Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 33
m 33 PÚNS FYRIR BÖRNIN sódavatn jarðarber í dós blandað djús klakar Blandið öllu saman og berið fram í gler- eða kristalskönnu! FRANSKAR KARTÖFLUR grænmetisolía stórar og myndarlegar kartöflur, skrældar og skornar niður djúpsteikingarpottur Skrælið kartöflur og skerið niður. Hitið olíu í potti og steikið kartöflurn- ar í áföngum Stráið Maldon-salti yfir og berið fram í pappír. OSTABRAUÐ mozzarellaostur franskbrauðsneiðar olía hveiti egg Skerið ostinn í þykkar sneiðar og tak- ið fram átta sneiðar af brauði, takið skorpuna af og skerið í fjóra teninga. Setjið hveiti á disk, vatn í skál og pískið eggið saman. Búið til samlokur úr brauðinu og ostinum, þrýstið vel saman og veltið upp úr hveiti, síðan úr vatni og leggið á disk. Hellið eggjahrærunni yfir og veltið bitunum upp úr eggjunum. Hitið olíu í potti og djúpsteikið, þerr- ið á eldhúspappír og komið með þetta syngjandi inn í stofu. KÁTUR KJÚKLINGUR FYRIR ÓMÓTSTÆÐILEG BÖRN Dóttir mín fimm ára spurði einu sinni: „Hvenær verður hægt að kaupa kjúk- ling með sex leggjum?“ Ég sagðist bara ekki vera alveg viss! En hér kem- ur uppskrift að marineruðum vængj- um. kjúklingaleggir límónur Maldon-salt Krydd lífsins (frá Pottagöldrum) Marinerið kjúklingana. Kreistið lím- ónur yfir kjúklinginn og stráið vel af salti og kryddi lífsins yfir. Geymið í kæli í tvær klukkustundir. Leggið kjúklingana í gott fat og steikið þá í klukkustund. SÚKKULAÐIBÚÐINGUR 200 g dökkt súkkulaði 100 g smjör 3 eggjarauður 75 g sykur 3 dl þeyttur rjómi Bræðið súkkulaði og smjör í vatns- baði og kælið örlítið. Hrærið saman eggjarauðum og sykri þar til hræran er létt og ljós. Blandið varlega súkku- laðinu saman við eggjahræruna og leyfið börnunum að sleikja afganginn af súkkulaðinu. Þá er þeyttum rjóma blandað varlega saman við herleg- heitin, sett í hjartalaga form og kælt í tvo tíma. BLEIK MARENGSBOMBA 5 egg 250 gr sykur ½ tsk salt 1 tsk vínedik 1 tsk kartöflumjöl rauður matarlitur Hrærið eggjahvítur vel og vandlega og bætið sykrinum varlega út í. Hrærirð vel og lengi, bæti van- illudropum út í ásamt salti. Þegar marengsinn er tibúinn blandið þá ediki og kartöflumjöli saman við og að lokum matarlitnum. Smyrjið á plötu með smjörpappír og bakið við 170°C í 45-50 mín. Slökkvið á ofn- inum og látið kökuna kólna í ofn- inum. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum og bræddu súkkulaði. Stingið þremur stjörnuljósum í kök- una, setjið á ykkur rósóttan hatt og berið kökuna fram með bros á vör. Það er ekkert víst að börnin séu orðin södd, svo þið getið t.d. hlaupið fram í eldhús, brætt súkkulaði og búið til fondú með ávöxtum, því þið megið ekki gleyma einu, börn elska súkku- laði. Flestir foreldrar kannast við það að börn hafi súkkulaðinef, það er al- veg sama hvar súkkulaðið er geymt, súkkulaðinefið finnur það alltaf. Kom- ið því börnunum ykkar á óvart, látið súkkulaðið á áberandi stað og sjáið hvað gerist. Við verðum nefnilega að hafa það í huga að ástæðan fyrir því að börn og fullorðnir borða súkkulaði er sú að þau vita ekki hvað annað á að gera við það. Góða skemmtun. „HVERNIG VÆRI AÐ DEKRA VIÐ BÖRNIN OKKAR OG HALDA FYRIR ÞAU VEISLU?“ Pökkum skynseminni niður í skúffu og gleymum hollustunni örlitla stund en ef þið eigið erfitt með það þá er nú svo sem hægt að láta t.d. jarðarber fylgja súkkulaðibúðingnum, þá fá börnin að minnsta kosti ávexti meðan á dekrinu stendur. Matseðillinn á eftir að kæta börnin, þetta verður dekurstund og þau verða svo södd og sæl eftir átið að þau hreyfa engum mótmælum þegar þið tilkynnið rjóð í vöngum að veislan sé búin. Já og eitt að lokum – notið endilega sparistellið og kristalsglösin, þetta dót er hvort sem er aldrei notað! börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.