Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
kki alls fyrir löngu
var ég beðin að
halda ræðu á fundi
Samtaka herstöðva-
andstæðinga. Það
fannst mér svo sannarlega heiður
enda hin bestu samtök. Þessi
ræða fékk mig hins vegar til að
velta því fyrir mér hvers vegna
ég er á móti veru hersins hér á
landi. Einu sinni var mér alveg
sama og síðar var ég móti en
vissi samt aldrei almennilega
hvers vegna. Ég var lengi að
samþykkja að halda þessa ræðu
enda gerði ég mér grein fyrir að
það tæki þó nokkurn tíma í und-
irbúningi að fjalla um mál sem ég
taldi mig hafa litla þekkingu á.
Vitrunin
kom þó einn
daginn þegar
ég brá mér úr
blaðamanns-
hlutverkinu til
að kenna
fimm ára börnum í einum skóla
landsins. Þá varð mér hugsað til
þeirra ótal leiðtogahlutverka sem
ég hef tekið að mér og þá oftast
með börnum og unglingum. Eitt
er það sem hefur verið sameig-
inlegt með starfi mínu sem leið-
togi, sama hvaða hópa er um að
ræða, og það er að mitt hlutverk
er að passa upp á að börnunum
líði vel í hópnum hverju sinni. Til
þess að það gangi upp þarf að
skiptast á með hlutina, koma
fram við aðra af virðingu og
kunna að segja fyrirgefðu. Öll
börn sem ég þekki skilja mik-
ilvægi þessara þátta og eru tilbú-
in að leggja sitt af mörkum til
þess að öllum líði vel. Þeim finnst
rökrétt að ræða málin frekar en
að grípa til ofbeldis og eru sann-
færð um að peningar og ver-
aldleg gæði færi okkur ekki ham-
ingju ein og sér.
Þetta átti líka við um mig þeg-
ar ég var barn. Líkt og önnur
börn átti ég mjög erfitt með að
skilja að stríð skyldi geisa í heim-
inum. Þegar ég varð eldri gerði
ég mér grein fyrir því að stríð er
ekki eins og náttúruhörmungar,
sem við höfum enga stjórn á.
Stríð er nefnilega mannanna
verk og ástæðan fyrir því er ein-
föld: Græðgi í peninga og völd.
Öll óhamingjan sem býr í þessum
heimi á upptök sín í misskiptingu
auðsins og því valdaójafnvægi
sem ríkir í heiminum. Stríð
sprettur af því að menn kunna
ekki þá einföldu hluti sem leik-
skólabörnin mín eru fær um: Að
skipta á milli sín og biðjast fyr-
irgefningar í auðmýkt.
Þegar ég óx úr grasi reyndi ég
að benda fólki á þessar einföldu
staðreyndir en fékk alltaf sama
svarið: Þetta er ekki svona ein-
falt. Með tímanum fór ég hrein-
lega trúa því að þetta væri ekki
svona einfalt en fann mér frið-
þægingu í því að hugsanlega
væru hlutirnir svona vondir úti í
heimi en ekki á litla Íslandi enda
er það lenska hér á landi að stað-
setja allt vont í útlöndum.
Ég man ekki hvenær ég gerði
mér grein fyrir því að það væri
her á Íslandi en það angraði mig
svo sem ekkert. Ég tengdi her
eflaust miklu frekar við bíómynd-
ir en við raunveruleg stríðsátök
og gat því auðveldlega haldið
áfram að lifa í blekkingunni um
að ég tilheyrði þjóð sem elskaði
frið. Bakslagið kom í raun ekki
fyrr en á þessu ári þegar for-
svarsmenn ríkisstjórnar Íslands
lýstu yfir stuðningi við stríðið í
Írak. Stríð sem var háð af hroka-
fyllstu þjóð þessa heims og þjóð-
in mín sagði: Já, okkur finnst
þetta góð hugmynd.
Ég velti því lengi fyrir mér
hvers vegna þessi afstaða var
tekin enda hefði verið svo auðvelt
fyrir okkur að fela okkur bak við
hlutleysið og ástina á friði. Nið-
urstaða mín er einfaldlega sú að
þarna hafi búið að baki það afl
sem hefur hvað sterkust tök á
valdamönnum þessa heims: Pen-
ingar. Grunurinn staðfestist þeg-
ar Bandaríkjamenn vildu minnka
herrekstur sinn í Keflavík og ís-
lenskir ráðamenn lögðust á hnén
og grátbændu um að svo skyldi
ekki vera. Enda þarf Ísland
nauðsynlega á þeim aurum að
halda sem fylgja bandaríska
hernum. Það er okkur ekki nóg
að vera meðal ríkustu þjóða
heims, við þurfum að vera ríkust.
