Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 44

Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN B. Guðmundsson er hættur hjá norska knattspyrnu- félaginu Lyn og æfir með sínu gamla félagi, Keflavík, þessa dag- ana. Hann hefur hug á að leika áfram erlendis og fer í næsta mán- uði til reynslu hjá sænska úrvals- deildarfélaginu Örgryte. Jóhann gekkst undir aðgerð á fæti 8. október og missti þar með af síðustu sjö umferðum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði spilað alla leiki Lyn í deildinni fram að því. „Ég var búinn að vera slæmur í hásininni í meira en ár, var með stöðugar bólgur, og það var ekki annað að gera en að láta laga þetta. Nú er ég búinn að æfa með Keflvíkingum í eina viku og það er mikill munur að geta spilað fót- bolta á ný án þess að finna fyrir einhverjum verkjum,“ sagði Jó- hann við Morgunblaðið í gær. Jóhann, sem varð 26 ára síðasta föstudag, hefur leikið erlendis frá 1998, fyrst með Watford í Eng- landi og síðan með Lyn undanfarin þrjú ár. Hann segir að það sé efst á blaði hjá sér að leika áfram er- lendis. „Ég fer til Örgryte og reyni að standa mig vel þar, en annars er allt opið hjá mér. Ég hef ekki hugleitt það að ráði að snúa aftur til Íslands, en ef það gerist yrði mitt félag, Keflavík, að sjálfsögðu ofarlega á blaði,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson. Jóhann B. fer til reynslu hjá Örgryte FÓLK  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 10 mörk fyrir Tvis Holstebro, Hanna G. Stefánsdóttir 7 og Inga Fríða Tryggvadóttir 3 þegar liðið sigraði Skjern á útivelli, 31:26, í vest- urriðli dönsku 1. deildarinnar í hand- knattleik á sunnudaginn. Tvis Holste- bro er í þriðja sæti með 14 stig, Silkeborg hefur 15 í öðru sæti og Esbjerg er á toppnum með 16 stig.  ALEXANDERS Petersons, lettn- eski Íslendingurinn, skoraði 5 mörk fyrir Düsseldorf sem tapaði fyrir Aue, 31:28, í þýsku 2. deildinni í hand- knattleik á sunnudaginn. Þetta var fyrsti leikur Alexanders eftir nokk- urt hlé vegna meiðsla.  KRISTIAN Gjessing leikmaður Skjern í Danmörku mun ganga í rað- ir þýska liðsins Flensburg á næstu leiktíð. Fyrir hjá Flensburg eru fjórir landar Gjessings, Lars Christiansen, Sören Stryger, Joachim Boldsen og Lars Krogh Jeppesen.  PÓLSKI markvörðurinn Jerzy Dudek verður að öllum líkindum sett- ur á sölulista hjá Liverpool. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool, er búinn að setja Pólverjann út í kuldann og hefur Chris Kirkland tek- ið stöðu hans á milli stanganna. Dud- ek var ekki einu sinni í leikmannahópi Liverpool á móti Newcastle um helgina en varamarkvörður liðsins í þeim leik var Patrice Luzi.  ÅGE Hareide, nýráðinn landsliðs- þjálfari Norðmanna í knattspyrnu, fær 5,5 milljónir króna í bónus- greiðslu ef honum tekst að tryggja Norðmönnum sæti í úrslitakeppni HM í Þýskalandi 2006. Norðmenn drógust í riðil með Ítölum, Slóvenum, Skotum, Hvít-Rússum og Moldövum í undankeppni HM og segir Hareide að Norðmenn eigi ágæta möguleika gegn þessum þjóðum.  CHRISTOPH Dugarrry, leikmað- ur Birmingham, er ekki í góðum mál- um. Frakkanum var vikið af leikvelli í síðari hálfleik í leik Birmingham og Blackburn á laugardag vegna tveggja gulra spjalda. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætl- ar hins vegar að skoða atvik sem gerðist í fyrri hálfleiknum en þar gaf Dugarry varnarmanninum Craig Short olnbogaskot í andlitið með þeim afleiðinum að Short nefbrotn- aði.  DANY Verlinden, markvörður belgíska knattspyrnuliðsins Club Brügge, slær met í Meistaradeild Evrópu í kvöld en hann verður þá elsti leikmaðurinn frá upphafi sem leikur í keppninni. Verlinden er 40 ára, þriggja mánaða og 24 daga gam- all í dag, sjö dögum eldri en Grikkinn Tasos Mitropoulos sem lék með Olympiakos árið 1997. Club Brügge á í höggi við Ajax á heimavelli sínum.  VERLINDEN, sem leikur í kvöld sinn 74. Evrópuleik, segir að heilbrigt líferni og ást hans á íþróttinni sé að þakka að ferill hans sé svo langur. Stóra fréttin í deildinni það semaf er viðkemur að sjálfsögðu gengi stórstjarnanna hjá Los Ang- eles Lakers. Árang- ur Lakers það sem af er hefur farið framúr björtustu vonum forráða- manna og áhangenda liðsins. Und- irritaður var á leik Lakers gegn Utah hér í Staples Center á sunnudagskvöldið þar sem Lakers átti í erfiðleikum með sprækt lið Jazz. Jerry Sloan, þjálfari Utah, lætur ekki á sig fá þótt hann hafi misst bæði John Stockton og Karl Malone (sem var reyndar í leik- banni hjá Lakers). Utah spilar sem fyrr agaðan leik og baráttan er ávallt í fyrirrúmi hjá öllum lið- um Sloan. Lakers náði 21 stigs forystu fljótlega í seinni hálfleiknum, en Utah jafnaði