Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 40

Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki Risaeðlugrín framhald ... HVAÐ ER LISTA- MAÐUR EINS OG ÞÚ AÐ GERA Í ÞESSUM GUÐSVOLAÐA BÆ, LÁRA? ... ÞEGAR ÉG NAUT EKKI LENGUR VERNDAR JACK- SONS VARÐ ÉG AÐ SJÁ UM MIG SJÁLF ... ÖLLARA FYRIR FRÚNA LÍKA STRÁKARNIR HÉR LÁTA MIG EKKI Í FRIÐI! SONUR RÍKASTA BÚGARÐSEIGAND- ANS ER HRIFINN AF MÉR ... OG ÞAÐ ER FARIÐ AÐ VERÐA SVOLÍTIÐ ÞREYTANDI ... NEI SKO ... GÖNGUR RISASNIGLANNA VIRÐAST VERA BYRJAÐAR ... © DARGAUD © DARGAUD ÉG SÉ HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ ... EINMITT! ÞUNDERFÍLDARNIR RÁÐA HÉR UM SLÓÐIR, KÚREKI! OG ÉG HEITI ALEXANDER ÞUNDERFÍLD!MÍN ER ÁNÆGJAN ... ÞAR SEM ÞÚ ERT UTANBÆJARMAÐUR ÆTLA DRENGIRNIR AÐ LÁTA SÉR NÆGJA AÐ GEFA ÞÉR GÓÐ RÁÐ! OG ÉG SPLÆSI TÓNLIST! NEI VÁ! ÞETTA ER ÞJÓÐSÖNGURINN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HEILIR og sælir kæru vinir og vandamenn fyrir vestan og aðrir aðdáendur vestfirskrar menningar og náttúrufegurðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Vestfirska forlagið stefnir markvisst að því, að gera jólin ennþá gleðilegri með sínum fjölbreyttu, fyndnu og fróðlegu bókum, sem virð- ast falla í góðan jarðveg hjá lands- mönnum. Já vestfirska jólabókaflór- an vekur verðskuldaða athygli og sumir segja að hún hitti í mark, svo notað sé íþróttamál, en Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri, fræðimaður og íþróttamaður á árum áður, skor- aði einmitt eitt mark á sínum farsæla fótboltaferli, svo annað er greinilega á leiðinni! Þá verður mikill fögnuður í Fellasókn og hver veit nema þá verði Biskupi fórnað fyrir Hrók, alls fagnaðar! Það bíða fjölmargir í ómældri spennu eftir bókinni um séra Baldur, sem kemur á markað upp úr næstu helgi, og sú bók svíkur engan, geislar af gullkornum af öllum stærðum og gerðum. Hér í höfuðborginni fyrir sunnan eru allir að skrýðast jóla- stressi, sem við Vestfirðingar leiðum hjá okkur, en hér syðra fylgir komu jólanna svo mikill erill að ærir óstöð- ugan. Hins vegar er hér látlaus bíla- umferð í bókabúðir og um hvað er spurt? Jú, mikið rétt, oftar en ekki um bækurnar að vestan! Einhverra hluta vegna þykir nú orðið fínt og flott að geta rakið ættir sínar til Vestfjarða, það finn ég hvar sem ég fer. Hjá Vestfirska forlaginu kaupir enginn köttinn í sekknum, því við bjóðum upp á góð og óvenjuleg til- boð, sem svíkja engan. Má þar nefna sérstaka gulrót, þar sem þú kaupir eina nýja bók og færð eina af þeim eldri og góðu í kaupbæti. Þá eru sér- stök tilboð á ritröðum og öðrum bók- um á sprenghlægilegu verði. Rúsín- an í pylsuendanum er svo auðvitað Jólapotturinn okkar, en hann er vægast sagt kraumandi og einstak- ur. Ef þú kaupir bækur frá Vest- firska forlaginu fyrir aðeins 12 þús- und krónur, þá færðu sérstakt boðskort, sem gildir fyrir tvo. Jú, boðið verður upp á kaffi eða kakó með vöfflum og heilmiklu af vest- firskum eðalrjóma og í eftirrétt eða bragðbæti huggulegt harðfisk- strengsli frá harðfiskunum á Þing- eyri. Hvar gildir svo þetta boðskort? Auðvitað í Burstabænum á Hrafns- eyri næsta sumar og vitanlega heil- mikið af léttu spjalli! Já, forlagið ætl- ar að draga sem flesta landsmenn vestur í paradísina og leggja