Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VOPNAÐ RÁN Í BÓNUS Vopnað rán var framið í verslun Bónuss á Smiðjuvegi. Tveir menn vopnaðir afsöguðum haglabyssum og með andlit hulið ógnuðu starfs- fólki og neyddu það til að láta af hendi peninga og héldu á brott. Um hálfri klukkustund síðar stöðvaði lögreglan bifreið og handtók tvo menn. Í bílnum fundust tvær afsag- aðar haglabyssur og peningar í poka merktum Bónus. Tíu þúsund færslur Fyrrverandi aðalgjaldkeri Símans notaði samtals tíu þúsund færslur til þess til að hylja slóð sína en hann er grunaður um að hafa svikið 261 milljón króna út úr fyrirtækinu. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Sím- ans, segir rannsókn á svikunum hafa reynst vera flóknari og tímafrekari en menn óraði fyrir. Jón H. Snorra- son, saksóknari hjá efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra, segir að ekkert liggi fyrir um það hvort, hvenær og þaðan af síður hverjir verða ákærðir í málinu. Nýtt leiðakerfi Strætó Fimm stofnbrautarleiðir verða á höfuðborgarsvæðinu þegar nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður tekið í notkun á næsta ári og munu vagnar á þeim leiðum ganga á tíu eða jafnvel fimm mínútna fresti á álagstímum. Þá verður ökuleiðum fækkað úr 36 í 18 og gönguvegalengd að næstu bið- stöð lengist en biðtíminn styttist. „Alls ekki sanngjarnar“ Þingmannasamkunda Evr- ópuráðsins komst að þeirri nið- urstöðu að kosningarnar í Rússlandi hefðu verið „frjálsar en alls ekki sanngjarnar“, og sökuðu alþjóðlegir eftirlitsmenn stjórnina í Kreml um að hafa misnotað ríkisfjölmiðla í kosningabaráttunni. Vladimír Pútín forseti fagnaði úrslitunum, sem styrktu mjög stöðu hans í neðri deild þingsins. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 13/14 Viðhorf 32 Erlent 15/17 Minningar 32/37 Heima 18 Bréf 40 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 41 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 20/21 Sport 44/47 Austurland 21 Kvikmyndir 48 Landið 24 Fólk 48/53 Daglegt líf 25 Bíó 50/53 Listir 26/27 Ljósvakar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Íþróttablaðið frá Íþrótta- og ólympíusambandi Ís- lands. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis- maður tók í gær upp málefni starfs- mannaleigna á fundi flóttamanna- nefndar Evrópuráðsins. Gagnrýndi Össur meint laga- og mannréttinda- brot sem þeim tengjast. Lagði hann til að nefndin tæki upp málefni starfsmannaleigna og brot þeirra á vettvangi Evrópuráðsins með það fyrir augum að samþykkt yrðu Evr- ópulög, eða tilskipun á vegum ESB, sem kæmi böndum á starfsemi þeirra. Össur segir að ástæða þess að hann tók málið upp séu atburðirnir við Kárahnjúka þar sem erlend starfsmannaleiga hafi virst brjóta bæði mannréttindi og samninga. Hann segir þetta vandamál vera að hreiðra um sig. „Í málmiðnaði hefur önnur portúgölsk starfs- mannaleiga starfað a.m.k. um tveggja ára skeið og maður verður þess var að í öðrum greinum eins og í iðnaðarlandbúnaði, t.d. við fram- leiðslu á svínakjöti, er svipað á ferð- inni. Þetta gerist allt undir nefinu á yfirvöldum án þess að nokkuð sé að gert. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir stjórnmálamanna og verkalýðs- hreyfingarinnar hreyfir félagsmála- ráðherra sig ekki og vegna aðgerð- arleysis komast þessar starfsmanna- leigur upp með framferði sitt og eru þó klárlega, að mínu viti, utan við lög og rétt.“ Formaður flóttamannanefndar- innar fól Össuri í gær að leggja fram á næsta fundi formlega tillögu um rannsókn á starfsmannaleigum. Starfsmannaleig- ur gagnrýndar SAMIÐN kynnti kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrir Samtökum atvinnulífsins í gær. Sam- iðn vill gera samning til tveggja ára og að almennar launabreytingar skili 3% kaupmáttaraukningu á ári og byrjunarlaun að loknu sveinsprófi verði 1.050 kr. á tímann eða tæplega 182 þúsund kr. á mánuði. Innan Sam- iðnar eru tuttugu aðildarfélög, meðal annars í byggingariðnaði, málmiðn- aði, bílgreinum, hársnyrtigreinum, garðyrkju og netagerð. Meðal annarra krafna má nefna að tryggja áframhaldandi 0,4% framlag í séreignasjóð og hækka framlag at- vinnurekenda í lífeyrissjóð í áföngum til jafns við opinbera starfsmenn. Einnig eru gerðar kröfur um að bæta réttindi félagsmanna til að sækja endurmenntun í vinnutíma, að fram- lög í endurmenntunarsjóð hækki og að veikindaréttur og orlofsréttur verði bundinn við starfstíma í starfs- grein. Einnig er gerð krafa til þess að réttur starfsmanna til að gera vinnu- staðasamninga verði tryggður og