Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 20

Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Kerruljós Keflavík | „Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar voru hluti af mínum uppvexti. Alltaf á föstunni var hlustað á lestur Passíusálm- ana í útvarpinu og sumir lásu með í sínum bókum, sérstaklega móð- urafi minn. Það hafði ekki síður áhrif á mig þegar ég sat við sjúkrabeð hans löngu síðar, að hlusta á hann þylja upp pass- íusálmana þegar allt annað var honum horfið,“ sagði Sigurður Sævarsson, tónskáld í Keflavík, í samtali við Morgunblaðið en hann vinnur nú að smíðum á Hallgríms- passíu. Fyrir skömmu fékk Sigurður menningarstyrk frá Reykjanesbæ til þess að ljúka við gerð Hall- grímspassíu, sem hann hefur verið með í smíðum í rúm tvö ár. Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur fékk einnig styrk til að ljúka við skráningu ævisögu Guðríðar Sím- onardóttur, konu Hallgríms, og nýverið sendi Úlfar Þormóðsson frá sér sögulega skáldsögu um Tyrkjaránið. Blaðamaður spyr Sigurð um þennan áhuga á Hall- grími og Guðríði. „Fyrir utan mína persónulegu reynslu af Pass- íusálmunum þá held ég að saga þeirra og örlög veki áhuga. Fyrir mér eru Passíusálmarnir mjög merkilegt verk sem allir ættu að kynnast, einhverntímann á lífsleið- inni. Saga þeirra hjóna er stór hluti af menningararfi okkar Suð- urnesjamanna og ég held að við viljum halda honum á lofti,“ sagði Sigurður. Tónelsk fjölskylda Sigurður á ekki langt að sækja tónlistaráhugann. Sem barn sat hann á píanóbekk móður sinnar, Ragnheiðar Skúladóttur, og hlust- aði og horfði á hana spila. Píanó- leikur Ragnheiðar hafði þó ekki bara áhrif á Sigurð, því systkini hans tvö, Sigrún og Jóhann Smári starfa einnig við tónlist. „Ég fór nú bara þessa hefðbundnu leið í tónlistarnámi. Ég byrjaði að læra á blokkflautu þegar ég var 6 ára en fór svo að læra á fiðlu. Ég þótti hafa gott tóneyra og var því send- ur í fiðlutíma að beiðni skólastjór- ans,“ sagði Sigurður. Hann breytti svo yfir í saxófón á unglingsárun- um og endaði í söngdeildinni um tvítugt. Áttunda stigið kláraði hann í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík, hjá þeim Sigurði Dem- etz og Alinu Dubik og hélt að því loknu til Boston í framhaldsnám. „Ætlun mín var að einbeita mér að söngnum, mér fannst það brýnna aldursins vegna. Ég hafði hins vegar verið að fikta við tón- smíðar í Tónlistarskóla Reykjavík- ur og þar með var áhuginn vakinn. Ég tók því tónsmíðar og tónfræði samhliða söngnum í Boston og út- skrifaðist með mastersgráðu í söng árið 1996 og mastersgráðu í tónsmíðum ári síðar.“ Eftir heimkomuna fór Sigurður að kenna, bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík og fyrir árin tók hann sér árs leyfi frá stjórn Tónlistar- skóla Gerðahrepps til þess að sinna störfum skólastjóra Nýja tónlistarskólans, þar sem hann starfar nú samhliða tónsmíðunum. „Nú starfa ég með mínum gömlu kennurum sem mér fannst í fyrstu nokkuð einkennilegt.