þannig verulega sitt af mörkum til aukning- ar á ferðaþjónustu í þessu best varð- veitta leyndarmáli landsins. Já, hver veit nema ferðamálaverðlaunin fari í Arnarfjörð á næsta ári! Eins og ég nefndi áður, þá fara Vestfirðingar með varúð inn í jólastemmninguna, enda flas ei til fagnaðar, nema hjá þeim sem hafa örlitla flösu. Hallgrímur biskup í Fellasókn fer að öllu með gát, sást á bifreið sinni á 20 kílómetra hraða á Þingeyri, enda jólaösin mikil, þrír bílar á ferð og all- ir sluppu klakklaust á leiðarenda. Jæja kæru vinir, við bara heyrumst svo fljótlega, enda hugur minn vestra í svefni sem vöku. Ykkar einlægur, HEMMI GUNN. Vestfirska forlagið hittir í mark Frá Hermanni Gunnarssyni Á UNDANFÖRNUM árum hefur orðið gjörbylting í boðskiptum milli manna, hvort sem er fréttamiðlun eða einföld bréfaskipti. Það sem áður tók sendibréf vikur og jafnvel mán- uði að berast milli fjarlægra staða, fer nú á örskotshraða ljóshraðans. Margir bera virðingu fyrir þessari miklu tækni sem að baki stendur og rita þess vegna Internetið eða stytt- ingu á þessu víðbreidda fyrirbæri, Netið, með stórum upphafsstaf. Eðlilegt er þegar um e-ð nýja- brum er að ræða, ríki mikil aðdáun og tækninni sýnd allt að því guðdóm- leg virðing. Þá freistast margur til að líta á gripinn slíkum augum. En er internetið sérnafn? Morgunblaðs- menn skrifa yfirleitt Internetið eða Netið – með stóru I-i og stóru N-i. Þjóðverjar hafa sama hátt á, enda hníga réttritunarreglur þýskra í þá átt, að öll nafnorð skuli rituð með stórum upphafsstaf. Nú má einnig færa gild rök fyrir því, að internetin séu fleiri en eitt. Þau eru margvísleg eftir eðli og að- stæðum, notendum og jafnvel lönd- um, ekki er um eitt allsherjar int- ernet í heiminum að ræða því víða eru sérkerfi, takmarkanir eða annað sem greinir það í sundur, þar kemur pólitík og jafnvel prestar við sögu. Hástaf eða lágstaf? Eigum við að líta á internetið sem sérheiti ? Int- ernetið er fyrirbrigði sem ákveðin þekking og tækniaðferð stendur að baki. Við getum horft til fjölbreyttr- ar flutninga- og samgöngutækni til samanburðar í þessu sambandi. Ekki minnist eg þess við lestur gam- alla blaða og tímarita þegar rætt var um símann, bifreiðar, flugvélar, rat- sjána, sjónvarpið og fleiri slík tækni- undur, hafi verið stafsett sem sér- heiti á sínum tíma. Minnist nokkur þess að þessi tækni hafi nokkurn tímann verið rituð með stórum upp- hafsstaf? Hvernig var t.d. með raf- magnið? Ekki er það sérheiti en olli heilabrotum hjá mörgum börnum sem vildu gjarnan kynnast því með fikti sem gat endað með martröð og jafnvel slysi. Er ekki margt líkt með þessum mikilsverðu uppfinningum sem hafa auðveldað daglegt líf okkar allra nánast á hvaða sviði sem er? Annað mál er, þegar við tölum um Símann og eigum þá við Landssím- ann eða Sjónvarpið og eigum þá væntanlega flest við þá deild Ríkis- útvarpsins sem sér um sjónvarps- reksturinn o.s.frv. Mér finnst því öll rök mæla með því að rita þessa nýjung sem inter- netið er með litlum upphafsstaf enda fyrirbærið sem slíkt ekki sérheiti. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, 270 Mosfellsbæ. Internetið: með stórum eða litlum upphafsstaf? Frá Guðjóni Jenssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.