Vísir


Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 18

Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 18
18 VÍSIR Miðvikudagur 10. desember 1980. Kokkstjarnan David Bowie 33ára og Oona Chaplin 55 ára eru nú úaöskiljanleg aðsögn kunnugra. Oona sést hér að baki hins dáða eiginmanns sins Chaplins og er myndin tekin er hann ræddi viö fréttamenn i London skömmu fyrir dauða sinn. Ekkja Chaplins í þing- um vid David Bowie sem ber heitið ,,Tlie Jackass i Trail" ofí er það i tvrsia ! skiptið i meira en tiu ár i . st'íii luin kemur l'ram ' L i kviknivnd... ' Oona Chaplin, hin 55 ára gamla ekkja meistarans Charlie Chaplins hefur að undanförnu mjög verið i umræðu slúðurdálkahöfunda i Vesturheimi, en einkalif hennar hefur til skamms tima verið sem lokuð bók, allar götur frá þvi hún giftist Chaplin fyrir u.þ.b. 40 árum. Hún sést nú oftar opinberlega en áður en það sem mönnum er einkum tiðrætt um, er samband hennar og rokkstjörnunnar og leikarans David Bowie, sem er 33 ára gamall. Þótt Oona sé nógu gömul til að vera móöir Bowie hefur blossað upp mikil rómantik á milli þeirra og hún hefur nú keypt ibúð i New York, nálægt Broadway, þar sem Bowie leikur i leikritinu ,,The Elephant Man”. Er hann sagður eyða mestum hluta fritima sina i áðurnefndri ibúð ekkjunnar. —,,Þau eru vissulega einkenni legt par, en David og Dona eru ástfangin og hann dregur fram allt það besta i henni’ — er haft eftir vini hennar. Þegar Oona var gift Chaplin lifði hún mjög kyrrlátu lifi. Hún var feimin og hélt sig út af fyrir sig i skugga hins fræga eigin- manns sins sem var um 40 árum eldri en hún. Þau giítust þegar hún var f8 ára og olli það hjóna- band miklu fjaðrafolki á sinum tima. Chaplin átti þá nokkur hjónabönd að baki og íaðir henn- ar setti sig mjög á móti ráöa- hagnum, enda var hjónabandinu ekki spáð langlifi. Það fór þó á annan veg og lifðu þau i hamingjusömu hjónabandi, aö þvi er talið er, þar til Chaplin lést i hárri elli. Siðan Chaplin lést hefur orð- rómur verið á kreiki um að ekkj- an hafi laðast að ungum mönnum og m.a. mun hún um skeið hafa verið i nánum vinskap við leikar- ann Rayan O’Neal. Það samband fór þó ekki hátt enda mun Oona litt hafa haft sig i frammi opin- berlega. Það þurfti furðufugl eins og Bowie til að draga hana út úr skelinni, en að sögn kunnugra mun hún kunna vel við sig i félagsskap hans og vina hans, sem eru ekki siður furðulegir i til- tækjum en hann sjálfur. Haft er eftir vini Bowies, að þótt samband þeirra kunni að virðast einkennilegt sé sannleik- urinn sá, að þau eigi mjög vel saman. Oona hafi undir niðri alltaf viljað lifa öfgakenndu lifi og með Bowie sé hún eins og út- sprungin rós. Þau Oona og David kynntust i Sviss, þar s.em þau voru nágrann- ar. Vinskapurinn hefur nú þróast upp i mikla kærleika, ef marka má heimildir okkar, og nú búa þau saman i New York og hegða sér eins og nýtrúlofaðir ungling- ar, eins og þar segir. Endur KvikmviidaUMkkonan Jain Hussel, simh lckk umfjöllun liér á siöunni ekki alls l'yrir lönt>u Ivrir sakir ál'engisvandamáls »ms, virftist nú vera að ná sér aftur á strik. Hún helur Höfdingleg • •• # Kiwanisklúbburinn Askja dffltt á Vopnafirði afhenti nýlega MgB g|| §8m I heilsugæslustöðinni á staðnum H JH röntgenframköllunartæki að verömæti 3,6 milljónir króna. Klúbburinn var stofnaöur árið 1968 og á fyrstu ár- unum einbeitti hann sér aö félagsmálum en á siðustu árum hefur hann beitt kröftum sinum aö uppbyggingu heilsugæslustöðvarinnar og sem dæmi um hverju klúbburinn hefur áorkað má nefna heyrn- mælingatæki, blóðrannsóknartæki, smásjá auk ýmissa smærri tækja að heildarverömæti um sjö milljónir króna. Meðfylgjandi mynd var tekin nýverið er forseti klúbbsins, Sigurjón Árnason, afhenti röntgenframköllunartækin en Þengill Oddsson héraðslæknir tók við þeim fyrir hönd heilsugæslustöðvarinnar. Umsjón.^ Sveinn Guðjónsson Þcngill Oddsson héraðslæknir og Sigurjón Árnason, forseti Kiwanisklubbsins öskju við hluta af tækjunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.