Vísir - 03.01.1981, Qupperneq 17

Vísir - 03.01.1981, Qupperneq 17
16 VISIR Laugardagur 3. janúar 1981 Laugardagur 3. janúar 1981 VISIR 17 ' - ' ; . : , Sigurður Helgason í Helgarblaðsviðtali: ,Við stöndum meö pálmann i höndunum”. súrari urðu frændur vorir á Noröurlöndum sem þótti ekkert mega skyggja á SAS. Loftleiðir stóöu utan alþjóðasambands flug- félaga, IATA, og gátu þvi boðið lægri fargjöld, enda voru vélar félagsins hægfleygari en þoturnar sem ruddu sér æ meira til rúms. Samkeppnin harönar „Við vorum með gegnumflug milli Evrópu og Bandarikjanna með viðkomu á tslandi. Þótt Luxemborg reyndist okkur happadráttur fóru að verða sifellt fleiri ljón á vegnum. Skandi- navar gerðu okkur erfitt fyrir hvað varðaði fargjöld sem við máttum bjóöa þar. Eftir þvi sem okkur óx fiskur um hrygg gætti æ meiri tilhneigingar hjá stjórn- völdum þar og siðan Bretum lika til aö takmarka réttindi okkar. Undir 1970 voru komnar slikar hömlur á flug skrúfuvéla okkar til Skandinaviu að fargjöld okkar máttu ekki vera nema 10% lægri en keppinautanna sem notuðu þotur.Þetta gekk ekki upp þvi skrúfuvélarnar voru mun hæg- fleygari og buðu ekki upp á sömu þægindi og þoturnar. Eftir að Loftleiðir fengu þotur var ákveðið 1971 að setja þær inn á Skandinaviuflugið. Þetta skap- aði mjög aukna samkeppni við Flugfélag Islands og má segja að þetta hafi verið hæpin ráðstöfun af hálfu stjórnar Loftleiða þvi nú vorum við skuldbundnir til að vera með sömu fargjöld og SAS. Þessi hluti rekstursins var rekinn með miklu tapi og haustið 1971 var farið aö ræða sameiningu félaganna”, segir Sigurður meðal annars um þetta timabil. Sameiningin gekk of hægt Mikið hefur verið rætt og ritað um sameiningu flugfélaganna og sumir vilja helst að hún hefði aldrei orðið. En Sigurður er ekki á sama máli: „Það náðust samningar um sameininguna áriö 1973. Ég lit svo á að sameiningin hafi verið sjálf- sögð og réttmæt og hef aldrei ef- ast um kosti hennar. En eflaust hafa einhverjir efast á siðari stig- um”. — Ýmsir Loftleiöamenn töldu að á féiagið væri hallaö við mat á eignum? „Það er allt annar þáttur máls- ins. Sameiningin var samþykkt á félagsfundum beggja félaganna og einnig að eignir skyldu metnar af óvilhöllum mönnum og það var gert. En það er rétt að ýmsir úr Loftleiðaarminum töldu matið ekki nógu hagstætt fyrir þá, en þetta er búið og gert og ég veit ekki hvort hægt sé að gagnrýna þá sem matið framkvæmdu. Svona hlutir eru alltaf matsatriði. Þvi miður gekk sameiningin ekki nógu hratt og að minu mati hefðu félögin þurft að sameinast strax. Þess i stað var samið um þriggja ára umþóttunartima, fram til 1976 og sá timi siðan framlengdur. Ég kom heim frá Bandarikjunum 1974 er ég var beðinn um að verða einn af þremur forstjórum Flugleiða sem átti að annast allan flugrekstur beggja félaganna”. — En var þessi sameining nokkuð nema nafnið eitt? „Þegar samkomulag varð um sameininguna árið 1973 var erf- iður rekstur hjá báðum félög- unum. Þar má nefna að árin á undan höfðu þau háð skefjalausa samkeppni, svo brýst Israels- striðið út þetta ár og OPEC verður til. Oliuveröið tekur þá fyrsta stóra stökkið upp á við og rekstur allra flugfélaga verður erfiður 1974. Umþóttunartiminn var of langur eins og ég sagöi og það er enginn vafi á