Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 10
m 10 TODDÝ Toddý er drykkur sem kallar upp mynd af bresku hefðarfólki sem sýpur pent og ræðir um hversu „awfully cold“ það hafi verið í vetur. 6 cl viskí, romm eða annað áfengi 1 msk púðursykur eða hunang kanilstöng, sítrónusneið með negulnöglum múskat Látið sykur og áfengi í þykkt glas eða krús, sítrónusneið með negulnöglum, kanilstöng og fyllið upp með sjóðandi vatni. Múskati stráð yfir. Gunnar: Með krydduðum drykk eins og toddýinu mæli ég með ris a l’am- ande með mandarínuchutney. Sjóðið mandarínur án hýðis í sykursírópi uns sultað, maukið og smakkið til með dá- litlu af sítrónusafa og þá eruð þið komin með fyrirmyndarchutney án fyr- irhafnar. Lagið grautinn eftir ykkar smekk en gætið þess þó að hafa hann vel mjúkan með nóg af þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu. EGGNOGG Bandaríkjamenn fá sér margir eggnogg á jóladagsmorgun áður en pakkarnir eru opnaðir og svipaða hefð má finna í Svíþjóð. Hér er ein útgáfa með koníaki. 1 egg 1 msk sykur 3 cl koníak sjóðandi vatn Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Fyllið lágt glas eða krús að 2/3 af sjóðandi vatni, blandið koníak- inu út í og síðast eggjablöndunni. Stráið gjarnan múskati yfir. Gunnar: Súkkulaði, hnetur og möndl- ur. Verði ykkur að góðu. HEITT VISKÍ Hitið viskíið við vægan hita, sykrið með púðursykri eða hunangi og kryddið með negulnöglum, safa úr sítrónusneið og kanil. HEITT, KRYDDAÐ RAUÐVÍN Hitið vínið við vægan hita (ekki yfir 40°C eða svo) og kryddið með negul- nöglum, kanildufti og rúsínum. Gunnar: Þetta verður að vera svolítið jólalegt með. Ég sting upp á jóla- glöggsgele með eplakompotti og mascarponefroðu. Þetta gæti tekið nokkurn tíma en er þess virði. JÓLAGLÖGGSGELE 10 negulnaglar 8 kardimommur 1 stk vanilla 5 stk svört piparkorn 250 g sykur 4 appelsínur í bátum 4 epli í bátum 4 stk kanill ½ l eplasafi Sjóðið í u.þ.b. 1 klst. og bætið svo með 1 lítra af rauðvíni og 2 dl af dökku rommi. Þetta er besta jóla- glögg í heimi, enda kennt við drottn- inguna í Köben. Drekkið af þessu og gerið gele úr afganginum (ef einhver er). Þá þarf u.þ.b. 4. g matarlím á hvern dl af glöggi. Kælið og hakkið síðan þegar hlaupið hefur stífnað. Mascarponefroða 50 g sykur 325 g Mascarpone 100 g rjómi 100 gr mjólk 1 bl matarlím Byrjið á að leggja matarlímið í bleyti. Blandið því næst öllu saman og hrær- ið í yfir vatnsbaði. Bætið matarlíminu út í þegar hitinn í skálinni hefur náð u.þ.b. 45 gráðum. Hrærið þar til mat- arlímið er uppleyst. Hellið í rjóma sprautu og setjið tvö hylki í. Kælið helst í 24 tíma fyrir notkun. Eplakompott Saxið epli og sjóðið í mauk ásamt dá- litlu af sykri og rúsínum. Smakkið til með sítrónusafa rétt áður en komp- ottið er borið fram. Gelið er sett á disk, eplakompottinu komið laglega yfir og mascarponefroðunni sprautað yfir. Því næst skal mylja yfir dálítið af piparkökum. ÞAÐ SEM HITAR STERK HEFÐ ER Í LÖNDUNUM Í KRINGUM OKKUR FYRIR HEITUM VÍNBLÖNDUM, EINKUM Í KRINGUM HÁTÍÐIR EINS OG JÓLIN. HVERNIG VÆRI AÐ PRÓFA T.D. TODDÝ EÐA HEITT RAUÐVÍN ÞEGAR KOMIÐ ER HEIM INN ÚR KULDANUM, MEÐ EPLAKINNAR EFTIR SLEÐAFERÐINA EÐA VERSLUNARRÁPIÐ? eggnog/súkkulaði & hnetur heitt rauðvín/jólaglöggsgeletoddý/heitt viský/ris a l’amande SKY NEWS PERNOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.