Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 42
42 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Æ vintýrakonan, köf- unarkennarinn og Kennarahá- skólaneminn Halla Frímannsdóttir, öðru nafni Halla himintungl, átti sín fyrstu jól utan Íslands í Sviss. „Þá var ég átján ára og dvaldi sem skipti- nemi í landinu. Fjölskyldan sem ég bjó hjá átti heilsárssumarhús í sviss- nesku Ölpunum og þangað héldum við til að dvelja yfir jólin. Ég renndi mér því mikið á skíðum þessi jól og skemmti mér konunglega. Fjöl- skyldan var af þýskum ættum og því var jólamaturinn nokkið þýskuskot- inn, kjötpylsur og annað sem ég var ekki mjög sólgin í og ég fékk því grænmetisrétt á þessum fyrstu út- landsjólum mínum,“ segir Halla og bætir við að þýskar kökur hafi líka verið á borðum sem og ostar og mjög góður heimagerður frómas. Og að sjálfsögðu var nóg af svissnesku úr- valskonfekti. Halla segist ekki hafa fundið fyrir heimþrá þegar hún opn- aði jólapakka sem henni höfðu verið sendir heiman frá Íslandi. „Ég man enn yndislegan ilminn frá ótal bý- flugnavaxkertum sem loguðu á stóru grenitré sem stóð í stofunni.“ Eins og jólin hefðu aldrei komið Halla vann hjá Flugfélaginu Atl- anta í mörg ár, bæði sem flugfreyja og starfsmaður á skrifstofu. „Af þeim sökum hélt ég þrenn jól í röð í Sádi-Arabíu. Fyrsta aðfangadag minn í Arabíu átti ég í borginni Med- inu, sem kemur næst á eftir Mekka í heilagleika arabískra borga. Aug- ljóslega var engin jólastemning í þessari borg að okkar kristna sið. Við þurftum að keyra sérstakan veg sem var merktur „non muslim road“ frá flugvellinum að hótelinu og við sem ekki vorum múhameðstrúar máttum ekki einu sinni fara niður í bæ. Þetta voru því mjög lítið jólaleg hóteljól sem ég átti ásamt al- þjóðlegri flugáhöfn. Við gerðum okk- ur þó dagamun með því að setjast öll saman að hlaðborði á hótelinu og gera okkur gott af matnum. En það voru engar jólaskreytingar eða jóla- pakkar og eiginlega fannst mér eins og jólin hefðu aldrei komið þetta ár- ið.“ En Halla lagði sitt af mörkum til að lyfta aðeins upp anda áhafn- arinnar í tilefni dagsins. „Ég hafði safnað tómum klósettrúllum og bóm- ull svo við gætum föndrað nokkra jólasveina og ég lumaði líka á nokkr- um jólasveinahúfum. En við þurftum að vera mjög varkár með þetta jóla- stúss, því við vorum í þessari heilögu borg múhameðstrúarmanna.“ Halla segir ströng fyrirmæli hafa verið um að ógift pör mættu ekki deila rúmi á hótelinu, en þrjú kærustupör voru innan áhafnarinnar. „Af þessum sök- um var þessi aðfangadagur lítill gleðidagur hjá þeim. Við stelpurnar fengum reyndar svaka fína prinsess- usvítu fyrir okkur, en þrjár stúlkur í svítunni grétu sig í svefn þessa jóla- nótt, fjarri örmum unnusta sinna.“ Jól á sundlaugarbakka Önnur jól Höllu í Arabíu voru mun skemmtilegri, en þau hélt hún í Jedda, þar sem höfuðstöðvar Atl- anta-flugfélagsins voru. „Þá höfðum við meira frelsi til að gera miklu meira úr jólunum því við vorum með bækistöðvar og bjuggum í okkar íbúðum. Við vorum búin að viða að okkur hangikjöti heiman frá Íslandi og matseldin var mjög skipu- lögð og við hringdum yfir hálfan hnöttinn heim til norðurs til að fá uppskrift að uppstúf og öðru tilheyr- andi. Allir lögðu sitt af mörkum og síðan settum við upp stórt borð í garðinum við sundlaugina og þar borðuðum við öll saman. Þá upplifði ég í fyrsta sinn þá tilfinningu að eiga jól með vinum mínum, sem í þessu tilviki voru frá tuttugu ólíkum þjóð- löndum.“ Matarhátíð með Spánverjum Þriðju Arabíu-jól Höllu voru einn- ig í Jedda og áþekk þeim fyrri. „En þá voru áramótin aftur á móti mjög eftirminnileg. Þetta var árið 1999 og ég kafaði í Rauðahafinu inn í nýtt ár og nýja öld. Við vorum nokkrir kaf- arar og vinir sem leigðum okkur bát og vorum neðansjávar á aldamót- unum. Það var mjög skemmtilegt að telja niður inn í nýja öld í kafi og knúsast þar í kafarabúningum.