Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 47
m 47 Gott nautakjöt er meyrt, safaríkt, bragðgott og kjörinn hátíðarmatur. Það er auðvelt að elda ef rétt er farið að. Bæði vöðva og steikur er betra að elda með fitu því þá verður kjötið mýkra og bragðmeira. Mikilvægt er að nautgripakjöt fái að meyrna. Gott er að geyma vöðvann innst í ísskápn- um í algjörlega þéttum umbúðum í nokkra daga, jafnvel viku. Meyrnun utan kælis er varasöm. Kjötsafinn, sem er í umbúðunum, gæti hafa misst ferskleika sinn eftir nokkra daga og þá er gott ráð að skola vöðvann lítillega úr ísköldu vatni og þerra svo kjötið áður en byrjað er að elda. Af hreinu kjöti, án beins, er algeng- ast að þurfi um það bil 250-300 gr á mann. Ef kjötið er með beini þarf mun meira magn, allt frá 380-500 gr á mann. Heilsteiking við lágan hita: Brúnið kjötið við háan hita, til að minnka safatap úr kjötinu og brúna fituna vel. Gott er að skera fína skurði eða tígla í fituna. Best er að brúna kjötið á pönnu en ef um stór stykki er að ræða má brúna það í ofni við hæsta hita (250°C). Þegar búið er að brúna kjötið er hitinn lækkaður í eldunar- hita og ofninn hafður opinn þar til þeim hita er náð. Mælt er með 80°C ofnhita. Við heil- steikingu er eindregið mælt með notkun kjöthitamælis (steikarmælis). Mælinum er stungið djúpt í vöðvann. Þegar mælir sýnir 50-55°C er kjötið „rare“, 55-60°C „medium rare“, 60- 65°C „medium“ og 70°C „well done“. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með kjöthitamælinum síðustu mínút- urnar svo nautakjötið verði ekki of- eldað. Ef mælirinn sýnir 78°C er kjöt- ið ofsteikt og þurrt. Gott er að taka á kjöthitamælinum (án þess að brenna sig) og færa hann til í kjötinu, inn- ar/utar til að fullvissa sig um að þið hafið hitastigið í miðju vöðvans. Þegar réttum hita er náð í kjötinu er hitinn í ofninum lækkaður í sama hitastig. Þannig má kjötið vera í ofn- inum í allt að klukkustund. Heilsteik- ing við lágan hita í lengri tíma gerir kjötið mýkra og safaríkara. Þessa að- ferð er einnig hægt að nota við steik- ingu á steikarsneiðum. Þá þarf mun skemmri tíma í ofninum eða um það bil 10-15 mínútur. Eftir heilsteikingu á vöðva er gott að leyfa nautavöðv- um að standa í 10-20 mínútur eftir að steikingu lýkur svo safinn fái tækifæri til að setjast til í kjötinu. Vefjið kjötið í hreina diskaþurrku eða álpappír svo það kólni ekki um of, hafa ber í huga að í þéttum álpappír heldur kjötið áfram að malla, því getur diskaþurrk- an hentað betur. 800 gr nautalund 300 gr kjörsveppir 2 stk laukur 0,5 l nautasoð 100 gr smjör Hitið ofninn í 220°C. Látið smjördeigið þiðna. Skerið kjötið í 4 jafnar steikur og brúnið á pönnu, kryddið með salti og svörtum pipar. Saxið sveppi og 1½ lauk smátt og brúnið á pönnu í smjöri (fyrst lauk, svo sveppi). Kryddað með salti, pipar og timian. Brauðraspi bætt í, síðan tekið af hitanum og látið kólna aðeins. Setjið ofan á steikurnar. Rúllið smjördeiginu aðeins út og skiptið í fjóra hluta. Steikurnar settar á ásamt lauk- og sveppamaukinu. Lokið deiginu (hafa samskeytin á deiginu undir), penslið með eggjarauðu. Fínsaxið það sem eftir er af lauknum, brúnið á pönnu ásamt græna piparnum. Kveikt í með koníaki, nautasoði og rjóma bætt á pönnuna og sjóðið niður um fjórðung. Sósan þykkt með sósujafnara og smökkuð til. Steikin sett í 220°C ofn í 7 mín., lækkið síðan hitann í 170-180° í 3-4 mín. Berið fram með kartöflum og grænmeti. salt og pipar timian 1/2 msk grænn pipar, grófmulinn 1 eggjarauða 100 gr brauðrasp koníak Nautakjöt um kynning hátíðarnar INNBÖKUÐ NAUTALUND MEÐ GRÆNPIPARSÓSU F. 4 Ýmsan fróðleik um nautakjöt er að finna á www.kjot.is • Enskur Jólabúðingur verð frá kr. 250 • Enskar ávaxta jólakökur verð frá kr. 995 • Ljúffengt enskt marmelaði, ávaxtasultur og margt fleira Klapparstíg 44, s. 562 3614

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.