Valdapíramídinn sem herinn
byggist á tákngerir valdaójafn-
vægið sem ríkir í veröldinni.
Þannig fer fólk hreinlega að trúa
því að það sé fyllilega eðlilegt að
sumir menn séu valdameiri en
aðrir og megi jafnvel niðurlægja
aðra og beita þá ofbeldi í skjóli
valda. Her byggist nefnilega á
furðulegri karlmennskuímynd
sem felur í sér blóð og svita en
engin helvítis tár. Innan hersins
ríkja svo stjórnunarhættir sem
leikskólabörnin mín myndu aldr-
ei getað unað við. Þar geta menn
falið sig á bak við nafnbót. Hvort
sem það er óbreyttur hermaður,
liðsforingi eða einhver virðulegri
titill. Í skjóli þessarar nafn-
leyndar eru framdir ógeðfelldir
glæpir þar sem eini tilgangurinn
virðist vera að sýna vald sitt með
því að niðurlægja fólk. Þannig
eru nauðganir nánast eðlilegt
vopn í stríði.
Vera bandaríska hersins á Ís-
landi stendur fyrir allt sem er
vont í þessum heimi: Misskipt-
ingu auðsins, valdagræðgi, of-
beldi og feðraveldishyggju. Per-
sónugerving hersins er
íhaldssamur, vel stæður karl-
maður sem telur sig öðrum æðri.
Hann er að sjálfsögðu hvítur og
gagnkynhneigður, þolir ekki mis-
munandi lífsgildi og stjórnast
umfram allt af dýrslegum hvöt-
um. Til þess að leysa vandamálin
sem blasa við honum grípur hann
til ofbeldis enda er það eina leið-
in til þess að sýna kellingum,
hommum og helvítis útlendingum
hver ræður!
Ég þori að fullyrða að öll þau
börn sem ég þekki vilja ekki
samþykkja veröld sem stjórnast
af valda- og peningagræðgi.
Börnin vilja frið, fyrirgefningu
og mannsæmandi kjör fyrir allt
fólk.
Það er því okkar hlutverk að
hætta að ljúga að þeim að hlut-
irnir séu ekki svona einfaldir og
styrkja þau í trú sinni á að þess-
ari veröld sé hægt að breyta.
Herinn
burt!
Stríð sprettur af því að menn
kunna ekki þá einföldu hluti sem
leikskólabörnin mín eru fær um:
Að skipta á milli sín og biðjast
fyrirgefningar í auðmýkt.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
✝ Kristín SigríðurKristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. nóvember 1910
og ólst þar upp. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eiri 29.
nóvember síðastlið-
inn. Faðir hennar
var Kristján Guð-
mundsson, f. 10.
desember 1853, d.
30. ágúst 1931,
verkamaður í
Reykjavík. Móðir
hennar var Rósa
Kristjánsdóttir, f.
30. september 1870, d. 27. júní
1957. Systkini Kristínar eru: Sig-
ríður, f. 7. júní 1893, d. 19. sept-
ember 1977; Margrét, f. 1896, dó
hálfs annars árs; Kristján, f. 31.
október 1898, d. 28. apríl 1981;
Guðrún, f. 10. mars 1900, d. 19.
nóvember 1934; og Guðmundur,
skildu, börn þeirra eru: a) Rósa
Kristín, f. 9. júní 1962; b) Ólöf
Anna, f. 21 júlí 1965; c) Hafdís
Hrund, f. 31. mars 1974; að lokum
á hann kjördóttur, Elínu Guðrúnu
Jóhannesdóttir, f. 6. apríl 1958
sem Sólveig átti áður en þau gift-
ust. Eiginkona í dag er Anna M.
Jónsdóttir, f. 18. ágúst 1936. 3)
Kristján, f. 4. nóvember 1940, d.
8. febrúar 1966, skrifstofustjóri,
kvæntist Ingibjörgu Bjarnadótt-
ur, f. 8. nóvember 1941. Synir
þeirra eru tvíburarnir Hafliði
framkvæmdastjóri og Bjarni
markaðsstjóri, f. 9. september
1962. Sonur Kristjáns með Guð-
rúnu Jónsdóttur er Jón Magnús,
f. 30. maí 1962, viðskiptafræðing-
ur.
Kristín var heimavinnandi hús-
móðir og eftir að börnin voru far-
in að heiman fór hún að vinna ut-
an heimilis, vann meðal annars
við verslunarstörf og sem gæslu-
kona á leikvöllum borgarinnar.
