Vísir - 25.10.1980, Qupperneq 8

Vísir - 25.10.1980, Qupperneq 8
8 VÍSIR Laugardagur 25. október 1980. iÍT utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfó Guflmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Btaflamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frfða Astvaldsdóttlr, Gylfl Krlst|ánsson, lllugl Jökulsson, Kristín Þor- steinsdóttlr, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaflur á Akureyri: Glsli Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elfn Ell .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Elnarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, simi 66611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholtl 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánufli innanlands og verfl i lausasölu 300 krónur ein- takifl. Visirer prentaður I Blaflaprenti h.f. Slflumúla 14. Ekki eg....ekki eg....i Stjórnmálamennirnir hafa skyndiiega uppgötvaö aö barnaskattar mælast illa fyrir. Þeir hræöast aimenningsálitiö. Þeir hamast viö aö varpa sökina hver á annan. Strax eftir að Vísir hafði lýst vanþóknun sinni á skattlagningu barna upphófst hið venjulega sjónarspil stjórnmálamanna um að kenna hver öðrum krógann. Þeir tilburðir eru aðeins til að brosa að, en sýna þó að samvisk- an lætur þá ekki i friði. Þeir vita sem er, að barnaskattar eru ó- vinsælir og ógeðfelldir i augum (slendinga. Núverandi f jármálaráðherra gerir tilraun til að klína þessari skattheimtu upp á stjórn Geirs Hallgrímssonar og Matthíasar Á. Mathiesen, þar sem skattalögin voru samin og samþykkt í þeirra tíð. Hins vegar er ekki annað að heyra, en f jármálaráðherra telji það óhjákvæmilegt, að sérstakir skattar séu lagðir á börn, vegna þess skattkerfis sem nú gildir. Ráðherrann vill með öðrum orðum kenna öðrum um ranglæt- ið en halda i innheimtuna. Matthías Á. Mathiesen bregst hart við og ber hönd fyrir höfuð sér. Hann viðurkennir lagasmíð- ina en heldur því f ram, að i hönd- um núverandi stjórnar hafi á- setningur hans um lægri skatta- álagningu verið virtur að vettugi og málinu klúðrað. I viðtali við Morgunblaðið í gær segir Matthías: „Það er Ijóst, þegar gerður er samanburður á skattlagningu tekna ungmenna fyrir og eftir skattkerfisbreyt- inguna 1978, að skattar á tekjur ungmenna í heild verða lægri eftir breytinguna en fyrir hana og heimilin hafa meira ráðstöf- unarfé en minna fer til ríkisins. I skattalögunum frá 1978 var sam- þykkt að leggja 5% skatt á tekjur ungmenna en síðan hefur núver- andi ríkisstjórn hækkað hann um 2% og bætt við3% útsvari og 1,5% sjúkratryggingargjaldi. Þannig hefur núverandi ríkisstjórn stað- ið að skattahækkun á tekjur ung- menna úr 5% í 11,5%." Matthías hefur með öðrum orðum viðurkennt höf undarrétt- inn en hafnað álagningunni. Þáttur forsætisráðherra er þó sýnu verstur. Á beinni línu í út- varpi f yrr í vikunni lýsti ráðherr- ann sök á hendur Geir Hallgrims- syni og Matthíasi Á. Mathiesen, og segist alltaf hafa verið and- vígur barnasköttum. Gunnar Thoroddsen var félags- og iðnaðarráðherra í stjórn Geirs Hallgrímssonar og tók þátt í framlagningu núverandi skatta- laga án athugasemda um þetta atriði. Gunnar Thoroddsen er forsætisráðherra í þeirri ríkis- stjórn sem hefur staðið fyrir því að hækka tekjuskatt barna úr 5% í 7%, að bæta við 3% útsvari og 1,5% sjúkratryggingargjaldi. Gunnar Thoroddsen ber fulla ábyrgð á þeim barnasköttum, sem hann nú fordæmir og kennir öðrum um. Það er slæmt að inn- leiða þessa skattlagningu en það er hálfu verra að benda á aðra sem sökudólga að sínum eigin gerðum. Það er sjálfsagt að hlusta á þau rök aðsérsköttun barna geti leitt til þess að skattar heimilisins verði minni fyrir vikið. Það er einnig sjálfsagt að taka til greina þá tæknilegu galia, sem því eru samfara, aðafnema barnaskatta meðan kerfi sérsköttunarinnar er við lýði. En þetta tvennt gerir ekki barnaskatta óhjákvæmilega. Fyrir heimili láglaunafólks leiðir þessi skattlagning til skatta- hækkunar, vegna þess að per- sónuf rádráttur fyrirvinnunnar nýtist ekki að fuliu. Og í augum annarra foreldra er það siðferði- lega rangt og ógeðfellt að skatt- leggja börn og ungmenni. Langstærsti hópur barna hefur óverulegar tekjur. Skattaá slíkar tekjur á að afnema. Síðan er það hægur vandi að skattleggja há- markstekjur til að forða mis- notkun. Þá geta stjórnmálamenn sagt með góðri samvisku: „Ekki ég, ekki ég". Leyfist mér aö vitna i Skálda- tima Halldórs Laxness, þar sem segir frá Agústus keisara end- urbornum, Eggerti söngvara og heimslistamanni Stefánssyni: „Skömmu eftir aö hann kom til New York i fyrsta sinni bar svo