Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 39
m 39 Koníaksfyrirtækin hafa gengið í gegn- um mikið umrótsskeið á síðustu ára- tugum. Eftir gífurlega uppsveiflu, sem ekki síst byggðist á mikilli neyslu í Austur-Asíu, hrundi lúxusmarkaðurinn þar eystra samhliða öðrum mörkuð- um, og mörg koníakshúsin urðu að leita nýrra markaða. Sum reyndu að leggja áherslu á að hægt væri að neyta koníaks með óhefðbundnum hætti, t.d. í klaka á barnum eða sem hluti ef kokkteil. Önnur hús reyndu að breyta umbúðunum eða leita uppi nýja markaði. Stóru húsin hafa löngum verið allsráð- andi í koníaksheiminum en þeim hefur verið að fjölga litlu framleiðendunum á síðustu árum. Oft hefur verið um að ræða bændur er hafa árum og áratug- um saman selt stóru húsunum þrúgur eða eimað vín en aldrei selt fram- leiðsluna undir eigin nafni. Þessa þró- un má raunar einnig sjá á fleiri stöðum í Frakklandi, s.s. í Champagne og Bourgogne. JENSSEN FRÁ JENSEN Afbragðskoníak frá tveimur litlum framleiðendum hefur komið inn á ís- lenska markaðinn á þessu ári og komu fulltrúar frá þeim báðum hingað til lands nú í haust til að kynna fram- leiðslu sína. Í fyrsta lagi ber að nefna fyrirtækið Jenssen. Það eru Norðmenn sem standa að baki fyrirtækinu. Norskur auðmaður, Per Egil Jensen keypti bú- garðinn Le Maine Pertubaud í Grande Champagne árið 1999 og hóf fram- leiðslu. Hún er ekki stór í sniðum og stefnt að því að hún verði það aldrei. Þvert á móti er ætlunin að leggja áherslu á gæði en ekki magn. Þegar framleiðslan er lítil er hægt að nostra við hvern dropa í víngerðinni, eiming- unni og í því langa þroskaferli sem síðan tekur við. Jenssen framleiðir einungis eitt koníak og er það í flokknum XO og þau ger- ast ekki mikið betri. FRANCOIS VOYER Örlítið stærri framleiðandi, en samt agnarsmár á mælikvarða Cognac, er Francois Voyer. Hann á 28 hektara af vínekrum í Grande Champagne og heildarframleiðslan nemur um 80 þús- koníak und flöskum á ári, sem þykir ekki mik- ið hjá stóru húsunum sem selja millj- ónir flaskna árlega. Voyer-fjölskyldan hefur rekið fyrirtæki sitt frá árinu og er það markmið Voy- ers að starfa áfram sem sjálfstæður framleiðandi. Líkt og margir smærri framleiðendur leggur Voeyr áherslu á að vara hans skeri sig úr hvað gæði varðar. Þannig eru vínin yfirleitt helm- ingi eldri en reglur kveða um að þau séu að lágmarki til að þau megi flokka sem t.d. VSOP, Napoléon og XO. Koníak er og verður konungur „digestive“-drykkjanna, það er drykkja sem ætlað er að neyta að máltíð lokinni. Franska orðið „digestive“ þýðir raunar melting og vísar þar með til þeirra starfsemi sem drykknum er ætlað að aðstoða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.