Þau Hafliði bjuggu lengst af í
Stórholti 20 í Reykjavík.
Útför Kristínar verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
f. 8. ágúst 1907, d. í
maí 1940.
Kristín giftist 4.
nóvember 1933 Haf-
liða Gíslasyni bíl-
stjóra, f. 9. október
1906, d. 19. febrúar
1993. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Þóra
Hafliðadóttir, f. 6. júlí
1934, áfengisráðgjafi,
gift Rúnari Guð-
bjartssyni sálfræðingi
og fyrrverandi flug-
stjóra, börn þeirra
eru: a) Hafdís, f. 2.
ágúst 1956, hjúkrun-
arfr. og ljósmóðir; b) Guðbjartur,
f. 13. september 1958, flugmaður;
c) Kristinn, f. 25. janúar 1961, d.
18. október 1988, tölvufræðingur,
og d) Rúna, f. 7. apríl 1963, flug-
maður. 2) Gísli Sævar, f. 12. mars
1938, múrarameistari, kvæntist
Sólveigu Guðmundsdóttur en þau
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar með nokkrum orðum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kvænast einkadóttur hennar fyrir
tæpum fimmtíu árum, þannig að
kynni okkar eru orðin löng. En sam-
band Kristínar og dóttur hennar
hefur alla tíð verið náið alveg til síð-
asta dags.
Kristín var dæmigerð Reykjavík-
urmær, fæddist þar og ól þar allan
sinn aldur. Þegar aldurinn var far-
inn að segja til sín og Kristín gat
ekki lengur farið ferða sinna sjálf og
ef farið var með hana í ökuferð og
hún spurð hvert eigum við að aka, þá
var óskin oftast sú að aka niður
Laugaveginn. Var gaman að aka
með henni og ræða um allar versl-
anirnar sem voru þarna og ekki síst
þær sem höfðu verið við Laugaveg-
inn meðan hún var upp á sitt besta
og gekk Laugaveginn næstum dag-
lega.
Kristín telst til aldamótakynslóð-
arinnar og varð vitni að hinum miklu
breytingum sem urðu á högum Ís-
lendinga. Hún elst upp í litlu rykugu
og skítugu þorpi eins og Reykjavík
var fram á miðja síðustu öld og fær
að sjá hana breytast í fallega og lík-
legast hreinustu höfuðborg í heimi.
Ekki er hægt að minnast Krist-
ínar öðruvísi en að minnast manns
hennar Hafliða Gíslasonar. Þau giftu
sig 1933 og áttu aðeins nokkra mán-
uði í að geta haldið upp á sextíu ára
brúðkaupsafmæli sitt þegar Hafliði
lést fyrir tíu árum. En hún og æsku-
vinkona hennar Elín Gunnarsdóttir
hittu vinina Hafliða og Jens Guð-
jónsson og giftust þær þeim félögun-
um og myndaðist með þeim hjónum
ævilöng vinátta. Voru þau ferða-
félagar bæði innanlands og utan og
marga rúbertuna tóku þau saman.
En Kristín er síðust í þessum hópi
til að kveðja þetta jarðlíf.
Nokkrum árum eftir að þau hófu
búskap eignuðust þau íbúð í Stór-
holti 20 og bjuggu þar öll sín bú-
skaparár eða þar til þau fluttu á
dvalarheimili fyrir aldraða á Dal-
braut. Kristín var heimavinnandi
húsmóðir og góð hannyrðakona og
hún átti fallegt heimili sem var prýtt
munum sem að hún hafði unnið.
KRISTÍN SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Signý Ólafsdóttirfæddist á Litlu-
Borg í Vestur-Hópi í
V-Húnavatnssýslu
11. desember 1913.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 30. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Sigurlaug Stefáns-
dóttir frá Litlu- Hlíð
í Víðidal, f. 5. janúar
1887, d. 1970, og
Ólafur Dýrmundsson
frá Litladalskoti í
Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði, f. 24. nóvember 1889,
d. 1973. Systkini Signýjar eru
Dýrmundur, f. 8. desember 1914,
Margrét Ingunn, f. 16. ágúst 1923
og Haukur, f. 4. janúar 1927.
Dóttir Signýjar er Ingibjörg
Signý Frímannsdóttir, f. 34. októ-
ber 1932, d. 24. júní 1988, maki
Ole Aadnegard og eignuðust þau
þrjú börn og átta barnabörn.
Signý giftist Ingólfi Jóni Þór-
arinssyni frá Kollsvík við Pat-
reksfjörð, f. 20. febrúar 1909, d.
22. október 2000, þau skildu.
Börn þeirra eru fjögur, þau eru:
1) Þórólfur Guðmundur, f. 29.