“ Sigurður segir að stykveitingin hafi verið mikil hvatning en að baki Hallgímspassíu er mikil vinna sem að mestu hefur verið unnin í kyrrþey. „Mesta vinnan hefur far- ið í styttingu á sálmunum og ég fékk við það góða aðstoð frá móð- urbróður mínum, Ólafi Skúlasyni. Ég hef að mestu leyti einbeitt mér að sögulega hluta sálmanna, en tek þó að einhverju leyti með út- leggingar Hallgríms á sögunni. Byggingin er ekki ósvipuð klass- ískri óperu, sagan stöðvast á með- an arían, eða í þessu tilfelli íhugun Hallgríms, er flutt,“ sagði Sig- urður, sem áður hefur unnið óperu upp úr bókmenntaverki, Z- ástarsögu eftir samnefndri skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur, sem frumflutt var á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2000. Hann segist sjá fyrir sér að Hallgríms- passía verði flutt á föstunni, þó ekki þeirri næstu, þar sem mikið verk sé enn óklárað og að gott sé að leggja verkið frá sér í einhvern tíma og skoða aftur með gagn- rýnum hug. Sérlegur aðstoðarmaður Undir lok viðtals sest Sigurður við píanóið, en þar fara tónsmíð- arnar fram. „Patentinum“ hefur verið komið fyrir á hljóðfærinu en það er standur sem faðir hans, Sævar Helgason, málari og lista- maður, útbjó fyrir Sigurð, þegar ljóst var að pappírsmagnið sem smíðunum fylgdi var of mikið fyrir píanóhilluna. Heimiliskötturinn Mjása kemur sér líka haglega fyr- ir á píanóbekknum, rétt eins og Sigurður gerði hjá móður sinni forðum. Að sögn Sigurðar er Mjása sérlegur aðstoðarmaður við smíðarnar, þótt heyrnarlaus sé. Henni finnst líka gaman að láta taka af sér myndir og stillir sér upp um leið og hún sér myndavél. Skýringuna er sjálfsagt að finna í því að Mjása fór með hlutverk dauða kattarins í kvikmyndinni „Didda og dauði kötturinn“ og kann því ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Sigurður Sævarsson tónskáld situr við að semja Hallgrímspassíu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sérlegur aðstoðarmaður: Heimiliskötturinn Mjása er listamaður eins og Sigurður tónskáld, hefur farið með hlutverk í kvikmynd. Sterk upplifun allt frá bernskuSandgerði | Meirihluti bæjarstjórnarSandgerðis leggur til að leiga í fé- lagslega íbúðarkerfinu hækki um 25% frá næstu áramótum. Leigan hækkar við það um 10 þúsund krón- ur á mánuði, í 51.510 krónur. Í tillögu meirihlutans sem kynnt var á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu kemur fram að fyrirhuguð hækkun er vegna halla á rekstri fé- lagsíbúðakerfisins. Í greinargerð kemur fram að húsaleiga hafi ekki breyst í langan tíma og leigan hafi verið og sé enn lægri en almennt leiguverð íbúða á svæðinu. Jafn- framt er lagt til að húsaleiga aldr- aðra í Miðhúsum verði samræmd leigu Búmanna. Þá er stefnt að því að breytingar á húsaleigu sem kenn- arar greiða og niðurgreiðslu hennar taki gildi 1. ágúst næstkomandi. Hækka húsaleigu um 25% ÁTTA bílar lentu í einni kös í Kaupvangsstæti ofan við mót Eyr- arlandsvegar eftir hádegi í gær. Þorsteinn Pétursson lögreglu- maður sem var á vettvangi sagði að ekki lægi fyllilega ljóst fyrir hver upptök árekstursins væru. Hann varð skömmu eftir útför frá Akureyrarkirkju og var margt manna á leið frá kirkjunni og var fjölda bíla lagt upp með Kaup- vangsstræti svo sem vani er þegar athöfn er í kirkjunni. Sagði Þor- steinn að svo virtist sem einn bílanna, sá fjórði í röðinni hefði stansað og sá fimmti lent aftan á honum. Við það hefði hrinan farið af stað og endað með því að átta bílar lentu saman. Að sögn Þor- steins voru bílarnir misjafnlega skemmdir, en allir lítið enda allir á lítilli ferð. „Það er dapurlegt til þess að vita