Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 24
LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyjar | Fundur var nýverið haldinn hjá Ægisdyrum, áhugafélagi um jarðgöng milli lands og Eyja. Rúmlega hundrað manns mættu á fundinn þar sem dr. Ármann Hösk- uldsson kynnti niðurstöður rannsókna á jarð- laginu þar sem hugsanleg göng yrðu grafin. Reyndar eru þetta ekki lokaniðurstöður en Ár- mann er nú farinn til Bandaríkjanna þar sem gengið verður frá skýrslu um málið. Margt athyglisvert kom fram í máli Ár- manns, m.a. nýjar hugmyndir um hvernig svæðið varð til. Miðað við frumniðurstöður er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að grafa göng milli lands og Eyja. Ingi Sigurðsson, formaður stjórnar Æg- isdyra, var mjög sáttur við fundinn. Ingi sagði að næsta skref stjórnar væri að þrýsta á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir frekari fjármögnun rannsókna. „Það skiptir höfuðmáli í þessu verkefni að fá þær áttatíu milljónir sem þarf til að klára rannsóknir strax enda hefur það verið gefið út að ákvörðun um framtíð- arsamgöngumáta við Vestmannaeyjar verður tekin á árinu 2005 og þá höfum við aðeins eitt sumar til að hafa jarðgöng með í þeim málum.“ Ingi leggur áherslu á það að ef af þessu verður þýði það ekki að ríkið þurfi að leggja til nokkra milljarða í verkefnið á einu bretti. Framlagið í Herjólf fari í göngin „Við höfum lagt þetta svoleiðis upp að fram- lagið sem fer í rekstur Herjólfs í dag fari í göngin. Síðan finnst okkur það sanngirnismál að sú upphæð verði hækkuð sem svarar bygg- ingu nýs Herjólfs, enda fer að koma tími á nú- verandi skip.“ Ingi segir það grundvallaratriði að málið sé vel kynnt og að göngin nýtist ekki aðeins Vestmannaeyingum. „Þetta stækkar at- vinnusvæðið á Suðurlandi til muna og verður þetta þriðja stærsta atvinnusvæði landsins á eftir Reykjavík og Reykjanesi.“ Spurður um hvað svona göng kosti segir hann að í útreikningum sínum sé gert ráð fyrir 20 milljörðum. „Annars skiptir ekki höfuðmáli hvort göngin kosta 17 eða 20 milljarða. Það sem skiptir öllu og er í raun grundvall- arforsenda þess að verkefnið gangi upp er að við fáum ríkisábyrgð á lánum. Þá er vaxtapró- sentan svo miklu lægri og hvert prósent í við- bót þýðir tíu til fimmtán ára seinkun á því að göngin borgi sig upp,“ sagði Ingi en áætlað er að þau borgi sig upp á fimmtíu árum. Stefna stjórnar Ægisdyra var frá upphafi að ná þúsund manns inn í félagið sem stofnfélaga og nálgast þau nú það markmið. Nú þegar eru 750 manns á félagsskrá en ennþá á eftir að ganga frá nokkrum félögum inn í skrána. Ingi er ekki alls kostar sáttur við frammistöðu þingmanna kjördæmisins en fyrirhuguðum fundi með þeim sem vera átti á föstudaginn hefur verið frestað. „Það hefur gengið mjög illa að fá fund með þingmönnunum,“ sagði Ingi og bætti við að það væri langt síðan þau báðu um fund með þingmannaliðinu. Víða jákvæð viðbrögð „Það eru ákveðnir þingmenn sem sýna þessu máli meiri áhuga en aðrir.“ Ingi sagði að það sem vakir fyrir þeim sé einfaldlega að fá þingmenn kjördæmisins til að beita sér fyrir þeim áttatíu milljónum sem þarf til að halda rannsóknum áfram. „Hins vegar höfum við fundið fyrir jákvæðum viðbrögðum víða úr kerfinu og meðal annars frá samgöngunefnd og samgönguráðherra sem hafa lýst ánægju sinni með stöðu málsins og hrósuðu félaginu fyrir það hvernig málið hefur verið kynnt,“ sagði Ingi að lokum. Talið mögulegt að grafa göng milli lands og Eyja Morgunblaðið/Sigurgeir Ingi Sigurðsson, fv. bæjarstjóri, flutti fram- söguræðu um möguleika á jarðgöngum. Sauðárkrókur | Í kvöld, þriðjudags- kvöldið 9. desember, munu nokkrir rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum á Kaffi Króki á Sauð- árkróki og hefst upplesturinn klukkan 20. Eftirtaldir rithöfundar lesa: Einar Kárason (Stormur), Guðmundur Steingrímsson (Áhrif mín á mannkynssöguna), Sig- urbjörg Þrastardóttir (Túlípana- fallhlífar), Vigdís Grímsdóttir (Þeg- ar stjarna hrapar) og Þorgrímur Þráinsson (Svalasta 7an). Aðgang- ur er ókeypis. Lesa úr bókum sín- um á Sauðárkróki Ísafjörður|Samkvæmt frum- varpi fjárhagsáætlunar Ísa- fjarðarbæjar fyrir næsta ár verður hallinn á bæjarsjóði 362 milljónir króna. Heildartekjur eru áætlaðar 1.844 milljónir en útgjöld 2.206 milljónir króna. Hæsti einstaki útgjaldaliðurinn er launagreiðslur, en 44% af öll- um útgjöldum Ísafjarðarbæjar fara í greiðslur launa. Fræðslumál fjárfrekust Þeir málaflokkar sem mest taka til sín í rekstri eru fræðslumál með 