Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ota frá Icelandair er ný- lega komin úr hnatt- reisu fyrir sænska Bingó-lottóið. Flogið var með vinningshafa í þessa hnattferð eftir um árs und- irbúning hjá Loftleiðum leiguflugi sem bauð í verkefnið og fékk. Flug- stjóri var Tómas Dagur Helgason og fyrsta flugfreyja Björg Jónasdóttir og sögðu þau ferðina hafa verið að sumu leyti erfiða en hún gengið að óskum og verið sérstök og skemmti- leg reynsla. Ferðin hófst í Gautaborg laug- ardaginn 1. nóvember og lauk þar undir lok nóvember. Loftleiðir leigu- flug skipulagði ferðina í samvinnu við sænsku ferðaskrifstofuna Ask Mr. Nilsson og leigði TF-FIN, B757-200 þotuna Bryndísi frá Ice- landair til ferðarinnar. Unnu ýmsar deildir Icelandair einnig að und- irbúningnum og á hverjum flugvelli sem staðnæmst var á fengu flug- mennirnir flugáætlun frá flug- umsjón Icelandair á Keflavík- urfluvelli. Gríðarlegur undirbúningur „Það kom kannski einna mest á óvart hversu gríðarlegs undirbún- ings svona ferð krefst, hversu marg- ar deildir koma þar við sögu,“ sagði Björg Jónasdóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Undir það tók Tómas Dagur sem segir að það krefjist sérstakts undirbúnings hjá flugmönnum að fljúga um slóðir sem þeir hafði ekki farið um áður. „Til að undirbúa ferðina sem best heimsótti ég bæði British Airways og Cargolux til að fá sem gleggstar upplýsingar, kort og annað um ókunn svæði og flugvelli sem við höf- um ekki farið til áður.“ Þá þurfi einnig að semja við aðila á öllum viðkomustöðum um af- greiðslu á vélinni, kaup á eldsneyti og matvælum og annarri þjónustu en frá því var gengið áður en lagt var af stað. Nokkuð af birgðum var tekið með frá Íslandi og ýmsir vara- hlutir og búnaður fyrir vélina. Með í för var Erling P. Erlingsson flug- virki sem sá um að yfirfara vélina í hverri höfn og skoða hana. Aðrir í áhöfn voru Gunnar Örn Hauksson flugmaður, flugfreyjurnar Guðrún Valgarðsdóttir, Birna Katrín Sig- urlaugsdóttir og Tinna Sigurð- ardóttir og Axel Guðmundsson flug- þjónn. En var ekki áhugi hjá mörgum að komast í svo áhugavert verkefni? Sama fólkið allan tímann „Þeir voru kannski ekki eins margir og maður gat ímyndað sér,“ segir Björg. „Það var farið fram á góða sænskukunnáttu eða í skandin- avísku og ýmis önnur skilyrði og svo geta ekki allir komið því við að vera næstum því mánuð í burtu. Þegar áhöfnin hafði verið valin hittumst við öll tvisvar áður en lagt var upp til að undirbúa okkur.“ Þau Björg og Tómas eru sammála um að þetta hafi verið sérstök reynsla og segja ferðina að mörgu leyti hafa verið erf- iða. „Það er sérstakt að fara af stað með flugvélina og farþegana og halda síðan alltaf áfram á næsta áfangastað með sömu vél sem beið meðan við hvíldumst og farþegar skoðuðu sig um og sama fólkið, bæði í áhöfn og farþega,“ segir Tómas Dagur. „Venjulega fljúgum við út og heim með sömu áhöfn en nýjum far- þegum og í Ameríkufluginu fljúgum við út með eina vél og tökum aðra vél heim með öðrum farþegum eftir stutt stopp og í næstu ferð er enn önnur vél og enn aðrir í áhöfn. Það er því ný reynsla að ferðast og starfa með sama fólkinu allan tímann og við svona verkefni reynir mjög á allt samstarf. Það tókst hins vegar með miklum ágætum og engin alvarleg vandamál komu upp, hvorki varð- andi vél né áhöfn og eini vandinn með farþega var að skilja varð eftir hjón á einum stað vegna matareitr- unar.