að sumar af þeim ráðstöfunum sem siðar var gripið til hefðu þurft að koma miklu fyrr. En þetta var mikið við- kvæmnismál fyrir ýmsa aðila sem hér komu við sögu og að minu mati var tekið tillit til þess of lengi. Þetta er litið þjóðfélag og menn veigra sér við að taka ákvarðanir ef þær snerta menn persónulega. Um það eru fjöl- mörg dæmi og þetta er ein af ástæðum þess hve illa gengur að stjórna þessu landi”. — Sumir segja þig hafa svikið Loftleiðir við sameininguna. Þú hafir látið örn Johnson ná tökum á þér og gerst Flugfélagsmaður og þvi hitni ókostir sameiningar- innar meira á Loftleiðafólki? „Min persónulega afstaða i þessu máli mótaðist alltaf af þvi sem ég taldi skynsamlegast fyrir félagið. Eftir sameininguna hef ég alltaf talið mig fyrst og fremst Flugleiðamann og min viðhorf mótast af þvi sem Flugleiðum væri best. En það er staðreynd að Loftleiöir voru miklu stærra félag og mikill hluti yfirmanna Flug- leiða komu úr Loftleiðaarminum, allt upp i 80% sumsstaðar og við samdráttinn bitna uppsagnir þvi kanski hlutfallslega meira á Loft- leiðafólki. En að ég hafi ánetjast einum eða öðrum er ekki rétt”. Samvinnan viö Seaboard Bandariska flugfélagið Sea- board hefur lengi annast allt við- hald á DC-8 þotum Flugleiða, en nú hefur félagið að visu samein- ast öðru flugfélagi, Flying Tiger. Þessi nána samvinna Flugleiða við Seaboard hefur vakið grun- semdir sumra um að hér sé verið að hygla hinu bandariska félagi. Þvi er Sigurður inntur eftir þessu: — Sumir hafa látið i það skina að þú sért á mála hjá Seaboard, ef til vill einn af eigendum þess félags? „Ég hef aldrei haft neinna sér- hagsmuna að gæta i þessu sam- bandi. Ég gerði mér snemma grein fyrir þvi á minum við- skiptaferli, að ef maður verður háður einhverjum fjárhagslega þá hefur maður enga samnings- stöðu lengur. Ég hef haft það að leiðarljósi að ná sem hagstæð- ustum samningum, en það verður ekki gert ef maður er háður viö- , SAMEININGIN VAR MIKÍÐ VIÐKVÆMNISMÁL FYRIR ÝMSA //Hugurinn beindist ekki sérstaklega að flugmálum i æsku en stefndi hins vegar fliótttil viðskipta. Frændi minn einn, Baldvin Dungal, var mikill frimerkjakaup- maður og ég lærði af honum. Fór að versla með frímerki út um allan heim sem ungíingur, en ég er löngu hætturöllum afskiptum af frimerkjum". Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða brosir við þegar hann minnist upphafs við- skiptaferils sins. Það er langt síðan hann hætti að sýsla með frímerki og selja. I nærri 30 ár hefur starfsvettvangur hans verið flugið og þar hafa sviptingar verið harðar oft og tiðum. Fyrir skömmu hrikti svo í undirstöðum Flugleiða að félagið virtist riða til falls. Hart var vegið að Flugleiðum og stjórnendum þess og Sigurður Helgason var sá brimbrjótur sem mest brotnaði á. Hann lét engan bilbug á sér finna þóttaðhonum væri sóttúr öllum áttum. Um ætt og uppruna er það að segja, að Sigurður er Reykvikingur í húð og hár, sonur Helga Hallgrímssonar og ólafar Sigurjónsdóttur sem bæði voru kennarar að mennt. Hann ólst upp í bænum en fór á hverju sumri i sveit til föðurbróður sins og afa að Grimsstöðum á Mýrum. „Þar var ég í hollu umhverfi, frændgarðurinn stór því afasystkyn min voru mörg. Dvölin i Borgarf irðinum var mér til gagns og ánægju og ég minnist