666 milljónir króna, æskulýðs- og íþróttamál 189 milljónir, félagsþjónustan 105 milljónir, umhverfismál og almannavarnir 153 milljónir króna og menningarmál 59 milljónir. Helstu verkefni bæjarins eru samkvæmt frumvarpinu fram- kvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði, bygging nýs íþrótta- húss á Suðureyri og kaup á nýrri slökkvibifreið. Sérstakt átak verður gert í malbikun gatna og vatnsveitu- og hol- ræsaframkvæmdum. Lokið verður við fyrsta áfanga í end- urbyggingu Ásgeirsbakka við höfnina, kaup á nýjum hafn- sögubáti og uppsetningu ör- yggisgirðingar og staura- bryggju í Sundahöfn. Afgreitt 18. desember Hefur bæjarstjórn þegar tekið frumvarpið til fyrri um- ræðu en það verður afgreitt á fundi bæjarstjórnar 18. desem- ber nk. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar Nær helm- ingur út- gjalda í launamál Hólmavík | Slagverkshópurinn Benda heimsótti nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík og Drangsnesi á dögunum. Heimsóknin var liður í verkefninu „Tónlist fyrir alla“, sem býður upp á árlega heim- sókn tónlistarmanna í skólana. Slagverks- hópinn Bendu skipa þeir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oo- osterhout. Dagskrá þeirra byggðist á ferð yfir heimshöfin, þar sem tónar fjölbreyttra slagverkshljóðfæra sem eru upprunnin frá ýmsum heimshlutum fengu að njóta sín. Óhætt er að segja að tónlistin hafi heillað nemendur sem áttu auðvelt með að ferðast í huganum og dilla sér í takt við tónlistina. Fjölbreytileiki hljóðfæranna og tónanna sem þau gáfu frá sér virtist óendanlegur og þannig héldu börnin óskiptri athygli þá 40 mínútna kennslustund sem tónleikarnir stóðu yfir. Á eftir höfðu tónlistarmennirnir nóg að gera við að gefa eiginhandarárit- anir og höfðu viðstaddir á orði að það væri ekki á hverjum degi sem slagverksleikarar stæðu í því að gefa eiginhandaráritanir. Ferðast í tónum Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Áhugasamir áheyrendur heilluðust af meðferð slagverkshópsins Bendu á slagverkshljóðfærum. Laugarvatn | Hefð hefur skapast fyrir því að tendra jólaskreytingar á Laugarvatni laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Þá skapast svolítið andrými hjá skóla- fólkinu sem er að undirbúa sig fyr- ir prófatörnina eftir að kennslu haustannarinnar lýkur. Heima- menn setja þá upp skreytingar á hús sín og garða. Kveikt er á trjám við Grunnskólann og í lundi Bjarna Bjarnasonar, fyrsta skólastjóra Héraðsskólans. Jólamarkaður kvenfélagsins er haldinn þennan dag og endað með því að kveikt er á skrautlýsingu á Héraðsskólanum og kertum fleytt á kyrrlátu vatninu við gufubaðið. Fjöldi fólks tók þátt að þessu sinni í kyrrlátu vetrar- veðri. Morgunblaðið/Kári Jónsson Jólin eru komin í listgalleríið á Laugarvatni og allt þorpið farið að skrýðast jólaljósum. Í galleríinu eru nú handunnir listmunir, sem tengjast jólunum, eftir fjölda listamanna víðsvegar af landinu til sýnis og sölu. Laugarvatn í jólafötin Flúðir|Flúðasveppir fengu umhverf- isverðlaun Hrunamannahrepps fyrir árið 2003 sem veitt voru á dögunum. Það voru hjónin Mildrid Steinberg og Ragnar Kristinn Kristjánsson sem tóku við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins. Í umsögn um- hverfisnefndar hreppsins segir að þau hjón séu vel að viðurkenning- unni komin enda sé umgengni við Flúðasveppi til fyrirmyndar. Viðurkenningin á að vera hvatn- ing til íbúa og fyrirtækja í Hruna- mannahreppi þar sem mikil mat- vælaframleiðsla fer fram og umgengni þarf að vera góð. Snyrti- legt umhverfi í hreppnum er einnig jákvætt fyrir ímynd svæðisins og á sinn þátt í að styrkja vaxandi ferða- mennsku. Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984 og eru þar framleiddir mat- sveppir fyrir innanlandsmarkað. Starfsmenn eru 25 og er þeim þakk- að fyrir sinn þátt í umhverfisverð- laununum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri og Ragnar Magnússon, for- maður umhverfisnefndar, afhentu verðlaunin sem eru útskorin plata með tákni fegurri sveita. Þetta var í fyrsta sinn sem umhverfisverðlaunin voru veitt og jafnframt var þetta fyrsta embættisverk Ísólfs Gylfa Pálmasonar sem sveitarstjóra Hrunamannahrepps. Flúðasveppir verðlaunaðir Umgengni við fyrir- tækið til fyrirmyndar Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mildrid og Ragnar hjá Flúðasveppum taka við umhverfisverðlaununum úr hendi Ísólfs Gylfa Pálmasonar, nýráðins sveitarstjóra Hrunamannahrepps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.