“ Flugstjórinn í mörgum hlutverkum Björg segir að þar sem ferðin var svo löng um ókunna viðkomustaði hafi þurfi að skipuleggja vel öll inn- kaup og matseðil fyrir hvern legg og þar hafi sænska ferðaskrifstofan lagt fram ákveðnar hugmyndir sem unnið var út frá. Síðan hafi á hverj- um stað þurft að ganga frá greiðslum vegna þjónustu sem keypt var fyrir vélina og það hafi Tómas Dagur séð um. „Hann var því í margs konar verkefnum auk þess að vera flugstjóri því hann var gjald- keri og skrifstofumaður og stuðpúði fyrir okkur í áhöfninni allan tím- ann.“ Flugleggirnir voru mislangir og tímamismunurinn var á alla enda og kanta. „Þá var gott að hafa klukkuna í vélinni sem sýnir alltaf GMT og unnum við út frá henni,“ segir Tóm- as. „Þegar mismunurinn var orðinn 10, 12 eða 13 tímar vorum við hætt að henda reiður á því hvaða dagur var eða hvað tímanum leið en þarna var fastur punktur sem við gátum unnið út frá.“ Þau sögðu það hafa verið sérstæða reynslu að fara yfir daglínuna þegar skrúfa þurfti klukk- una 23 tíma afturábak – og öllu meiri verði tímaruglingurinn varla á mönnum. Í fylgd með herþotum Og í Suður-Afríku voru móttök- urnar sérstæðar, tvær herþotur flugu upp að vélinni þegar hún var komin í lofthelgi landsins – og fékkst raunar leyfi til að fljúga um æfing- arsvæði hersins – og flugu með henni í um 15 mínútur. Sögðu þau Björg og Tómas að það hefði öllum þótt tilkomumikið, áhöfn og farþeg- um og líka flugmönnum herþotn- anna. Þota frá Icelandair í hnattflugi fyrir sænska ferðaskrifstofu í samvinnu við Loftleiðir leiguflug Erfið ferð en skemmti- leg reynsla Tvær þotur frá flughernum í Suður Afríku tóku á móti íslensku þotunni þegar hún kom í lofthelgi landsins. Hér er áhöfnin í stiga við þotuna í Phuket í Taílandi. Efstur er Erling P. Erlingsson flugvirki, þá Tómas Dagur Helgason flugstjóri og Björg Jón- asdóttir flugfreyja, næstar eru flugfreyjurnar Guðrún Valgarðsdóttir og Birna Katrín Sigurðardóttir og síðan þau Gunnar Örn Hauksson flug- maður, Tinna Sigurðardóttir flugfreyja og Axel Guðmundsson flugþjónn. Tinna Sigurðardóttir og Per Er- iksson, forstjóri sænska Bingó- Lottósins, bera birgðir inn í vélina.                                                       !      "  # $#   % &  '      ()*+ #   "  # FERÐIN hófst í Gautaborg og þaðan lá leiðin til Dubai þar sem staðnæmst var í sólar- hring, til Bangkok í Taílandi þar sem einnig var dvalið í sól- arhring og svo til Phuket, einnig á Taílandi, en þar var fjögurra daga dvöl. Eftir það var haldið til Singapúr og þar var sólarhringsstopp, til Sydn- ey þar sem dvalið var í tvo daga, til þriggja daga dvalar á Tahítí með viðkomu í Auck- land vegna eldsneytistöku, til Páskaeyjar þar sem var staldrað við í 11 tíma til elds- neytistöku og áhafnarhvíldar, og síðan til Brasilíu. Fyrst til Iguazu þar sem viðdvölin var 11 tímar og síðan Rio de Jan- eiro þar sem var tveggja daga uppihald. Þaðan var svo hald- ið yfir Atlantshafið til Suður- Afríku með viðkomu í Wind- hoek í Namibíu vegna elds- neytistöku. Fyrst var dvalið í Kruger í tvo daga dvöl og síð- an haldið til Höfðaborgar en þar var einnig tveggja daga dvöl. Síðasti áfanginn var síð- an til Gautaborgar með við- komu í Accra í Gana til að taka eldsneyti. Í Höfðaborg bættist í hópinn aukaáhöfn fyrir lokaflugið, Gunnar Arthursson flugstjóri, Guðrún Clausen flugfreyja og Kristján Steinsson flugþjónn, sem flugu með lokaáfangann heim en strangar reglur eru um hámarks flugvakt og