Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 6
m 6 Það var glæný upplifun og ótrúlega skrýtin tilfinn- ing að þurfa ekki að leita að því ódýrasta eða að lyfta upp eigin buddu. En segjum að ég eigi engan aur og vinkonur mín- ar vilji ólmar komast til mín í hádegisboð. Hvað er til ráða? Jú, það er einmitt bjútíið við bókina. Sökum þess hvað ég er alltaf blönk, setti ég inn í leitarkort allar þær uppskriftir sem útleggjast á minna en 200 krónur á mann. Það er nefnilega hægt að lifa ótrú- lega spart en á sama tíma að elda einfalda og afar bragðgóða rétti. Bókin þín er full af skemmtilegum kvótum. Mitt uppáhald er „Fólk getur bara lifað ákveðið lengi án sykurs, salts og fitu áður en það breytist í kvik- indi“. Hvert er þitt? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er mitt eigið kvót. „Það er jafn mikilvægt að hrista upp í okkar vanabundna lífi eins og að hrista upp í ávaxtasafa fyrir notkun. Því á botninum situr oft það sem mest bragð er að!“ Á hvaða eina rétti gætir þú lifað út ævina? Gamla, góða „stir fry“-réttinum mínum. Þeim sem var kveikjan að matreiðslubókinni. Hann getur eig- inlega ekki klikkað og það má endalaust bæta ólíku hráefni út á pönnuna. Alltaf góður með engi- feri, hunangi og soya-sósu. Þú talar um að velja mat eftir útliti eða lit. Hvaða litur fer best í mann? Persónulega finnst mér rauður, því við erum oft með svo náttúrulega liti í mat. Eða eins og amer- ískur vinur minn sagði þegar hann leit inn í ísskáp- inn hjá mér um þorrann: „Úps, matur Íslendinga er grár, svartur og brúnn. Hann er í rollulitunum!“ Þá dettur mér í hug rauður sem fal- legt mótvægi. Rauður gerir mat- inn meira lifandi. Af hverju ertu að ráðleggja fólki að fara í lautarferð á gólfinu heima? Jú, af hverju ekki? Við fjölskyldan gerðum einmitt þetta um dag- inn. Settumst á teppi í stofunni, kveiktum á kertum og borðuðum saman á gólfinu. Það var mjög kósí og auðvitað allt öðruvísi borð- hald en venjulega. Við sátum lengur, spjölluðum mikið og allt í einu vorum við farin að spila. Ég held við höfum ekki tímt að sleppa takinu af augnablik- inu, því maður var kominn frá vananum og inn í eitthvað sem breytti öllu. Þetta lukkaðist svo vel að næst þegar ég held saumaklúbb þá skelli ég stelp- unum bara á gólfið. En af hverju að drekka úr tómri sultukrukku og borða með sleif? Hvaða áhrif hefur slíkt á upp- lifun og bragð? Jú, það fær fólk til að flissa og leyfa sér að vera ei- lítið barnalegt; örvar það og gefur því nýja og öðruvísi upplifun. Það er mikilvægt ef maður ætlar sér að virkja sköpunargáfuna og gera lífið skemmtilegra um leið. Er von á framhaldsbók? Kannski seríu mat- reiðslubóka? Nei, ég reikna síður með því. Í mínum huga er ég búin að gera matreiðslubókina sem mig vantaði svo sárlega fyrir fjórum árum og í dag er ég með allt aðrar hugmyndir, sumar í kringum mat, aðrar ekki. Kemur á óvart síðar. EINFALT FYRIR AÐVENTUNA Ef ég væri að gera bókina í dag færi þessi réttur örugglega inn. Hann er gott mótvægi við öll veisluhöldin í desember; léttur, einfaldur og ótrúlega bragðgóð- ur. Uppskriftin býður einnig upp á endalausa möguleika á að nýta það sem til er hverju sinni. KALT FISKISALAT Brytjaðu niður fimm kaldar, soðnar kartöflur og settu í stóra salatskál. Skerðu soðið fiskflak í bita og láttu það kólna. Einnig er upplagt að nota af- gangs fisk og kartöflur. Skerðu niður einn rauð- lauk, fjögur harðsoðin egg og fjóra tómata, og blandaðu saman í salatskálinni. Búðu nú til sinn- eps-ediksósu. Í hana fer tæpur bolli af olíu, helm- ingi minna af balsamic-ediki, teskeið af Dijon- sinnepi, auk salts og pipars. Hrærðu saman og helltu yfir hráefnið í salatskálinni. Rétturinn er tilbúinn þegar búið er að blanda öllu varlega sam- an. Hægt er að bæta ýmsu góðgæti út í fiskisal- atið, eins og kapers, ólífum, sólþurrkuðum tómöt- um, blönduðu salati og í raun hvaða grænmeti sem er. „Hristist fyrir notkun“ fæst í Kokku, Máli & menningu, Ey- mundsson og hjá Guðbjörgu sjálfri. Best er að senda henni línu á gudbjorgg@simnet.is „Í raun væri ég samt meira til í að stela körfu frá öðrum, rjúka með hana á kassann og stinga af með óvæntan varninginn.“ bjútíið við bókina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.