“ Næstu jólum eyddi Halla í millj- ónamæringaúthverfi í Madrid á heimili þarlendrar vinkonu sinnar. „Fjölskylda hennar er kaþólsk og fyrir þeim er aðfangadagur fyrst og fremst mikill matardagur. Þessi fjöl- skylda er mjög vel stæð og vegleg veislan bar þess merki, borð svign- uðu undan mat og drykk og hvergi var sparað í gæðum. Við vorum rúm- lega tuttugu sem borðuðum saman, börn, barnabörn, frændur, frænkur, afar og ömmur, allir saman. Hús- móðirin á heimilinu var búin að elda allan daginn ásamt þjónustufólkinu og afraksturinn var himneskur mat- ur. Réttirnir voru óteljandi og mikið um marinerað sjávarfang, risarækjur og saltfiskrétti enda eru Spán- verjar mjög hrifnir af salt- fiski. Einnig var á borðum þurrkað og hangið svíns- læri sem kallast Jamon Serrano eða hráskinka. Og svo var auðvitað nautakjöt og ótal smáréttir.“ Borð- haldið stóð í nokkra klukkutíma og vínin með jólamatnum voru ekki af verri endanum því hús- bóndinn átti forláta vín- kjallara. „Hann er mikill áhugamaður um eðalvín og einu sinni gaf hann mér að smakka rauðvín sem var af sömu árgerð og ég.“ Dansinn dunar á jólanótt Að borðhaldi loknu, sem var skömmu fyrir miðnætti, var svo öllu liðinu smalað niður á neðstu hæð hússins en þar var búið að færa til húsgögn svo hægt væri að dansa. „Þau voru búin að koma fyrir græj- um og spiluðu spænska tónlist frá sjötta áratugnum. Þjónustufólkið kom færandi hendi með kampavín og gos og síðan dönsuðu allir saman til hálfsex um morguninn, allt frá fimm ára til áttatíu ára.“ Halla segir að einstaka sinnum hafi verið gert hlé á dansinum og þá spilaði Don Pedro nokkur lög á gítar og söng, en hann er frægur trúbador sem er venslaður fjölskyldunni. „Þetta var því sannkallað fjölskylduteiti og allt öðruvísi aðfangadagskvöld en ég hef átt að venjast. Þetta kvöld þvælist unga fólkið á Spáni í partí út um all- an bæ, ekki ólíkt því sem við gerum hér heima á Íslandi um áramótin.“ Halla segir engum jólagjöfum hafa verið útdeilt á aðfangadags- kvöld, en þær komu aftur á móti á þrettándanum. „Mér fannst mjög skemmtilegt að gjafirnar voru að- eins merktar viðtakanda og þær voru allar frá jólasveininum en ekki einstökum fjölskyldumeðlimum. Fyrir vikið var mikið hvíslast á um hvað væri frá hverjum.“ Svín var á bannlista Fyrir ári hélt Halla jól í Afríku, nánar tiltekið í Nígeríu, en þá var hún að vinna þar við flugumsjón fyr- ir Atlanta-flugfélagið. „Þá söfnuðust saman allar áhafnir sem voru í flug- hvíld og við borðuðum saman góðan mat á fimm stjörnu hótelinu sem við bjuggum á. Við höfðum lagt inn hug- myndir í eldhús hótelsins um mat- seðil og vorum með lax í forrétt og nautakjöt í aðalrétt og kavíar og annað fínerí með. Svín gátum við ekki haft á matseðlinum því margir í hópnum voru múhameðstrúar. Allur maturinn var matreiddur á afrískan hátt og var mjög góður. Ég var líka í Nígeríu um áramótin og þá fengum við rétti frá öllum heimsálfunum og það var svo gómsæt matarkista í að komast að ég borðaði algjörlega yfir mig,“ segir Halla að lokum. Hún hefu r ha ld ið jó l í Sád i -A rab íu , sv issnesku Ö lp - unum, N íger íu og í Madr id . Kr ist ín Heiða Kr ist ins - dótt i r h i t t i v íð fö r la konu sem kenn i r s ig v ið h imin tung l . Halla á Arabíujólum 2002: Með jóla- sveina úr klósettrúllum og bómull. Morgunblaðið/Ásdís Svefnstaður ævintýrakonunnar Höllu himintungls tónar vel við eigandann. khk@mbl.is Stórfjölskyldujól á Spáni 2001: Allir dansa saman og syngja langt fram á nótt. Skíðað, kafað og dansað á jólum Gunnar Ingi Ófeigsson: Stekkjastaur er uppáhalds- jólasveinninn minn af því að hann kemur alltaf fyrstur til byggða. Morgunblaðið/Ásdís Uppáhalds- jólasveinninn minn Guðrún Herdís Arnardóttir: Hurðaskellir er uppáhalds- jólasveininn minn af því að hann er svo hávær. Jenný Birta Örvarsdóttir: Stekkjarstaur er uppáhalds- jólasveinninn minn af því að hann er bestur! Þorsteinn Davíð Stefánsson: Hurðaskellir er uppáhalds- jólasveinninn minn af því að honum finnst jafngaman að skella hurðum og mér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.