Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 42
m 42 um 25–40 mínútur (eftir stærð þistlanna). Ef auðveldlega er hægt að stinga hníf í botninn eða lauf ná- lægt botninum fer auðveldlega af, er grænmetið soðið í gegn. Kælið. HEIMAGERT MÆJÓNES Það er langur vegur frá venjulegu mæjónesi sem fæst út í búð og því sem hægt er að laga heima. Það er bæði auðvelt að búa það til og mun hollara. Heimagert mæjónes geymist í um 2–3 daga í ísskáp. Hafið allt hráefnið við herbergis- hita þegar þið byrjið. 2 eggjarauður 1 msk franskt sinnep svartur pipar salt sítrónusafi 3–4 dl jurtaolía 1 marið hvítlauksrif hnefi af saxaðri steinselju eða basiliku Setjið eggjarauðurnar í skál. Þeyt- ið með handþeytara þar til rauð- urnar byrja að þykkna og setjið nokkra dropa af olíunni út í, smátt og smátt. Þegar það byrjar að þykkna meira má hella olíunni í mjórri bunu út í. Það má nota ólífu- olíu að hluta eða öllu leyti, hún gef- ur auðvitað gott bragð, en ef olían er „þung“ verður mæjónesið líka mjög þungt. Bætið ef til vill við sítrónusafa, ör- litlu karríi eða söxuðum graslauk til að fá rétta keiminn fyrir ykkar smekk. Það má einnig nota hræri- vél eða þeytara en það þarf að þeyta mjög vel. Berið fram soðna ætiþistla með heimagerða mæjónesinu, en auð- vitað er margt annað grænmeti gott með því: gufusoðnar gulræt- ur, nýjar kartöflur, rauðrófur – bara spurning um hvað er til í grænmet- isbakkanum í ísskápnum. ÞISTILHJÖRTU Fersk þistilhjörtu eða ætiþistlar hafa ekki verið algeng sjón á mat- arborðum Íslendinga, þar sem þetta holla og gómsæta grænmeti hefur sjaldnast sést hér nema nið- ursoðið í dósum. Þetta er þó að breytast. Þistilhjörtu eru góð og holl, trefjarík og fitusnauð, aðeins 25 kalóríur í meðalþistli og eru ágætur C-vítamín og fólínsýrugjafi, og innihalda nauðsynleg steinefni eins og magnesíum, mangan og króm. Hægt er að matreiða þau á ýmsa vegu, nota í forrétti, sem meðlæti eða í salat nú eða bara ein og sér. Einfaldast er að sjóða þistilhjörtu og hafa góða ídýfu með. Eitt og eitt krónublað er borðað í einu, eða réttara sagt, bitið er í laufið og togað í gegnum tennurnar þannig að maður nái kjötinu af, og laufinu síðan hent. Þegar öll laufin eru far- in af, er hjartað sjálft eftir, milt á bragðið og gómsætt. Skerið í bita og hafið ídýfu með. Heimagert mæjónes passar mjög vel með, einnig aïoli (hvítlauks- mæjónes), Hollandaise-sósa eða balsamedik en auðvitað er hægt að prófa salsa- eða salatsósur, kryddolíur og hvaðeina. MEÐHÖNDLUN Þvoið þistilhjartað undir rennandi vatni eða dýfið í kalt vatn nokkrum sinnum. Skerið stöngulinn af við botninn. Haldið utan um grænmet- ið þar sem það er breiðast og sker- ið u.þ.b. ¼ af toppnum, hendið toppnum. Skerið sentimetra eða svo af laufunum eða svo (dökk- grænu hlutana). Hafið skál með köldu vatni við höndina til að setja þistlana í eftir að þeir hafa verið skornir og snikkaðir til, svo að þeir verði ekki brúnir. Sjóðið þistlana í söltu vatni með sítrónusneiðum, nokkrum hvít- lauksgeirum og ef til vill ólífuolíu í hjarta með dýfu sh GOURME Ólafur segir að Borgarneskjötvörur hafi að undandförnu lagt aukna áherslu á svokallaðar “gourme” vör- ur bæði með vörunum í Íslenskt franskt vörumerkinu og einnig í hverskonar steikum sem henti að sjálfsögðu einkar vel á jólaborðið. “Nýjasta afurðin hjá okkur er Jólagrísasteik sem er úrbeinað, létt- reykt og sykursaltað grísalæri. Þetta eru ekta jólasteik og skemmtileg nýj- ung á hátíðarborðið. Þetta hentar ekki síst þeim sem þurfa að breyta til vegna rjúpnaleysis og vilja ekki fara í hefðbundinn hamborgarahrygg. Síð- an erum við með aðra skemmtilega nýjung