Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 334. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is N†TT KORTA TÍMABIL ERHAFI‹ Taktviss Steintryggur Slyngir slagverksleikarar leggja saman á nýjum geisladiski Fólk í fréttum Að láta lífið rætast | Hlín Agnarsdóttir ræðir um nýja bók sína Svartir englar | Ævar Örn Jósepsson segir frá nýrri gæpasögu sinni BókablaðMeð vindinn í seglin Los Angeles Lakers gengur allt í haginn um þessar mundir Íþróttir UNNT væri að auka verulega vel- ferðina í Danmörku með því að koma á eðlilegri samkeppni í ýmsum greinum verslunar, þjónustu og framleiðslu og lækka opinberan stjórnunarkostnað. Vill rík- isstjórnin, að að þessu verði unnið skipulega næstu sjö árin. Var þetta megininntakið í skýrslu Bendts Bendtsens, efnahags- og at- vinnulífsráðherra, um hagvaxt- arhorfur á næstu árum. Í henni seg- ir, að því er fram kemur í Jyllands-Posten, að í 65 greinum sé samkeppnin alls ónóg og valdi því, að danskir neytendur greiði 4% meira fyrir vöruna en neytendur í þeim Evrópuríkjum þar sem sam- keppnin er meiri. Hér muni 240 milljörðum ísl. króna. Stjórnunarkostnaður lækki um fjórðung Fram kemur, að stjórnunarkostn- aður í Danmörku, hjá ríki og sveit- arfélögum, er mikill en tækist að ná honum niður á það plan, sem algeng- ast er í öðrum ESB-ríkjum, mætti spara um 300 milljarða ísl. króna. Það þýddi hins vegar, að hann yrði að lækka um 25% fram til 2010. Leggur Bendtsen einnig áherslu á, að útflutningur aukist, þótt ekki verði nema um 2% fram til 2010. Stjórnin hefur það markmið, að 94.000 ný störf verði til á næstu sjö árum, og segir Bendtsen, að það sé forsendan fyrir því, að hægt verði að halda uppi núverandi velferðarkerfi. Samkeppni sögð alls ónóg VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, fagn- aði í gær úrslitum þingkosninganna á sunnudag sem styrktu mjög stöðu hans í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðu hins vegar að kosningabaráttan hefði ekki farið fram með sanngjörnum hætti. Fylgi Sameinaðs Rússlands, stærsta flokks stuðningsmanna Pútíns, og annarra bandamanna forsetans jókst mjög á kostn- að kommúnista og tveggja frjálslyndra flokka, Jabloko og Bandalags hægri aflanna. Síðarnefndu flokkarnir tveir fengu ekki nógu mikið fylgi til að þeim yrði út- hlutað þingsætum og er þetta í fyrsta sinn frá hruni Sovétríkjanna sem þeir fá ekki landskjörna þingmenn. Óttast eins flokks kerfi Pútín sagði að kosningarnar hefðu eflt lýðræðið í Rússlandi en eftirlitsmenn Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að kosningabaráttan hefði ekki farið fram á sanngjarnan hátt. Þeir sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa mis- notað ríkisfjölmiðlana og opinbert fé til að styðja stuðningsmenn Pútíns. Þingmanna- samkunda Evrópuráðsins komst að þeirri niðurstöðu að kosningarnar hefðu verið „frjálsar en alls ekki sanngjarnar“. Stjórn Bandaríkjanna kvaðst hafa áhyggjur af málinu og hvatti dúmuna til að koma á efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti for- seti Sovétríkjanna, kvaðst hafa áhyggjur af ósigri frjálslyndu flokkanna og sagði úrslit- in geta leitt til eins flokks kerfis líkt og í Sovétríkjunum á valdatíma kommúnista. Fjárfestar létu einnig í ljósi miklar áhyggjur af ósigri frjálslyndu flokkanna og sigri þjóðernissinna. Þeir sögðu að úrslitin gætu orðið til þess að hægt yrði á efnahags- legum umbótum í Rússlandi. Olga Kryshta- novskaja, virtur sérfræðingur í rússneskum stjórnmálum, lýsti úrslitunum sem pólitísk- um landskjálfta. „Lýðræðissinnarnir eru ekki lengur á þingi,“ sagði hún. „Lýðræð- ishreyfingin hefur verið eyðilögð.