Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 33

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 33
að. Apríkósunum bætt út í. Látið malla í 10–15 mín. Agúrkumauk með ferskri kókoshnetu 50 g ristaðar ósaltaðar jarð- hnetur 1 ½ bolli smátt söxuð agúrka 2 msk rifin fersk kókoshneta 2 stk litlir grænir chilipiprar 2 msk sítrónusafi ½ tsk sykur ½ tsk salt matskeið jurtaolía 1⁄8 tsk rifin asafetida ¼ tsk svört sinnepsfræ 1⁄8 tsk chiliduft (cayennepipar) Hneturnar brotnar niður í mortéli eða saxaðar smátt með hníf. Skrælið agúrkuna og skerið í um ½ cm bita. Blanda saman í skál, jarðhnetum, rif- inni ferskri kókoshnetu, agúrkubit- um, chilipipar, sítrónusafa, sykri og salti. Hræra. Hita olíuna, setjið út í asafetid, síð- an sinnepsfræin. Þegar fræin fara að springa á pönnunni, blandið út í cayenne-pipar, hallið pönnunni og hrærið. Hellið af pönnunni yfir maukið í skálinni. Hrærið. Valhnetumauk Fyrir 4 50 g valhnetur ¼ tsk salt ½ tsk cayennepipar 4 msk jógúrt án ávaxta Hnetur, salt og cayennepipar sett í mortél, marið í mauk, sett í skál, jóg- úrti blandað út í og hrært saman. Sesammauk Mjög sterkt Fyrir 6 ½ bolli sesamfræ ¼ bolli af söxuðu fallegu og fersku koríander ¼ bolli af söxuðu fallegu og ferskri myntu 5 sterkir grænir chili, saxaðir gróft 3 msk tamarind-mauk ½ tsk salt Sesmafræin hituð í potti. Ristuð þar til þau dökkna aðeins. Mulin í duft í hreinni kaffikvörn eða í mort- éli. Sett í matvinnsluvél ásamt 5 msk af vatni, koríander, myntu, chili, tam- arind og salti. Blandið vel. Ofnbakað brauð Fyrir 8 (8 brauð) 450 g hveiti 1 tsk salt 2 tsk sykur 90 g smjör (smjörið er brætt við lágan hita í um 45 mín. og hellt í gegnum grisju) 1¼ bolli mjólk Auk þess: hveiti til að strá á borðið og 2⁄3 bolli mjólk blönduð nokkrum stráum af saffran (látið standa í 2–3 klukkustundir) 8 tsk smjör (sjá brætt smjör) Hveiti, salt og sykur sett í stóra skál. Smjöri bætt út í, hnoða létt með fingrunum um leið og mjólkinni er smám saman bætt út í. Hnoða var- lega saman í eina kúlu þar til deigið er mjög vel mjúkt. Látið standa í 2 tíma í skál. Breitt yfir. Tekið upp og hnoðað. Látið standa í klukkustund. Ofninn hitaður í 240°. Hitið ofnfasta pönnu eða pott í miðjum ofninum. Deigið hnoðað og skipt í 8 hluta. Breiðið yfir hina. Stráið hveiti á borð- ið og fletjið út fyrstu kúluna, þar til hún er um 15 cm í þvermál og ½ cm þykk. Gatið kökuna með gaffli. Takið brauðið varlega upp og leggið á heita pönnuna/pottinn í ofninum. Bakið í um 2 mín. Dýfið fing- urgómunum tvisvar sinnum í saffr- anmjólkina og slettið yfir kökuna. Lokið ofninum. Brauðið á að baka samtals í fimm mín. Í lokin er brauð- ið sett undir grillið í um 10 sek. Slett- ið aðeins meiri mjólk yfir en síðan er brauðinu pakkað þétt inn í álpappír eða rakan klút. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 33 AÐ KAUPA jólagjafir handa þeim sem hjartað stendur næst er eitt af því sem kemur mörgum í jólaskap. Sumir rölta einsamlir um stræti og verslunarmiðstöðvar, aðrir kjósa að fara í hópum og þá er oft mikið skeggrætt um hug- myndir að gjöfum. Einhverjir eru löngu búnir að ákveða hvað hver skal fá, aðrir taka ákvarðanir við búðarborð og sumir bíða með gjafainnkaup þar til rétt fyrir lokun á að- fangadag. Þá er spennan í há- marki. Og svo eru þeir sem kaupa ekki jólagjafir heldur búa þær til sjálfir og þeir sem fengið hafa slíkar gjafir eru flestir sammála um að heima- gerðar gjafir eru dýrmætari á einhvern hátt. Búðaráp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.