Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 40
Heildverslun Karls K. Karlssonar býður upp á einstakan jólaglaðning nú í desember með verðlækkun á fjórum af þeim Fetzer léttvínum sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur á boðstólum sínum. Lækkunin nemur allt að átján prósentum, en tegundirnar sem lækka eru Fetzer Valley Oaks Zinfandel, Fetzer Eagle Peak Merlot, Fetzer Zinfandel-Shiraz og Fetzer Chardonnay-Viognier. Fetzer búgarðurinn er staðsettur í Rauða dalnum í Mendocino héraði, um hundrað og tuttugu mílur norður af San Fransiskó í Bandaríkjunum, og sendi fyrst frá sér vínframleiðslu árið 1968, 2500 kassa. Allar götur síðan hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytt úrval af eðalvínum, allt frá hefðbundum Cabernet Sauvignon og Chartonnay til hinna óvenulegu Viognier og Roussanne. Þegar Hildur Hörn Daðadóttir hjá Karli K. Karlssyni er spurð hver sé sérstaða vínframleiðslunar hjá Fetzer, segir hún: „Hjá Fetzer er unnið út frá þeirri reglu að vínin verði fyrst og fremst til í jarðveginum og því verði ávöxturinn að njóta sín í gegnum vinnuna við hann. Þeir hafa enga trú á að gott vín verði til í tunnum, vegna þess að þegar búið er að kreista safann úr ávextinum, er of seint að bjarga göll- um og handvömm sem fram kann að koma við ræktunina. Þar sem Fetzer hefur ávallt hæstu gæði og bragðeiginleika að leiðarljósi, er þetta ófrávíkjanleg regla. Það er mjög gaman að heimsækja Fetzer búgarðinn, því þar er ekki áherslan á að framleiða bara til að selja og selja, heldur álíta þeir vín vera hluta af ákveðnum lífsstíl. Þess vegna rækta þeir yfir fimmtán hundruð mismunandi tegundir kryddjurta, ávaxta og græn- metis í sínum eigin lífrænt ræktuðu görðum, auk þess að reka mat- og vínfræðslusetur þar sem hinn þekkti John Ash er í fararbroddi. Allir víngarðar í eigu Fetzer eru hundrað prósent lífrænt ræktaðir og fyrirtækið hefur einsett sér að öll framleiðslan verði vottuð sem lífræn árið 2010. Þeim finnst alls engin fyrirhöfn að rækta allar þessar tegundir af kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti á vínekrunum sínum. Það er hluti af því að gera vínin óvenjuleg og skemmtileg, auk þess sem það hjálpar til við lífrænu ræktunina.” glaðningur í jólamánuði Hildur segir vínin frá Fetzer margverðlaunuð og alls staðar hlotið mikla og góða umfjöllun, einnig hjá íslenskum vínsérfræðingum. Ástæðan fyrir því að þau lækka núna, er að gengislækkun hefur orðið á Bandaríkjadollar, auk þess sem Karl K. Karlsson hafi náð hagstæðum samningum við Fetzer. Þetta sé því sameiginlegt átak framleiðandans og innflytjandans. Fetzer Valley Oaks Zinfandel, sem áður kostaði 1.590 krónur, kostar nú 1.390 krónur. Nafnið er fengið að láni frá upprunalegum víngarði Fetzer fjölskyldunnar, en sjálft vínið brýst áfram með þrosk- aðan brómberja-piparilm og veru- lega safaríkt berjabragð. Þetta vín er mjög gott með lambakjöti og villtum fuglum, eins og önd, fasana og rjúpu. Fetzer Eagle Peak Merlot kostaði áður 1.440 krónur en kostar nú 1.190 krónur. Þetta vín hefur ríkt, þroskað kirsuberja- og eikarkrydd- bragð. Það hefur mjúkt en voldugt bragð og passar sérlega vel með önd, kálfa,- og nautakjöti. HVAÐ GETURÐU SAGT MÉR UM VÍNIN SEM ÞIÐ LÆKKIÐ NÚNA Í DESEMBER? Fetzer Zinfandel-Shiraz kostaði áður 1.390 krónur en er nu á 1.190 krónur. Zinfandel þrúgan gefur vín- inu höfugan rifs- og trönuberjailm og Shiraz gefur því bragðeiginleika skógarberja. Þetta er kröftugt vín en þó aðgengilegt með mjúkum ávöxtum og ríkulegu berja-eftir- bragði. Fetzer Zinandel-Shiras hentar einna best með grilluðu kjöti, bragðmiklum tómatsúpum og gúllasi. Fetzer Chardonnay-Viognier kost- aði áður 1.390 krónur en er nú á 1.190 krónur. Þetta vín er þurrt með fersku yfirbragði af lime, app- elsínumangó, perum og apríkós- um. Eftirbragðið ber keim af kryddi. Fetzer Chardonnay-Viogn- ier er óeikað og hentar einna best með réttum úr sjávarfangi og kjúkl- ingi. „En til þess að fræðast nánar um þetta skemmtilega og áhugaverða fyrirtæki – og þeirra framleiðslu – vil ég benda fólki á að skoða heimasíðu þeirra www.fetzer.com, auk þess sem hægt er að fara inn á þá slóð í gegnum okkar heimasíðu, einkum www.vin.is. Báðar heimasíðurnar eru mjög öflugar og þar er, auk fræðslu um vín, hægt að finna mikið af frá- bærum uppskriftum – auk þess sem hægt er að ganga í vínklúbbinn okkar á www.vin.is.” Fetzer Chardonnay-Viognier kost- aði áður 1.390 krónur en er nú á 1.190 krónur. Þetta vín er þurrt með fersku yfirbragði af lime, app- elsínumangó, perum og apríkós- um. Eftirbragðið ber keim af kryddi. Fetzer Chardonnay-Viogn- ier er óeikað og hentar einna best með réttum úr sjávarfangi og kjúkl- ingi. m 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.