Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 28
m 28 SÍTRUS-RAUÐSPRETTA MEÐ RÓSASÍRÓPSHLAUPI F. 4 (FORRÉTTUR) 400 g rauðspretta skorin í þunnar sneiðar safi úr 1 sítrónu og 1 límónu salt og pipar Rósasírópshlaup 2 dl af rósasírópi eru hitaðir. 2 matarlímsblöð eru leyst upp í köldu vatni og sett út í heitt sírópið. Kælt áður en hlaupið er skorið og rauðsprettan skreytt með hlaupinu ásamt fersku dilli Látið fiskinn liggja í nokkrar klukkustundir áður en hann er borinn fram. SÍTRÓNUSÍLD 500 g kryddlegin síld í bitum 1 rauðlaukur saxaður smátt 1 búnt saxað dill, ekki of fínt saxað 1 msk fínsaxað chili 1 msk saxað engifer 3 msk kóríander, saxaður safi úr tveimur sítrónum Öllu blandað saman. SINNEPSSÍLD 500 g kryddlegin síld í bitum 3 msk gróft balsamsinnep 1 fínt saxaður blaðlaukur 3 stk mandarínur hreinsaðar, hver bátur skorinn í þrennt 1 stórt rautt epli skrælt og skorið í litla bita 1 búnt graslaukur saxaður Öllu blandað saman. HEILSTEIKTUR FYLLTUR SÓLKOLI Heill koli, hryggurinn hreinsaður úr 200 g humarhalar 6 stk fersk basilikublöð 2 stk niðursoðin þistilhjörtu 1 krukka af Crema de peporoni salt og pipar Kolinn hreinsaður, kryddaður með salti og pipar eftir smekk. Humri, nið- urskornum þistilhjörtum, saxaðri basiliku og peporonimauki blandað saman og sett inn í kolann. Steikingartími 15 mín. við 180°C í ofni. SKELFISKUR Á BAKKA Bláskel kræklingur hörpuskel risarækja 2 stærðir úthafsrækja tamarinsoð salt Tamarinmassi er leystur upp í sjóðandi söltu vatni og er þá komið soð til að sjóða upp skelfiskinn. Gott er að sigta það fyrir notkun. Suðan er einföld, kræk- lingurinn og bláskelin opnast þegar þau eru tilbúin og rækjurnar skipta um lit. Helst þarf að varast að ofelda. Ef þurfa þykir má nota edik, aïole, eða jafnvel sinnep eða pesto sem ídýfu fyrir skelfisk- inn. TÚNFISKSALAT F. 4 (AÐALRÉTTUR) 800 g ferskur túnfiskur skorinn í ten- inga 1 fínt saxaður rauðlaukur Túnfisksalat Laxasmyrja Skelfiskur á bakka Sinnepssíld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.