Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 22
m 22 MORGUNSTUÐ Hressó tekur daginn snemma og í boði er morg- unverður sem kemur öllum af stað inn í daginn, t.d. sérblandað múslí með hunangi og rifnum epl- um og öðru fersku góðgæti og sérlagaðir „smoothies“ eða orkuþeytingar sem hægt er að fá með ginseng og prótínum. Ljósgræni myntu- þeytingurinn vekur sérstaka ánægju – „heilsu- mojito“ eins og Snorri segir, og ekki ónýtt að hefja daginn með slíku bragðgóðu stuði. PLOKKFISKUR OG KRÆKLINGAR Fyrir þá sem vilja „alvöru“ íslenskan mat getur plokkfiskurinn varla verið annað en fyrsta val og hann er líka vel lagaður, léttari en maður á að venjast og rucola-salatið fer vel með. Ekki spillir heldur verðið sem er í kringum þúsundkallinn. Síðan er hægt að stökkva yfir til Frakklands í hug- anum og fá kræklinga matreidda á ýmsa vegu, borna fram á franska vísu með frönskum, og bara soðið er svo gott að það mætti næstum því sötra eintómt. Snorri er sérstaklega hrifinn af kræklingi „marinére“ í hvítvíni og kryddi og segir að það sé auðvelt að sjóða krækling of lengi en hér er hætt á alveg rétta augnablikinu. Ekki síðri er franska fiskisúpan sem fær Snorra til að sleikja út um, hún er sterk og kraftmikil, eiginlega eins og mini-bou- illabaisse, og skelfiskbragðið kemur vel fram. Há- punkturinn að mati Snorri er þó brasseraður lambaskanki með kálfasoði og kartöflumús – en skankinn er uppáhaldsbiti Snorra af skepnunni. Hann var einmitt nýverið með 18 fíleflda karl- TEXTI STEINUNN HARALDSDÓTTIR LJÓSMYNDIR ÁSLAUG SNORRADÓTTIR menn í mat og bauð upp á skanka við góðan orðstír. Eftir að hafa bragðað á þessum rétti er hann helst á því að stefna hópnum hingað næst því varla er hægt að fá betri útfærslu, kjötið eldað mátulega og rauðvínssósan einstaklega kraftmikil og vel soðin niður – þeir sem ekki hafa prófað skanka áður verða hreinlega að kíkja á þetta. Snorri er líka gáttaður á verðinu enda má segja að verðlagning sé afar hófleg miðað við gæðin sem fara langt fram úr þeim væntingum sem maður gerir venjulega til kaffihúss. Aðra rétti má nefna eins og heitu parmesanbök- una með hálfþurrkuðum tómötum og parma- skinku. Súraldinkeimurinn af bruscettunni með tómat og basil gefur þessum einfalda rétti lyft- ingu og frískleika og tilbreyting að brauðið er ekki steikt hart heldur gerir vel við góminn. SÆTT MEÐ KAFFINU Kaffihús stendur ekki undir nafni nema hafa líka eitthvað sætt í boði og úr nógu er að velja, óhætt að mæla með t.d. þykku belgísku vöfflunum sem bornar eru fram með ís og súkkulaðisósu og eru jafn góðar og þær hljóma, og hér er boðið upp á ekta franskt créme brulée. Alls kyns kaffidrykkir eru auðvitað í boði og þegar eldhúsinu er lokað á kvöldin er boðið upp á léttan barseðil þar sem finna má ýmislegt smálegt og nærandi fyrir nótt- ina. Snorri er einkar ánægður með heimsóknina og gott ef nýr uppáhaldsstaður er ekki kominn á listann, þar sem hægt er taka daginn snemma með orkuskammti, sitja með fallegum sessunaut yfir kræklingasúpu eða hóa saman vinunum í al- mennilega skankaveislu. hressing í bænum m-blaðið leit inn á Hressó … … og matreiðslumaðurinn Snorri B. Snorrason bragðaði á ýmsum réttum Hressingarskálinn tók til starfa í haust og horfinn er hamborgarastaður sem fáir sakna og veitinga- og kaffihús aftur komið á besta staðinn í bænum. Útsýni yfir traffíkina í bæn- um og garðurinn góði bakvið. Stemmningin er þægileg, djasstónlist í hátölurum og inn- réttingar einfaldar án þess að fara yfir í sótt- hreinsaðan mínimalisma og á bekkjunum við endann situr fólk og teflir eða spilar kotru í rólegheitum yfir espressobollanum og sódavatninu. Og það sem meira er, mat- reiðslan er metnaðarfull og verðlagning í miklu hófi. Yfir rjúkandi kötlunum standa yfirmat- reiðslumaðurinn Einar Helgi Jónsson og að- stoðarkokkurinn Arnar Már Guðmundsson og á matseðlinum er margt forvitnilegt fyrir utan rétt dagsins á töflunni sem tekur mið af veðri og stemmningu dagsins hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.