sem er Frönsk sveitaskinka sem hentar vel fyrir þá sem vilja sem minnsta fyr- irhöfn. Sveitaskinkan er tilbúin vara, soðin og klár beint á fatið með kart- öflusalati og heitri sósu t.di. Þá bjóðum við líka upp á Danska grísa- bógsteik sem er enn ein nýjungin hjá okkur. Þar tökum við besta bitann úr svínabógnum og skerum til í steik sem er nákvæmlega kíló. Að auki erum við að sjálfsögðu með hefðbundnar jólasteikur eins og hamborgara- hrygg, bayonnesskinku léttreykta lambahryggi og lærin þannig að við blöndum saman spennandi nýjung- um fyrir þá sem eru tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og þessu gamla góða fyrir þá sem vilja halda í sínar hefðir,” segir Ólafur. HANGIKJÖTIÐ Ekki má heldur gleyma hangikjötinu fyrir jólin en Borgarnes- hangikjötið hefur verið eitt af aðalsmerkj- um fyrirtækis- ins í gegnum tíðina. “Hangi- kjötið okkar á sér stóran hóp aðdáenda enda er það unnið eftir áratuga gömlum hefðum. Það er tað og birk- ireykt með gamla laginu og reykt í heilum pörtum, eins og flestir vilja hafa það,” segir Ómar. Kjötiðnaðarmennirnir í Borgar- neskjötvörum eru komnir í jólaskap á undan flestum öðrum enda ilmurinn af reyktu keti farinn að leika um vit þeirra strax á haustdögum. Þrátt fyrir að kjötvörur frá Borgarneskjötvörum séu á milli tannanna á fólki allt árið um kring þá er desembermánuður einhver mesti háannatíminn enda eru sífellt fleiri sem treysta kjötiðnaðar- mönnum BK best fyrir jólasteikinni sinni. Borgarneskjötvörur er rótgróin kjöt- vinnsla, staðsett í Brákarey í Borgar- nesi, á hinum margfrægu söguslóð- um Eglu. Kjötvinnslan byggir á göml- um hefðum og langri reynslu kjötiðnað- armanna fyrirtækisins sem hlotið hafa mörg verðlaun í fagkeppnum á liðn- um árum. FRANSKA LÍNAN VINSÆL „Þótt okkar kjötiðnaðarmenn séu hoknir af reynslu, eins og sagt er, þá eru fáir sem standa þeim á sporði þegar kemur að því að fara ótroðnar slóðir. Fá ef einhver fyrirtæki hafa verið jafn dugleg við að bjóða upp á nýjungar enda leggjum við mikinn metnað í vöruþróun,” segir Ólafur Júlíusson markaðsstjóri. Hann segir mikla áherslu hafa verið lagða á það fyrir jólavertíðina nú að bjóða upp á fer- skar nýjungar á jólaborðið í bland við gömlu góðu vörumerkin. Meðal þess sem mörgum Íslending- um þykir orðið ómissandi á jólaborð- ið og ekki síður jólahlaðborðin eru patéin frá Íslensku frönsku en það vinsæla vörumerki hefur verið í Borg- arnesi frá árinu 1996 og segir Ómar Hauksson kjötiðnaðarmaður hjá BK að þau njóti vaxandi vinsælda og séu ekki lengur einungis jólavara heldur sé eftirspurn eftir þeim allt árið. „Við ætlum hér eftir að bjóða upp á pa- téin allt árið um kring þótt eftirspurn- in sé mest í jólamánuðinum. Við er- um með breiða línu í hátíðarpatéum og við bjóðum upp á fjórar tegundir í vönduðum glerkrukkum, hreindýrap- até, andapaté og gæsapaté og það nýjasta sem er fasanapaté sem við vorum að setja á markaðinn núna. Síðan bjóðum við upp á hina vinsælu Madeira-sósu sem er ómissandi með þessum kræsingum.” Ómar segir að villibráðarpatéin hafi fallið Íslendingum vel í geð og æ fleiri sem bjóði upp á þau sem forrétt á undan jólasteikinni auk þess sem þau þyki ómissandi á jólahlaðborðum veitingastaða um allt land. „Það er líka orðin eftirspurn eftir patéunum allt árið eins og ég sagði áðan og þá er kannski verið að bjóða upp á þau með ostum og öðrum smáréttum í veislum. Ódýrari patéin eru líka vin- sæl en við erum með þrjár tegundir í dósum, þ.e. franskt paté, sveitapaté og fjallagrasapaté.“ kynning kjötiðnaðarmennirnir í Borgarneskjötvörum komnir í jólaskap     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.