Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 29 Helsta niðurstaða þing-kosninganna í Rússlandiá sunnudag er að Vladímír Pútín stendur með pálmann í höndunum og getur gert nánast hvað sem hann vill á næsta kjörtímabili forsetans, að sögn sérfræðinga í rússneskum stjórnmálum. Úrslit kosninganna eru einnig mikill sigur fyrir tvo þjóð- ernissinnaða flokka, Frjálslynda lýð- ræðisflokkinn (flokk Vladímírs Zhírínovskís) og Föðurlandið (Rod- ína), nýjan flokk sem sagt er að hafi verið stofnaður að undirlagi ráða- manna í Kreml til að ná atkvæðum af kommúnistum. Þessi leikflétta virðist hafa heppn- ast fullkomlega því að fylgi komm- únista minnkaði um helming, nánast jafnmikið og samanlagt fylgi þjóð- ernissinnanna jókst. Tveir frjáls- lyndir flokkar guldu einnig afhroð og fengu ekki tilskilið fylgi, eða a.m.k. 5% atkvæðanna, til að þeim yrði út- hlutað þingsætum í dúmunni, neðri deild þingsins. Rússneska viðskiptadagblaðið Vedomostí sagði að kosningarnar mörkuðu tímamót í stjórnmálum Rússlands. „Þetta er í fyrsta sinn sem úrslit þingkosninga verða al- gjörlega í samræmi við áform Kremlverja,“ sagði blaðið. „Frið- samleg stjórnlagabylting getur nú átt sér stað í landinu.“ „Breytingar á stjórnarskránni verða jafnauðveldar og það að skera smjör með hnífi,“ sagði Vedomostí og spáði því að stuðningsmenn Pút- íns fengju tvo þriðju þingsætanna, sem nægir til að breyta stjórnar- skránni. Vladímír Prybolovskí, sérfræð- ingur í rússneskum stjórnmálum við Panorama-stofnunina, tók enn dýpra í árinni. „Pútín gæti tilnefnt bílstjóra sinn í embætti forsætisráð- herra og dúman myndi fallast á hann.“ Einkum er rætt um að stuðnings- menn Pútíns vilji breyta stjórnar- skránni þannig að hann geti gegnt forsetaembættinu lengur en til árs- ins 2008. Pútín var kjörinn forseti í mars 2000 og samkvæmt stjórnar- skránni getur hann aðeins gegnt embættinu í tvö fjögurra ára kjör- tímabil. Ennfremur er talið hugsanlegt að stjórnarskránni verði breytt til að herða tök forsetans á rússnesku hér- uðunum. Þingið kann til að mynda að sameina stjórnsýsluumdæmi og veita forsetanum vald til að skipa héraðsstjóra sem hafa hingað til ver- ið kjörnir. „Við þurfum keisara“ Talið er nánast öruggt að Pútín verði endurkjörinn með miklum yf- irburðum í forsetakosningunum á næsta ári, enda nýtur hann stuðn- ings um 80% þjóðarinnar samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum. „Niðurstaða þingkosninganna er fyrst og fremst sú að Pútín hefur í raun verið endurkjörinn,“ sagði Vjatsjeslav Níkonov, forstöðumaður rannsóknarstofnunarinnar Politíka. „Ég tel enga hættu felast í þessu. Pútín hefur margoft sagt að hann vilji ekki breyta stjórnarskránni. Ég trúi honum,“ sagði Níkonov. Nokkrum mánuðum eftir að Pútín varð forseti vakti hann þó sjálfur máls á þeim möguleika að stjórnar- skránni yrði breytt til að hann gæti gegnt embættinu lengur en í átta ár. Ummæli hans vöktu svo hörð við- brögð að hann dró í land með þetta, sagði að það væri af hinu góða að for- seti Rússlands fengi að gegna emb- ættinu lengur en í átta ár – en hann hygðist ekki gera það sjálfur. Vladímír Zhírínovskí kvaðst vilja að stjórnarskránni yrði breytt. „Við þurfum keisara – sem er það eina sem getur tryggt að Rússland haldi velli,“ sagði hann. Geta fengið tvo þriðju þingsætanna Dúman er skipuð 450 þingmönn- um og flokkunum er úthlutað helm- ingi þingsætanna í hlutfalli við kjör- fylgi þeirra í öllu landinu fái þeir að minnsta kosti 5% atkvæðanna. Hinir þingmennirnir 225 eru kjörnir í ein- menningskjördæmum þar sem kjós- endurnir velja á milli einstaklinga fremur en flokka. Ekki verður ljóst hversu stór meirihluti stuðnings- manna Pútíns verður fyrr en það skýrist hversu margir þingmenn