til einn dag aö hann sá fyrir sér þokkalegt hótel þar I götu einni breiöri og fjölfarinni. Nafn þess reyndist vera Waldorf-Astoria. Hann geingur inn og siðan upp riðiö i forsalnum án þess að lita til hægri eða vinstri, og sjá glöggir verðir af fasi þessa manns að hér er hans staöur og hneigja sig fyrir honum úr hæfi- legri fjarlægð i vissu þess að fylgdarlið hans og aðjútantar séu á næstu grösum. Gesturinn skoöar sig vel um bekki og standa stélin á þjónun- um út i loftið hvar sem hann stigur fram, þó likar honum einginn salur meö öllu fyrr en hann er staddur i þeim sem likir eftir Norðurlöndum með viking- legum útskurði og drekaskrauti. Þar býst hinn tigni gestur til að sitja. Nú drifur að þjónaliö að taka við hatti og frakka; hið ameriska leysingarvatn borið fram og séffinn breiðir út mat- seðlinum á boröið, en þeir „seölar” bera svip af stór- blöðum heimsborgarinnar, margar blaðsiður meö flóknu prentmáli þar sem hlemmiglásir á frönsku halda prósessiu upp og ofan dálka. Eggert Stefánsson rennir aug- um úr mikilli hæð ofaneftir þessari upptalningu mannfagn- aðar sem mestur verður I heimi, og þjónarnir standa kringum borðiö með blýanta og pappirs- blakkir á lofti reiðubúnir aö skrifa upp krásirnar, einn át- matinn, annar vinin, og svo framvegis. En þá leggur Egg- ert Stefánsson frá sér matseöil- inn með ofurlitlum flökurleika- merkjum en þó viröulega, segir Af hóteli siðan með náðugu brosi: Einn molakaffi, geriö svo vel.” Ekki er trútt um að saga þessi sé áleitin i huganum, þegar komið er viö rétt sem snöggvast i hinni miklu borg. Fáum dögum áður hafði Edward Kennedy haft þetta fræga hótel á leigu eins og það lagöi sig, og fákænn gestur telur vist að forn frægöarljómi hafi siður en svo bliknað. Hvað skyldi rúllugjald- ið vera á Hótel Waldorf- Astoria? Aldrei minna en nokkur hundruð dollara, og hugsuninni um þennan fræga stað með sinn fræga Star-roof sal er bægt frá, enda Xavier Cugat og aðrir þeir, sem þar spiluðu fyrrum, vist löngu dauðir. Síðasta kvöldiö i borginni er gestur þó dreginn hræddur og hálfnauðugur að þvi margróm aða gistihúsi. Eftir langa göngu I góðviðrinu birtist nafnið mikla. En viti menn. Allt er heldur hljótt og engin biðröð eins og stundum vill verða utan við Sjallann. Aður en lagt væri af stað, var löng og ströng deila um klæða- burö. Aö lokum var sæst á að gestur fengi að vera bindislaus með verndarmenið, ef hann færi I jakkaföt í stað þess aö lötra um á grænum stuttbuxum og Afram — K.A. — bol. Að visu veldur bindisleysið nokkrum áhyggj- um og talið með öllu óvist aö slikt stílleysi veröi þolað á háum stað. Enginn dyravöröur amast viö slifsislausum gesti, og það sem meira er: menn eru ekki krafðir um inngangseyri. Allt er opiö upp á gátt, það er að segja á neðstu hæð. Á efri hæðum er litið um ljósadýrð og manna þys og þær válegu fregnir siast inn i gestinn að Stjörnuþakinu hafi verið lokað, af þvi aö menn hafi. ekki nennt að koma þangað, og er nú af sem áður var, þegar þeir Cugat og Benny Goodman voru upp á sitt besta. Fáir menn eru á barnum á fyrstu hæð, og ekki þarf að hafa áhyggjur af klæðaburöi. Staður- inn virðist ekki hafa efni á að gera upp á milli hafra og sauða i þvi efni. Þarna eru, innanum þokkalega léttklætt fólk, loðin- barðar, tötrughypjur og vaf- spjaragrímar, rétt eins og Bitlaæöið hefði aldrei af mönn- um runnið og aldrei hefði verið gert vopnahlé i Vietnam. Stuttbuxnapiur eru látnar færa mönnum drykki I sæti sem þó eru ekki nema i seilingarfjar- lægð frá barhringnum. Og með þvi móti má koma verðinu ansi mikið upp á við, miðað við það sem gerist á tilhaldsminnstu stöðum borgarinnar. Slikt er þó eftir fornar frægðar. Hvað gerir nú gesturinn sem aldrei lfður úr hans minni for- dæmi Eggerts heimssöngvara Stefánssonar? Ekki getur hann, slifsislaus maður, gengið með snikk upp i Vikingasalinn, enda vænst að búiö sé að loka honum eins og Star-roof. Ekki getur hann framið svo ófrumlega stælingu sem panta molakaffi, enda flestir aðrir drykkir frem- ur á boöstólum við hringbarinn á jarðhæðinni. Maðurinn þorir ekki fyrir sitt litla h'f að panta sér tvöfaldan vodka, enda sér hann á veröskránni að hann kostar átta sinnum meira en á venjulegum bar I borginni miklu. Gesturinn örmagnast þvi ofan i djúpan stól i svo sem álnarfjarska frá barnum, bendir bjálfalega til séffans og lætur eina piuna færa sér djús á bakka, þann drykk sem nafni hans i íslensku máli á Moggan- um vill kalla safa. Þetta er reyndar mesti myndarsafi i stóru glasi og kostar tvo dollara og 50 sent. 18.10 ’890. G.J.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.