Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 51

Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 51 VISSAR jólaplötur teljast sígildar í hinum vestræna heimi og seljast í tugum þúsunda, jól eftir jól eftir jól. Sumir geta t.a.m. ekki hugsað sér jólin án þess að hafa einhverja af eftirtöldum plötum innan seilingar. Bing Crosby – White Christmas Sagt er að Crosby hefði ekki þurft að hljóðrita annað lag um ævina en lagið „White Christmas“ til að tryggja sér eilíflega sess í dægurtónlistarsögunni – og þá jóla- lagasögunni um leið. Hljómplatan eða diskurinn White Christmas inniheldur tólf lög en auk titillagsins er hér að finna lög á borð við „Silent Night“, „God Rest Ye Merry, Gentlemen“ og „Santa Claus Is Comin’ To Town“. Hér er jólaplatan komin ljóslifandi að mati margra enda eitt- hvað mjög svo notalegt og „jólalegt“ að heyra flauelsm- júkan og viðkunnanlegan barítón Bings Crosbys leiða mann inn í jólastemninguna. Fyrir áhugasama er einnig í gangi plata með tónlist við samnefnda mynd sem út kom upprunalega árið 1956, en hún er fimmtán laga. Lagið „White Christmas“ samdi Irving Berlin og heyrðist það í fyrsta skipti árið 1942, í myndinni Holiday Inn. Upp- runalega smáskífan með laginu er ein sú mest selda frá upphafi tíma. Mahalia Jackson – Silent Night (Songs for Christmas) Margir þekkja hina mikilvirku gospelsöngkonu Mahal- iu Jackson einungis í gegnum lögin sem prýða þessa plötu. Og þó að þessi jólaplata sýni engan veginn góðan þverskurð af ferli söngkonunnar er hún sannarlega til marks um náttúruhæfileika þessarar gospelsöngkonu, sem talin er sú besta á því sviðinu, fyrr og síðar. Plat- an kom upprunalega út árið 1962 og einlægnin og hin hreina trúfesta sem Mahalia leggur í flutning laga eins og „Sweet Little Jesus Boy“, „Go Tell it on the Mountain“ og „Silent Night, Holy Night“ er hreint ótrúleg. Christmas Gift for You From Phil Spector Þessi goðsagnakennda plata kom út árið 1963 og er runnin undan rifjum Phils Spectors, einhvers áhrifa- mesta upptökustjóra sem dægurtónlistin hefur getið af sér. Phil Spector er kunnur fyrir að beita hinum svokall- aða „hljóðvegg“ eða „wall of sound“ í iðn sinni og þeg- ar þessi plata kom út var hann tiltölulega nýfarinn að geta sér orð sem upptökumaður. Hér er að finna lista- menn sem Spector vann með í upphafi ferils síns; The Ronettes, Crystals, Darlene Love og Bob B. Soxx & the Blue Jeans. Í áranna rás hefur þessi plata verið nefnd hvað oft- ast sem besta jólaplata sem nokkurn tíma hefur verið gerð. Það merkilegasta við þessa plötu er að Spector hafði fulla trú á að hann gæti gert hina fullkomnu jóla- plötu en jafnframt unnið plötu sem stæði fyllilega undir sér sem poppmeistaraverk, burtséð frá hvaða árstími væri. Og það tókst honum. Ómissandi jólatónlist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.