Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 45
ÓLAFUR H. Kristjánsson, aðstoðarþjálfari
danska úrvalsdeildarliðsins AGF, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að félagið
muni gera varnarmanninum Bjarna Þor-
steinssyni tilboð í vikunni en hann kom til Ís-
lands í gær eftir að hafa verið til reynslu hjá
danska liðinu í nokkra daga.
„Bjarni kom vel út úr þeim æfingum sem
hann var hjá okkur og ég býst ekki við öðru
en að honum verði sent tilboð í vikunni,“
sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Bjarni er laus allra mála hjá Molde í Nor-
egi en hann ákvað að taka ekki nýju tilboði
félagsins sem fól í sér verulega launalækk-
un. Verði ekki af samningum Bjarna og AGF
bíða KR-ingar handan við hornið en Íslands-
meistararnir hafa gert Bjarna tilboð um að
ganga í raðir síns gamla félags á nýjan leik.
Bjarni fær
tilboð frá AGF
KOMIÐ er grænt ljós frá lánastofnunum um
að Arsenal geti hafist handa við byggingu
nýs 60.000 manna leikvangs við Ashburton
Grove í Lundúnum. Royal Bank of Scotland
hefur samþykkt 260 milljóna punda lán til
verksins en talið er að það kosti um 400
milljónir punda, eða sem nemur 50 millj-
örðum króna.
Forráðamenn félagsins vonast til að fram-
kvæmdir geti hafist fljótlega upp úr áramót-
unum og ef allt gengur að óskum er ætlunin
að taka nýja leikvanginn í notkun í upphafi
tímabilsins 2006/07. Arsenal hefur talið mik-
ilvægt að fá nýjan stóran leikvang til að eiga
möguleika á að halda í við Manchester Unit-
ed og eins hefur því verið haldið fram að
menn eins og Wenger, Vieira og Henry hefðu
sett það sem skilyrði fyrir því að vera áfram
hjá félaginu að nýr völlur yrði gerður.Tölvumynd af Ashburton Grove, hinum nýja velli Arsenal.
Grænt ljós á nýj-
an völl Arsenal
FÓLK
Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í16-liða úrslitin og fyrir liggur að
þangað komast Mónakó, Juventus,
Stuttgart, Manchester United, Real
Madrid, Porto, Chelsea og AC Milan.
Í kvöld er lokaumferðin spiluð í E-, F-,
G- og H-riðlum en annað kvöld í A-,
B-, C- og D-riðlum.
A-riðill
Aðeins eitt stig skilur að liðin fjögur
í A-riðli því Celtic, Anderlecht og
Lyon eru með 7 stig hvert og Bayern
München 6. Þarna eru því tveir úr-
slitaleikir annaðkvöld, Lyon gegn Cel-
tic og Bayern gegn Anderlecht, og
sigurliðin fara í 16-liða úrslit. Celtic og
Anderlecht nægir jafntefli, Lyon og
Bayern verða að vinna. Það er ljóst að
það yrði mikið áfall fyrir meistaralið
Bayern, ef það kæmist ekki áfram.
B-riðill
Spennan er svipuð því Lokomotiv
Moskva er með 8 stig, Arsenal 7, Inter
Mílanó 7 og Dynamo Kiev 6. Arsenal
fær Lokomotiv í heimsókn og Inter
fer í austurveg og mætir Kiev. Rúss-
unum nægir jafntefli gegn Arsenal á
Highbury og Arsenal myndi sleppa
áfram með þau úrslit ef einnig yrði
jafntefli í leiknum í Kiev. Annars eru
það sigurvegararnir í leikjunum sem
halda áfram í Meistaradeildinni.
Arsenal hefur oft átt í erfiðleikum á
heimavelli sínum, þar sem mótherjar
liðsins leggjast yfirleitt í vörn er þeir
leika á Highbury.
C-riðill
Hollenska liðið PSV Eindhoven og
Deportivo La Coruna frá Spáni mæt-
ast í hreinum úrslitaleik í Eindhoven
um hvort liðið fylgir Mónakó áfram og
PSV verður að vinna leikinn með
þremur mörkum. Annars fara Spán-
verjarnir áfram. Mónakó og Deport-
ivo eru með 10 stig og PSV 7 en AEK
Aþena er með 1 stig og lýkur sinni
Evrópuvertíð annað kvöld með
heimaleik gegn Mónakó.
D-riðill
Spánska liðið Real Sociedad og
Galatasaray frá Tyrklandi eigast við í
úrslitaleik um annað sætið og Spán-
verjunum nægir jafntefli á heimavelli.
Juventus er þegar komið áfram
með 10 stig, Sociedad er með 8, Galat-
asaray 6 og Olympiakos 4. Til að
Grikkirnir í Olympiakos komist í
UEFA-bikarinn verða þeir að vinna
Juventus á Ítalíu og treysta á að
Galatasaray vinni ekki á Spáni.
E-riðill
Hið unga lið Stuttgart, sem hefur
komið liða mest á óvart í Meistara-
deildinni, og Manchester United eru
þegar komin áfram með 12 stig og
mætast á Old Trafford þar sem í ljós
kemur hvort vinnur riðilinn. Stuttgart
nægir jafntefli. Rangers er með 4 stig
og Panathinaikos 1 fyrir leik liðanna í
Glasgow. Rangers dugir jafntefli til að
komast í UEFA-bikarinn.
F-riðill
Real Madrid með 13 stig og Porto
með 10 eru komin áfram. Þau mætast
í Madríd og Portúgalarnir verða að
vinna með þremur mörkum til að
koma í veg fyrir sigur Real í riðlinum.
Marseille er með 3 stig og Partizan
Belgrad 2 og leikur þeirra í Belgrad
ræður úrslitum um UEFA-sætið.