þessara bernskuára með gleði", sagði Sigurður. En við förum fljótt yfir sögu og gripum niður i miðja heimsstyrjöld. I f lutningadeild hersins „Það urðu að vissu leyti þátta- skil i llfi minu áriö 1941 er ég fór að starfa fyrir bandariska herinn hér á landi. Ég geröist fulltrúi I flutningadeild hersins og haföi tvo hermenn sem starfsmenn. Þarna hafði ég meö að gera flutn- inga innanlands meö islenskum skipum og samdi um þá við skipafélögin. Upp úr þessu, eða árið 1944 fór ég vestur um haf og nam viö- skiptafræði við Colombiáháskóla, starfaði siðan fyrir islensk fyrir- tæki I New York og kom ég heim 1948. — Hvaö tók þá við? „Ég tók við forstjórastöðu hjá fyrirtæki sem heitir Orka og ann- aðisteinkum innflutning á vélum, tækjum og bifreiðum. Einnig varö ég nokkru sfðar forstjóri fyrir Steypustöðinni hf. og rak þessi fyrirtæki I mörg ár”. — Einhvern timann var mér sagt að þú heföir sett bæði fyrir- tækin á hausinn, keypt þig inn i Loftleiðir og stungið siðan af til Bandarikjanna? „Ekki vil ég nú kannast við það. Þau voru bæði i ágætum rekstri þegar ég skildi við þau, en það komu nýir eigendur að Orku stuttu siðar. En ég stjórnaði þeim i mörg ár eftir að ég eignaðist hlut i Loftleiðum”, sagði Sigurður og hélt svo afram: Vara f ormaður strax „Hins vegar var það á árinu 1953 að breytingar urðu á stjórn og eignaraöild Loftleiöa. Ég keypti þá hlut i félaginu, fór i stjórn og varð þar varaformaður strax. Félagið var þá i örum vexti og stjórnarstörfin þar tóku brátt æ meiri tima. Ég var á miklum ferðalögum i þágu Loftleiða og þar kom að ég sá að ég varð að velja milli þess og hinna fyrir- tækjanna. Nú, ég valdi Loftleiðir, hætti sem forstjóri Orku og Steypu- stöövarinnar og flutti til Banda- rikjanna i árslok 1961 og ég varð ábyrgur fyrir rekstri félagsins vestra”. Mikill uppgangur Loftleiða Þegar þetta var voru Loftleiðir i örum vexti og enn voru fram- undan miklir uppgangstimar. Fé- lagið hóf að fljúga til Luxemborg- ar 1955 og byggði upp flugsam- göngur við landið frá grunni. En Sigurður segir aðalstökkið i þvi flugi hafa oröið 1960 þegar DC-6B vélarnar voru teknar i notkun og siðan 1964 þegar Rollsarnir voru keyptir, CL-44. Þær vélar voru notaðar hjá Loftleiðum allt þar til DC-8 þoturnar voru fengnar árið 1970. „Þessar kanadisku skrúfuvél- ar, CL-44, voru um tima stærstu flugvélarnar sem voru i áætlun- arflugi yfir Norður-Atlantshaf, en þá vorum við með vél sem tók 189 farþega. En þoturnar stækkuðu og fóru upp I sama farþegafjölda og héldu áfram að stækka”, segir Siguröur. Það er auðheyrt að hann á margar góðar minningar frá ár- unum vestra, enda má segja að framan af hafi allt gengiö Loft- leiðum i haginn. Farþegafjöldinn hélt áfram að aukast, söluskrif- stofur voru opnaðar vitt og breitt um Bandarikin og Loftleiðir urðu stórveldi á islenskan mælikvaröa. Félagið bar hróður islenskrar at- orku og kunnáttu vitt um heim. Félagið hafði óheft olnbogarými vestan hafs, en eftir þvi sem Loft- leiöum vegnaði betur þeim mun Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi og Sigurður ræðast við. „Ég tek öllu með jafnaðargeði’ semjendum sinum fjárhagslega. 