hvíldartíma. Flugtíminn var alls 73 klukkustundir og ferð- in 54.950 km. Yfir 54 þús- und km flug RON Davis, upphafsmaður Davis-kerfisins fyrir lesblinda, hélt fyrirlestur á listahátíð lesblindra á sunnudag og ræddi þar bæði sögu kerfisins og kom einnig inn á hvernig myndræna hugsunin sem hann segir orsök lesblindunnar er mikilvæg þegar kemur að listum. „Hann sagði hreinlega að hann gæti ekki ímyndað sér afburðamenn í listum eða afburða- mann í íþróttum, eða stærðfræði án þess að þeir byggju yfir náðargáfu lesblindunnar,“ segir Axel Guðmundsson, Davis-leiðbeinandi og einn af for- svarsmönnum vefsíðunnar Lesblind.com, sem stóð fyrir listahátíðinni. „Þátttakan var líklega eitthvað um 200 manns, sem ég tel góðan árangur miðað við allt annað sem er í gangi á aðventunni,“ segir Axel. „Þetta gekk eiginlega alveg frábærlega vel.“ Bæði fullorðnir og börn mættu og hlustuðu m.a. á Ron Davis, Axel Guðmundsson, eina íslenska Davis-leiðbeinand- ann og Valgerði Snæland, skólastjóra Smáraskóla. Í anddyri Háskólabíós var sett upp sýning þar sem lesblindir listamenn sýndu verk sín, og segir Axel það hafa tekist mjög vel. Axel segist finna fyrir miklum áhuga á þessu kerfi hér á landi, og segir Ísland hafa tekið forystu í heiminum í notkun þess í grunnskólum, en um 6% grunnskóla landsins, 12 skólar, hafa tekið upp kerfið, og er það hærra hlutfall en í nokkru öðru landi. Það eru kennararnir sjálfir sem leiða breyt- inguna, og að sögn Axels er mikil ánægja meðal þeirra kennara sem hafa prófað það. „Við reiknum með að þetta hlutfall fari upp í 10 til 20 prósent næsta vetur, ég er bjartsýnn með 20 prósent en er öruggur með 10 prósentin,“ segir Axel. Hann segir að áætlaður kostnaður við að innleiða kerfið í skólakerfið í heild sinni sé með öllu um 60 milljónir króna, og segir það góða fjár- festingu. Áskorun fyrir skólana Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri Smáraskóla í Kópavogi, segir Davis-kerfið muni breyta miklu fyrir skólana og starfsfólk þeirra, en hún hélt fyrirlestur á listahátíðinni. Aðferðirnar sem beitt er til að hjálpa lesblindum geta einnig gagnast þeim sem eru ofvirkir eða með athygl- isbrest, og er það alls ekki síðra, segir Valgerður. Eitt af því sem Valgerður segir jákvæðast við þetta kerfi er að með þessu er verið að snúa áliti manna á lesblindu á haus, í stað þess að vera galli verður hún kostur, hæfileiki sem hægt er að nýta. Ron Davis ávarpaði vel sótta listahátíð lesblindra á sunnudag Myndræn hugsun lesblindra mikilvæg í list Morgunblaðið/Sverrir Ron Davis, höfundur bókarinnar Náðargáfan lesblinda, ræddi myndræna hugsun. NIÐURSTÖÐUR sérstakrar rann- sóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði eru væntanlegar en að sögn formanns nefndarinnar, Sig- urðar Líndal lagaprófessors, er erf- itt að tímasetja það nánar. Hefur Sigurður lokið 160 síðna skýrslugerð og er hún til þýðingar fyrir erlenda nefndarmenn. Að fengnum athuga- semdum frá þeim verður skýrslan send nokkrum aðilum til andmæla. Nefndin var skipuð fyrir um ári af Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra. Var henni ætlað að rannsaka frekar flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Aðrir í nefndinni eru Kjartan Norðdahl, flugstjóri og lög- fræðingur, eftirlitsmaður frá Dan- mörku og ráðgjafar frá Noregi og Bandaríkjunum. Flugslysið í Skerjafirði Styttist í niður- stöðu rann- sóknarnefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.