Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 44
m 44 Spectator (þar var árgangurinn 1996 en 1997 er ef eitthvað er betri). Cinc Cepages þýðir „fimm þrúgur” og þarna er að finna allar hinar klassísku þrúgur Bordeaux. Vínið er orðið sex ára og vel neysluhæft, hins vegar myndi ekki spilla fyrir að geyma það í nokkur ár til viðbótar. Rismikið og glæsilegt vín sem sýnir að Sonoma stendur Napa ekki endilega að baki. Kostar 5.990 kr. Bordeaux-vín eru ávallt sígild og þá ekki síst góðu Médoc-vínin. Það er því miður takmarkað úrval af þeim hér á landi en einn og einn góðbiti leynist inni á milli. TOURELLES DE LONGU- Það verður stöðugt vinsælla að gefa flösku af vönduðu víni í gjöf og eins og gefur að skilja er einnig mjög vinsælt hjá vín- áhugafólki að fá slíkar gjafir. Hér eru fimm vín sem ég myndi segja að væru tilvalin í gjafir, vín sem enginn þarf að skammast sín fyrir að gefa og allir yrðu ánægðir að fá. Í fyrsta lagi myndi ég vilja nefna CHATEAU ST. JEAN CINQ CEPAGES 1997 frá Sonoma í Kaliforníu. Þetta vín var valið vín ársins fyrir nokkru af bandaríska víntímaritinu The Wine Sangiovese-þrúgunni, og eitthvert besta rauðvínið í vínbúðunum í dag. Kostar 2.950 kr. Annar hörku-Ítali sem einnig bættist við vínflóruna hér á þessu ári er fram- leiðandinn Bava frá Piedmont á Norð- ur-Ítalíu. Bava-fjölskyldan framleiðir stór og mikil vín úr Barbera-þrúgunni og toppurinn frá þeim er vínið STRADIVARIO sem kostar 3.690 kr. Það má heldur ekki gleyma Áströlun- um í upptalningu sem þessari enda hefur fyrir löngu komið í ljós að vín þaðan falla Íslendingum svo sannnar- lega í kramið. Einhver besti Ástralinn sem hér er fá- anlegur er STONEWELL SHIRAZ frá Peter Lehmann í Barossa-dalnum. Þykkt og mikið vín með ótrúlegri dýpt sem gott er ylja sér við í íslenska skammdeginu. Kostar 3.490 kr. EVILLE er „annað” vínið frá Chateu Pichon-Longueville. Pichon er með hæst skrifuðu vínum Pauillac, en stóru húsin eru yfirleitt með tvö til þrjú vín. Toppvínið – chateau-vínið – sem er alla jafna rándýrt. Og svo annað og jafnvel þriðja vínið, vín af yngsta vín- viðnum á ekrunum og vín sem nær ekki alveg hæsta gæðaflokki. Þessi vín eru eftirsótt, enda yfirleitt frábær kaup. TOURELLES 1999 er klassíkur Bordeaux með alla bestu eiginleika þeirra vína. Tilvalið með hreindýrakjöti eða nautasteik. Kostar 3.090 kr. Einhver bestu vínin sem hafa komið inn á markaðinn á þessu ári eru rauð- vínin tvö frá Fonerutoli. Mazzei-fjöl- skyldan er einhver besti framleiðandi Chianti-vína og vínin eru vægast stór- kostleg. Toppurinn frá þeim er CAS- TELLO DI FONTERUTOLI, fantavín úr 5 góð gjafavín TEXTI STEINGRÍMUR SIGRURGEIRSSON Ís le ns ka s ilf ri ð á ve is lu bo rð fa gu rk er a G ul ls tö r. H ö nn uð ur G un na r B er nh ar d ERNA gull- og silfursmiðja Skipholti 3 – sími 552 0775 Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 – www.erna.is Á rs sk ei ð 2 00 3 hö nn uð ur S te fá n S næ bj ö rn ss o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.