Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 49 undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Jólagjafir Náttföt - sloppar - undirföt ÞAÐ vita aðeins innvígðir; þeir sem hafa kynnst hagyrðingi vel á lífsleið- inni. Að margir hagyrðingar rækja þann sið að yrkja í jólakortin. Í öllu amstri jólanna finna þeir alltaf tíma til að setjast niður og færa jólabarn- ið í bundið mál. Sumir láta jafnvel enga tvo viðtakendur fá sömu vís- una. Orð Kjartans Jóhannessonar lýsa þessu mæta vel: Lystagyðjan dramblát, djörf í dyrnar setur stólinn. Ó, hún er áþján þessi þörf að þurfa að yrkja um jólin. Baldur Hafstað finnur þessa þörf hjá sér og fylgja yfirleitt löng skrif um þjóðfélagsástandið, skuldir, launamál o.fl. Færslur eins og þessi fyrir nokkrum árum: „Konan er að baka og kökubók DV er met- sölubókin“: Þjóðin vökul velur rit vill ei rökin flókin æsku, slökun, vísdóm, vit veitir kökubókin. Baldur bætir við þegar síðasti portvínsdropinn er farinn í marsip- ankonfektið: Burt með sorta, enn skal ort þó anda og portvín skorti Þökkum fortíð, fram skal horft Forðumst gort í korti. Eina jólavísa Þórarins Eldjárns fyrr og síðar er: Afskaplega er ég glaður enda kominn þrettándinn. Ég er enginn jólamaður ég er ekkert héraskinn. Jón Ingvar Jónsson orti jólavísu frá vinnustaðnum fyrir nokkrum ár- um: Eftir jól og áramót eflaust mæta hér með skömm spikuð og í lögun ljót langtum fleiri kílógrömm. Þegar Einar Kolbeinsson var beð- inn um jólavísur svaraði hann: Að kofa tómum kemur þá, þó kveðið hafi víða, jólavísur engar á, eða kann að smíða. Síðustu fjórtán jól hefur Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, sett kveðskap á flest sín jólakort. Oft eru það tvær til þrjár vísur eða jafnvel nokkur sett og valið eftir því hversu móttækilegt fólk er fyrir mismun- andi efnistökum á fagnaðarboð- skapnum. Hér eru tvær útgáfur. Sú fyrri: Jólahátíð hressi og kæti heilsu mátulega. Veizluátið auki kæti, eyði gráti og trega. Ykkur gæfu árið næsta auki hæfilega, svo að kræf þið götu glæsta gangið ævinlega. Og sú síðari: Allra heilla óskum við, auðnan vegferð gylli. Seðji bæði sál og kvið sögur, ljóð og góðmetið, en jólagleðin jafnan húsin fylli. Viðeigandi er að enda pistilinn á jólastemningu sem Ólína Þorvarð- ardóttir gerði fyrir fáum árum: Minningin er mild og tær merla stjörnuljósin í barnsins huga blíð og skær blikar jólarósin. Jólabarnið í bundnu máli Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.