Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 47  JAKOB Sigurðarson átti góðan leik með liði sínu Birmingham Southern College um síðustu helgi í leik gegn Robert Morris-háskólan- um. Jakob skoraði 29 stig í 83:75 sigri liðsins en skólaliðið er í Big South-háskóladeildinni. Jakob setti jafnframt persónulegt stigamet með liðinu.  JAKOB hitti úr 8 af 13 skotum sín- um í leiknum og 4 af 8 skotum sínum utan 3ja stiga línunnar. Auk þess hitti hann úr 9 af 10 vítaskotum sín- um. Auk þess að vera stigahæstur þá var Jakob með flestar stoðsendingar eða 5 talsins.  SAM Allardyce og Jay-Jay Okocha voru í gær útnefndir knatt- spyrnustjóri og leikmaður nóvem- bermánaðar í ensku úrvalsdeildinni en þeir eru báðir hjá Bolton. Allar- dyce er knattspyrnustjóri Bolton en liðið náði í 10 stig af 12 mögulegum í nóvember en Okocha er fyrirliði liðs- ins. Liðið var í 10. sæti í lok mán- aðarins.  ALLARDYCE hefur sagt að hann muni hafna öllum tilboðum í Okocha þegar leikmannamarkaðurinn opnar á ný í janúar, en framherjinn lék áð- ur með PSG í heimalandi sínu, Frakklandi.  BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Rivaldo hjá AC Milan var í gær útnefndur versti knattspyrnumaður- inn á Ítalíu 2003 af hlustendum RAI- útvarpsstöðvarinnar, en rúmlega fimm þúsund hlustendur tóku þátt í kjörinu. Rivaldo fékk 28% atkvæða, en í öðru kom Al-Saadi Gaddafi, sem hafði ekki leikið leik með Perugia áður en hann féll á lyfjaprófi á dög- unum – með 21,5% atkvæða. Þýski framherjinn Carsten Jancker hjá Udinese, sem sem skoraði sitt annað mark fyrir liðið um sl. helgi í þá sautján mánuði sem hann hefur ver- ið hjá því, kom í þriðja sæti. Aðrir leikmenn sem voru ofarlega á blaði eru Marco Materazzi, varnar- maður Inter, Portúgalinn Sergio Conceicao og Serbinn Sinisa Mih- ajlovic, sem báðir leika með Lazio.  STOKE fékk sóknarmanninn og norður-írska landsliðsmanninn- Gerry Taggart að láni í einn mánuð í gær frá Leicester. Taggart mun hitta fyrir hjá Stoke gamlan félaga – Ade Akinbiyi, sem kom til liðsins frá Crystal Palace í byrjun keppnis- tímabilsins. Taggart mun leika sinn fyrsta leik með Stoke í kvöld þegar liðið leikur gegn West Ham í 1. deild- arkeppninni í London.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði í gær að Pascal Cygan væri ekki á förum frá liðinu. „Hann er mjög ánægðir með að vera hjá Arsenal og ég sé ekki ástæðu fyr- ir því að hann sé á förum. Hann hef- ur staðið sig vel í leikjum okkar og á eftir að verða stöðugri,“ sagði Wenger. FÓLK „VIÐ ætlum okkur að fara alla leið í ár,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir leik- maður ÍS að loknum leik liðsins gegn Keflavík. „Það er nóg eftir af mótinu en eins og staðan er í dag þá ætlum við að ná eins og langt og hægt er. Það þýðir aðeins eitt. Ís- landsmeistaratitill. Í þessum leik náðum við að hitta vel úr þriggja stiga skotunum okkar en það hefur verið sá þáttur í okkar leik sem hef- ur verið að bregðast. Keflavík beitti svæðisvörn á okkur, líklega vegna þess að við höfum verið að hitta illa. En vörnin hjá okkur var að sama skapi þétt og þar var grunnurinn að sigrinum lagður,“ sagði Alda Leif en hún skoraði alls 27 stig Það mesta sem hún hefur skorað í vetur. Alda sagði ennfremur að