Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 9
SKY NEWS Fyrir framan barinn á Nordica Hotel, þar sem Anna María reiðir fram drykki fyrir hótelgesti, er sjónvarpsskjár þar sem útsendingar erlendra fréttastöðva eru í gangi allan sólarhringinn. Þegar hún setti saman þennan kokkteil var hún í vandræðum með að finna á hann nafn, en nafnlaus má góður kokkteill ekki vera. Svo leit hún upp og sá á skjánum fréttirnar frá Sky news - og nafnið var komið. 3 cl Polstar-sítrónuvodki 1 cl Malibu 1 cl Blue Curaçao 1 cl sítrónusafi Hrist með klökum og sigtað í glas. Í þessum drykk er t.d. Malibu og datt mér því strax í hug að gera léttan an- anastartar. Skrælið ananasinn, saxið fallega, hakkið t.d. smávegis kóríand- er og chili og bætið út í. Að lokum gæti verið gott að bæta út í tartarinn ögn af sykursírópi og nokkrum drop- um af sítrónusafa. APPELSÍNUPERNOD 3 cl Pernod, fyllt upp með appelsínusafa og klök- um. PERNOD Á KLAKA MEÐ SÚRALD- INSNEIÐ AMERICANO Gunnar: Þarna finnst mér þurfa eitt- hvað mjúkt á móti remmunni í drykknum, þó ekki það mjúkt að bragðleysa verði er maður er kominn á annað glas. Sjóðið sellerírót í mjólk og rjóma, sigtið, maukið í matreiðslu- vél og um leið er gott að bæta smá- vegis smjöri út í og smakka til með salti. Steikið hörpuskelina, saltið, sker- ið í mátulega stærð og kælið. Spínatið er saxað ögn og léttsteikt upp úr smjöri. Rétt áður en spínatið er til er gott að smakka það til með dálitlu af hökkuðum skalottulauk, salti og pipar. Kælið. Þessu er svo öllu raðað huggu- lega upp, t.d. á gaffal eða skeið. PERNOD OG APPELSÍNUPERNOD Og dettur mér þá strax í hug fennel. Djúpsteikið litla kartöfluskífu og legg- ið á pappír svo olían drjúpi af. Rífið fennel fínt niður og sjóðið kjúklinga- soð uns hann er meyr. Smakkið fenn- elinn til með salti, pipar og gott væri að splæsa á hann ögn af pernodinu góða. Kælið. Takið litla dós af foi gras, og skerið í litlar sneiðar og legg- ið ofan á stökku kartöflurnar, toppið með fennelnum. Fallegt er að skreyta með grænni kryddjurt, t.d. kerfli. ÞAÐ SEM ÖRVAR TILGANGURINN MEÐ FORDRYKKJUM ER EINFALDUR: AÐ BÚA MAGANN UNDIR MÁLTÍÐINA, KOMA BRAGÐ- LAUKUNUM AF STAÐ OG SÍÐAST EN EKKI SÍST, GEFA TÍMA FYRIR LÉTT SPJALL OG KYNNI ÁÐUR EN SEST ER TIL BORÐS. VISKÍ Á KLAKA MEÐ APPELSÍNU Eitthvað reykt og dill með appelsínunni, ekki spurning. Reyklaxatartar með sultuðu engiferi og dilli, helling af dilli! Saxið laxinn, sultaða engiferið, smávegis af skalottulauk, dálítinn hvítlauk og helling af dilli… ég elska dill… Blandið svo öllu saman og smakkið til með salti, pipar og nokkrum dropum af sítrónusafa. Gott er að bera tartarinn fram með doppu af sýrð- um rjóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.