Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 17

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 17
Snúið lauknum og bakið í 20 mínútur í viðbót. Hreinsið rósakálið og hafið tilbúna skál af klaka og köldu vatni. Sjóðið rósakál í 8–10 mínútur í stórum potti af sjóðandi söltu vatni. Setjið rósakálið í sigti og setjið í kalda vatnið. Grænmetið má und- irbúa að þessum punkti degi fyrir matarboð. Hrærið saman sinnep og vatn í lít- ill skál. Blandið saman lauk og rósa- káli við smjör og hitið við meðalhita þangað til heitt í gegn. Bætið sinn- epsblöndu út í og saltið og piprið. Uppskriftin er fyrir 8. Trönuberjasulta Hægt að gera á innan við 45 mín- útum. 10 kumquats (130 g) (þetta eru pínulitlar mandarínur) 12 oz/1 poki trönuber (fersk eða frosin) 1 bolli vatn 1 bolli sykur Skerið kumquat-ávöxtinn á þver- veginn með beittum hnífi og fjar- lægið öll fræ. Hreinsið skemmd og of mjúk trönuber og fleygið. Sjóðið vatn og sykur í litlum potti þar til að sykurinn leysist upp. Hrærið allan tímann. Setjið kumquats út í og sjóðið í 5 mínútur. Veiðið kumquats upp úr og setjið í skál. Setjið trönuberin út í sýrópið og sjóðið við lágan hita í um 10 mín- útur. Kælið alveg. (Hægt er að búa sultuna til með þriggja daga fyr- irvara ef geymt í sitt hvoru loftþéttu boxinu.) Uppskriftin gefur um 31⁄2 bolla af sultu. Rétt áður en að sultan er borin fram er kumquats sett út í trönuberjasultuna. Waldorf-salat 2½ dl majónes 3 tsk sítrónusafi 1½ dl rjómi 3 súr epli 7 stilkar sellerí 40 g valhnetur 15 rauð vínber Bragðbætið mæjónesið með sítr- ónusafa. Setjið þeyttan rjómann út í. Skrælið eplin, fjarlægið kjarnana og skerið í litla teninga. Skolið sell- erístilkana og skerið þá í mjóa renn- inga. Takið nokkrar valhnetur frá en saxið restina gróflega. Blandið epl- um, selleríi og hökkuðum hnetum við mæjonessósuna. Skreytið með heilu valhnetunum, vínberjum og sell- eríblöðum. Salatið er betra ef það fær að standa í 2 tíma. Uppskriftin er fyrir 8 Púrtvínssósa 100 g smjör 50 g hveiti 4 dl soð af innmat 2 tsk Dijon-sinnep 2 dl púrtvín 2 dl rjómi salt og pipar eftir smekk Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við, jafnið með kal- kúnasoðinu, einn og einn dl í einu. Bætið sinnepinu út í, því næst púrt- víninu og rjómanum smátt og smátt og hrærið vel. Kryddið með salti og pipar. Hellið að síðustu steikingarsaf- anum af kalkúninum út í sósuna. Smáskvetta af koníaki setur punkt- inn yfir i-ið. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 17 Glæsilegt úrval af hnífapörum frá og Skoðið úrvalið á heimasíðunni www.lifoglist.is - sími 544 2140 Grímsbæ, sími 588 8488 við Bústaðaveg Pils, blússur, bolir, buxur Jólagjafirnar færðu hjá okkur Kjólar fyrir jól og áramót DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.