ekki stæði til að fá erlendan leikmann á næstunni. Ekki nógu gott Anna María Sveinsdóttir, leik- maður Keflavíkur, vildi ekki nota fjarveru þriggja lykilmanna liðsins sem afsökun fyrir tapinu gegn Keflavík. „Við erum með breiðan og góðan hóp af leikmönnum. Þessi leikur var ekki nógu góður af okkar hálfu en það reyndu allir að berjast eins og þeir gátu. Við erum með blöndu af yngri og eldri leikmönnum og teljum að við getum náð langt með þetta lið eins og það er skipað í dag. Það er ekki á dagskránni að fá liðsstyrk á nýju ári með erlendum leikmanni,“ sagði Anna María. FÆREYINGAR eru himinlifandi yfir niðurstöðunni úr drættinum í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu síðasta föstudag. Þeir eru í riðli með Frakklandi, Írlandi, Sviss, Kýpur og Ísrael, og telja þetta vera mjög vænlega mótherja. Dagblaðið Sosialurin segir að útkoman hefði varla getað verið betri. Engar Austur-Evr- ópuþjóðir, ein sannkölluð stór- þjóð, og tvær fínar ferðir til heit- ari landa. „Frakkland með leikmenn á borð við Zidane, Henry og Barthez er sannkall- aður gullkálfur fyrir færeyska knattspyrnusambandið og mun færa því milljónatugi í tekjur. Miklir sjónvarpspeningar og góð aðsókn tryggð,“ segir meðal annars í umfjöllun Sosialurin um dráttinn. Það vantaði þrjá lykilleikmenn í liðKeflavíkur að þessu sinni. Kristín Blöndal, Birna Valgarðsdótt- ir og Erla Þorsteins- dóttir voru fjarver- andi vegna veikinda en í lið ÍS vantaði miðherjann Guðríði Svönu Bjarnadóttur. Þríeykið Krist- ín, Birna og Erla skora að jafnaði flest stig fyrir Keflavík og Hjörtur Harðarson þjálfari liðsins lét korn- unga leikmenn spreyta sig í þeirra stað. Lovísa Guðmundsdóttir opnaði leikinn með fyrstu fjórum stigum ÍS en Svava Stefánsdóttir svaraði með fimm stigum í röð fyrir Keflavík. Tvö stig skildu liðin að í lok fyrsta leik- hluta, 11:9, fyrir ÍS. Liðin skiptust á um að taka skorp- ur í öðrum leikhluta. Í stöðunni 16:11, skoruðu leikmenn Keflavíkur átta stig í röð og komust yfir, 16:19. Þar lét ungur leikmaður úr liði Keflavík- ur, Bryndís Guðmundsdóttir, mikið að sér kveða en hún er aðeins 15 ára gömul. Bryndís skoraði sex stig í röð, síðan rann af henni móðurinn en hún skoraði alls 13 stig í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Alda Leif Jónsdóttir í liði ÍS tók við sér í stöðunni, 23:25, og skoraði hún næstu 12 stig leiksins, þrjár þriggja stiga körfur og þrjú stig til viðbótar. Glæsileg rispa. Lið ÍS fór með 10 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik en bæði lið voru lengi að finna leiðina að körf- unni í upphafi þess síðari. Anna María Sveinsdóttir skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik en þá tók við flugeldasýning hjá leikmönnum ÍS sem skoruðu sex þriggja stiga körfur og náðu mest 22 stiga forskoti. Hafdís Helgadóttir kveikti í liðinu með þeirri fyrstu, Stella Rún Krist- jánsdóttir skoraði þrjár og Alda Leif tvær. Útlitið var því ekki bjart í herbúð- um Keflavíkur er fjórði og síðasti leikhlutinn hófst, þrettán stiga mun- ur, 53:40. En Anna María fór fyrir sínu liði, barðist eins og ljón undir körfunni en það gekk hinsvegar illa hjá Keflavík- urliðinu að hitta úr þriggja stiga skotunum. Gestirnir beittu stífri pressuvörn sem