þeim og er þeirrar skoðunar að RÚV eigi að birta allar auglýsingar svo lengi sem þær séu innan velsæmismarka þó að það komi við kaunin á einhverjum, jafnvel sjálfu RÚV. Það kemur ávallt fram hver auglýsir og ritskoðun aug- lýsinga er ávallt af hinu verra. Hinsvegar er ég ekki sammála Heimdellingum um að slökkva á RÚV, einkavæða og eða selja Rás 2 frá RÚV eins og oft hefur komið upp í umræðunni. Frelsi til útvarpsrekst- urs var eitt sinn krafan og frelsið fékkst. Ég var einn af þeim sem fagnaði nýju útvarpslögunum á sín- um tíma enda einkaleyfi til útvarps- rekstrar barn síns tíma. Frelsið hef- ur hingað til að mestu leiti falist í því að setja upp útvarpsstöðvar á suð- vesturhorni landsins. Margar stöðv- ar hafa gefist upp vegna rekstrarerf- iðleika, ónógra tekna, vegna þess að hlustendur missa áhugann á síbylj- unni og þar með hætta auglýsendur að skipta við þessar stöðvar. Stöðv- arnar hafa bara einfaldlega ekki staðið sig í samkeppninni og því lagt upp laupana. Frjáls samkeppni er á fullu um hlustendur en um leið og kreppist að eykst áróðurinn gegn RÚV. Krafa einkareknu stöðvanna um bann við auglýsingum í RÚV er ósköp hjákát- leg en þeir telja að það skipti sköpum fyrir þá og þannig verði rekstrar- grundvöllurinn tryggður. Er ekki bara eitthvað að í rekstr- inum hjá þeim sjálfum, en með áróðri er auðvelt að skella skuldinni á RÚV um það sem miður fer. Stæðu einkareknu útvarpsstöðvarnar sig betur er nokkuð ljóst að auglýsendur myndu leita meira til þeirra burtséð frá RÚV og auk þess er ég viss um að td. Stöð 2 fengi fleiri áskrifendur ef áskriftarverðið yrði lækkað til mikilla muna. Ef þetta gengi nú ein- hvern tímann eftir, að RÚV hljóðn- aði, hvað verður þá næst? Án efa geta menn fært rök fyrir ríkisstuðn- ingi til einkareknu útvarpsstöðv- anna. Rekstur RÚV hefur verið gagn- rýndur og eflaust má þar betur fara en RÚV er ekki bara útvarp heldur gegnir líka mjög mikilvægu öryggis- og þjónustuhlutverki við sjófarend- ur. Fyrir nokkrum árum gerbreytt- ust hlustunarskilyrði með nýjum og öflugum langbylgjusendi sem settur var upp í gamalt fjarskiptamastur frá bandaríska hernum á Snæfells- nesi. Mér segir svo hugur um að unga- fólkið í Heimdalli geri sér ekki grein fyrir þessu mikilvæga hlutverki RÚV. Það er þó einu sinni sjórinn, fólkið, veiðar og vinnsla sem færir okkur lífsgæðin, þar með talið jafnt frjálst sem ríkisrekið útvarp. Að þessu sögðu vil ég skora á Heimdell- inga að kynna sér rekstur RÚV og hversu nauðsynlegt það er fyrir land og lýð þótt það komi fé úr ríkiskass- anum til reksturs þess. Látum ekki hátt glymja í tómum „döllum“, kynnum okkur málið og komum svo með yfirlýsingar. GEORG MAGNÚSSON, vélstjóri á úthafsveiðiskipi. Heimdallur og RÚV Frá Georg Magnússyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.