í einmenningskjördæmunum eru á bandi forsetans. Þegar 98% atkvæðanna höfðu ver- ið talin í gær var Sameinað Rússland, stærsti flokkur stuðningsmanna Jeltsíns, með 37,1% atkvæðanna. Er þetta mesta fylgi sem nokkur stjórn- málaflokkur hefur fengið í þingkosning- um í Rússlandi frá hruni Sovétríkjanna 1991. Stærstu flokkarnir hafa hingað til fengið um fjórðung atkvæðanna. Sérfræðingar í rússneskum stjórnmálum spáðu því í gær að Sameinað Rússland fengi að minnsta kosti 220 þingsæti af 450. Fréttaskýrandi The Moscow Times taldi að flokkurinn myndi fá um 230 sæti, að meðtöldum þingmönnum úr einmenningskjördæmunum. Hugsanlegt er að Sameinað Rúss- land og flokkar þjóðernissinna, flokkur Zhírínovskís og Föðurland- ið, fái meira en 300 sæti samtals, þ.e. tvo þriðju þingsætanna. „Lýðræðishreyfingin hefur verið eyðilögð“ Kommúnistaflokkurinn fékk að- eins 12,7% atkvæðanna, en hann var stærsti flokkurinn í síðustu kosning- um, með 24,3% fylgi. Ríkisfjölmiðl- arnir gagnrýndu leiðtoga flokksins harkalega síðustu dagana fyrir kosn- ingarnar og talið er að það hafi haft mikil áhrif. Flokkur Zhírínovskís tvöfaldaði fylgi sitt, fékk 11,6% atkvæðanna, en hann fékk tæp 6% árið 1999. Mikið fylgi Föðurlandsins kom einna mest á óvart en flokkurinn varð í fjórða sæti, með 9,1% atkvæðanna. Aðrir flokkar komust ekki yfir 5%-þröskuldinn, þeirra á meðal frjálslyndu flokkarnir Jabloko og Bandalag hægri aflanna (SPS). Er þetta í fyrsta sinn frá hruni Sovét- ríkjanna sem þessir tveir flokkar fá ekki nógu mikið fylgi til að þeim verði úthlutað þingsætum í dúm- unni. Líklegt er að flokkarnir tveir fái nokkur þingsæti í einmennings- kjördæmunum en ljóst er að áhrif þeirra verða lítil sem engin í dúm- unni eftir kosningarnar. Olga Kryshtanovskaja, virtur sér- fræðingur í rússneskum stjórnmál- um, sagði að ósigur frjálslyndu flokkanna væri mikið áfall fyrir lýð- ræðið og lýsti úrslitunum sem póli- tískum landskjálfta. „Lýðræðissinn- arnir eru ekki lengur á þingi,“ sagði hún. „Lýðræðishreyfingin hefur ver- ið eyðilögð.“ Bandalag hægri aflanna og Jabl- oko hafa lagt áherslu á efnahagsum- bætur að vestrænni fyrirmynd, frelsi borgaranna, óháða fjölmiðla og dómstóla en líklegt er að þessi sjón- armið verði ekki áberandi í dúmunni eftir kosningarnar. „Dúma án Jabl- oko og SPS er algjört stórslys,“ sagði Sergej Grígoríants, við Glas- nost-stofnunina. „Meirihluti dúmunnar verður skipaður þeim sem beita sér fyrir lögregluríki, vilja skerða borgara- legu réttindin, tak- marka sjálfstæði dómstóla og bjóða Vesturlöndum birginn,“ sagði Borís Nemtsov, leiðtogi Bandalags hægri aflanna. Fréttaskýrand- inn Gleb Pavlovskí sagði að frjálslyndu flokkarnir gætu sjálfum sér um kennt því að þeim hefði ekki tekist að mynda formlegt kosningabandalag til að koma í veg fyrir að atkvæði frjálslyndra kjós- enda dreifðust. Ágreiningur milli flokkanna varð til þess að áralangar viðræður um sameiningu fóru út um þúfur. For- ysta Bandalags hægri aflanna er skipuð fyrrverandi embættismönn- um sem báru ábyrgð á efnahagsum- bótunum í Rússlandi í forsetatíð Borís Jeltsíns, m.a. einkavæðing- unni sem varð til þess að örfáir menn, svokallaðir olígarkar, auðguð- ust gífurlega. Leiðtogi Jabloko, Grígorí Javl- ínskí, sem bauð sig fram í tvennum forsetakosningum, gagnrýndi hins vegar einkavæðinguna og olígark- ana. Jabloko var ennfremur eini flokkurinn sem gagnrýndi seinna stríðið í Tétsníu 1999. Stjórnmálaskýrendur segja mjög ólíklegt að flokkarnir tveir geti hald- ið velli utan dúmunnar. Þeir verði því að sætta sig við að „sögulegu hlutverki“ þeirra sé lokið. Fjármálasérfræðingar létu í ljósi áhyggjur af því að brotthvarf frjáls- lyndu flokkanna af þingi og sigur þjóðernissinna yrði til