skilaði ágætum ár- angri. Ívar Ásgrímsson þjálfari ÍS var ekki sáttur við gang mála á loka- kaflanum þar sem hans lið henti knettinum frá sér hvað eftir annað og um tíma var munurinn aðeins sjö stig, 61:54, og nægur tími eftir. Alda Leif, Stella og Lovísa skor- uðu hinsvegar síðustu stig leiksins og tryggðu ÍS mikilvægan sigur, 68:54. Hittni ÍS í leiknum var með ágæt- um, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Svæðisvörn Keflvíkinga gaf færi á sér hvað eftir annað en það vantaði aðeins herslumuninn á að gestirnir næðu yfirhöndinni undir lok leiksins. Þrjár 15 ára gamlar stúlkur voru í leikmannahóp Keflavíkur að þessu sinni og nægur efniviður þar á bæ. Bryndís stóð sig mjög vel í fyrri hálf- leik, María Ben Erlingsdóttir er at- hyglisverður leikmaður. Hávaxin og með góða tækni. Hinsvegar varð hittni liðsins því að falli að þessu sinni. Erla Reynisdóttir fann ekki fjölina sína en Anna María fór að hitna er á leið leikinn. Í liði ÍS bar mest á Öldu Leif og Stellu. En ekki má gleyma Hafdísi og Helgadóttur og Svandísi Sigurðar- dóttur en þær léku vörnina af festu. Sú síðastnefnda lét Önnu Maríu hafa mikið fyrir þeim 18 stigum sem hún skoraði. Alda Leif fór fyrir liði ÍS ÍS tók á móti Keflavík í 1. deild kvenna í gærkvöldi í Íþróttahúsi Kennaraháskólans og hafði heimaliðið betur og er í efsta sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 umferðum. Keflavík kemur þar á eftir með 12 stig. Tíu stiga munur var á liðunum í hálfleik, 35:25, fyrir ÍS en gestirnir reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en tókst ekki þrátt fyrir harða baráttu. Lokatölur 68:56. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Færeying- ar himin- lifandi „Ætlum að fara alla leið“ SVO gæti farið að körfuknattleiks- mennirnir Svavar Atli Birgisson og Gunnlaugur Erlendsson myndu ekki leika með Þór frá Þorlákshöfn fyrr en í febrúar en þeir félagar hafa ekki leikið að undanförnu með liðinu vegna anna við próflestur í Íþrótta- kennaraskóla Íslands á Laugarvatni. Leikmennirnir eru báðir frá Sauð- árkróki og munu dvelja í heimabæn- um við æfingakennslu í byrjun næsta árs – samfleytt í 6 vikur. Svavar sagði í samtali við Morg- unblaðið að svo gæti farið að þeir yrðu ekki með Þór á ný fyrr en í febrúar en það ætti eftir að ráða fram úr þeim vandamálum sem dvöl þeirra á Sauðárkróki veldur nýlið- um Þórs frá Þorlákshöfn. Liðið hef- ur ekki unnið leik frá því að liðið lagði Breiðablik á útivelli þann 19. október. Svavar hefur skorað 18,5 stig að meðaltali í þeim 4 leikjum sem hann hefur leikið til þessa en Gunnlaugur 12,3 stig í 9 leikjum. Þeir voru ekki með liðinu gegn Keflavík s.l. sunnudag. Kristinn Guðjón Kristinsson for- maður félagsins sagði í gær að leik- mennirnir hefðu ekki haft samband við einn eða neinn um sína fjarveru. „Við fengum þær fréttir að þeir væru á leið norður í janúar. Þeir spila ekki með Þór á meðan þeir eru þar í sex vikna æfingakennslu. . Gunnlaugur hefur ekki sést hér í eina viku og við vitum ekki um fram- haldið hjá þeim,“ sagði Kristinn. Svavar og Gunnlaugur hættir með Þór Þ.? Hvert ertu að fara? Rannveig Randversdóttir úr Keflavík hefur góðar gætur á Öldu Leif úr liði ÍS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.