1 þessu sambandi er rétt aö geta þess, að eftir þvi sem tækin verða dýrari og flóknari skapast meiri nauðsyn á að ná hag- kvæmni með samvinnu við aðra. Gott dæmi um þetta eru tvær samvinnusamsteypur i Evrópu sem skipta meö sér viöhaldi á flugflota flugfélaga þar. Þegar við fórum út i þotu- rekstur árið 1970 var óhjákvæmi- legt fyrir okkur að leita samvinnu við einhvern aðila til að ná hag- kvæmni i viðhaldi. Okkur var um megn aö setja upp eigin viðhalds- stöö fyrir þessar þotur, sem varö að vera á endastöð. Enginn möguleiki var til þessa i Luxem- . borg og þá var ekki um annað að ræöa en New York. Þar var Sea- board meö fullkomna viðhalds- stöö fyrir DC-8 þotur og af þess- um ástæöum sömdum við og náö- um hagstæðum samningum, þurftum ekki að leggja i fjárfest- ingar i tækjum, varahlutum og varahreyflum”. — Verður viðhaldið þarna áfram? „Þetta er að sjálfsögðu orðið miklu minna að umfangi en áður þegar DC-8 þotunum var flogið mun meira. Við erum nú með opna samninga og ekkert sem bindur okkur þarna til lengri tima”. Hluturinn i Aerogolf til sölu Sumir hafa viljað gera mikið úr umsvifum Flugleiða erlendis og látið að þvi liggja að þar söfnuöu eigendur félagsins gróða sem þeir flyttu úr landi. Sigurður tekur þvi viðs fjarri aö um slikt sé að ræða. „Við höfum reynt aö styrkja meginstarfsemina en ekki flutt fé úr landi. Það hefur til dæmis aldrei veriö nein fjárfesting i Air Bahama. Það hefur verið talaö um dótturfélag Flugleiöa i Suöur Ameriku, en þar er væntanlega átt við dótturfélag Cargolux i Uruguay, Við tókum þátt i að byggja hótel Aerogolf i Luxemborg á sinum tima til að skapa ferðamönnum betri aðstöðu og var þaö vel séö af yfirvöldum þar. Nú er okkar hlutur i Aerogolf hins vegar til sölu. Eina verulega eignin sem við eigum til viðbótar erlendis er hlutur okkar i Cargolux og eins og sakir standa erum við ekki i þeim hugleiðingum að selja þann hlut”. Við sögðum satt Óþarfi er að rekja þær miklu umræður sem urðu um málefni Flugleiða á nýliönu ári. Þá sætti Sigurður Helgason harkalegri gagnrýni úr ýmsum áttum og erfiðleikar félagsins nánast bundnir við hann persónulega. Ekki man ég til þess að Sigurður væri sakaður um morð, en flest annað var borið á hann. En hvað sárnaði honum mest i þessari umræðu? „Þaö vill nú svo til aö ég er til- tölulega yfirvegaður og tek hlut- ina með ró og jafnaðargeði. Þetta hafði ekki svo mikil áhrif á mig persónulega en hefur kanski haft meiri áhrif á fjölskyldu mina. Ef það er eitthvað sem mér hefur sárnað þá er þaö kanski helst ef fyrrverandi samstarfsmenn minir hafa ásakaö mig um hluti sem þeir vita jafnvel og ég að enginn fótur er fyrir og þvi sagt gegn betri vitund”. — Tclur þú að Flugleiðir hafi sigraö i þessari orrahriö? „Við höfum sagt satt og rétt frá öllu og engu haft aö leyna, enda sýnist mér að við stöndum með pálmann i höndunum eftir allan þennan darraðadans. Það hefur komið i ljós aö allar þessar gróu- sögur, allar þessar álygar, allur þessi áróöur og allar þessar ásak- anir sem við höfum veriö bornir af fjölmörgum höfðu ekki við rök að styðjast”. — En einhvcr áhrif haföi nú þessi umræöa og lá ekki viö sundrung i stjórn Flugleiða? „Auövitaö heföi þetta sin áhrif og má minna á skilyrðin fyrir veitingu rikisábyrgöar fyrir þeim lánum sem við tökum. Þetta er i Viðtal: Sæmundur Gudvinsson Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.