þess að hægt yrði á efnahagsumbótum í Rúss- landi. „Nýr keisari með takmarkalaus völd“ Skýringin á sigri flokks Zhírín- ovskís og Föðurlandsins er að flokk- arnir náðu svokölluðum mótmælaat- kvæðum af kommúnistum og Jabloko, að sögn Vjatsjeslavs Níkon- ovs, fyrrnefnds forstöðumanns Poli- tíka. Níkonov sagði að Föðurlandið hefði verið stofnað að undirlagi ráða- manna í Kreml til að ná atkvæðum af kommúnistum. Annar leiðtoga flokksins, Sergej Glazjev, vinstri- sinnaður hagfræðingur, beindi eink- um spjótum sínum að olígörkunum í kosningabaráttunni. Hann lagði til að skattar á olíufyrirtækin yrðu hækkaðir og peningarnir notaðir til að bæta kjör ellilífeyrisþega og hækka laun opinberra starfsmanna. Tillögur forystumanna Föður- landsins mæltust svo vel fyrir meðal kjósenda að ráðamennirnir höfðu um tíma áhyggjur af því að flokk- urinn fengi of mikið fylgi og yrði óviðráðanlegur. Reglulegri umfjöll- un um flokkinn var því hætt í stærstu ríkissjónvarpsstöðinni rúmri viku fyrir kosningarnar, að sögn fréttaskýranda The Moscow Times. Nokkrir fréttaskýrendur halda því jafnvel fram að ráðamenn í Kreml hafi staðið á bak við stofnun flokks Zhírínovskís í því skyni að minnka fylgi kommúnista. Zhírín- ovskí hefur alltaf höfðað til kjósenda, sem eru óánægðir með þróun mála í Rússlandi, en flokkur hans hefur nær alltaf greitt atkvæði með mik- ilvægum stjórnarfrumvörpum á þinginu. Níkonov og stjórnmálaskýrand- inn Sergej Markov sögðu að flokkur Zhírínovskís hefði fengið greiðan að- gang að ríkisfjölmiðlunum, auk þess sem hann hefði fengið mikinn fjár- hagslegan stuðning frá ráðamönn- unum í Kreml. Búist er við að flokk- ur Zhírínovskís haldi áfram að styðja stjórnina, nema rausnarleg fjárframlög þrýstihópa verði til þess að hann greiði atkvæði gegn stjórn- inni, að sögn Níkonovs og Níkolajs Petrovs, sérfræðings í rússneskum stjórnmálum við Carnegie-stofn- unina í Moskvu. Nokkur evrópsk dagblöð sögðu að úrslit kosninganna væru áfall fyrir lýðræðið. Ítalska dagblaðið La Re- pubblica lýsti Pútín sem „nýjum keisara“ og sagði að kjósendurnir hefðu veitt honum „takmarkalaus völd“. Franska dagblaðið Liberation sagði að enginn einn leiðtogi hefði haft svo mikil völd í Rússlandi frá dauða kommúnistaleiðtogans Leon- íds Brezhnevs árið 1982. Blaðið bætti þó við of snemmt væri að draga þá ályktun að verið væri að koma á einræði í landinu. Nýr keisari í Kreml? Reuters Kaupkona hengir upp mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta í heimaborg hans, Sankti Pétursborg. ’ Pútín gæti til-nefnt bílstjóra sinn í embætti forsætisráðherra og dúman myndi fallast á hann. ‘ Þingkosningarnar í Rússlandi eru taldar marka tímamót vegna mikillar fylgisaukn- ingar stuðningsmanna Pútíns forseta, m.a. þjóðernissinna, og af- hroðs kommúnista og frjálslyndra flokka. Völd rússneska forset- ans eru orðin svo mikil að talað er um hann sem nýjan keisara er hafi öll ráð í landinu. núa aftur ðan sé nú rinn lög- gi meðal d hefur f bókinni ganistan, abygginga að sé hins unda slíkt skólar, , hafi ný- nna. ngarnir durreisa t sagði ég r til að pp. En i niður- kil fyrir Þannig nu talib- kinga mann sem g Afgan- r mund- hægt að dag. Þar ru eins og num u í sam- n í bakið. við- mygli, ur aukist a. Hamid gengur en hans skammt.“ stad segir geti verið andi, en n sé sú tríðið í hafi hins mmilegt g. Seier- bók þar Írak og . Hún n fyrir að ra áætlun a að eftir allinn og sst marga eðal Íraka slæmt a gat farið pdeildum meðan f ótta: menn r olíu- ök ð að a Sadd- . u um af því sem sann- essu. svo mikil að al- vopn, sem en hafa ekki fundist, að hægt væri að ráðast á Bretland innan 45 mínútna, þeir settu slíka hluti einfaldlega í ræður sínar án þess að hafa neinar sann- anir. Ég er ekki dálkahöfundur og ég veit ekki af hverju þá langaði svona mikið í þetta stríð að þeir hlustuðu bara á það, sem þeir vildu heyra. Íraska andstaðan sagði þeim að Írakar myndu taka á móti þeim með blómum og dansandi úti á götu og þeirra skipulag gekk út frá því.