að fólk sé að reyna að aka Gilið við þær aðstæður sem þarna voru, snjókoma og hiti við núllið,“ sagði Þorsteinn, en hann sagði bæjarbúa hafa um aðrar leið- ir að ræða til að komast leiðar sinnarmilli bæjarhluta, Brekku og miðbæjar. Morgunblaðið/Kristján Lögregla og bílaeigendur skoða verksummerki á bílastæði í Gilinu, þar sem átta bílar runnu saman í mikilli hálku. Átta bílar í einni kös SAMNINGUR um innleiðingu á sjúkraskrárkerfinu Sögu hefur verið undirritaður á milli Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og eMR hf. Fyrirhugað er að setja hugbún- aðinn upp á þremur deildum til að byrja með, barnadeild, bækl- unardeild og háls-, nef- og eyrna- deild. Með þessu er verið að stíga skref í þá átt að skráning sjúkra- upplýsinga verði á rafrænu formi. Með því að taka upp rafrænt sjúkraskrárkerfi ætlar stofnunin að bæta gæði heilsufarsgagna, en það leiðir til betri úrvinnslu- möguleika sem nýtast í rannsókn- arstarfi innan stofnunarinnar en ekki síður sem grunnur fyrir kostnaðargreiningu. Síðast en ekki síst mun þetta leiða til betri þjónustu við sjúk- linga segir í frétt á heimasíðu FSA. Um er að ræða útbreidda hug- búnaðarlausn sem er sérsniðin að þörfum heilbrigðisstarfsemi og því má gera ráð fyrir töluverðri vinnuhagræðingu hjá starfsfólki. FSA stefnir að því að vera í fremstu röð hvað varðar upp- byggingu á rafrænum upplýs- ingakerfum í heilbrigðisþjónustu og má í því sambandi nefna að stofnunin hyggst vera í stakk bú- in til að senda læknabréf rafrænt innan tíðar, fyrst heilbrigðis- stofnana á landinu. Stefnt að rafrænum læknabréfum innan skamms Jólatré stolið | Tilkynnt var til lögreglu á sunnudag að 150 sentí- metra háu jólatré hafði verið stol- ið, en það stóð utan við aðal- inngang að húsi við Klettaborg. Var jólatréð ljósum prýtt og eru allar upplýsingar um afdrif þess vel þegnar, segir í dagbók lög- reglu. Rúða var brotin | í tengibyggingu heimavistar MA um helgina. Sá er tilkynnti um verkið sagði fjóra drengi hafa komið þar að og einn þeirra sparkað í hurð með þessum afleiðingum. Þá var ekið á fjóra bíla sem stóðu við Bílasölu Toyota. Sá á framenda þriggja þeirra og frambretti þess fjórða. Lögregla biður þá sem geta gefið upplýsingar um þessi mál að hafa samband.       Tungumálakennsla| Auður Hauksdóttir, dósent við Háskóla Ís- lands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, flytur er- indi á fræðslufundi í kennaradeild Háskólans á Akureyri í dag, þriðju- daginn 9. desember. Í erindi sínu mun Auður fjalla um strauma og stefnur í tungumála- kennslu á grundvelli rannsókna sinna en doktorsverkefni hennar, sem hún varði við Kaupmannahafn- arháskóla 2001, laut að kennsluað- ferðum tungumálakennara og færni nemenda í dönsku. Fundurinn verð- ur haldinn í Þingvallastræti 23 stofu 24 og hefst kl. 16.15. SUÐURNES Sveitarfélagið Garður | Örnefna- nefnd mælir með nafninu Sveitarfé- lagið Garður þegar formi Gerða- hrepps verður breytt úr hreppi í bæjarfélag sem stefnt er að um ára- mót. Hreppsnefndin hafði spurst fyrir um möguleika á að taka upp nafnið Garður. Hreppsnefnd Gerðahrepps gerði ekki athugasemdir við þessa tillögu á síðasta hreppsnefndarfundi. Sam- þykkti hún að fela sveitarstjóra að vinna að því að ljúka málinu.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.