að verkalýðsfélög fái beina aðkomu að gerð vinnustaðasamninga. Hvað varðar þátttöku erlendra starfsmanna er gerð krafa til þess að skráning erlendra starfsmanna á ís- lenskum vinnumarkaði verði betur tryggð og að þeir hefji ekki störf fyrr en þeir hafi fengið viðurkenningu á starfsréttindum. Einnig er þess krafist að form á launagreiðslum verði endurskoðað og tryggt verði að hægt sé að fá stað- festingu á að launagreiðslur fari fram, öll starfskjör séu gegnsæ og að aðkoma trúnaðarmanna að upplýs- ingum um ráðningarkjör og launa- fyrirkomulag sé skýr. Kostnaðurinn tæp 15% á tveimur árum Hagdeild ASÍ metur kostnað við kröfugerð Samiðnar til 8,38% á næsta ári og til 6% á árinu 2005 eða til 14,88% á tveggja ára samnings- tíma. Eingöngu er um að ræða mat á kostnaði vegna almennrar launa- hækkunar og hækkunar taxta en ekki lagt mat á kostnað vegna sér- krafna. Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Samiðnar, sagði, er hann var spurður um ástæðuna fyrir því að þeir vildu gera kjarasamning til tveggja ára, að ástandið væri þannig að þeir treystu sér ekki til að skoða samning til lengri tíma en tveggja ára í fyrstunni, en það færi að sjálf- sögðu eftir innihaldi samningsins hver niðurstaðan yrði. Ef fyrirvarar í samningagerðinni gengju upp þann- ig að hægt yrði að tryggja kaupmátt- arauka og fullt atvinnustig þeirra fé- laga myndu þeir endurskoða samningstímann. Finnbjörn sagði að þeir litu á þetta sem sameiginlegt verkefni sem fram- undan væri og þyrfti að leysa og sér litist ekki illa á komandi viðræður um nýja kjarasamninga. Samningar væru lausir í lok janúar og markmið þeirra væri að vera komnir með nýj- an samning í hendurnar fyrir þann tíma. Um kröfuna um hækkun lág- markslauna sagði Finnbjörn að þeir hefðu ekki verið nógu vel á verði hvað þau snerti. Þau hefðu ekki fylgt launaþróuninni nægilega vel og því væri komið allt of mikið bil á milli raunlauna og lágmarkslauna. Þótt um háar prósentur væri að ræða kostaði þetta atvinnulífið ekki mikið. Þeir væru einfaldlega að tryggja að ekki yrði hægt að misnota þessi lág- markslaun. Búum ekki til kaupmátt í kjarasamningum Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki sé mikið um þessa kröfugerð Sam- iðnar að segja á þessu stigi. Þessi kröfugerð sé ívið hærri varðandi al- menna hækkun en kröfur frá verka- mannafélögunum en jafnframt sé horft til styttri samningstíma. Aðspurður um þá kröfu að samn- ingarnir skili þrjú prósent kaupmátt- araukningu á ári sagði Ari: „Það er svo sem öllum ljóst að við búum ekki til kaupmátt í kjarasamningunum heldur byggist hann á þeim árangri sem næst í atvinnulífinu og reynslan sýnir að okkur hefur gengið betur að bæta við kaupmáttinn þegar pró- sentuhækkanir hafa verið hóflegar.“ Samiðn kynnir kröfugerð og vill gera kjarasamning til næstu tveggja ára Launahækkanir skili 3% kaupmáttaraukningu á ári Morgunblaðið/RAX ÓDÝRARA er að fylgja ráðlegg- ingum um hollt mataræði og borða 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag en að velja mat í samræmi við algengar neyslu- venjur Íslendinga. Þannig er holl- ustumatur að meðaltali 10,2% ódýrari en matur sem tekur mið af meðalneysluvenjum Íslendinga að því er fram kemur í könnun Mann- eldisráðs og verðlagseftirlits Al- þýðusambands Íslands. Í könnuninni eru bornar saman tvær matarkörfur, sem veita jafn- margar hitaeiningar. Í annarri körfunni, hollustukörfunni, er mat- ur í samræmi við ráðleggingar Manneldisráðs, en í hinni körfunni eru vörur í samræmi við með- alneyslu samkvæmt könnunum Manneldisráðs á neysluvenjum á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðunum kosta vörur í hollustukörfunni 13.828 kr. á mann á mánuði, en 15.399 kr. þegar meðalkarfan er skoðuð. Fram kemur meðal annars að um fjórðungur af matarútgjöldum samkvæmt meðalneyslunni er vegna kaupa á sælgæti, sæta- brauði, kexi og gosdrykkjum, en einungis um 5% í hollustukörfunni. Því má bæta við að samkvæmt meðalneyslunni eyðir hver maður samanlagt 76 kr. til kaupa á græn- meti, ávöxtum og kartöflum á dag, en í sælgæti og gos er eytt 94 kr. á dag. Ef fylgja á ráðleggingum um að neyta 500 gramma af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag kostar það 125 krónur, samkvæmt könn- uninni. Óhollur matur algengari og dýrari                                                    !!      "# $ %&&           !       "       #     '%'   $%&'  ()*$  (+(&  ()$'  +,)$  ++'&  ++%)            '*+&  (%'%  '%,,  +-%  +&+,  %*,  +$,& 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.