“ „Frjálsar en alls ekki sann- gjarnar“ Eftirlitsmenn gagn- rýna kosningabar- áttuna í Rússlandi Moskvu. AFP.  Nýr keisari/29 VOPNAÐ rán var framið í verslun Bónuss á Smiðjuvegi 2 laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Tveir menn, vopnaðir afsöguðum hagla- byssum og með andlitið hulið, rudd- ust inn um vöruafgreiðslu verslunar- innar eftir lokun og ógnuðu starfsfólki. Vöruafgreiðsludyr versl- unarinnar voru hálfopnar þar sem starfsmenn voru að ganga frá rusli, en mennirnir höfðu lagt bifreið sinni bak við ruslagám verslunarinnar og biðu færis. Fjögur ungmenni voru við störf í versluninni, tveir piltar og tvær stúlkur. Piltarnir voru í vöruaf- greiðslunni þegar ræningjarnir þustu fram með byssur á lofti og hrópuðu að um vopnað rán væri að ræða. Annar neyddi drengina inn á kaffistofu þar sem hann lét þá fara niður á hnén og hélt byssunni yfir höfði þeirra á meðan hinn hljóp inn í búðina þar sem stúlkurnar voru að ganga frá og lét greipar sópa. Eftir um fimm mínútur kom ræn- inginn aftur út í vöruafgreiðsluna með peningapoka og báðir hlupu út í bílinn. Annar starfsmannanna hljóp þá á eftir og gat gefið lögreglu grófa lýsingu á bílnum. Þakklát fyrir að vera á lífi Lögreglan hóf þegar umfangs- mikla leit að mönnunum og voru öll lögregluembætti á höfuðborgar- svæðinu virkjuð í þeirri leit. Um hálfri klukkustund eftir að ránið var tilkynnt stöðvaði lögreglan í Reykja- vík bifreið á Hafravatnsvegi er svip- aði til lýsingarinnar og handtók tvo menn sem í henni voru. Í bifreiðinni fundust tvær afsagaðar haglabyssur, haglaskot og peningar í poka merkt- um Bónus. Mennirnir voru þegar fluttir í fangageymslur lögreglunnar í Kópavogi og yfirheyrðir. Starfsfólk Bónuss var í miklu upp- námi og geðshræringu og verður því byssu,“ sagði einn starfsmanna. Einn heimildamaður Morgun- blaðsins sagði rán sem þetta bera vitni harðari raunveruleika eitur- lyfjaheimsins þar sem hart er gengið að fólki við rukkun á eiturlyfjaskuld- um. „Þessi mál verða sífellt harðari.“ veitt áfallahjálp. Sagðist það þakk- látt fyrir að vera á lífi og um leið í losti yfir því að hafa staðið augliti til auglitis við skotvopn á Íslandi. „Það er eins og svona rán séu komin í tísku, en maður bjóst ekki við að menn kæmu og ógnuðu manni með Starfsmönnum ógnað með hlaupstýfðum haglabyssum í Bónus á Smiðjuvegi Látnir krjúpa á kné með byssuhlaup yfir höfði sér Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan í Reykjavík handtók mennina á Hafravatnsvegi. Fjölmennu liði var stefnt á staðinn til aðstoðar lögreglumönnum sem fundið höfðu bílinn, þar sem tilkynnt var að mennirnir væru vopnaðir. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn rannsaka vettvang við vörumóttökudyrnar þar sem mennirnir ruddust inn vopnaðir hlaupstýfðum haglabyssum. Tveir ránsmenn handteknir á Hafravatnsvegi hálftíma síðar JÓHANNES Jónsson, forstjóri Bónuss, segir ránið sér mikið áfall. „Þetta er nýtt fyrir okkur og við þurfum að taka á því og læra að lifa með þessu.“ Jóhannes segir að ekki hafi verið farið að fullu eftir öryggisreglum. „En það er nú þannig að þegar ekkert gerist verða menn kærulausari. Þetta verður til þess að það verð- ur tekið á öryggismálum. En það er náttúrlega skelfilegt að geta búist við vopnuðu ráni á okkar friðsæla landi. Ég er búinn að vera við þessa matvöruverslun í fjörutíu ár og aldrei upplifað þetta fyrr. Þetta verður til þess að reglurnar verða hertar og gengið ríkar eftir því að þeim verði fylgt. Ég er samt alsæll, þrátt fyrir allt, að enginn skyldi verða fyrir tjóni. Það er fyrst og fremst sorglegt að svona skuli gerast.“ Reglur hertar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.