ágúst 1935, d. 1959, maki Unnur
Bergsveinsdóttir, f. 1938, þau
eiga dóttur og tvö barnabörn. 2)
Elín, f. 17. mars 1941, maki Guð-
mundur Þór Jónsson, f. 8. októ-
ber 1935, d. 1992. Þau eiga sex
börn og eru nú fimm á lífi, fjórtán
barnabörn og fjögur barnabarna-
börn. 3) Örn, f. 7. ágúst 1945.
Maki I, Sigríður Guðjónsdóttir, f.
1949, d. 1984, þau
skildu, þau eiga tvö
börn og fimm barna-
börn. Maki II,
Lovísa Guðrún Jó-
hannsdóttir, f. 1951,
þau eiga þrjú börn
og sex barnabörn. 4)
Bjarni, f. 19. ágúst
1950, maki Erna
Agnarsdóttir, f.
1953, þau eiga þrjú
börn og eitt barna-
barn.
Sambýlismaður
Signýjar frá 1962,
var Reynir Ludvigs-
son, f. 29. janúar 1924, d. 2000.
Signý sinnti margvíslegum
störfum um ævina, m.a. almenn-
um sveitastörfum, sjómannsstörf-
um, fiskverkun og verslunar-
störfum. Á Patreksfirði rak hún
verslun með eiginmanni sínum
um árabil, eða fram til 1950. Þá
fluttu þau ásamt tengdaforeldr-
um að Hliði á Álftanesi í Bessa-
staðahreppi. Þar bjuggu þau í
þrjú ár, uns þau fluttu til Reykja-
víkur. Um 1955 hóf hún að vinna
hjá Prentsmiðjunni Eddu og síðar
bætti hún við sig vinnu hjá Dag-
blaðinu Tímanum og varð það
skömmu seinna hennar aðalstarf,
en hjá Tímanum starfaði hún í
ein 30 ár. Lengst af bjó hún í
Efstasundi 3, eða þar til að hún
flutti á Hrafnistu í Reykjavík en
þar dvaldi hún síðustu ár ævi
sinnar.
Útför Signýjar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskaut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár,
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðja hljómar,
svo hrygg við erum því við söknum þín.
Í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér verður vísi
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfug minning okkur heilög er.
(G. E. V.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt, friður
guðs þig blessi.
Unnur Bergsveinsdóttir.
Í dag verður föðuramma mín,
Signý Ólafsdóttir, til moldar borin.
Það var sunnudaginn 30. nóvember
sem hún kvaddi þennan heim. Mig
langar til þess að minnast hennar
með nokkrum orðum. Signý amma
tók öllum hlutum með æðruleysi og
yfirvegun þrátt fyrir töluvert mót-
læti í lífinu. Hún átti auðvelt með að
sjá björtu hliðarnar á hlutunum
enda stutt í kímnina og glettnina hjá
henni. Umhyggjusöm var hún og
góðhjörtuð og vildi alltaf gera gott
út öllu. Hún krafðist ekki mikils af
veraldlegum gæðum en andleg gæði
mat hún mikils enda var hún víðlesin
og mjög ljóðelsk. Hún flíkaði ekki til-
finningum sínum heldur var hrein-
skiptin og heiðarleg. Signý amma
var ræktarsöm við vini og vanda-
menn. Það var ekki síst fyrir hennar
tilstuðlan að ég kynntist föðurfólk-
inu mínu en faðir minn lést langt fyr-
ir aldur fram og er ég henni æv-
inlega þakklát fyrir. Í gegnum hana
og frásagnir hennar af stórum hópi
ættmenna, sem hún kunni góð skil á
þrátt fyrir háan aldur, fékk ég að
kynnast fólkinu mínu. Signý amma
var nefnilega með kollinn í lagi þrátt
fyrir háan aldur og fylgdist vel með
öllu en hún hefði orðið níræð hinn 11.
desember. Þegar ég hitti hana viku
fyrir andlátið var eins og hún vissi að
hún ætti ekki langt eftir, enda sár-
lasin. En kímnina vantaði ekki þegar
hún tjáði mér ást sína á lækninum
sínum. „Það er bara eitt vandamál,“
sagði hún og glettnin skein úr aug-
unum hennar, „hann á víst konu,“ og
svo ískraði í henni hláturinn. Mér
fannst ég alltaf verða ríkari eftir
heimsóknir til hennar. Ég mun
minnast Signýjar ömmu minnar með
söknuð og þakklæti í huga. Blessuð
sé minning hennar.
Dagný Þórólfsdóttir.
SIGNÝ
ÓLAFSDÓTTIR