leikinn og náði eins stigs forystu á lokamínútunni, eftir að Lakers tók fótinn af bensíngjöf- inni. Það var síðan Devean George sem vann leikinn fyrir heimaliðið þegar 24 sekúndur voru til leiks- loka með þriggja stiga körfu. Lakers náði að verja forystuna í lokin og vann 94:92. Lakers er nú með langbesta árangurinn í deild- inni og ekki verður séð að nokkuð annað lið komi til með að ógna for- ystu Lakers í deildarkeppninni, sérstaklega þar sem Rick Fox mun bætast í lið Lakers strax eftir ára- mótin. Með komu hans breikkar leikmannahópurinn enn. Lakers hefur nú unnið níu leiki í röð og 12 af síðustu 13. Gengi Lakers hefur mest hvílt á herðum stórstjarnanna fjögurra, sem spila kannski ekki ávallt sam- kvæmt leikkerfum Phil Jackson, en þeir Shaq O’Neal, Kobe Bryant, Karl Malone og Gary Payton hafa fundið leið til að vinna hvern leik- inn af fætur öðrum. Óeigingirnin og góð liðssam- vinna hefur verið í fyrirrúmi hjá Lakers sem af er. Gary Payton hefur tekið yfir leikstjórnun með látum og keyrt upp hraðann. Karl Malone hefur verið sérstaklega óeigingjarn í sókn, en hreinsað öll fráköst sem til hans koma. Kobe Bryant hefur náð að finna næg tækifæri til að sýna listir sínar, án þess að vera eigingjarn (sjálfsagt þakklátur Michael Jackson fyrir að hafa tekið sviðsljósið af honum í bili!). Loks hefur Shaquille O’Neal aldrei leikið betri vörn síðan hann kom til Lakers, enda alfarið hætt- ur að nöldra um að hann fái bolt- ann ekki nógu mikið í sókninni! „Varnarleikurinn hjá okkur er það sem ég hef verið ánægðastur með þar sem við erum með nýja lyk- ilmenn,“ sagði Phil Jackson í vik- unni. „Sóknarleikurinn er enn í endurskipulagningu, en ég er ánægður með að við höfum náð forskoti á næstu lið. Við munum eflaust þurfa á því að halda þegar útileikirnir koma meira inn í myndina,“ bætti hann við. Sacramento hefur einnig byrjað vel og virðist líklegasta liðið til að veita Lakers samkeppni eins og staðan er nú. San Antonio hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er, enda einnig mikið um nýja leik- menn þar. Ef ég þekki Gregg Popovich þjálfara rétt á hann eftir að ná liðinu á siglingu að nýju áður en langt um líður. Reyndar hefur Denver komið mest á óvart og á þar nýliðinn Carmelo Anthony stórann þátt, en hann skorar um 19 stig í leik. Hann hefur byrjað heldur betur í stigaskorun en Lebron James hjá Cleveland, en báðir þessir nýliðar geta verið hreyknir af leik sínum það sem af er. Í Austurdeildinni er það Indiana Pacers sem hefur náð góðri for- ystu og hefur Rick Carlisle gert það gott þar sem nýr þjálfari í stað Isiah Thomas. Detroit Pistons eru einnig á góðu flugi, en varnarleikurinn er ennþá aðalsmerki liðsins. New Jersey var hinsvegar það lið sem flestir veðjuðu á í Austurdeildinni fyrir keppnistímabilið, en stórt skarð kom í liðið eftir að Mourning lagði skóna á hilluna og án sterks miðherja verður ekki séð hvernig Nets ætla sér í lokaúrslitin. Ég er hræddur um að nú fari að hitna undir þjálfarastöðunni hja Byron Scott ef liðið tekur ekki góðan kipp á næstunni. Reuters Gary Payton og Kobe Bryant fagna, en þeir hafa leikið mjög vel með Lakers að undanförnu. Lakers á blússandi siglingu EFTIR fimm fyrstu leikvikurnar er nú loks komið mynstur í stöðu lið- anna í NBA-deildinni. Um helgina höfðu ellefu af fjórtán liðum Vest- urdeildar unnið fleiri leiki en þau höfðu tapað, en einungis fimm af fimmtán liðum Austurdeildar. Besta von Austurdeildarliðanna fauk út í veður og vind um daginn þegar Alonzo Mourning hjá New Jers- ey lagði skóna á hilluna vegna þráfellds nýrnasjúkdóms. Það þýðir þó ekki að önnur lið muni gefast upp og hætta leik. Liðin eiga enn eftir 60 leiki í deildarkeppninni. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Staples Center KEFLVÍKINGAR hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeir bjóði danska markverðinum Morten Olesen samning. Hann dvaldi hjá þeim í fjóra daga til reynslu og hélt aftur heim á leið á sunnudaginn. Rúnar Arn- arson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Morgunblaðið að það kæmi vel til greina að ræða frekar við Olesen. „Hann er tvímælalaust væn- legur kostur en við ætlum að flýta okkur hægt og munum nota þessa viku til að fara vel yfir málin. Hann stóð sig ágæt- lega og bauð af sér góðan þokka í alla staði. Við ætlum þó að svipast aðeins betur um, við höfum fengið ýmsar ábend- ingar um markverði frá Bret- landi og meginlandi Evrópu og viljum sjá hvað er í boði. Olesen er þrítugur og leikur með danska 1. deildarliðinu Brönshöj, með Keflvíkingnum Guðmundi Steinarssyni. Olesen kemur til greina hjá Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.