G-riðill
Chelsea er komið áfram með 10 stig
en Besiktas með 7, Sparta Prag með 5
og Lazio með 5 bítast um annað sætið.
Besiktas þarf að leika heimaleik sinn
við Chelsea í Þýskalandi og vinnur
riðilinn með sigri. Jafntefli gæfi Lazio
möguleika á öðru sætinu, en ef
Chelsea sigrar Besiktas verður það
sigurvegarinn í leik Sparta og Lazio í
Prag sem kemst í 16-liða úrslit.
H-riðill
Ítalska meistaraliðið AC Milan er
eitt liða 100 prósent öruggt með sigur
í sínum riðli. Evrópumeistararnir eru
með 10 stig, Ajax 6, Celta Vigo 6 og
Club Brugge 5. AC Milan fær Celta
Vigo í heimsókn en í Brugge verður
Niðurlandaslagur þar sem Ajax kem-
ur í heimsókn. Ajax stendur best að
vígi, nær öðru sætinu með sigri, sama
hvernig fer hjá Celta Vigo.
Lokaumferðin í Meistaradeild Evrópu í kvöld og annaðkvöld
Reuters
Thierry Henry, hinn mark-
sækni leikmaður Arsenal,
gat ekki leikið með liðinu
um sl. helgi vegna meiðsla.
Það verður allt gert í her-
búðum Lundúnaliðsins til
að gera hann leikfæran fyrir
hinn þýðingarmikla leik
gegn Lokomotiv Moskva á
Highbury annað kvöld.
Reuters
Roy Makaay, markahrókur Bayern München, og Oliver Kahn,
fyrirliði liðsins. Það verður mikið áfall fyrir Bæjara ef þeir kom-
ast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
SÍÐASTA umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu er leikin í kvöld og annaðkvöld. Átta lið hafa þegar tryggt sér
sæti í 16-liða úrslitum en átján lið bítast um þau átta sæti sem eftir
eru. Fimm lið til viðbótar setja stefnuna á þriðja sætið í sínum riðli
sem þýðir áframhaldandi keppni í UEFA-bikarnum seinnipart vetr-
ar, en aðeins eitt lið af þeim 32 sem skipa riðlana átta er endanlega
úr leik í Evrópumótunum í vetur.
Átján lið
slást um
átta sæti
MARKUS Baur, handknattleiks-
maður, leikstjórnandi Þýskalands-
meistara Lemgo og þýska landsliðs-
ins hefur framlengt samning sinn við
Lemgo til ársins 2007. Baur, sem er
32 ára gamall, er af mörgum talinn
einn besti miðjuspilarinn í heimi.
CHRISTIAN Fitzek var í gær rek-
inn úr starfi þjálfara þýska hand-
knattleiksliðsins Göppingen en með
liðinu leikur íslenski landsliðsmaður-
inn Jaliesky Garcia. Göppingen tap-
aði um helgina fyrir Stralsunder og
situr á botni þýsku 1. deildarinnar
með aðeins 6 stig eftir 14 leiki.
Króatinn Milomir Mijatovic hefur
verið ráðinn til að stýra liði Göpp-
ingen út leiktíðina.
WBA, toppliðið í ensku 1. deildinni
í knattspyrnu, er á höttunum eftir
danska framherjanum Morten
Skoubo. Leikmaðurinn er á mála hjá
Borussia Mönchengladbach en
WBA hefur óskað eftir því að fá
þennan 23 ára gamla spilara að láni.
HERNAN Crespo getur ekki leik-
ið með Chelsea í kvöld þegar liðið
leikur við Besiktas í Meistaradeild-
inni en leikurinn fer fram á heima-
velli Schalke í Þýskalandi. Crespo
meiddist á kálfa í leik Chelsea á móti
Leeds á laugardaginn.
EIÐUR Smári Guðjohnsen, Juan
Sebastian Veron og Emmanuel Pet-
it fóru heldur ekki með Chelsea lið-
inu til Þýskalands en þeir eru allir á
sjúkralistanum.
ULI Hoeness, framkvæmdastjóri
Bayern München, sagði í gær að
hans lið legði Anderlecht að velli á
Ólympíuleikvanginum í München
annað kvöld og kæmist í 16-liða úr-
slit Meistaradeildar Evrópu. „Róð-
urinn verður mjög erfiður, en við
náum takmarki okkar.“
OLIVER Kahn, markvörðurinn
litríki – fyrirliði Bæjara, segir að
pressan sé mikil á leikmönnum fyrir
leikinn. „Ef við leikum eins og við
gerðum í síðasta leik okkar gegn
Werder, þá vinnum við.“ Bæjarar
gerði jafntefli við Werder Bremen á
útivelli um sl. laugardag, 1:1.
RUUD Van Nistelrooy framherji
Manchester United er næsta stór-
stjarnan sem Florentino Perez for-
seti Real Madrid hyggst kaupa til fé-
lagsins. Spænska dagblaðið Marca
greinir frá þessu en blaðið telur sig
hafa heimildir fyrir því að Perez ætli
sér að fá Hollendinginn fyrir næstu
leiktíð.
VAN Nistelrooy er fjórði sóknar-
leikmaðurinn sem hefur verið orðað-
ur við Real Madrid á síðustu vikum –
hinir eru Thierry Henry, Michael
Owen og Ítalinn Francesco Totti.
RÚMENINN Dan Petrescu, fyrr-
um leikmaður Chelsea, var í gær
ráðinn þjálfari rúmenska knatt-
spyrnuliðsins Rapid Búkarest í stað
Mircea Rednik. Rapid er í þriðja
sæti, þremur stigum á eftir Steaua
Búkarest og Dinamo Búkarest.