“ Hún segir hins vegar að Írakar verði að gera upp við sig hvort stríð- ið hafi verið réttlætanlegt: „Ég fer þó ekki ofan af því að Saddam var versti einræðisherra heimsins frá því að Hitler var við völd.“ Blaðamenn verða að upplifa viðfangsefnið Seierstad kveðst vera þeirrar hyggju að blaðamenn megi ekki búa í allsnægtum eigi þeir að koma því til skila, sem þeir eru að skrifa um, heldur vera meðal fólksins. „Ég á við að það þurfi að sýna þeim, sem verið er að skrifa um, virðingu,“ segir hún. „Ef þú ætlar að skrifa um fátækrahverfi í Bangkok ættir þú að búa þar. Það þarf ekki að vera heilt ár, tveir til þrír dagar duga. En það dugir ekki að búa á Hilton-hótelinu, byrja daginn á því að fá sér morgunverð þar sem hægt er að velja af hlaðborði, taka leigubíl í fátækrahverfið, vera þar í nokkra tíma og snúa síðan aftur á hótelið, borða vel og skrifa fréttina. Ég held að það sé ekki gott.“ Hún segir að lífsstíll blaðamanna eigi ekki að vera íburðarmeiri en fólksins, sem þeir skrifa um, og held- ur því reyndar fram að það hafi iðu- lega hjálpað sér að búa eins og al- menningur, ekki síst þegar hún bjó í Rússlandi. Sama eigi við um Bóksal- ann í Kabúl: „Ég hefði aldrei getað skrifað bókina án þess að búa hjá fjölskyldunni. Ef ég hefði unnið bók- ina með þeim hætti að ég hefði búið á hóteli, en heimsótt fjölskylduna á daginn, hefði ég misst af svo miklu. En ég var á staðnum allan daginn og mikill tími fór í að bíða og láta sér leiðast. En það er alltaf sagt að ekk- ert megi vera leiðinlegt í blaða- mennsku. Ef það er leiðinlegt á að pakka saman og drífa sig á næsta stað, en það er ekki þannig.“ Deilt við bóksalann í Kabúl Seierstad segist hafa verið hissa þegar bóksalinn sjálfur, Shah Moh- ammed Rais, lagðist gegn bókinni. Rais sakaði Seierstad um að hafa hagrætt staðreyndum og jafnframt stefnt lífi sínu í hættu. „Hvernig gerði ég það, segðu mér það, vinsamlegast,“ svarar hún þeg- ar þessi fullyrðing fyrrverandi gest- gjafa hennar er borin undir hana. „Ég bað hann um að segja mér það. Hann ýkir. Ég held að hjá honum sé þetta spurning um heiður frekar en peninga. Honum líkaði ekki bókin og er að berjast fyrir heiðri sínum og ég virði hann fyrir það. Ég tel hins veg- ar að í afgönsku þjóðfélagi ríki slík kúgun og grimmd að ekki sé hægt að skrifa heiðarlega bók um Afgan- istan þannig að hann verði ánægður. En bóksalinn er ekki fórnarlamb í bókinni, heldur konur, ekki sér- staklega konurnar í hans fjölskyldu, heldur afganskar konur almennt. Hann vill láta lýsa Afganistan sem nútímalegu landi, en það er ekki raunin. Afganistan er ekki nútíma- legt land.“ Rais hefur ekki stefnt Seierstad enn, en hann hefur hótað henni lög- sókn hvar þar sem bókin kemur út. „Hann er efnaður og getur því leyft sér að berjast gegn bókinni. Verið getur að hann líti á þetta sem fjárfestingu vegna hugsanlegra skaðabóta. Hann getur ekki unnið þetta mál og ef svo ólíklega skyldi fara fengi hann aðeins nokkur hundruð þúsund norskar krónur í mesta lagi. En ég vona að við getum náð einhvers konar samkomulagi.“ Seierstad kann ekki skýringu á velgengni bókarinnar. „Bók nær hins vegar ekki slíkri sölu með aug- lýsingunum einum saman,“ segir hún. „Markmið mitt er að lesand- anum finnist hann hafa kynnst þeim, sem fjallað er um, og geti sett sig í spor þeirra. Ég hef ekki áhuga á að skrifa fyrir 200 gáfumenn. Ég vil ná til almennings.“ ið/Þorkell s kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.